Þjóðólfur - 14.04.1883, Blaðsíða 2
48
vikum saman. — Til hvers er að setja
lækna, sem ekki nást til næsta bæjar
f hættulegustu tilfellum ? En hvers virði
þetta sé, skal ég eftirláta öðrum að
meta. Líkt getr og staðið á með sýslu-
mann; reyndar ber sjaldan eins bráða
nauðsyn til að vitja hans, enda vil ég,
eins og nú er ástatt í Árnessýslu, minna
fást um það.
Ég þykist nú hafa sýnt fram á hversu
nauðsynleg brúin er, og hve afarmikið
hún létti undir og bœtti þetta okkar
versta mein, aðdrættina, og skal svo að
endingu fara um það fáum orðum hvað
hingað til hefir gjört verið aðdráttun-
um til ljettis. Ég efa það engan veg-
inn, að menn hafi séð vandræði þau og
kostnað, sem aðdrættirnir valda. Um
þetta bera ljósan vott inar mörgu
boenarskrár sem koma til hvers þings
um stofnun verzlunarstaða svo að segja
f hverri vfk, og góðfýsi þingsins, að
leyfa þetta hvar sem vera skal. þetta
álft ég lfka rétt af þvf, að ég vil hafa
sem minst og fæst bönd á verzluninni
eins og öðrum atvinnuvegum. En með
þessu ná menn þó tæplega tilgangin-
um, því meðan vegleysurnar og torfær-
umar eru svo miklar og margar að
varla er f annað hús að venda, er bónd-
anum seld öll hægðin og hagrinn, sem
hann bjóst við að fá við stofnun kaup-
túnsins, auk þess sem verzlunarkepnin
hverfur eftir því sem kauptúnin fjölga
og verzlunarkraftarnir tvfstrast og veikj-
ast. |>vf verðr heldr ekki neitað að
löggjarvaldið hefir reynt til að bœta úr
vandræðum þessum; um það bera ljós-
an vott lög þau og viðaukalög, sem til
eru um vegina á íslandi. Hitt getr
fremr verið umtalsmál hve vel lög-
gjafarvaldinu hefir hepnazt að bœta úr
vandkvæðunum. f>að sem ég helzt finn
að vegabótalögum vorum er það, að
vinnukröftunum er of mjög tvístrað.
í veglausu og strjálbygðu landi á að
gjöra alt f einu, aukavegi, þjóðvegi eða
sýsluvegi og fjallvegi, en svo verðr
alt sundrlausir þankar, ósamanhangandi
stubbar, annar spottinn bœttr, annar ó-
bcettr, annar fœr og hinn ófœr ; þó það
sje lakast að margir ófcerukaflarnir eiga
þó að heita bœttir. |>etta á sér stað al-
staðar þar, sem ég þekki til, menn
eru að káka hingað og þangað, og til
þessa gefa lögin fult tilefni, í stað þess
að snúa sér fyrst og með alefli að inu
eina lífsnauðsynlega, sem að er verzl-
unargatan, og verja til hennar öllu þvf
fé og öllum þeim vinnukröftum, sem
menn eiga ráð á, en láta fjallvegi, sem
ekki eru verzlunarvegir, aukavegi og
bcejagötur, sem nú er árlega verið að
káka við, vera við það gamla, með-
an verið er að koma þessum inum
nauðsynlegustu vegumf svo gott stand
sem auðið er. J>essi regla mundi víð-
ast á landi hér verða farsælli en sú sem
nú er beitt; og hvað Árnessýslu sér-
staklega snertir, er óhætt að fullyrða,
að hefði þessari reglu hér verið beitt,
væru vegir vorir komnir f gott horf, en
nú er það öðru nær. Um aðal vega-
gjörðina milli Reykjavíkr og Árness-
sýslu skal ég ekki vera margorðr, það
er búið segja svo margt ljótt en satt
um hana að þar er óþarfi við að bæta.
Ég skal sem kunnugr að eins taka
það fram , að alt síðastliðið sumar var
Svínahraunsvegrinn ófær. Flestir fóru
gjótu þá, sem myndazt hafði við uppí-
moksturinn í veginn, hún var illfær, en
þó betri en inn dýri og alveg nýlagði
vegr. Er það nú ekki storkun fyrir
landsmenn, að sjá þannig varið fé því,
er þeir af sveita sínum legja til lands-
þarfa. Hellisheiðarvegrinn er tæp-
lega búinn að sýna sig enn, en það
má óhætt fullyrða, að enginn vegr
er heimskulegar eða skeytingarlausleg-
ar lagðr, en vegurinn upp Hellis-
skarð, einkum neðraskarðið: eða
hvaða snefill af heilbrigðri skynsemi
getr verið f því, að raða lausum
steinum í snarbratta lausa skriðu,
og moka svo skriðunni Htið til, til þess
að mynda götu, hlýtr það ekki að
liggja opið fyrir hverjum manni, að
slíkt er hrákasmíð? Vegrinn austr
yfir heiðina átti þar að auki að liggja
á allt öðrum stað, þar sem enga brekku
og enga skriðu þurfti að hafa, og lít-
inn eða engan krók þó að gjöra, en
þetta hefir ekki þótt þurfa að rann-
saka, peningunum er eytt, vissir menn
hafa fengið atvinnu, og það mun fyrir
mestu, hvað sem líður eptirtekju okk-
ar, sveitamannagarmanna.—þegar kom-
ið er austr yfir fjallið, batnar ekki—
nei, sundrlausir þankar, ósamanhang-
andi stubbar á við um alt, sem þar
hefir gjört verið. þ>etta er nokkuð
yfirvöldunum að kenna, en jeg verð
þó lfka nokkuð að kenna það inum
bágborna hugsunarhætti almennings og
jeg ætla margra hreppsnefnda, að vera
að hugsa um að ná atvinnu inn f sveit-
ina sína, fá þar bættan vegarspotta.
