Þjóðólfur - 02.09.1882, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.09.1882, Blaðsíða 3
81 gjörð um lánstraust og lánfæri, eptir síra Arnljót, og getum vér um hana á öðrum stað 1 blaði þessu. far leggur hann til, að bezt mundi að stofna hér banka að eins með iooooo kr. stofnfé, og skyldi þó bankinn byrja störf sín þegar er 50000 kr. eru innkomnar. þ>ess- ar fjárhæðir ætlum vér heldur litlar, enda séum vér menn fyrir meiru. J>ótt vér eigi efumst um, að svo lítill banki gæti fullvel staðizt, þá eru þarfir vorar svo miklar, að eigi mundi veita af 1 millíón til stofnunarinnar. í frumvarp- inu er ákveðið, að bankinn skuli vera seðlabanki, lánbanki og geymslubanki, og á hann þannið að fullnægja öllum kröfum. Geymslubanki er í rauninni sama sem sparisjóður, en með því bank- inn á að hafa aðsetur sitt í Reykjavík, virðist óþarft og kostnaðarsamt, að hafa þar tvo sparisjóði, hvorn við hliðina á öðrum; ætti því sparisjóðurinní Reykja- vík að dragast inn í bankann, og væri það álitlegur viðauki. Mál þetta er enn eigi rætt og ritað til hlítar, með því að það er vandamál mikið og eitt mesta nauðsynjamál lands- ins. Vér vonum, að alþingismenn og aðrir góðir menn, er hafa vit og vilja á, að styðja almennings heill, íhugi þetta efni betur en gert hefir verið. Væri óskandi, að lög um stofnum banka í landinu yrðu samþykkt á næsta þingi sem líkust frumvarpi nefndarinnar, er prentað er hér að framan. Breyting- artillögur síra Arnljóts ætlum vér þó að ætti að taka inn í lögin. (Framh. síðar). Bréf frá sjómanni. Mörg ár eru liðin síðan því var hreyft á almennum málfundum, á alþingi ogí blöðunum, að nauðsyn bæri til að stofna skóla fyrir sjómenn hér á landi. f>ví máli hefir of Íítill gaumur verið gefinn, og nú hin síðustu ár talar enginn um það. þ>að liggur þó í augum uppi, að menntun og kunnátta er eigi síður nauðr synleg á sjó en landi, ekki sizt þar sem svo hagar til sem hér á landi, er land- ið er í sjálfu sér kostalítið, en sjórinn umhverfis það hefir mestan auðinn að geyma. Útlendingar segja opt, að ís- lendingar ætti allir að vera sjómenn. þ>að gæti nú að vísu eigi átt sér stað eða verið æskilegt, en hitt er víst, að vér erum enn mjög skammt á veg komnir í sjómennsku. Arður af sjávar- útvegi er optast fljótfengnari en af landbúskap, þó sjávargjöfin sé á hinn bóginn svipulli. En sjávaraflinn er svip- ulastur fyrir þá sök, að útvegur vor nær svo skammt; gangi fiskur eigi á grunnmið, þá fáum vér engan fisk nema vér höfum þiljuskip til að leita í djúp- unum og fylgja fiskigöngunni. En þil- skipaformenn þurfa að vera menntaðir menn í sinni grein. þ>á er þiljuskip koma almennt upp, er seint mun ganga, nema félagsskapar og samtaka sé neytt, sjá menn fyrst brýna þörf á sjómanna- skóla; styður þá hvað annað til fram- farar: þilskip heimta menntaða sjómenn og menntaðir sjómenn heimta þilskip. þ>að er harla leitt, ef segja mætti um oss íslendinga, að „enginn kunni að sigla“, og mjög er nú aptur farið þjóð vorri, er á fyrri öldum sigldi um öll höf, er þá vóru kunn, og fann jafnvel nýja heimsálfu, er aðrar þjóðir höfðu ekkert af að segja. Á þeim öldum vóru þó sjóferðir landa á millum langt- um torveldari en nú á tímum; skipin harla ófullkomin, og sú vísindalegaþekk- ing, er að farmennsku og siglingum lýt- ur, því nær engin. En forfeður vora brast eigi áræði og karlmennsku til sjóferða. þ>að er það, sem oss helzt vantar ; vér eigum fáein skip, er vel má fara á til Noregs og Skotlands. í fyrra sumar kom snekkja ein frá Nor- egi til Eyjafjarðar, er var miklu minni en hákarlaskip Eyfirðinga. Gekk henni ferðin vel, enda er eigi allt undir því komið, að skipin sé stór, heldur að þau sé traust, vel löguð og vel útbúin. Sá tími hlýtur að koma, þó all-langt verði þess að bíða, að vér íslendingar förum landa í milli á vorum eignum skip- um. f>á er vér flytjum sjálfir á inn- lendum skipum með innlendum sjó- mönnum allan varning vorn til útlanda og kaupum þar aptur nauðsynjavörur vorar, þá (en eigi fyrri) ,er verzlunin innlend, þá fyrst rennur ágóði verzlun- arinnar inn í landið, að svo miklu leyti, sem unnt er; þá leggst niður öll sú nýlendu-verzlun