Þjóðólfur - 05.05.1883, Blaðsíða 1
ÞJÓBÓLFR
XXXV. árg.
Reykjavík, Laugardaginn 5. maí 1883.
Úr öllum áttum.
Vestmannaeyjum, 25. apr. 1883.
Hr. ritstjóri.—Frétta-pistill minn til yð-
ar getr því miðr eigi orðið annað
en harmapistill eða raunasaga héðan.
Fiskiafli brást hér mjög á vetrarvertíð
1882, vor- og sumarafli varð sáralítill
og á haustvertíð nálega enginn; misl-
ingarnir lögðu hér 360 manns í rúmið
af 550 íbúum um sláttinn, og þarf eigi
að orðlengja, hvílíkt atvinnutjón það
hafði í för með sér. Almenningi fór
þannig mjög aftr að efnum árið sem
leið, og í háust var margr naumast
orðinn sjálfbjarga, sem áðr hafði lagt
til sveitar að mun, og kaupstaðar-
skuldir manna höfðu vaxið feykilega;
var þannig við árslok bersýnilegr
skortr fyrir höndum, ef eigi færi að
aflast úr sjó. En báða 2 fyrstu mán-
uði ársins og til 6. marz var hér al-
gjörlega aflalaust, í janúar sakir fiski-
leysis og í febrúar sakir sifeldra ill-
viðra; allan þennan tima var því mjög
bágt manna á milli, og harðnaði því
meir, sem lengra kom fram á. 6. marz
brá til blíðveðrs, er stóð til 25. s. m.,
en því fylgdi frábært fiskileysi, en
hagr manna batnaði þó að því leyti i
svipinn, að flestir öfluðu heilagfiski til
fmðis. Síðan 25. marz hefir veðr verið
mjög umhleypinga- og stormasamt,
gæftir sjaldgæfar, og fiskiafli eigi telj-
andi, enda mun meðal-hlutr hér nú
50—60 langhæst um stórt hundrað, en
sumir hafa um 20 og jafnvel minna.
Hagr eyjabúa hefir því vfst um langan
aldr eigi verið svo bágborinn sem nú,
þótt oft hafi bágr verið, einkum á
tímabilinu frá 1868—78, og auðsjáanleg
bráð og stórkostleg vandræði fyrir
höndum, nema mikil hjálp fáist annar-
staðar að; menn hafa ekkert til að
borga með kaupstaðarskuldir, jarðar-
afgjöld, vinnuhjúakaup, skatta til lands-
sjóðs, gjöld til prests og kirkju o. s.
frv., sem alt fellr í gjalddaga á yfir-
standandi vori, og ekkert til að kaupa
fyrir nauðsynjar sínar framvegis; enn
fremr svo sem ekkert affall af sjó-
fangi til að rækta með garða sína og
tún, sem hér er aðaláburðrinn, og því
mjög svo þýðingarmikið atriði, þar
sem kartöfluræktin hefir dregið margan
drjúgt að undanförnu. Eftir skýrslum,
sem ég hefi í höndum frá verzlunar-
stjórunum hér, hefir mér talizt svo til,
að þegar ég legg saman inar núver-
andi verzlunarskuldir eyjabúa og öll
Þau gjöld, er þeir eiga að svara í vor,
og dreg þar frá það, sem einstakir
menn eiga inni í kaupstöðunum, og
fisk þann, sem eyjabúar nú eiga, og
verðlegg hann á 50 kr. hvert skippd.,
þá vantar frekar 20000 kr. upp á, að
þeir geti borgað skuldir sínar og gjöld,
og má hér af ráða, hvernig útlitið er
hér; flestir eru fátækir, og eiga lítið
annað en nauðsynleg hús og báta, og
geta því eigi vonazt eftir neinu láns-
trausti hjá kaupmönnum næstkomandi
ár. Hér eru mikil sveitarþyngsli undir,
en nú verða þau alveg óbærileg fyrir
ina fáu, sem enn eru sjálfbjarga, og
því eigi annað fyrir að sjá, en þeir
flýi héðan, sem flúið geta, til þess að
komast hjá að verða gjörðir hér fé-
vana með óbærilegum álögum, og
mundi það verða sveitarfélaginu til enn
frekara tjóns og niðrdreps. Kaupskip-
in hingað áttu að leggja út fyrstu dag-
ana í marzmán., en ið fyrsta skip
kom í gærkveldi eftir 12 daga ferð,
og fréttist með því, að 2 af skipunum
lágu brotin undir aðgjörð í Noregi, en
ið 3. vita menn ekkert um. þessi 3
skip og fjöldi af öðrum íslandsförum
höfðu lagt frá Helsingjaeyri inn 26.
f. mán., en hrept harðviðri í hafi, og
er eigi ólíklegt, að sum þeirra kunni
að hafa farizt; af einu þeirra til vestur-
lands hafði 3 mönnum verið bjargað,
en skipstjóri, að nafni Vandal, og ann-
ar maður, voru drukknaðir af því.
