Þjóðólfur - 13.07.1882, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.07.1882, Blaðsíða 4
62 Mannalát. Fyrir nokkru síðan lézt húsfrú Ragn- heiður Kristjánsdóttir, kona Jóns bónda Tómassonar á Hjarðarholti í Borgar- firði, dóttir Kristjáns bónda Matthie- sens á Hliði. Hún var ung kona og vel látin. Nýfrétt er og, að húsfrú Guðrún Lárusdóttir, kona J>orsteins prests Benediktssonar á Lundi í Borg- arfirði sé látin eptir nýafstaðinn barn- burð. Fimtudaginn 19. janúar næstliðinn sál- aðist að Hjörtsey á Mýrum merkiskon- an Sigríður Hafliðadóttir 59 ára gömul. Hún var fædd á Stórahrauni í Stokks- eyrarhrepp 20. apríl 1823. Olst hún upp þar eystra, enn fluttist árið 1846 með prófasti síra Guðmundi Vigfússyni frá Stóranúpi að Borg á Mýrum. Vor- ið 1848 20. maí giftist hún ekkjumanni Jóni Sigurðssyni, sem þá bjó í Kross- nesi í Álptaneshrepp og fluttist með honum að Hjörtsey fáum árum síðar, hvar hún dvaldist til dauðadags. J>au hjón eignuðust einn son, Guðjón, sem nú er búandi í Hjörtsey. Sigríður sál. var mesta sóma kona, mikið vel greind og vel að sér til munns og handa, stilt og siðprúð, guð- hrædd og ráðvönd til orða og verka. Hún var ástúðlegasti ektamaki, bezta og umhyggjusamasta móðir og stjúp- móðir, trygg og vinföst og hvers manns hugljúfi. IX. Nýdáin er prestsekkjan Helga Bryn- jólfsdóttir; hún deyði 9. júní næstliðinn hjá systur sinni, húsfrú þórunni áKirkju- vogi. Húsfrú Helga var fædd 1807 31. marz á Seli við Reykjavík, hvar faðir henn- ar síra Brynjólfur Sívertsen var dóm- kirkjuprestur, enn móðir hennar var Steinun Helgadóttir, sem segjamáum, að verið hafi fyrirtak kvenna í öllum greinum. t Með foreldrum sínum fluttist Helga 1814 austur að Holti undir Eyjafjöllum, ólst þar svo upp hjá þeim, uns hún var 19 ára að aldri, giptist 1826 17. okt. prestinum sira Jóni Steingrímssyni á Hruna. þegar maður hennar fyrir aldurssakií hafði sagt brauðinu lausu, fluttist hún með honum hingað á suðurland að Nesj- um í Hvalsnessókn; hér misti hún mann sinn, orðlagðan merkisprest og göfug- menni 1851 4. jan., bjó svo á jörðunni og seinast við litla grasnyt af henni sem ekkja og einstæðingur næstliðin 30 ár, þangað til hún í fyrra sumar, þrotin að heilsu, fjöri og kröptum flutt- ist til áður nefndrar systur sinnar að Kirkjuvogi, hjá hverri hún naut hinnar einstökustu aðhjúkrunar og umönnunar, unz drottinn hvíldi hana eptir langvinn- ar og sárar þjáningar og sjúkdómslegu. Helga sál. hafði orð á sér fyrir höfð- ingsskap, göfuglyndi og gestrisni, og sýndi mikið örlæti og rausn, (því efni voru næg á hennar fyrri búskaparárum), ávann sér allra af- hald og ástarþokka vegna hjarta- gæzku sinnar og meðaumkunar við alla sem liðu neyð og áttu bágt; hún gat engan nauðstaddan séð, að hún ekki Hknaði honum, og sama var hjartalag hennar til að gjöra gott og útbýta, eptir að efnin voru að mestu þverruð. Bæði eystra og hér fyrir sunnan var hún ljósmóðir margra barna með mik- illi heppni, og hafði gott skynbragð á lækningatilraunum ; hún var hin ástrík- asta eiginkona, umhyggjusamasta móðir barna sinna og barna barna, hjúin elsk- uðu hana og virtu og allir sem hana þekktu unnu henni hugástum. Af þrem- ur sonum hennar lifir nú einn, Stein- grimur að nafni, og er ekkjumaður, enn alls eru sonarbörn hennar 7 á lífi. Blessuð sé hennar minning. Auglýsiiigar. Undirskrifaður skiptaráðandi í Kjósar- og Gullbr.sýslu skorar hjer með á alla þá, sem standa í skuld við verzlun Ólafs heitins Jóns- sonar, kaupmanns í Hafnarfirði, að greiða skuldir sínar hið allra fyrsta annaðhvort til mín eða til einhverrar verzlunar í Hafn- arfirði.—þoir er eigi hafa innan næstkom- andi júlímán.loka annaðhvort greitt skuldir sínar á þennan hátt eða samið um greiðslu þeirra við mig, verða lögsóttir til greiðslu skuldanna. