Þjóðólfur - 03.02.1883, Síða 4

Þjóðólfur - 03.02.1883, Síða 4
14 um frá ástandinu hér vestra eins og það þá var, tel ég líklegt, að hann sé orðinn sannfærðr um, að þeir muni eigi hafa gjört meira úr vandræðunum en ástæða var til; og eins vona ég, að hann kannist við, að af því bréíi hafi leitt meira gott en eðlilega leiðir afþví, þegar dagblöð vor — og ekki sízt það blaðið, sem nefnir sig „ísafold“ !—dregr í efa rétthermi þeirra manna, sem langt- um betr en hann þekktu neyð manna hér vestra seinastl. vor, er þá var og enn er auðsjáanlega fyrir dyrunum. (Niðrlag í nœsta bl.). Merki íslands afhent á póstskipinu „Laura“. í*ann 30. jan. þ. á. á hádegi söfnuðust 12 tilkvaddir menn hér úr bænum á „Hotel Island“ að undirlagi kaupmann- anna þ>orl. O. Johnson og E. Gunnars- sonar, til þess þar að afhenda foringja pósgufuskipsins „Laura“ herra Christ- iansen ið íslenzka merki, sem héðan í frá skyldi fylgja nefndu skipi. Capt. Christiansen var mættr þar, og afhenti hr. |>orl. O. Johnson honum merkið og talaði snjalt erindi um leið; þakkaði hr. Christiansen fyrir gjöfina, og sagð- ist jafnan skyldi hafa merkið í heiðri, og mundi það héðan í frá prýða fram- siglu „Lauru“. Að því búnu var drukk- ið minni Danmerkr, talaði alþingismaðr Jón Olafsson fyrirþví. Fóru síðanallir af Hotellinu til skips, sem lá við bryggju eina, útbúið með góðu liði og breiddir rauðir dúkar á sæti alt í kring; hið ís- lenzka merki blakti á stöng aptan á skipinu, en fram á voru lúðraþeytarar bæarins. J>egar allir höfðu tekið sæti í skipinu, var hrundið frá landi, og þá strax leikið á hornin : Eldgamla ísafold, en allir skipverjar tóku undir með söng. þ>egar skipið nálgaðist „I.auru“, var ið danska merki dregið upp á aptrsiglu hennar, og fleiri skrautmerki fyrir neð- an það, og kváðu þá lúðrþeytararnir við með laginu : „Vift stolt paa Codans Bolge“. Var síðan lagt að gufuskip- inu, sem vaggaði sér hægt og stilt á öldunum, og réðst Capt. Christiansen fyrstr til uppgöngu, og hafði hið ís- lenzka merki með sér og eftir honum allir inir aðrir. I.ét hr. Christiansen þegar hefja íslenzka merkið upp á for- siglu „Lauru“, og voru þá skotin 3 fallbyssuskot, en frá lúðrunum glumdi frá þilfarinu með fjöri og fylgi: „Eldgamla ísafold11. — Bauð herra Christiansen þá öllum gestunum inn í inn forkunnar fagra og rúmgóða sal 1 „Lauru“ og veitti ríkmannlega á báð- ar hendur Champagne; þakkaði hann enn á ný fyrir merkið, og gat enginn annað séð, en honum hefði þótt alvar- lega vænt um gjöfina. J>á þakkaði hr. J>orl. O. Johnson honum fyrir lipurleik hans og örlæti við þetta tækifæri, og kvöddust þar Danir og íslendingar með beztu óskum hvorir til annara; dundu síðan 3 fallbyssuskot frá „Lauru“ til skilnaðar í þetta sinn, og var svo hald- ið til lands. J>á gengu allir í fylkingu frá sjónum að „Hotel Island“;vóru lúð- urþeytararnir í broddi fylkingar og léku á lúðrana, enn hr. E. Gunnarsson bar islenzka merkið næst þeim; var þá drukkið minni lúðurþeytaranna, sem svo vel höfðu skemt við þetta tœki- fœri, eins og optar, og svo annað minni fyrir sjómannastéttinni, og mælti hr. alþm. E. Egilsson með mesta fjöri fyrir þessum skálum, og tóku margir sjó- menn þátt í inni síðastnefndu skál, og sýndu þeir ina mestu kurteysi, eins og venja þeirra er til. Einn þeirra, for- maðr Jón Ólafsson, hélt langa og fjör- mikla tölu, í hverri hann lýsti yfir því, hversu það gegndi furðu, hve lítill gaumur væri gefinn sjómannastéttinni, þegar talað væri um að styrkja og styðja atvinnuvegi landsins. — Að svo búnu var þessari athöfn lokið, og fór hver heim til sín, enn bæjarbúum mun verða þetta minnisstætt, því öllu hafði verið svo haganlega fyrir komið, að það hafði á sér inn verulegasta há- tíðabrag, enn fyrir því stóð að mestu leyti kaupmaðr J>orl. Ó. Johnson, sem á sannar þakkir skilið fyrir það. Vort íslenzka merki, fálkinn á bláum feldi, veifar nú bróðurlega við hliðina á Dannebrog og eru það gleðileg tákn nútíðarinnar, og vonandi að það upp- leysi inn gamla misskilning, sem ver- ið hefir milli Dana og íslendinga. 