Sakir þess, að kaupskipin lcomu svo
seint, var hér orðið algjörlega korn-
laust, og í þeim vandræðum tók hrepps-
nefndin til þeirra úrræða, til þess að
firra menn hungri í svipinn, að fá upp
á sína ábyrgð hjá einum af verzlunar-
stjórunum 14 tunnur af rúgi, sem lágu
hér geymdar fyrir kaupmann í Reykja-
vík til útbýtingar handa skiftavinum
hans eystra, en nú er þessum vandræð-
um aflétt um sinn. Héðan hefir i vetr
verið sótt um, að fá gjafakorn, en svar
er enn ókomið, og er því búið að
skrifa landshöfðingja á ný, og skýra
honum frá inum núverandi ástæðum,
og er eigi efamál, að hann muni út-
vega hingað svo mikið, sem unt er,
þegar hann sér, hversu mjög menn
eru hér þurfandi og nauðulega staddir.
Heilsufar manna hefir verið fremr
gott, en síðasta hálfan mánuð hefir
brytt á blóðkreppusótt, sem ég hygg
standi í sambandi við ið óholla og
ónóga fæði, sem margir hér hafa átt
að búa við nú um nokkurn tíma.
Um endrreisn
ins forna Austfirðingafjórðungs.
(Eftir Jón prófast Jónsson i Bjarnanesi).
(Frarahald frá bls. 36).
En fyrst Austfirðingar eru fremr af-
skektir, þá er það því meir áríðandi að
halda vel saman.og láta ekkert sundrlyndi
M 19.
spilla framförum sínum, heldr styðjahver
annan til allra gagnlegra fyrirtækja.
Einkanlega álít eg það hag fyrir oss
Skaftfellinga, að komast í samband við
Múlasýslubúa, því að bæði getum vér
lært af þeim ýmislegt, er til framfara
horfir, og svo hlýtr það að efla oss til
framkvæmda og vekja hjá' oss hug og
dug, að hafa félagsskap við efnaðar
sveitir og geta haft atkvæði um sam-
eiginleg mál fjórðungs vors. það er,
til dæmis að taka, eigi ólíklegt, að vér
förum að stofna búnaðarfélög hjá oss,
þegar vér kynumst búnaðarfélögunum
í Múlasýslum og getum átt von á verð-
launum fyrir jarðabætr. Eins væri lík-
legt, að sjávarútvegr vor geti komizt í
betra horf, ef vér stæðum í sambandi
við ina ríku sjávarhændr austr í fjörð-
um, sem vonandi er að fari nú að koma
sér upp þilskipum til fiskiveiða, og
mundum vér þá geta ráðizt í það líka, ef
stofnað væri austfirzkt skipa-ábyrgðar-
félag, en meðan vér erum einir vors
liðs, er hætt við að oss bresti lengst af
áræði til að fá oss þilskip, sem eru þó
ómissandi hér, þar sem svo fáar eru
hafnir og einatt brimsjór fyrir landi.
Líka gæti Samband vort við nábúana
að austanverðu greitt á ýmsan hátt
fyrir verzluninni, eftir því sem samgöng-
urnar efldust, og er in mesta þörf á
því, þar sem verzlunin er oss að mörgu
leyti miðr hagfeld, en vera þyrfti, en
sérstaklega kæmi þetta sér vel fyrir
Öræfinga og Vestr-Skaftfellinga, sem
eiga svo afar-erfitt með alla aðdrætti.
Auk þessa eru fullar likur til þess, að
sameining og endrreisn Austfirðinga-
fjórðungs yrði til eflingar almennri
menntun vor á meðal, sem nú er mjög
ábótavant, eins og vonlegt er, enda hefir
alþingi ætlazt til, að Austr-Skaftafells-
sýsla kæmi sér saman við Múlasýslur
um stofnun alþýðuskóla. [Niðrlag].
Lýsing Borgarfjarðarsýslu,
(Niðr). frá nr. 3).
5. Andakýlshreppr. a. Andakýll norð-
an Skarðsheiðar að Hvítá og Grímsá.
það er láglendi með holtum og mýr-
arsundum. Við ósa Hvítár og Anda-
kýlsár eru flæðiengi mikil. Flestar
jarðirnar hafa lítið land, en þó flestar
mikil og góð engi. Beitilandið er
fremr rýrt og lítið. Mór til eldsneytis
viðast nógr. í sunnanverðum Anda-
kýl er veðrnæmt af suðri. Bústofninn
er kýr að meiri hluta. b. Bœjarsveit
norðar milli Grímsár og Flókadalsár.
Mestr hluti sveitarinnar er grösugt
láglendi og mýrlendi; engi mikil en
votlend flest. Túnin lítil og sumstaðar