Þjóðólfur - 25.04.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.04.1883, Blaðsíða 1
tJÓDÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 25. april 1883. 18. Frá útlöndum. Noregr. [Ráðgjafarnir verða allir kærðir fyrir ríkisrétti. TJtlit fyrir að skríði til skarar milli þings og stjórnar.—Stjórnin halloka.—Hvað það þýðir, að hafa ábyrgðarlög.—] Samkvæmt stjórnarskrá Norðmanna er á hverju þingi nefnd valin til að rannsaka fundabók (prótókoll) ríkis- ráðsins; en i henni er skýrt frá öllum þeim málum, er ráðgjafar bera upp fyrir konungi, tillögum ráðgjafanna o. s. frv. En eftir ábyrgðarlögum Norð- manna má krefja ráðgjafana ábyrgðar, eigi að eins fyrir brot á stjórnarskránni, heldr og fyrir það, _að ráða konungi þau ráð, er bersýnilega sé skaðvænleg velferð landsins. Nú skal nefnd sú, er kosin er til að rannsaka „_prótókollinn“ (prótókolls-nefndin), rannsaka tillögur ráðgjafanna og gjöra tillögur um til óðalsþingsins (neðri deildar stórþings- ins), hvort ástæða sé til, að gjöra á- byrgð gildandi á hönd ráðgjöfum kon- ungs eða ekki. Nú í ár réð meiri hluti nefndarinnar (bankastjóri SvercLrup, rektor Steen, yfirdómsmálflytjandi 0. Blehr, bæjarlæknir Sparre frá Björgvin og bœndrnir Glerstad og Rejerson) þing- inu til, að hefja ákæru fyrir ríkisrétti gegn ráðaneyti konungs. (Minni hlut- inn: einn amtmaðr, einn fógeti og einn iðnaðarskólastjóri, réðu frá ákæru). Af þeim fjölda mála, er fult efni hefðu getað gefið til ákæru, kaus nefndin að eins þrjú til kæruefnis. Fyrsta kæru- efni var, að ráðaneytið hefði ráðið kon- ungi frá að staðfesta lög stórþingsins 1880 um aðgang ráðgjafanna á fundi stórþingsins; stórþingið hafði þrívegis samþykt þessi lög, og áttu þau því lagagildi að ná, hvort sem konungr vildi eða ekki. petta ráð telr þingið hafa verið til svo bersýnilegs tjóns fyrir landið, að það eigi að valda ráðaneyti ábyrgðar. þó er einn ráðgjafanna (Johansen) undan skilinn, því að hann bókaði ágreinings-atkvæði i prótókoll- inn, og réði konungi til staðfestingar. Annað kæruefni var, að ráðaneytið hefði ráðið konungi til, að synja stað- festingar lögum um fjdrveitingar ; en þetta er stjórnarskrárbrot, því að kon- ungr hefir ekkert synjunarvald (ekki einu sinni frestandi) í fjármálum. þriðja kærumál var, að ráðgjafar hefðu eigi aftrað konungi frá, að brjóta stjórnarskrána með því, að hann dróg út eina grein úr lögum, er þingið hafði samþykt, og synjaði henni staðfest- ingar, en samþykkti lögin að öðru leyti. Konungr getrnefnil. í Noregi (eins og hjá oss) ekki breytt lögum löggjafar- þingsins, heldr annaðhvort staðfest þau óbreytt eða synjað þeim staðfestingar. Vér höfum nýlega í „J>jóðólfi“ get- ið þess, hversu ríkisréttr Norðmanna er samsettr, og má af því sjá, að eng- inn efi getr á því leikið í ár, að ráð- gjafarnir verði allir dómfelldir. J>eir, sem veitt hafa eftirlit því, er síðustu árin hefur fram farið í Noregi (og frá því hafa þau blöð, Skuld og síðan þjóðólfr, er vér höfum verið rit- stjóri fyrir, skýrt greinilegar en önnur ísl. blöð), geta nú séð af því, sem hér er fram að koma, hverja þýðing það hefir, að hafa nýtileg ábyrgðarlög1. Einn gamall og mikilsvirðr vinstri þingmaðr (Lindstnl) fór á fund kon- ungs, til að setja honum fyrir sjónir, í hvert óefni hér ræki, og bjóða honum sáttaboð af þingsins hendi, þau er hann gæti verið vel af sœmdr, nl. að kon- ungr viki ráðherrum frá og féllist á ný lög, er veitti ráðherrunum aðgang að þingi, en þingið feldi niðr allar á- kærur af sinni hendi og léti óútgjört um neikvæðisvald konungs í stjórnar- skrármálum. En mælt er að konungr hafi tekið