Þjóðólfur - 30.08.1882, Page 1
PJÓÐÓLFUR.
34. ár.
Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur),
á að borgast fyrir lok ágústmánaðar.
Reykjayík BO. ágiist 1882.
Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema -i q -i ■. \
hún sé gjörð fyrir I. okt. árinu fyrir. J-ö. Dld/O.
Eg- undirskrifaður lýsi því hér með
yfir, að þar sem í 16. tbl. 34. árg.
„J>jóðólfs“ er sagt: „það er líka látið
ósköp illa af kennslu latínukennarans
í 5. bekk“, þá hef eg ekki þar farið
eptir almennings áliti eða látið í ljósi
mitt eigið álit, heldur farið eptir sögu-
sögn 2 manna, sem eg nú ekki hef á-
stæðu til að álíta að sé á neinum rök-
um byggð. Sama er að segja með
frönsku kennsluna.
Kr. O. porgrímsson.
Menntun og skóli.
I.
Hvað er ungum anda bezt,
sem eílir dáð og frama?
II.
Hvað er ungum anda verst,
sem eyðir og kyrkir sama ?
I.
Fræðastofnun föðurleg,
er fræðir um hið sanna,
og sýnir ungum anda veg
eðli og líf að kanna.
Hún er ágætt leiðarljós,
lífgar, þroskar, nærir,
eins og sólin svásri rós
sannan lífs-yl færir.
En eptirdæmið allra bezt
ungum kennir sálum,
að geta stöðugt fætur fest
án falls á vegi hálum.
II.
Urelt fræði og andalaus
ungum sjónir villa;
kúgun, harðstjórn, hroka-raus
hreinum sálum spilla.
Að horfa’ á spilling, hneykslis líf
í háttum kennaranna,
er hið versta villukíf
og voði ungra manna.
Hvers er von, ef hneykslið á
hinum leið að vísa ?
Allt fer út um þúfur þá,
það er æ hið vísa.
Ef þú, kæra ísaláð,
ættir stofnun slíka,
mundi þeirra þokkaráð (!)
þínum börnum líka ?
Nei,—ef ekki’ er allra dauð
æru-tilfinningin,
og sé ei stjórnin sjálf spillt gauð,
er særir ei óvirðingin.
En ef stjórnin alveg blind
einskis sóma gætti,
þvílík kölska-kynjuð synd
í koll þeim steypast ætti.
* *
*
f>egar að siðferðis þrótturinn sljófgast,
og þegar að sómans tilfinning dofnar,
svo réttlæti’ í vorkunnar-volæði sofnar,
þá illgresið dafnar og allra bezt frjófgast,
það hveitinu spillir og kæfir hið unga,
og hver ber á herðum þann ábyrgðar-
þunga ?
a. O'.
Ársfundur bókinenntafélagsins
var haldinn 11. þ. m. Embættismenn
félagsins hér og varaembættismenn voru
kosnir hinir sömu og áður, nema bóka-
vörður. Var bóksali Kristján O. þor-
grímsson kjörinn bókavörður með 18
atkvæðum. — Sú tillaga var samþykkt,
að framvegis skyldu 5 menn vera í
stjórnarnefnd „tímaritsins“, forseti og
fjórir menn aðrir, er kosnir skulu ár-
lega. Fyrir næsta ár voru nú kosnir
í nefndina þessir menn: Steingrímur
Thorsteinsson, skólakennari, Jón Olafs-
son, ritstjóri, Páll Melsteð, málaflutn-
ingsmaður og Eiríkur Briem, presta-
skólakennari. Jón Árnason beiddist
þegar í stað lausnar úr nefndinni, og
var í hans stað kosinn Jón ritstjóri
Olafsson.
Hugleiðingar
um hin helztu mál, er eigi náðu fram
að ganga á alþingi 1881.
Biöð vor tala að jafnaði of lítið um
almenn þjóðmál, sér í lagi mál þau,
Grafin lifandi
(eptir A. Badois).
(Framh. frá bls. 73).
Eg fór frá þeim, og þegar eg var orðinn
einn, gat eg fyrst almennilega farið að hugsa
um, hvað það var, sem eg hafði skuldbundið
mig til.
Eg reyndi til að hressa mig upp með því,
að setja mér fyrir sjónir, hvé leiður eg var
orðinn á ertingum og hæðnisglósum skóla-
bræðra minna, og hvé inndælt það væri, að
fá að lifa í friði, þegar eg hefði sýnt þeim,
að það væri ekki hugleysi í mér, heldur að
eins tilfinningasemi; en eg ætlaði varla að
geta talið mér sjálfum trri um það í hugan-
um. En—hvað átti eg að gjöra? Mér var
ómögulegt að hætta við allt saman, eg hafði
lofað þessu í viðurvist margra skólabræðra
minna, óg eg varð að gjöra það, hvort sem
mér þótti ljúft eða leitt.
»|>arf eg endilega að fara einn út f kirkju-
garðinn?« spurði eg Bilkowsky seinna og
eg fann sjálfur, hvernig skalf í mér röddin
þegar eg sagði þetta.
»Einn? Nei, þú færð það einu sinni ekki,
þó að þú vildir það. Einn maður yrði ekki
svo fljótur sem þarf til þess að moka upp
úr heilli gröf; og við viljum ekki láta koma
að okkur meðan við erum að því; skilurðu
það ? Við förum eins margir eins og þarf,
leitum að gröfinni, hefjum kistuna upp, og
það sem á eptir kemur er svo á þinni
ábyrgð«.
J>að var þó dálítil huggun, að eg átti ekki
að vera einn meðan var verið að grafa líkið
upp, en þrátt fyrir það var eg allur eins
og á nálum það sem eptir var dagsins, og
eg var hræddur við sjálfan mig í hvert sinn
og eg leit í spegil.
Eg hélt að dagurinn ætlaði aldrei að taka
enda, en það var þó loksins, og á ákveðn-
um tíma fór eg til þess staðar, er skóla-
bræður mínir höfðu lofað að bíða eptir mér.
»Hana! J>arna kemur hann!« kallaði
Bilkowsky, »nú skulum við flýta okkur«.
Skelfing hataði eg Bilkowsky! En eg
var þreklítill unglingur, hann þrekmeiri og
því varð eg að hlíta hans boði og banni.
það eina, sem hélt mór uppi, var, að þegar
þetta væri af staðið, þá yrði eg frjáls—frjáls
eins og fuglinn fljúgandi, og gæti lifað 1 næði
óáreittur af ertingum skólabræðra minna.
»Flýtið ykkur nú«, kallaði Bilkowsky. »|>að
er allra-inndælasta draugaveður, myrkur og
rigning. Við megum vera óhræddir, það
sér okkur enginn, því að í þessu veðri
vogar engin lifandi sála sjer út«.
þá er hann sagði þetta opnaði hann
gluggann, og stormurinn þeytti regninu í
andlitið á okkur. það hvein í storminum
úti, og þaðvareins oghann ætlaði að rykkja
trjánum upp með rótum, og langt í burtu
heyrðust þrumur. Við og við ljómaði eld-
ing í náttmyrkrinu.
»Hvernig lízt ykkur á að við fáum okkur
dálítið í staupinu, til þess að setja í okkur
hug ?« sagði Bilkowsky.
|>að leizt öllum gott, og eg sótti eina
flösku af koníakki. Bilkowsky tók flöskuna,
dró tappann úr henni og fyllti glösin.
»Nú skulum við drekka skál vinar okkar«,