Þjóðólfur - 18.11.1882, Síða 4
110
Eiríki Asmundss. b. í Grjóta 10 kr., »0-
nefndum í nágrenninua 4 kr., 10 búendum
í Sandvíkarhreppi 10 kr.—Samtals : 84 kr.
Eramlögin alls : 1541 kr. 85 a. |>ar við
bættist ávinningur af 2 »Tombolum«, sem
haldnar voru í |>orlákshöfn vorin 1881 og
82, samtals : 262 kr. 8 a.
jpessa skýrslu biðjum við yður, herra
ritstjóri, að taka í blað yðar, til þess að
sýna lesendum yðar, að hér hefir sannast,
að »mikið má, ef vel vill«, og annað það,
að þótt það hafi opt bæði á alþingi og ann-
arstaðar verið tekið fram sem ástæða gegn
bamaskólum í sveitum, að strj álbýlið gjörði
það ókleyft, að koma mörgum börnum svo
haganlega fyrir til fæðis og þjónustu, að
þau geti sótt skóla, þá hefir reynslan hér
þegar sýnt hið gagnstæða; en víða á land-
inu mun vera líkt ástatt og hér, að ein-
hversstaðar í sveitunum séu þorp eða hverfi,
þar sem unnt sé að koma börnum fyrir,
svo að þess vegna megi stofna þar skóla;
en sjálfsagt er alstaðar fyrsta skilyrðið
fyrir því, að þessu geti orðið framgengt það,
að vilji og samtök séu eins eindregin og
sýnt hefir sig hér í sveit.
I ágústm. 1882.
Isleifur Gíslason. Jón Arnason.
W EPILEPSIE
grundig Helbredelse af Nervesygdomme
ved AuxiLium orientis af Dr. Boas,
5. Avenue de la grande armée, Paris.
Dr. Boas Brochure gratis og franco
paa Forlangende. Consultationer dag-
lig fra 12 til 2 i alle Sprog. Med
Udlandet pr. Correspondance. Kur-
honorar betales efter Helbredelse.
Umburðarbréf
og kort yfir "Rauðárdalinn (á íslenzku og
dönsku) verða send og borgað undir með
póstum til Islands hverjum, sem sendir
utanáskript til sín eða vina sinna til
A. E. Johnson,
Com. of Emgr., St. P., M. & M. R. R.
St. Paul. Minn. America.
Hið ágæta
Stafrófskver
eptir Jón Ólafsson.
Stafrófskver Jóns Ólafssonar hefir
náð slíkri almenningshylli, að engin
þörf er á að mæla með því. Tvö þús-
und eru uppseld og þriðja þúsundið er
að renna út. Flýtið ykkur að kaupa
þetta stafrófskver, sem öllum kemur
saman um að sé hið bezta af öllum ís-
lenzkum stafrófskverum. Verið er
einungis 50 aurar á kverinu í bandi.
f>eir sem kaupa fjögur, fá hið fimta
gefins.
Kr. O. þorgrímsson.
Hálfur b æ r í góðu standi nálægt
Hlíðarhúsavegi með kálgarði og nægri
lóð, fæst keyptur á næstkomandi kross-
messu; kaupandi er beðinn að snúa
sér til útgefanda J>jóðólfs fyrir útgöngu
þessa árs ; hann gefur hér um nánari
upplýsingar.
Bæjarstjómin í Beykjavík hefir sam-
þykkt að láta búa til á kostnað hafnar-
sjóðs, svo fljótt sem verða má, bryggju út
í sjóinn undan þeirri götu, sem áformað er
að leggja fyrir vestan hið nýja barnaskóla-
hús, og er ætlazt til að þessi bryggja nái
svo langt út 1 sjóinn að lenda megi við hana
um stórstraums-fjöru fermdum bátum, að
hún verði byggð úr steini og timbri og að
hún sé að minnsta kosti 14 álna breið.
Fyrir þá sök er hérmeð skorað á þá
smiði bæjarins, er kynnu að vilja taka að
sér þetta smíð og útvega efni til hennar,
að senda bæjarfógetanum innan útgöngu
þessa árs uppdrætti af hinni fyrirhuguðu
bryggju með sundurliðaðri áætlun yfir hvað
slík bryggja muni kosta.
Skrifstofu bæjarfógeta í B.vík 14. okt. 1882.
E. Th. Jónassen.
Undirskrifuðum hvarf að heiman frá
sér, nóttina milli 1. og 2. f. m., móbrúnn
reiðhestur klárgengur, 14. vetra gainall,
ríflega meðalhestur að stærð, vetrar afrak-
aður með þykkt fax og sítt lagl neðanaf-
skelt í vor; mark blaðstýft fr. h., aljárnað-
ur með sexboruðum skeifum undir þremur
fótum, en mig minnir dönsk fjórboruð undir
öðrum apturfæti, lítið eitt snúinhæfður
—einkum á framfótum— ef vel er að gætt.
