Þjóðólfur - 26.05.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.05.1883, Blaðsíða 2
64 hafði fasta stofn-áherzlu, heldr lausa kveðcmda-áherzlu (rhytmisk accent), er fluttist fram og aftr eftir því sem at- kvæðum orðs fjölgaði eða fækkaði í beygingu. Forn-frakkneskan er móðir þessarar áherzlu í ensku. Þegar það mál var að myndast úr latinunni, rak að inni almennu reynslu: að inar veiku beygingar-endingar týndust; úr t. a. m. dolórem varð dolour' (douleur), úr pastórem pasteur', virtútem virtú, civitátem cite', o. s. frv. Af þessari myndun leiddi, i miklum hávaða nafna, að áherzlari lenti á síðasta atkvæði; í sögnum leiddu önnur rök fram enn fastari og almennari áherzlu á síðasta atkvæði. f>egar nú Frakkneskan streymdi inn á England með Wilhjálmi Bastarði, sló í þverstreymi milli suðr- falls og norðrfalls. Teutonska máltil- finningin vildi leggja sína áherzlu á Frönskuna. Rómanska máltilfinningin vildi fara eins með enskuna (Engilsax- neskuna). Framan af báru Englend- ingar fram ið nýja mál mjög svo með þess eigin áherzlu: cite' varð citee' fyrst, virtu' að virtue', pilgrima'ge (—ádsje) hélt sér, o. s. fr. Enn með timanum lét Teutonska áherzlutilfinn- ingin taka til sín meira og meira, og flutti frönsku áherzluna hægt og hægt fram eftir orðinu, svo að í hávaða tveggjaatkvæða nafna er hún komin á fyrri samstöfu, og í fjölda af nöfnum, er hafa fleiri samstöfur, hefir henni orðið mjakað allt fram á þriðju sam- stöfu. Tannig segja Englendingar nú ci'ty, vir'tue, pil'grimage. Svo að Teutonska þybbnin hefir orðið Róm- önsku kvikunni þetta drjúgari, það er til nafna kemr; enn í sögnum, þar sem athafnarmeðvitundin liggr undir niðri, hefir átakið orðið linara, og því er það, að hávaði tveggja-atkvæða sagna af rómanskri rót hafa áherzluna á síð- ara atkvæði, enn þann dag í dag. Sé sagnorðið myndað af mörgum atkvæð- um, leikr á ýmsu. Atkvæða-skifting Hjaltalíns er tekin —enn þó afbökuð — eftir enskum stöf- unarkverum, sem ganga f almúgaskól- um. Höfundar þessarar skiftingar eru eiginlega prentarar og setjarar; hún er hvorki vitleg né hagfeld, hún er biátt áfram hlægileg. í þessu efni er enginn maðr, sem ensku- ritar, bundinn við neitt lögmál, nema skynseminnar; og hjátrúin, að menn eigi að sperrast við, að láta samstöfu byrja á sam- hljóðanda, styðst við ekkert nema ó- vanan einn. Menn hafa enn ekki komið sér niðr á föstum ýtarlegum reglum um þetta atriði, enn menn hafa komið sér niðr á grundvallarsetn- ingunni, er miða skuli reglurnar við, og hún er þannig: — fegar orðum er skift í samstöfu, skal sú skifting {syllabic division) falla, alt er við verðr komið, saman við frumpartaliðun orðs- ins (etymological division). þ>annig er rangt að skrifa fa-ther fyrír fath-er, ha-tred fyrir hat-red (orðið samsett af hate og red, leitt af Engils. rœ'den = fsl. -ræði í t. a. m. ill-ræði). Enn eg felli ekki neinn stein á Hjaltalín fyrir þetta; það væri harka og ónærgætni. að ætlast til, að svo ófróðr gramma- tikus gæti sagt nokkuð af viti um jafn vafningssamt mál og samstöfuskifting er í ensku. Á blaðs. 17 fer Hjaltalín að skrafa um sagnir. Eg get ekki kallað það annað en málfræðilegan þjösnaskap, að vísa 2. pers. eint. alveg burt úr málinu, og ekki nóg með því, heldr byggja inn í skarðið 2. pers. fleirtölu. f>etta er sú fyrsta enska málmyndafræði, er þannig fer með sagnir málsins. þ>essa útbyggingu styðr grammatikus á því, að 2. pers. eint. sagna finnist að eins í fornmáli Englendinga „og Ritning- unni“, enn rekki í almennu máli“— það er að segja—málinu, sem hann er að kenna. Telr ekki Möðruvalla rekt- orinn bænir allra trúaðra til þess guð- dóms, sem þeir trúa á, alment mál? þ>ekkir hann nokkra bæn á ensku, er þ é r i nokkra persónu Guðdómsins? fekkir hann nokkurn enskan sálm, enska prédikun, er þ é T i Guð, eða nokkura persónu þrenningarinnar ? Nú fer hér sem endra nær hjá Hjaltalín, að ekki vill alt standast á. Á bls. 83 færir hann til þessi orð ritningarinnar: „Dust thou art, and unto dust shalt thou return11, enn myndirnar art og shalt, sem eru 2. pers. sing. af sögn- unum be og shall, finnast hvergi til- færðár né skýrðar í bókinni! nýbyrj- andi á að segja sér það sjálfr, einS og svo margt annað, hvað þær eigi að jarteikna. í sambandi við þenna