Þjóðólfur - 14.04.1883, Qupperneq 3
49
gæta, að það er óskoðað, hve kostn-
aðarsamt verkið er. f>að eitt má full-
yrða að bæði á Englandi og í Svíþjóð
eru brýr gjörðar með helmingi minni
kostnaði en hér hefir verið ráðgjört, fyrir
því hefi ég sögn kunnugra, verkfróðra
áreiðanlegra manna, og getur þá nokkur
imyndaðsérað við eigum þástjórn, sem
enn hugsar til að binda oss á klafa, binda
oss við danska menn og danskar verk-
smiðjur, sem eru, ef til vill, hálfu dýrari
og í öllu óskynsamari. En þó brýrnar nú
kostuðu það, sem Hansen áætlaði, hver
þorir þó að segja, að þær sjeu landinu
of dýrar? Vérkvörtum um gjöld þau,
sem nú hvfla á oss, en af hverju? Af
því að þau fara alfarin frá oss og vjð
sjáum þau aldrei aftr, nema ef vera
skyldi í stórhýsum, skrúðklæðum og
gildum embættismanna vorra. Aftr
er ég viss um það, að fæstir bændr
eru svo óskynsamir, að þeir ömuðust
við þeim tollum, sem aftr kæmu til
þeirra og bæru þrítugfaldan, sextug-
faldan eða hundraðfaldan ávöxt í endr-
bótum á atvinnuvegum sjálfra bænd-
anna. þ>etta hefði þingið átt að at-
huga, áðr en það drap tolllaga frum-
vörp þau, sem fyrir það komu síðast.
Bóndi, sem býr á 20 hndr. jörðu, ætti
eftir áætluninni hér að framan að kosta
til aðdrátta 124 kr. 60 au. Fjórði hluti
þessa kostnaðar sparast við brúna á
Olfusá eða kringum 30 kr. Sami bóndi
tekr til bús sfns r3opd. kaffi, 40 pd.
Export og 100 pd. sykur; als 270 pd.
Af þessum 270 pd. greiðir hann f toll
3 au. af pundi hverju eða als 8 kr 10
au. þ. e. rúman % af því, sem brúin
létti undir með honum. Bóndi ætti
reyndar að komast alveg hjá tollinum,
með því að spara þennan óþarfa svo
sem tollinum nemr, og mundu hjú hans
jafnsæl eftir sem áðr. En getr nú
nokkrum komið í hug að efa, að ef
tollr væri lagðr á áðr greindar vörur,
og því, sem landssjóði þar við bættist,
varið til vegagjörða auk þess, sem nú
er þar til varið, að þá kæmu fljótt upp
góðir vegir, traustar brýr og öll sú
blessun og framfarir, sem þessu hlýtr
að vera samfara. Eg sé engin önnur ráð
til þess að láta þetta ekki farast fyrir,
en að gjöra Grjóta-Eirík að yfirsmið,
honum tekst mikið í þessu efni, það
sannar reynslan.
Eg mun nú vera orðinn helzt til
margorðr í máli þessu, en mér fanst
þess þurfa. f>að er þvf bezt að enda
með þeirri ósk, að Árnesingar og
Rangæingar gleymi ekki brúnum, heldr
brynji þingmenn sína til næsta þings
betr en nokkru sinni áðr, og hætti
ekki að framfylgja þessari réttlátu
kröfu sinni fyr en þeir verða heyrðir.
Ritað í febrúarm. 1883.
A. 9.
(Niðrlag frá bls. 46).
Vér nennum ekki að elta uppi alt,
sem er ranghermt f þessari blaðgrein,
en vér mótmælum því fastlega, að nokk-
ur maðr hafi staðið á kjörskránni til
sfðustu bæjarfulltrúakosningar, sem ekki
hafði, áðr en kjörskráin var samin,
borgað að minsta kosti 8 kr. í beinlínis
bæjargjöld fyrir árið 1882, og af því að
nafngreindr maðr á í hlut, viljum vér
sérstaklega geta þess, að það er með
öllu ranghermt, að Einar prentari J>órð-
arson hafi ekki greitt bæjargjald sitt
fyr en 16. febrúar þ. á.; því hann greiddi
sfðari helming bæjargjalds síns 65 kr.
66 a., snemma í desembermánuði f. á.;
en fyrri helminginn hafði hann greitt
löngu áðr; eins og það líka er rang-
hermt, að sá maðr, sem var neitað um
kosningarrétt á kjörfundinum, af því
að hann ekkert hafði greitt í bæjargjald
árið 1882, hafi átt hjá bænum meira
en bæjargjaldi hans nemr, því sá maðr
á ekki og átti ekki þá neitt hjá bæjar-
sjóði, sem fjárhagsnefnd bæjarins vill
kannast við. J>essi og þvílík ranghermi
sýna, að það er varlega gjörandi, að
birta á prenti í dagblöðum alt, sem
ritstjóranum kann að vera sagt. Á
hinn bóginn skulum vér alls eigi for-
taka, að einhver kunni að hafa slæðzt
inn á kjörskrá, sem ekki hafði kosn-
ingarrétt vegna aldrs eða mannorðs-
brests, því um slíkt er mjög erfitt að
fá áreiðanleg skírteini, þar sem menn
tugum saman úr öllum áttum setjast að
hér í bænum á hverju ári, og vjer skul-
um taka því þakklátlega, ef þjer, herra
ritstjóri, viljið benda oss á slfka menn.
Að endingu skulum vér leiða athygli
yðar að þvf, að það mun vera prent-
villa, þar sem segir í grein yðar, að
38 kjósendr hafi kosið J. O. og engan
kvaðst kjósa ella, því þessir kjósendr
voru ekki nema 24.