og skuldaverzlun, er vér höfum lengi hlotið að búa við. Að þessu marki verðum vér að stefna; fyr- ir þessum framförum verðum vér að flýta með ráðum og dáð. Hið fyrsta, sem gera þarf til að ryðja braut máli þessu, er að koma á fót sjó- mannaskóla. Um tilhögun og ætlunar- verk slíks skóla ætla eg eigi að tala margtíþetta sinn. Kennslan ættibæði að vera bókleg og verkleg, og þyrfti einkum að leggja sérstaka stund á sumt hið verklega, með því að nemendur mundu að jafnaði vera fákunnandi í því efni. Tel eg nauðsynlegt, að menn lærði þar auk hins almenna náms hin- ar einföldustu reglur fyrir byggingar- lögun skipa, svo og að sauma og sníða segl, snúa kaðla, o. s. frv. þ>ar næst þurfum vér í samlögum að koma upp haffærum skipum. Sjálf- sagt er að kaupa skipin frá útlöndum, fremur en að smíða þau hér ; enginn hér kann að smíða hafskip, og þótt ís- leningar geti smiðað slík skip, mundi miklu dýrara að smíða þau hér en er- lendis. kvísla Gyðinganna. Ferðinni er nákvæml. lýst frá Jerúsalem til Ameríku bæði til lands og sjávar, undir forustu þeirra Nephi og Lehi. Síðan komu deilur upp meðal ætt- kvíslanna og skiptust þeir þá í tvær þjóðir, er nefnast Nephitar og Lamanitar. Út af þessu spruttu hin grimmustu stríð og styrj- aldir, og beið þar fjöldi manna bana. Grófu þeir valinn í stórköstum, og segir hann hauga þá, er finnast hingað og þangað á sléttum Ameríku, vera valköstu þeirra. Spalding reit sögu sína á biflíumáli, og byrjar hverja setningu svo : »0g það skeði svo« eða: »Nú skeði svo að«. Saga þessi var laglega ritin og í henni bugmyndaflug mikið, en samt lá hún nokkur ár hjá þeim prenturunum Lambdin og Latterson í Pittsburg. Liðu svo mörg ár, þar til Lambdin fór á höfuðið, og vildi reyna til að bjarga við fjárþrotum sínum með því að gefa út einhverja góða bók. Fann hann Þá »handritið fundna« uppi á hyllu sinni, al- Þakið í ryki, og fór að lesa það, og þóttist Þegar hafa fundið ráð til, að bjarga sór við. ^nn áður enn hann gæti komið út bókinni dó hann, og varð svo ei af útgáfunni að sinni. Lambdin átti aldavin, er hét Sidney Bigdon, og bað hann fyrir ritið að lagfæra það til prentunar. En er hann dó lá það hjá Bigdoni þar til löngu síðar að honum kom til hugar að nota það til þess að græða á því. Hann þekkti vel á landsmenn sína, að þeir voru nýjungagjarnir mjög; nú réð hann af að gefa út handa þeim »handritið fundna«, eigi sem skáldrit, sem höfundurinn hafði ætlazt til, heldur sem nýja tniarbók sem mönnum væri send 1 líkingu við lög- málsspjöldin forðum á Sinai. Bigdon vann nú af öllu megni um tíma, las biflíuna, breytti bók sinni og prédikaði á hverjum sunnudegi. Hann var reyndar enginn sérlegur guðfræðingur, en hafði feng- izt við allt eins og Spalding, verið málaflutn- ingsmaður, gestgjafi, skrifari, kaupmaður, veitingaþjónn, blaðstjóri, prédikari og sein- ast lifað að mestu leyti á sníkjum. Bigdon er eflaust faðir mormónskunnar, og höfundur hinnar »gullnu bókar«, nema hafi Jósep Smith breytt henni í einstöku stað. það var hægðarleikur fyrir Bigdon að prédika fyrir mönnum hinar helztu deilu- greinir, er hann fór um prédikandi, og koma þeim inn í nýjungagjarna og fáfróða lands- hornamenn. þeir tóku feginsamlega nýj- ungunum, og studdi það ekki allítið að út- breiðslunni. En nú fór Bigdon að heykj- ast, er hann sá hvað leiða mundi af prett- um sínum, og hryllti hann við afdrifunum ; eigi gekk honum sarnt drengskapur til held- ur æðra, því að hann var huglaus þorpari og sísmeikur við fangaklefann. Hann hafði að eins byrjað mormónsku til þess að græða á því, og nú var honurn um að gjöra, að ná í annan, er væri honum minni og verri bæði að viti og mannkostum, svo að skellirnir skyldi skella á hinum. Nú hitti hann Jósep Smith, og þóttist þar hafa manninn fundið, en brást þar bogalistin mjög tilfinnanlega fyrir sjálfan hann. Bigdon vildi hafa mann, er í einu væri bæði svikari og bjáni, sér að verkfæri og þræli. Smith var að sönnu mennt- unarlaus svikari, enn hann hugsaði sér hátt, var fullur af dirfsku og andlegu þreki, er ekkert lét fyrir brjósti brenna. Bigdon

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.