fíflaskap rektors stendr það, að eignar- fornafn 2. persónu, thy og thine, er ekki einu sinni nefnt á nafn í for- nafnabeygingunni, og — svo sem sjálf- sagt, fær ekki að vera með í orða- safninu, af því, að „thou finst að eins 1 fornu máli og í Ritningunni11 — sem auðsjáanlega á að vera svo illr sel- skapr, að viss orð að minsta kosti, sem þar finnast, tapi rétti til að vera með í svo almennilegu fyrirfólksmáli, sem Hjaltalín kennir. Skyldi nú nokk- ur maðr trúa því, að þessi grammatik- us, eftir þenna rækilega útrekstr orð- anna af pessum útrekstrarástæðum. skyldi prenta, á bls. 95, þrjú kvæðis- vers—þau eru fögrustu tólf línurnar í allri bókinni—eftir hvern, halda menn? Engan annan enn Thomas Moore, sem fæddr var 1780 og dó 1852, þar sem ofan nefnt eignarfornafn, sem utan ritningar á hvergi að finnast nema í „fornu máli“, er fjórum sinnum upp tekið ? !!! f>að er auðséð, að Hjaltalin telr mál ritningarinnar svo úrelt og ómerkilegt, ‘óalment’ að minsta kosti, að því sé bezt skipað á bekk með ‘fornmáli ensku’ —hvað semþað á nú eiginlega að þýða— svo loku sé fyrir skotið að lærisveinar fari að hafa nokkra hjátrú um að það sé girnilegt til fróðleiks. í>ó er biflían á hverju heimili í Englandi, málið á henni skilr hvert mannsbarn, engin bók er jafnoft lesin og höfð handa á milli, og á engri bók enskri er jafnklassiskt, jafnfagrt mál. Enga betri bók gæti Möðruvalla-forstjóri látið lærisveina sína lesa, málsins vegna eins, að öllu öðru sleptu. Hér er, satt að segja, að eins um sérvizkulega ‘fyrirtekt’ að ræða eða ‘duttlung’. Orðið thou, með afleiðslun- um thy og thine, er altítt að hafa við í hávu og tignarlegu máli og riti. þess- arra orða stað getr ekkert annað orð í ensku tekið, þegar máli er beint að pet' sónu guðdómsins. Eigi verðr það skáld nefnt, eigi sá kirkjulegr ræðuskörungr, né sá pokaprestr, nafn-greindr, frá önd- verðu og alt fram á þenna dag, er ekki hafi þessi orð við hvað eftir annað; valin, ýmist af ásettu ráði, til að gefa máli sínu tign, ýmist að sjálfsögðu, af því ekkert annað orð á við. Hjaltalíns útbolun á þeim úr málinu er skynlaus bolaskapr. Frá sagnabeygingunni flúði ég i lestraræfingarnar í þeirri von, að það sem brysti i myndafræðinni myndi máls- greinafræðin (syntaxis) bæta. Enn hér á ein blekkingin aðra að reka. Égbjóst við að hér mundi liðað sundr höfuðat- riðum málsgreina-fræðinnar, raðað síð- an niðr eftir einhverri skynsamlegri reglu, sem var hægðarleikr fyrir rektor vorn, með öllum þeim aragrúa, sem til er af enskum ‘grammatikum’, og honum hljóta, eða ættu, að minsta kosti, að vera kunnar að einhverju leyti. Ég gerði mér von um að sjá þessi atriði, hvert um sig, skýrð í lestraræfingunum, svo að lærisveinar Möðruvallaskóla hefðu eins konar registr, eða yfirlit yfir máls- greinaskipunina. Hér mótar ekki einu sinni fyrir neinu þess konar. Enn hvað halda menn komi í staðinn ? Ekki nema 25 lestraræfingar búnar til úr einsat- kvæðis-orðum rétt út í loftið! ’þessar æfingar hefir ensk einsatkvæðis-kelling, sem kallar sig Jane Ward, skrifað fyrir börn, sem farafyrst að lesa. Enda má sjá það á efni þessara hastarlegu æfinga, að það er miðað við ómálgans van- styrku sál, þegar hún fer svo sem fyrst að brölta um til að hugsa. Nú má telja það víst, að lærisveinar Möðruvallaskóla sé komnir langt fram úr slíku skeiði andlegrar ósjálfbyrgni. Og það vita þó allir, að kenslubækr skóla eigajafn- an að halda sér heldr ofan við ment- unarstig lærisveina, enn neðan við þa^ —enn að vera sona langt fyrir neðan það, er hneyksli! f>að má teljaþað víst, að engum realskóla í heiminum sé boð- ið annað eins barnapíu-slúðr °g þeim Möðruvellingum. Rektor vor segir í formálanum, að sér hafi gefizt vel að kenna eftir þessum einsatkvæðis-kell- ingabókum, af því, að svo hægt sé að bera fram einsatkvæðis-orð. J>ví trúi ég vel. Enn hann á ekki að kenna það sem hægt er, það kennir sig sjálft; enn hann á að kenna lærisveinum sín- um aðferðina að gjöra ið erftða hægt, að sigrast á þrautunum. Hvað er unn- ið, má ég spyrja, við að kenna læri- sveini eina blaðsíðu einsatkvæðisorða, sem eru svo títt endrtekin, að, sé upp- tekningunum slept, þá verða eftir svo sem fjórar, fimmlínur? Hvað lærir hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.