5- Auglýsingar. Á Litlu-Breiðuvíkurfjöru í Norður- múlasýslu rak 17. oktbr. f. á. af hafi skipsbát, rauðan að lit, en dökk efstu borðin. Aptan á gaflinum var hann auðkenndur með þessum stöfum „Jane Elizabeth, Grimsby“, en innan á stafn- inum stóð, „Oxetoy“. Fyrir því skal hérmeð samkvæmt lögum um skip- strönd 14. jan. 1876, 22. gr. (sbr. opið bréf 4. maí 1778, 1. gr.) skorað á eig- andann að báti þessum, að segja til sín innan árs og dags, frá því er auglýs- ing þessi í síðasta sinn er birt í þessu blaði, og sanna heimildir sínar fyrir amtmanninum yfir Norður- og Austur- umdæmi íslands til þess bjargaða, og ef til kemur, taka við því eða andvirði þess, að frádregnum öllum kostnaði. Skrifstofu Norður- og Austuramtsins, 4. jan. 1883. J. Havsteen, settr. Allir þeir, er telja til skulda í dán- arbúi fyrrverandi umboðsmanns J>or- steins Daníelssonar á Skipalóni, innkall- ast hjer með til innan 6 mánaða að sanna skuldakröfur sínar fyrir undir- skrifuðum skiptaráðanda í búinu. Sömu- leiðis innkallast allir þeir, er til arfs telja eptir nefndan J>. Daníelsson til að sanna fyrir mjer erfðarétt sinn. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu, 23. des. 1882. S. Thorarensen. Ið íslenzka krennisteins- og' kopar- félag óskar að fá menn í apríl-lok eða snemma í maí, til að vinna í Brenni- steinsfjalla-námunum. Um kostina má fá upplýsingar hjá porbirni 'Jónassyni, er gætir húsanna í Hafnarfirði. Bezta Skozkt Hálanda-Whisky, sem fæst í bœnum, er enn sem fyrri til sölu hjá undirskrifuðum, 1 flaska 2 kr. 1 kassi (12 flöskur með kassa) io°/. ódýrra. Eyþór Felixson. (Aðsent). 29. nóv.br. næstl. andaðist að Innri- Njarðvík merkis- og gáfukonan porbjörg Nikulásdóttir, rúml. 70 ára gömul, ekkja eftir Jafet gullsmið Einarsson. þau bjuggu í Reykjavík, en fyrir 17 árum fluttist þor- björg sál. til dóttur sinnaraðlnnri-Njarðvík. í sinni stöðu var hún einhver hin heiðvirð- asta kona, gædd hinum beztu hæfilegleikum til sálar og llkama, og er hennar mjög saknað af viðkomendum. Síðar verður hennar rækilegar minzt. Á næst liðnu hausti var mér dregin úr Voga-réttum hvíthornóttr lambgeldingr með mínu marki: heilrifað og gagnbitað hægra, gagnbitað vinstra; en þar eð ég á ekki lamb þetta, skora ég á eiganda þess að semja við mig um markið. Bali við Stafnes 27. desember 1882. Sigurðr Davíðsson. Óskilafé selt í Borgarhrepp haustið 1882. 1. hvít kollótt mark: sýlt stig fr. h., hamrað vinstra. 2. hvít kind, mark : (illa gjört) heilrifað h., gat vinstra; hornam. : stig' apt. og biti fr. h., hálftaf apt. vinstra. 3. hvítt lamb, mark : gat h., sýlt v. 4. hvítt lamb, mark : tvístýft apt. h., sneiðrifað apt. vinstra. Kárastöðum, 30 desember 1882. Sigurðr Sigurðsson, hreppstjóri. Viiinustúllta fæst til vistar næsta ár. Hún hefir ágæta vitnisburði. — Ritstj. þjóð- ólfs vísar á þann er vistar hana.—Hún gæti fengizt í næsta marz til skildaga með góðum kjörum, ef góður staður byðist. íslenzkur húningur, samfella, skaut- treyja o. fl., nýtt og vandað, og ýms annar kvennfatnaður—af meðalstærðar kvennm.— fæst fyir gott verð.—Ritstj. þjóð. greinir selj. Fata-„rulla“ ensk, úr járni með trje- cýlinderum, nýleg, fæst fyrir gott verð.— Ritstj. þjóðólfs vísar á seljanda. Allir fyrr verandi kaupendr „Skuld- ar“, sem eigi fá rétta exemplaratölu senda af pjóðólfi, eru beðnir að skýra sem allra fyrst frá því afgreiðslumanni pjóðólfs, Sighvati Bjarnasyni. Næsta blað laugard. 10. febrúar. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju Ísafoldar.-Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.