Þjóðólfur - 13.07.1882, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.07.1882, Blaðsíða 1
34. ár. Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur), á a') borgast fyrir lok ágústmánaðar. Reykjavík 1B. júlí 1882. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema -1 p* -■ -í x hún sé gjörð fyrir i. okt. árinu fyrir. J-O, UlciO. í Skuld nr. 155 og 156 er greinar- spotti um brúun'á Elliðaánum. Höf- undurinn kallar sig f>. G. Vér skulum annars ekki vera að elta alt í þessum greinarspotta sem mætti, heldur taka það allra helzta. Alveg skulum vér sleppa því, þótt höf. bregði stundum til þess, að verða svo sem eins og dálítið matseljulegum. það fyrsta verulega, sem höf. byrjar á, er það, að honum þykir það alveg ófært, að vér skulum eigi hafa tilgreint ár og dag, þegar þeir menn hafa drukknað, er vér nefndum, og þykir þess vegna engin ástæða til að brúa árnar, af því vér eigi gátum um dánarárið og dán- ardaginn, og verður meiningin þá víst sú hjá höf., að brúunarástæðan eða brúunarnauðsynin liggi í því, hve nær þeir hafi drukknað, sem í Elliðaánum hafa farizt, en ekki í því, að þeir hafi i þeim drukknað. Síðan bætir höf. við hja oss dánardægri og dánarári, og er þannig að fylla það út og útfæra, sem hann svo sjálfur játar í sömu andránni, að komi ekki málinu við. Hann hefir þó víst ekki ætlað sér að gjöra einmitt það, sem hann er að víta oss fyrir ? En ér nú höf. alveg viss að það komi eigi málinu við, þegar um brúun ár er að ræða, hvé ill áin er yfir ferðar og hættuleg, og að menn hafi í henni far- izt, og finst höf., hr. J>. G., það ekki koma minna málinu við, hve nær það hefir verið? þ>að er hörmulegur misskilningur hjá herra þ>. G., ef hann heldur að það hafi endilega verið ætlun vor, að árn- ar skyldu brúaðar þar sem eigi gæti sýsluvegur um legið, því til þess höf- um vér eigi með einu orði bent; enn hitt þætti oss ofmikil meinsemi af höf. við einstaka menn, ef honum þætti á þess vegna eiga óbrúuð að vera, þar sem sýsluvegur mætti vel um liggja, bara ef einhver einstaklingur kynni að geta haft einhvern smáhag af þvi. Höf. hr. þ>. G. þykir sýslunefndinni heldur en ekki ósæmd í því gjörð, að sagt er um hana, að hún hafi leitað gjafa til brúarinnar, og segir að slíkt sé ósannindi. En rétt á undan segir hann þó : „En sýslunefndin hefir lítið í því gjört að beiðast gjafa“. þ>að er þá auðséð á því arna, að eittlwað hefir það verið, og að vér höfum með eng- in ósannindi farið, og með því játar höf. að vér höfum rétt að mæla. Hér neitar þá herra þ>. G. í öðru orðinu sem hann játar í hinu. Nú skyldi mað- ur gera sem svo, að öll greinin að öðru væri nú þessu lík, og þá yrði nú ekki sérlega mikið heillegt í henni, því að það ynni sig þá upp, ef heil brú væri í einhverju. Herra J?. G. segir, aðvér höfum brigzlað sýslunefndinni um, að hún hafi ekki „nentt‘ að leggja á sýslu- búa gjald til brúargjörðar. þ>etta lýs- um vér alveg ósannindi, því að það orð stendur als ekki í grein vorri, heldur hefir herra þ>. G. lagt oss það í munn, líklega af því honum hefir þótt það eiga svo vel við. j>að lítur svo út sem herra ý>. G. sé ekki meir enn svo vel læs eða þá að hann lesi ekki með vel „grundaðri nærgætni“, því að það er rétt eins og honum sýnist, að vér höfum sagt, að 30,000 planka hafi rekið upp í hvern lækjarós í Gullbringusýslu og að hann þurfi að vera að skýra frá að svo hafi ekki verið. Slíkt mundi enginn hafa komið upp með, nema vér fortökum ekki alveg herra þ>. G., úr því hann finnur ástæðu til að neita því, þegar enginn hefir sagt það. Vér skulum ekki fara mörgum orðum um hnútur þær, sem hann er