því máli þunglega, og vildi setja þá kosti, er þingið gat eigi að gengið. Var því talið víst, að óðal- þingið mundi með stórmiklum atkvæða- fjölda fallast á ákæru-tillöguna, og hitt er víst talið, að enginn af lögþingis- mönnum muni greiða atkvæði fyrir sýknu ráðgjafanna; en lögþingismenn hafa margfaldan atkvæðafjölda mót hæstaréttardómendunum í ríkisrétti Nor- egs. Ameríka (Bandaríkin). [V atnsflóðin. — Ógrleg tjón. — Amerískr andi tjónbíðenda]. Eins og vér höfum áðr getið i útl. fréttum eftir að síðasta póstskip kom, geisuðu þá ógrleg vatnsflóð víða um Ameríku í ám og elfum. Síðan (í marz) jukust enn þessi flóð, og Missis- sippi, sem áðr hafði eigi gjört tjón, tók að vaxa ógrlega og lagði þorp og bygðir í eyði. Er það tjón talið svo gífr- legt, að það er metið í tugum (ef eigi hundruðum) millíóna. Neyð fólksins, sem mist hefir hús og heimili og þar með oft aleigu sína og stendr alslaust uppi á bersvæði, er sem nærri má geta óumræðileg. Auðvitað er gjöfum safnað og hjálp veitt, þó að eins með- al Bandaríkjamanna sjálfra innbyrðis; I) það verðr aldrei nógsamlega brýnt fyrir ís- lendingum, að ihuga þetta mál vel. Gœti hávaði þeirra haft gott af að lesa ritgjörð um þetta efni í „ Andvara“ 1881. enda er mikill auðr þar í landi og hjálpsemin mikil. Einkennilegt er það fyrir andann í fólkinu, að sumstaðar þar, er hjálp hefir boðin verið frá ut- anhéraðs- eða utanbœjarmönnum, hafa inir nauðstöddu menn þó eigi viljað þiggja hjálpina, beðið gefendr að hjálpa heldr öðrum. í blíðu sem stríðu vill Amerikumaðrinn helzt vera „self made manu (hjálpa sér sjálfr). England, [Morðráð íra.—Sprengitilraunir,— Grein úr irsku blaði]. Síðan morðingjarnir, sem handsam- aðir voru í vetr, fóru að meðganga, hefir komizt talsvert upp um skipulag ins írska launvíga-félags, og margir telja John Walsh, er nýlega náðist í Havre á Frakklandi, höfuðmann í morð- félaginu. Gladstone hélt ræðu á dögunum í parlamentinu þungorða til glæpafélag- anna og spillvirkjanna írsku. Prentaði „Times“ ræðuna og tók í sama streng- inn. þessu svöruðu Feniarásinn hátt. í vestrhlut Lundúna er parlaments- húsið og þar hjá skrifstofur stjórnar- innar. Kl. 9 að kvöldi þess 15. marz heyrðist hvellr mikill í Westminster, var brakið svo mikið, að heyrðist 4 mílur (enskar) út í frá. Alt komst í uppnám. Parlamentshúsið hafði leikið á reiðiskjálfi og var þegar slitið fundi; slökkvitól og slökkvilið dreif að úr öllum áttum. En er frá dróg mökk- inn, sáu menn, að parlamentshúsið var heilt, en stjórnarskrifstofa sú, er snýr út að Carlesstreet og Ch. Dilke veitir forstöðu, bar menjar mikilla skemda. J>ar hafði verið kastað sprengikúlu (dynamít-kúlu) í.ganginn og hafði hún sprungið, sprengt loftið úr milli stofu og fyrsta sals og sprengt annan vegg- inn mikið til burtu. Hafði svo mikið afl fylgt þessu, að t. d. stórir steinar úr veggnum höfðu kastazt 50—60 fet burt með þeim krafti, að þeir fóru í gegn um þykkvan tígulsteinsmúr. í allri grendinni var varla nokkur heil rúða. Stakleg hepni mátti það heita, að enginn maðr fékk nokkurt meiðsl, þvi síðr bana, við þetta atvik. Hálfum öðrum klukkutíma áðr, en þetta var, fanst sprengikúla fylt dýnamíti, undir glugganum í prentsmiðju „Times“, og var logandi kveikiþráðr við kúluna; en menn urðu hennar varir í tæka tíð, svo að við henni varð séð í tíma. Sem dœmi þess, hver glæfraráð in írsku leynifélög bera fyrir brjósti, skal hér setja lítinn kafla úr ritstjórnargrein úr blaðimi „Irish Wörld“, sem kemr út í New York og er aðalblað byltinga- manna. Blaðið hvetr til, að mynda

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.