Þjóðólfur - 02.09.1882, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.09.1882, Blaðsíða 1
PJÓÐÓLFUR 34. ár. Kostar 3 krónur (erlendis 4 lcrónur), á að borgast fyrir lok ágústmánaðar. Rcyltjavík 2. sept. 1882. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema VvIqA hún sé gjörð fyrir I. okt. árinu fyrir. a\J. Old/O. Hugleiðingar um hin helztu mál, er eigi náðu fram að ganga á alþingi 1881. (Framh. frá bls. 78). „11. 5- gr. Bankinn má gefa út og koma í veltu manna á milli seðlum, er tiema jafnmiklu, sem hin seldu hlutabréf hans, en aldrei meiru. Seðlar bankansskulu gilda 5 krónur, 10 krónur og 50. kr. 6. gr. Seðlar bankans skulu teknir með fullu ákvæðisverði, sem gildur greiðslu- eyrir í öll gjöld til landssjóðs, til allra sveitarfélaga og annara almennra stofn- ana í landinu. 7- gr- Bankinn skal jafnan hafa að minnsta kosti einn þriðja hlut af stofnfé sínu fyrirliggjandi í slegnum gullpeningum og silfurpeningum til að leysa til sín seðla, þá er eigendur seðlanna óska. III. 8. gr. Bankinn lánar út fé gegn nægu og tryggu veði, einkum fasteignarveði. 9. gr- Stjórn bankans hefir heimild til að semja svo við lántakendur, að þeir í veðskuldabréfum sínum til bankans gangist undir, að stjórn bankans megi láta fógeta taka veðið lögtaki og selja það við opinbert uppboð, ef þeir halda eigi samninga sína við bankann, án j þess sáttatilraun, lögsókn eða dómur fari fram á undan. En rétt hefir skuldu- nautur til, að búa til mál á hendur bankanum til skaðabóta. IV. 10. gr. Bankinn tekur að sér fé til að geyma og ávaxta um ákveðinn tíma, eða með ákveðnum uppsagnarfresti. V. 11. gr. Til þess að koma bankanum á stofn, má verja allt að 10,000 kr. úr lands- sjóði. Fé þetta veitist bankanum sem lán, og skal það að fullu endurgoldið landssjóði á 10 ára fresti með 4 °/0 leigu um árið. 12. gr. Landshöfðinginn semur reglugjörð fyrir bankann og setur bankastjóra til að veita bankanum forstöðu fyrst um sinn undir yfirumsjón sinni. Reglu- gjörð bankans skal síðan leggja fyrir næsta alþingi, og kýs alþingi upp frá því bankastjóra, en landshöfðingi stað- festir kosninguna41. Ut af frumvarpi þessu spruttu mikl- ar umræður á þinginu og risu þeir menn einkum upp á móti því, er mest höfðu stuttlánsfélags-frumvarpið. þ>eir sögðu, að kostnaðurinn við að koma upp banka væri ókljúfandi, og að til þess að banki gæti staðizt þyrfti 5—10 miliónir króna, en engar ástæður færðu þeir fyrir því eða neinar reikningslegar sannanir. þ>eir sögðu og, að tíminn væri enn ekki kominn til að stofna banka, og að bezt væri að stofna lánsfélagið fyrst; það væri hægra að stofna banka á ept- ir. Landsmenn mundu ekki kaupa hlutabréf bankans og seðlar hans mundu heldur eigi ganga út; almenningur hefði hér ótrú á seðlum. þ>að væri of lítið að hafa að eins */s af stofnfé bankans fyrirliggjandi í peningum, og mundi eigi veita af í/2. Að því mundi reka, að bankinn kæmist í peningaþrot, því að líklegt væri, að seðlar bærust mjög að honum. þessum viðbárum hrundu talsmenn bankans gjörsamlega. Voru leidd rök að því, að banki með einnar millíónar stofnfé hlyti að geta staðizt með góðri stjórn, og jafnvel þó stofnféð væri hálfu minna. Fyrir því bar og síra Arnljót- ur fram þá tillögu, að stofnfé bankans skyldi að eins vera 500000 kr. af fé við- lagasjóðsins. Skyldi fé þetta afhend- ast bankanum að 3/5 í konunglegum skuldabréfum, og að 2/5 í hérlendum iðgjaldabréfum landsmanna, félaga og stofnana, eptir sannvirði þeirra og í Grafin lifandi (eptir A. Badois). (Niðurl’ frá bls. 77). Nú var mér öllum lokið. Mér fannst eins og höfuðið á mér ætlaði að springa. Bg ætlaði að tala, en gat engu orði upp komið. Loks tókst mér að stama fram þess- um orðum : »þér voruð í gröfinni, og eg er þorpari, sem í nótt hef vanhelgað hvíldarstað hinna dánu. Byrirgefið mér það í nafni hins misk- unsama guðs og farið aptur í friði til hins síðasta heimkynnis«. »Guð hjálpi mér !—mér er svo illt—hjálp! —eg dey«, sagði hún lágt og hneig niður. þá datt mór allt í einu í hug : »Skyldi aumingja stulkan hafa verið grafin lifandi?« Bg þaut fram ur rúminu, tók um hendur hennar,—þær voru heitar. Bg lagði hönd mína á brjóst hennar,—hjartað hrærðist. »Annaðhvort er þessi stúlka lifandi, eða eg er þá orðinn vitlaus ?« Eg stökk fram að hurðinni, reif hana upp í ósköpum og hrópaði af öllum lífs og sálar kröptum: »Hjálp, hjálp I Hinn dauði er upp risinn«. Stúdentar þeir, sem sváfu næst mér, vökn- uðu þegar við kallið. þeir komu að vörmu spori og þóttust fullvissir um, að eg væri orðinn vitlaus. »Aumingja greyið!« sagði einn þeirra. »Bilkowsky hefði ekki átt að láta hann reyna þetta. Eg þóttist undir eins viss um, að hann mundi ekki þola það«. »Já«, sagði annar, »það var ljótt af honum að láta hann gjöra þetta. Hann er allt of lingerður og huglítill til þess«. Eg þóttist vita, hvað þeir voru að tala um. »Bg er ekki orðinn vitlaus«, sagði eg. »|>ið getið sjálfir sóð, hvort það er satt sem eg segi. Líkið er lifnað við«. þeir fóru þá inn í svefnherbergi mitt, einn þeirra laut niður að stúlkunni og tók á líf- æðinni. »Komið þið fljótt með ljós og brennivín —hún er lifandi—hún er lifandi!!!« Hinir hlupu nú til, hver vildi láta sína skoðun í ljósi, svo að það varð slíkt rnálæði og háreysti kringum stúlkuna, að það var eins og kliður í fuglabjargi. Yið lögðum stúlkuna upp í rúmið, dreypt- um á hana nokkrum dropum af brennivíni, og raknaði hún þá við. Eg sótti háskólakennarann og hann vakti það sem eptir var af nóttinni hjá stúlku- aumingjanum og hjúkraði henni svo vel, að hún var auðsjáanlega á góðum batavegi þeg- ar morgnaði«. Læknirinn þagnaði. »Og hafið þér aldrei séð þessa stúlku síðan?«, spurði eg. »Jú, opt, opt; og þér líka«. »Jeg? þekki eg hana?« »Eins vel og þér þekkið mig«. »Nú eruð þór að gjöra að gamni yðar, læknir góður«. »Mér er fúlasta alvara«. »Hvað heitir hún þá ?« »Sama og eg«. »Er það konan yðar ?« »því get eg ekki neitað. — þessi unga stúlka giptist mér síðar. Foreldrar hennar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.