að reyna til að kasta í þ>jóðólf, enn hittir ekki, því að þær eru ekki þess verðar. Vér erum alveg samdóma herra þ>. G. um það, að alt mishermi og eins misprent- anir eru ljótur galli á bókum og að þær bækur eru naumast lesandi, sem mjög mikið er af þess konar í, svo sem eins og ef orð rétt væru prentuð í þingtlðindunum frumvörp ug breyting- artillögur eftir handriti þingmannsins og löggjafans, sem sagt er að geti ekki ritað eitt einasta íslenzkt orð óbjagað og ferst það ekki betur, eða réttar að sínu leyti, enn ef einhver rétti upp litlafingurinn, þegur eiður væri af hon- um tekinn. Slíkir menn ættu aldrei að láta nokkurn mann sjá þvílíka ómynd. Flóttafólkið í Brodý.1 Sumir friða sig að vísu með því að skoða frásagnirnar um svívirðingar þær, sem framdar hafa verið á Gyðingum þeim, er flýðu úr Suður-Rússlandi, eins og ýkjur. Eg hef þann tíma, sem eg var í Brodý, leitast við að kynna mér ástand flótta- fólksins af eigin sjón og viðtali, til þess að komast fyrir, hvað væri satt og hvað tilbún- ingur, hvað væri ýkjur og hvað væri áreið- anlegt af öllu því, sem sagt er. Fyrir þann, sem vanur er lopti, birtu og hreinlæti, er það enginn hægðarleik- ur að fara inn í hin pestuðu manngrúahý- býli, sem ávísuð hafa verið þessu veslings- fólki til íbúðar. Maður þolir varla að draga andann, svo spilt er loptið, sem streymir 1) Brodý er bær í Galizíu nálægt landamærura Rússlands og mestmegnis bygður af Gyðing- um. pangað hafði fliiið fjöldi Gyðinga undan ofsóknunum á Rússlandi, og er eptirfyigjandi fráskýring samin af áreiðanlegum sjónarvotti, heldri konu einni frá Wien (í maim. þ. á.). móti manni í því maður opnar dyrnar. þarna liggur fólkið hundruðum saman á blautu leirgólfi í votum og skörnugum föt- um, með tærð og píslarleg andlit, eins og ímyndir hinnar hryllilegustu eymdar, sem ómögulegt er að lýsa. Eg geng til konu einnar, sem liggur fremst við dyrnar, hún fórnar höndunum til mín biðjandi — hún hefir auðsjáanlega ekki krapta til að rfsa upp. Eg vísa frá mér hinum mörgu, sem þyrpast í kring um mig og heyri loksins að hún segir, um leið og hún bendir á veiklað og lítið ungbarn: »Ofurlítinn mjólkursopa! barnið deyr í höndunum á mér«. Hvin segir mér, að hún sé frá Balta; húsið hafi verið brent yfir höfði sér, maður sinn og þrir drengir kefl- aðir og dregnir burt frá henni, en sjálf hafi hún verið svívirt þrátt fyrir það að hún lá enn á sæng, og síðan látin liggja hjálparlaus með barninu vikugömlu. þegar eg loksins hafði útvegað barninu mjólk, þá flyktust að mér konur úr hverju horni með brjóstbörn á handleggnum og báðu allar um svaladrykk handa börnum sínum, því brjóstamjólkin hafði þrotnað, svo þær höfðu ekki vikum saman getað nært börnin með öðru enn vatni og upp- bleyttum brauðskorpum. A meðal þeirra var kona nokkur kornung og fríð ; hún get- ur ekki hafa verið eldri enn 15 ára. Hún var með dálítið sveinbarn, sem saug hendi sína, svo steinarnir hefðu mátt vikna. »Hann deyr, hann deyr!« sagði móðirin grátandi; ngefið þér honum bara einn sopa«. þegar búið var að bæta dálítið iir neyð barnsins, sagði hún með miklum gráti raunasögu sína. Hún kvaðst fyrir degi síðan vera komin til Brodý eptir þriggja daga göngu frá Kiew. A landamærunum hefði verið teknir frá henni þeir fáu pen- ingar, sem hún átti, og hefði hún borið þá innanklæða; fyrst hefðu varðmennirnir á landamærunum leitað í pjönkum hennar, en þegar þeir fundu ekkert fémætt í þeim, þá færðu þeir hana úr öllum fötunum og við það duttu niður á jörðina þær 45 rúb- lur, sem hún hafði getað sargað saman til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.