Reykjavík, 8. marzmán. 1883.
E. Tk. Jónassen. L. Sveinbjörnsson.
Magnús Stephensen.
Eyrarbakka, 2. apríl.
— Fimtudaginn 29. f. m. réri almenn-
ingr hér á Eyrarbakka, þorlákshöfn, Sel-
vogi og Herdísarvík. Um morguninn var
kafaldsfjúk og hægr norðankaldi, en útlit
mjög ískyggilegt. Kl. á 11. tíma f. m. fór
hann að hvessa, og gjörði þegar á lítilli
stundu blindbil, svo varla sá handa sinna
skil. Voru þá því nær allir rónir hór á
Eyrarbakka út í annað sinn; þó náðu hér
flestir landi kring um kl. 2 e. m. Síðasta
skip, er náði hér lendingu þann dag, lenti
kl. 4 e. m.; en 2 skip náðu eigi lendingu fyr
en kring um kl. 10 f. m. deginum eftir;
voru mennirnir þá mjög þjakaðir og aðfram
komnir af kulda og þreytu, en allir með lífi
og sumir alveg óskemdir. I þorlákshöfn
náðu allir landi nema 2 skip og hefir eigi
spurzt neitt til þeirra síðan og er því víst,
að þau hafa farizt með öllum mönnum.
Eormennirnir vou Ólafr bóndi Jóhanneson
frá Dísastöðum í Elóa og þorkell þorkelsson
frá Óseyrarnesi, hvorttveggja mestu efnis-
menn til sjós og lands. Ólafur heitinn
hafði fiskað vel um daginn (39 í hlut), en
var nú róinn út í annað sinn. Hjá Ólafi
voru 14 mans og hann sá 15., en hjá þor-
keli 14. Rokið var svo mikið, er á leið dag-
inn, að varla var stœtt veðr á landi og bilr-
inn eftir því. Úr Herdísarvík hefir frézt,
að brotnað hafi skip í lendingu þann sama
dag, en menn allir komizt af. þennan
sama dag varð einnig unglingspiltr úti frá
Hróarsholti í Villingaholtshreppi, er ætlaði
til sauðahúsa, og kvennmaðr frá Seli í
Stokkseyrarhverfi.
það hefir gleymzt, að geta þess áðr,
að 9. f. m. fórst hér á Eyrarbakka skip
með 10 mans, í brimi, þá þeir komu
úr róðri. 5 af þeim varð bjargað, en 5
druknuðu, formaðrinn, Sigurðr Gamalíels-
son frá Eyfakoti og 4 hásetar. Urðu hér
þá eftir 4 fátækar ekkjur. Skipið brotnaði
í spón og tapaðist með öllu.
— Síðan þetta var ritað. hefir fregn kom-
ið í land úr Vestmannaeyjum (með bréfi í
fiösku, er rak í land); hafði þeim þorkeli og
skipverjum verið bjargað af fraknesku fiski-
skipi og þeir settir í land í Vestmanna-
eyjum.
— Séra Oddr V. Gíslason á Stað í
Grindavík ritar oss þannig 7. þ. m.
Herra ritstjóri »þjóðólfs«.—A Staðar-
fjörum hefir rekið 4. þ. m. fram-mastr af
áttæring með stögum, segli og 2 fokkum og
6. fundust brot af skipi á útrekunum, kjölr
11 álna langr milli lota, í einn lagi, byrð-
ingr mölbrotinn, færi með sökkum, þar á
meðal barkað færi, 2 seilarólar og ein byrð-
aról; mörk, er sáust, eru á sökkum: SI. —
SSS. — GB. — J. — IHE, og ein hlekkja-
sakka, — 2 seilarólar mrk. SI. — GE. — 1
byrðaról mrk. öðrummegin á typpi þ. J. —
hinum. ES. Skipið hefir verið alveg nýtt, 8
róið og með lagi Eyrarbakka smiða, er gisk-
að á að það muni úr þorlákshöfn. Engin
merki sáust þess, að menn hefðu verið í
skipinu þegar það brotnaði, sem ekki hefir
verið fyr en ílandtöku. — I dag verða útfjör-
ur gengnar.
Auglýsingar.
í næstliðnum ágústmánuði fundu menn
á skipinu „Ingólfi11 bát úti á rúmsjó
suðr undir Papey, mannlausan, og fluttu
hann upp á Djúpavog; bátrinn er að
stœrð sem tveggjamanna far, merkja-
laus, en að öllum líkindum norskr.
Fyrir því skal hér með samkvæmt lög-
um um skipStrönd 14. jan. 1876, 22. gr.
skorað á eigandann að báti þessum, að
segja til sín innan árs og dags frá því
að auglýsing þessi í síðasta sinni er
birt í þessu blaði, og sanna heimildir
sinar fyrir amtmanninum yfir Norðr og
Austr-umdœmi íslands til þess bjarg-
aða, og, ef til kemr, taka við því, eða
andvirði þess, að frádregnum ^/3 parti,
samkvæmt 25.gr. strandlaganna, og öll-
um kostnaði.
Skrifstofu Norðr- og Austr-amtsins,
16. febr. 1883.
J. Havsteen,
settr.
Á Litlu-Saltvíkrfjöru á Tjörnnesi í
þingeyjarsýslu fannst 9. nóv.br. f. á. rek-
ið mannlaust skip, brotið og bramlað ; á
nafnfjöl skipsins stóð „Baadsvig. Hauge-
sund“, en skjöl þess hafa eigi fundizt,
enda er líklegt að skipverjar hafi yfir-
gefið skipið í bátunum. Á reglustiks-
broti fannst ritað „Carl Gustar Sjöström,