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.s., 27. maí 1882. Kristján Jónsson. ILIER MBÐ AUGLÝSIST, að sam- kvæmt ákvörðun á skiptafundi í dánarbúi Ólafs heitins Jónssonar, kaupmanns í Hafn- arfirði, verða íbúðar- verzlunar- og útihús þau, sem eru eign búsins, seld við opin- bert uppboð, er haldið verður þannig : 1. þriðjudaginn 15. ágústm. næstk. kl. 12 2. ------- 22.------------------------- 3.---------29. ------------------------- Hin fyrstu 2 uppboðin verða haldin á skrifstofu undirskrifaðs, hið 3. í húsum dán- arbúsins.—Fáist viðunanlegt boð í húsin á á síðasta uppboðinu, er samþykkt verði af skiptarjetti og skuldheimtumönnum, verða þau seld hæztbjóðanda. Skilmálar fyrir sölunni og virðingargjörð á húsunum verður til sýnis á skrifstofu minni eptir 1. ágústmán. næstkomandi. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.s. 17. júní 1882. Kristján Jdnsson. Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hérmeð skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi landlæknis Dr. Jóns sál. Hjaltalín, er and- aðist hér í bænum 8. þ. m. að koma fram með og sanna kröfur sínar á hendur dánar- búi þessu fyrir skiptaráðanda í Reykjavík innan 12 mánaða frá síðasta birtingardegi Dessarar auglýsingar. Skrifstofu bæjarfógeta í Rvík 26. júní 1882. E. Tli. Jánassen. Hér með leyfi eg mér að gera almenningi kunnugt, að eg hefi sezt að í húsi Ólafs gullsmiðs Sveinssonar hér í bænum, sem bókbindari, og tek að mér alskonar bókband, sem og aðgerðir á nharmonikumn. Reykjavík, 11. júlí 1882. Arni porvarðsson. Jörðin Brú í Biskupstungum 17 hndr. að dýrleika, með 3 kúgildum og 100 ál. land- skuld fæst til kaups og ábúðar í næstkom- andi fardögum, ef kaupandi semur við undirskrifaðan eða Sigurð bónda Guð- mundsson í Gröf um kaupin fyrir næstu veturnætur. Brú 29. júní 1882. porsteinn Narfason. Jörðin Jófríðarstaðir við Hafnarfjörð, 9 hndr. og 7,10 P. fæst til kaups frá fardög- um 1882 til 1. marz 1883. Jörðin hefir stór tún öll slétt, grjótgarður alt í kring og nýbygður bær og bæjarhús. Listhafendur vildu semja um kaupin við porvarð Ólafsson á Jófríðarstöðum. Nýsilfurbúin svipa hvarf mér nálægt Hlíð- arhúsum við Reykjavík, á hana grafið þorv. Ólafsson. þann sem hirt hefir svipu þessa, bið eg að gera svo vel að skila henni á skrif- stofu þjóðólfs eða til mín að Jófríðarstöðum við Hafnarfjörð. p. Ólafsson. Óll þau óskilahross, sem finnast í heima- löndum Mosfellshrepps, verða tekin til hirð- ingar mót daglegri borgun 30 aur. um dag hvern, hreppstjóra strax send lýsing af þeim, og réttað við Grafarvog, í fyrsta sinn þriðjudaginn f elleftu viku sumars og svo úr því annanhvorn þriðjudag til haustrétta. þau hross, sem eigendur ekki hirða við fyrstu réttun, verða geymd mót sama vökt- unartolli sem áður er greint, lýst um 14 daga eða til næsta réttardags, og ef þau eigi ganga út, verða þau seld á réttarstaðn- um við opinbert oppboð, og áfallinn kostn- aður tekinn af andvirðinu. Sömu reglu um vöktun, lýsing og sölu verður einnig fram- haldið til hausts, ef þörf gjörist. þess skal getið, að hross þau, sem hér ræðir um fást eigi laus, nema mót borgun út í hönd. Mosfellshrepp, 13. júní 1882. Hreppsnefndin. Handhringur með dökkum steinum lítið eitt rauðdropóttum, og mikið slitinn, týnd- ist 28. maí þ. á. frá kirkjugarðinum og niður að Brunnhúsum. Finnandinn er beðinn að halda honum til skila á skrifstofu þjóðólfs mót fundarlaunum. Auglýsingar festum við undirskrifaðir því að eins upp hér eptir, frá utanbæjarmönn- um, að hið lögboðna gjald fylgi með. Rvík, 82. Lögregluþjónarnir í Reykjavík. Nokkrar eikartunnur fást hjá Sigm. Guðmundssyni fyrir mjög lágt verð. Afgreiðslustofa pjóðólfs: ,JW. 8 við Austurvöll Útgefandi og ábyrgðarmaður Kr. O. þorgrímsson. Prentaður í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.