Þjóðólfur - 02.09.1882, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.09.1882, Blaðsíða 4
82 Við þetta tækifæri get eg eigi leitt hjá mér að drepa á, hvé æskilegt það væri, að eimferjur kæmust hér upp til flutninga með ströndum fram. Slíkar- ferjur þyrfti eigi að kosta stórfé, en mundu verða til mikils gagns. Borg- firðingar hafa viljað koma á reglubundn- um gufubátsferðum milli Akraness og Reykjavíkur og fleiri hafna í Faxaflóa, er flytja skyldi og póstana að norðan og vestan. Um mál þetta hefir verið rætt all-mikið á sýslufundum hér syðra, svo og á sjálfu alþingi. Á þinginu mætti málið mótspyrnum. Einn hinn helzti þinggarpurinn bar það fyrir, að enginn hér kynni að stýra slíkum bát (eins og örðugra væri að fá stýrimann en skip). Annar þingskörungur kvaðst hvorki vera „tyrfinn né gyfjaður11 (!) og væri hann því á móti þessu gufubáts máli. Alþingi gat eigi gjört sér glöggva hugmynd um það, hvé dýr báturinn mundi verða, né um kostnað og ávinn- ing, og var því engi von, að málið fengi góðan byr á þinginu. Ræður sumra þingmanna í þessu máli virðast bera vott um það, að þeir þingmenn sé eigi sannir framfaravinir, eður að þá skorti næga þekking á þessu efni, er þeir sjá eigi nauðsyn slíks fyrirtækis. Væri vonandi, að mál þetta kæmi betur und- irbúið til næsta þings. Allur almenn- ingur umhverfis Faxaflóa fylgir máli þessu með miklum áhuga. PÓstskipið „Valdemar11 kom 31. f. m. vestan og norðan um land, svo og „Camoens11 frá Skotlandi. Frá Norður- landi er að frétta dæmafáa óveðráttu og hafisrek. Frá útlöndum spyrjast engin sérleg tíðindi. Útlendar fréttir og innlendar koma í næsta blaði. Auglýsingar. þrengir að brjósti bölið kalt, blóðug var und mér gjörð, mörg falla tár, því mjög er valt meðlætið hér á jörð. Drottinn, yfir mér hendi halt, huggaðu beinin mörð, réttvíst er jafnan ráð þitt alt, refsing þó finnist hörð. Hver sorg að skar mitt hjarta tvist hann einn sem reynir veit, tvo þegar syni báran bist blóm-vaxna frá mér sleit; fyrir guðs náð eg frelsaðist fölur við strandar reit; mín löngun himna laut að vist, lifandi þá eg heit. Ástkæru niðjar, öll sem hjá ánægja lífsins bjó, í brjóstum ykkar eg blika sá blómstur manndygða frjó hlýjustu dögum æsku á óvörum dauðinn sló. þ>ið eruð heimsins fári frá fiuttir í himna ró. Gleðst nú minn andi guði í, gott er hans stjórnar ráð, mitt reynslustand skal meta því meðal til heilla þáð, sælunnar landi’ eg senn að sný, sigur-kóróna þráð gefst mér skínandi og gleði ný, þá góðvina fundi’ er náð. Sigtr. GuðmuncLsson. vissi þetta eigi í fyrstu, og sá það svo um seinan. Hann hafði gefizt í klær miklu slungnara manns en hann sjálfur var, og varð því nauðugur viljugur að beygja sig undir vald hans og vera sem hann vildi. Hann varð sjálfur þræll, bundinn á allar hliðar, og varð að sitja með það sem komið var, þó sárt þætti. þanriig varð þá Smith »Drottins útvaldi spámaður« í staðinn fyrir Bigdon foringi fyrir öflugum og harðsnún- um trúarflokki. Faðir Jóseps Smiths var einn af þeim, er fást við fjárgröft í Ameríku, og flakkaði um landið með hyski sitt. Atvinna hans var fólgin í því, að ljúga að fáfróðum mönnum að hann vissi þar og þar af fólgnu fé í jörðu, og stela sér fénað þess á milli. Jósep var yngri sonur karls og mesta uppáhald hans, og sagði hann, að sonur sirm yæri skygn, og sæi víða dalakúta í jörðu niðri. Jósep var vel greindur, og karl og kerling spáðu því, að ef hann yrði ekki hengdur, yrði hann sjálf- sagt forseti Bandaríkjanna eða annað því um líkt. (Framh. síðar). Eg leyfi mér að skora á hina heiðr- uðu kaupendur „þjóðólfs11, að greiða mér hið allra fyrsta andvirði blaðsins fyrir þetta ár, með því að tveir þriðj- ungar árgangsins eru þegar út komnir. Svo skora eg og á alla þá, er eldri skuldir eiga að greiða mér fyrir blaðið eða annað, að greiða þær svo fljótt sem unnt er. Kr. Ó. porgrímsson. Allar bækur, sem bókmenntafélagið hefir gefið út frá upphafi og eigi eru löngu uppseldar, fást hjá bókaverði félagsins, Kr. O. þorgrímssyni, er einnig sendir félagsmönnum ársbækur félagsins. Til barnakennara. Munið eptir, að kaupa í tæka tíð áður vetrar: NÝTT STAFROFSKVER eptir Jón ritstj. Ólafsson, sem að allra dómi er hið bezta stafrofskver til að kenna börnum lestur. Fæst hjá út- gefandanum, Kr. Ó. þorgrímssyni, á 50 aura. Silfurbúinn tannbaukur með stöf- unum @ <0 á tappanum hefir glat- azt næstliðinn sunnudag þ. 27. ágúst. Hver, sem kynni að finna eða hafa fundið þennan bauk, er beðinn að halda honum til skila — gegn fundar- launum — til Rvík 3I/g 82 G. Emil XJnbehagen. íbúðarhús úr timbri, 14 ál. á lengd 10 ál. á breidd, tilheyrandi dána,rbúi M. A. Th. Clausens í Hafnarfirði, fæst til kaups nú þegar. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til undirskrifaðs, er í umboði skuld- heimtumanna semur um kaupin. Keflavík 24. júlí 1882. H. J. Bartels. Samkvæmt opnu bréfi, 4. jan. 1861, og lögum 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi dannebrogsmanns þorleifs heitins Kolbeins- sonar frá Háeyri hér í Arnessýslu, til þess áður 6 mánuðir séu liðnir frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Árnessýslu. Sömuleiðis er einnig skorað á alla þá, er skulda kynnu téðu búi, að hafa borgað skuld- ir sínar innan sama tíma til sama skipta- ráðanda. Til staðfestu Skrifstofa Arnessýslu á Eyrarbakka, 31. júlí 1882. Stefán Bjarnarson. Erfingjum bóndans Arnórs Árnason- ar, sem andaðist að Dalkoti í Kirkju- hvammshreppi hér í sýslu 13. febrúar þ. á., tilkynnist hér með, að skipti á dánarbúi hans verða til lykta leidd að forfallalausu að Stóruborg í þverár- hreppi föstudaginn 27, október næst- komandi um hádegisbil. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 31. júlí 1882. Lárus Blöndal. Umburðarbréf og kort yfir Rauðárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til íslands hverjum, sem sendir utanáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. P., M. & M. R. R. St. Paul. Minn. America. Afgreiðslustofa pjóðólfs: J\@. 8 við Austurvöll. utgefandi og ábyrgðarmaður Kr. O. þorgrímsson. Prentaður i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.