Hver sem hitta kynni nefndan hest, eða
frétta til hans, er vinsamlega beðinn að
koma honum til mín, eða gjöra mér aðvart,
eða þá ef hægra væri, að koma honum að
Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, til húsfráar
þorbjargar þorsteinsdóttur, sem honum mun
mín vegna móttöku veita. Alt mót fullri
borgun.
Keflavík 8. nóvbr. 1882.
P. J. Petersen.
f~§ ’82 tapaðist úr ferð steingrá hryssa,
6 vetra, óaffext, járnuð með sexboruðum
skeifum, og með mark : standfjöður framan
vinstra, og tjörumark á hægri bógi. Hver
sem hitta kynni téða hryssu, er beðinn að
koma henni til Guðm. Einarssonar á Mý-
dal í Mosfellssveit, mót borgun.
Efra-Apavatni fg 82.
Sigurður Amundason.
Aðfaranóttina hins 7. október tapaðist
úr mýrinni fyrir neðan Oskjuhlíð jarpur
hestur 6 vetra gamall, með mark standfjöð-
ur aptan hægra; hann var affextur með
litlum síðutökum og eru gráleit hár f faxi
undir beizli. Hver sem hitta kynni tóðan
hest, er beðinn að koma honum til mín
eða gjöra mér aðvart um hann, mót sann-
gjarnri borgun.
Helgustöðum 7. nóvemb. 1882.
Eirikur Jóhannsson.
í síðastliðnum júnímánuði rak mann-
laust þilskip upp á þykkvabæjarklaust-
urs fjöru innan Skaptafellssýslu. í stafni
skipsins stóð nafnið CHRISTIANE, og
þar neðan undir: MARSTAL, og á
hlemmnum yfir stærsta lúkugatinu: DE.
53> 71/ioo Tons. Skipið brotnaði í spón,
og flutu brotin á sjó út, en litlu varð
bjargað. Hið bjargaða var selt við op-
inbert uppboð að yfirvaldsins tilhlutun.
Fyrir því er hér með samkvæmt
lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 21.
grein skorað á eiganda skips þessa að
segja til sín innan árs og dags og sanna
rjett sinn fyrir amtmanninum í Suður-
amti íslands og meðtaka andvirði hins
selda að öllum kosnaði frá dregnum,
en ella missir hann rétt sinn í þessu
tilliti.
Islands Suðuramt, Reykjavik, 16. nóvbr. 1882.
Bergur Thorberg.
Eptir næstkomandi mánaðamót mun
eg undirskrifaður byrja greiðasölu í
Hafnarfiði, að þar til fengnu leyfi hlut-
aðeigandi yfirvalds; bústaður minn þar
er hið svo nefnda „Clausens-hús“.
Hafnarfirði, 10. nóv. 1882.
Böðvar Böðvarsson.
Hitt og þetta.
Enski sendiboðinn í Berlín, Odó
Russell lávarður, spurði einu sinn Bis-
marck sem hann var að heimsækja:
„En hvernig farið þér að við alla þessa
fjarska mörgu leiðinlegu menn, sem
heimsækja yður ? “. Kanslarinn svar-
aði og brosti við : „þar hefi eg mín
húsráð við; konan mín kemur t. d. inn
og kallar mig út undir einhverju yfir-
varpi“. þegar er Bismarck hafði sagt
þetta, opnar kona hans dyrnar, snýr
sér að manni sínum og segir blíðlega:
„Elskan mín, gleymdu nú ekki að taka
meðalið þitt“. Russell lávarði varð
heldur illa við, en lét þó ekki á neinu
bera og brosti að því, að húsráðinu
var beitt við hann.
Prestur spurði einu sinni barn: „Get-
um við haldið öll guðs boðorð, barnið
gott“ ?
„Nei“, svaraði barnið.
Prestur: „Ertu viss um það“ ?
Barnið: „Hvernig skyldum við geta
haldið öll boðorðin, þegar hann Adam
ekki gat haldið eitt, og var hann þó í
sakleysisástandinu þá, karlinn“.
„Gaman er að börnunum“, sagði
mormóninn, honum fæddust sex krakk-
ar sömu nóttina.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: , V?! 8 við Austurvöll.
Utgefandi og ábyrgðarmaður Kr. O. jporgrímsson.
Prentaður í prentsmiðju ísafoldar.