Slík nærsýni er óþolandi, þegar um
annaðeins velferðarmál er að ræða og
vegirnir eru. f>að má líka segja um
alla þá vegi, sem gjörðir hafa verið f
Árnessýslu á seinni árum, að þeir standi
f litlu eða engu sambandi við brúna,
verði hún lögð á þeim stað, sem um
hefir verið talað, og einn mun tiltæki-
legr.—Er þetta ekki frábær vanhyggja?
Hér liggr fyrir þetta stóra spursmál,
eigum vér að hugsa svo hátt, að fá
brú? Verði þvf svarað neitandi, þá er
ekki um neitt að tala, við eigum þá
að lifa og deyja upp á sömu vandræð-
in, sem verið hafa, við eigum um aldr
og æfi að vera sömu framfaralausu
aumingjarnir sem við höfum verið, þvf
það verðum við meðan okkr vantar
vegi. Vegir eru, svo f þessu landi sem
öðrum, fyrsta skilyrðið fyrir öllum
þrifnaði, en vegagjörðir án brúaðra
stórvatnsfalla eru ekki einu sinni hálf-
verk, hvað þá heldr meira. |>ó ég sæi
járnveg á ytri bakka Ölfusár, er það
mér ekki nema til kvalar, þegar jeg
ekki kemst yfir ófœruna til þess að
nota hann. Sje spurningunni aftr svar-
að játandi, þá er það deginum ljósara,
að allar vegagjörðir beggja megin ár-
innar verða að setjast í samband við
brúna, og þá er það fráleit ráðleysa,
að vera ár af ári að leggja fé til vega-
gjörða, sem allar verða ónýtar, ef brú
er byggð. Spursmálið um bruna hefði
því átt að afgjörast á undan öllum
vegagjörðum austanfjalls; meðan það
er ókljáð, er alt unnið út í bláinn.
Af því að ég er svo vanr að heyra
ósanngirni, þegar um hag almennings
er að ræða, get ég ímyndað mér, að
einhver svari því, að Árnesingar eigi
að byggja brúna sjálfir, hún sje í þeirra
þarfir og eftir reikningnum hér að
framan hljóti þeir að hafa hag af því.
J>að er satt, að brúin er í þarfir Ár-
nesinga og mundi óefað borga sig
væri hún komin á, en má ekki eða
ætti maðr ekki að geta sagt þetta um
allar vegagjörðir, og því hættir þá
ekki þing og stjórn alveg að hugsa
um vegi alstaðar á landi hér? þvf er
þá verið að hugsa um gufuskipsferðir?
má ekki segja sama um þær? þ>ær eru
þeim í hag, sem skipin koma við hjá,
og héröðunum þar í grend; ef þessir
vilja hafa gufuskipaferðirnar, þá borgi
þeir þær. Ef að héröðin austan Hell-
isheiðar þurfa, til þess að fá brýrnar
byggðar af landsfé, nokkra sjerstaka
meðmælingu, þá virðast nóg meðmæli
felast í því, að þessi héröð, sem eru
in fjölbyggðustu á landi hér, ekki hafa
og aldrei geta haft nokkur not af gufu-
skipsferðunum, sem þó árlega kosta
mikið, en færa öllum öðrum hlutum
landsins ómetanlegt gagn. Gagnið
gæti þó að minni hyggju orðið mikið
meira, ef önnur högun væri höfð. Ég
álft miklu hentugra, að annað skipið
færi kring um landið, meðan hitt fer
milli landa, og ætti það skipið, sem
kringum landið fer, að fara tvær ferðir,
þ. e. frá Reykjavik norður um land og
til Reykjavfkr aftr, og svo frá Reykja-
vík austr um land og til Reykjavfkr
aftr. Skipin hittust að eins f Reykja-
vfk. Með strandsiglingaskipinu ættu
allir vöruflutningar að vera jafndýrir á
hvaða höfn, sem flutt væri; þáværiöll-
um gjört jafnt. 1 sambandi við strand-
siglingarnar ættu ferðir landpóstanna
að standa þannig, að póstur væri send-
ur frá hverri höfn, sem skipið kemur
á, út um nærliggjandi hjeröð. Á þenn-
ann hátt gætu brjef og sendingar kom-
izt til og frá svo að segja hverjum bæ
f landinu á minna en mánaðartfma, og
skipin flutt vörur með vægum kostum
hvert sem vera skal, en póstferðir á
landi yrðu að lfkindum að miklum mun
ódýrri.—Árnes-, Rangárvalla- og Vest-
ur-Skaptafellssýslur yrðu þá þær einu
f landinu, sem ekki nytu inna ómet-
anlegu hagsmuna af gufuskipaferðun-
um og væru sannarlega ekkert vel í
haldnar þó þær í þess stað fengju brýr
á árnar.
þvf svari má lfka búast við að ekk-
ert fé sé fyrir hendi til annara eins
stórræða og brúargjörðin er. jþetta
mun lfka satt, þvf erfitt hefir gengið
að fylla ina botnlausu hft, sem mest
allar tekjur landsins hingað til hafa
runnið f. En hér ber þess fyrst að