Þjóðólfur - 26.05.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.05.1883, Blaðsíða 1
M 22. ÞJÓDÓLFB. XXXV. árg. Reykjavík, Laugardaginn 26. maí 1883. Enska Jóns Hjaltalíns. (Eftir Eirík Magnússon, M. A.) Herra ritstjóri. Dómr yðar um bók Hjaltalíns þótti mér of' harðr, fyrst er ég las hann, eftir þeim vitnum, er þér höfðuð leitt í málinu; enn nú er ég hefi kynnt mér bókina, þykist ég sjá, að dómrinn hafi fallið eftir vitnum bæði óleiddum og leiddum; því hin óleiddu eru, eins og ráða má af dómsforsend- um yðar, enn fleiri og enda alvarlegri, enn hin leiddu. þér hafið engar öfg- ar mælt í neinu tilliti. þ>essi bók er ein- hver hinn sorglegasti vottr sem maðr getr séð um mentunarlega stjórn ís- lands. Forstjóri Möðruvallaskóla sitr í einu meðal hinna bezt launuðu upp- fræðingarembætta landsins. Eftir venju- legum grundvallarreglum fyrir stjórn annarra land’a, er embættið launað því hærra, sem það er vandskipaðra, o: þarf duglegri mann til forstöðu, og er Þýðingarmeira fyrir velferð lands og fýðs. J>ví hærri sem launin eru, þess fullkomnari skyldi maðrinn, þess ágæt- ara, áreiðanlegra og mentunarríkara skyldi verk hans. Nú er hér sannar- lega um hálaunað og reyndar þýðing- armikið embætti að ræða, þar sem er forstjórn Möðruvalla skóla; en sá, sem gegnir því, hefir nú sýnt, svo blindir geta ekki vilzt, að þar, sem hann telr sig mestan og beztan manninn — í enskri málfrœði — þar er verk hans Það „humbug11 semstendr alveg eitt út af fyrir sig, ekki einungis i békment- um íslands, heldr 1 bóklist allrar plá- netunnar, að öllum líkum. Nú, er ég rseðst í að færa ýtarlegri rök að því, að dómr yðar sé réttlátr, leyfi ég mér að benda lesendum á, að ég fer hvergi yfir það aftr, sem þér þegar hafið leitt fram; hér er á nógu öðru að taka, því varla mun maðr hitta á þá opnu í bók- inm, er ekki geymi einhverja vitleysu. Hér agar öllum regluleysisins óhroða saman; hér er maðr kominn í reglulega málfræðislega svínastíu. í grandleysi opna ég skrudduna, bls. 16 ^rýt undir eins um þessa „reglu“ Undir tilvisunarfornöfnum: — „ Who er haft um skynsemi gæddar verur; which utn dýr og dauða hluti“. Og svo er nú þetta! Enska faðirvorið byrj- ar þannig: Our Father, which art in heaven, þ. e. Faðir vor, þú, sem ert á himnum; hér er þá which haft, eftir kenningu Möðruvalla rektorsins, af því, að Himnafaðirinn sé annaðhvort (skyn- laust) dýr eða dauðr hlutr!!! Ég datt ofan á, á bls. 3, i hljóð- skýringunni yfir a, sem hljóðspekingr vor segir jafngildi „löngu“ e (!) íslenzku, orðið ‘haste (hest) flýtir’, á bls. 213 er sama orð borið fram ’heist’, sem reynd- ar er rétt, þannig líka ,paste (peist)1; ‘taste (teist)’; sannar þvi Jón sjálfr að regla sín sé vitlaus. En að höfundr sé ekki alskostar viss í sinni sök samt, má ráða af því, að hann fellr undir eins í freistni og orðinu sleppir, og ber fram hasten (hess'en fyrir heiss'dn)1, hasty (hesti, fyrir heist'i), — Til þess, að taka þegar af allan vafa, get ég þess, að löngu ensku a gef ég ísl. hljóðs- ígildið ei. J>að er stafsins eiginlega hljóð. En undir stafa-samböndum er komið, á hvoru ber meira í framburð- inum e-inu eða i-inu, svo að hljóðið verði svo sem ei eða e\. Stafrinn hljóð- ar aldrei e, nema á undan r-þhljóðlausu I e, og í einstöku endingu á ate, og er hljóðið þá ekki nærri hreint e. Á bls. 5 segir: — ’ey er borið fram eins og e þar sem áherzla er á tví- hljóðanum, en eins og í þar sem hann er áherzlulaus’. Á bls. 231 kom ég ofan á orð, sem hefir áherzluna á ey og höfundr hljóðtáknar í\ það er ‘key (kí) n. lykill’. Reglan þannig vitlaus, því framburðr er hér réttr. Á sömu bls. segir að ei sé borið fram eins og e í deign (rétt framb. dein) vein (r. f. rein), reign (r. f. rein), feign (r. f. fein), veil (r. f. veil), heinous (r. f. hínös), weigh (ei r. f. ei) neigh (r. f. nei), eightf. f. eitt), freight (r. f. freitt), neighbour (r. f. neibör). Hér eru að eins þrjú dæmi rétt: heir their og leisure. Á sömu bls. segir, að ai sé borið fram eins og e, og ay sömuleiðis eins og e; hið fyrra þó látið hafa undan- tekningar, hið síðara engar. Hér stendr reglan á höfði; ei er algengi framburðr þessara tvíhljóða, e undantekningin. Engin hljóðfræðisregla hér styðr fram- burðinn á quay (kí), bls. 285. Á oft nefndri bls. segir að au sé borið fram eins og 0; á bls. 204 rekst ég á ’gauge (gedsh) s. næla‘; hér er þá au borið fram e, sem er Hjaltalínska fyrir ei, orðið er borið fram geidsj, en ekki er sliks hljóðs í au getið í hljóðfræð- inni. Ekki veit hljóðfræðingr þessi, að til sé tvíhljóðinn ao, þó færir hann til á bls. 204 orð með honum i stofni: „gaol (dshel“, sem á, náttúrlega, að vera dsjéil). Á bls. 214 rekst ég á „herb (hörb)“, 4 bls. 144 á nberth (börth)“, á bls. 195 á nfertile (förtæl)“, á bls. 267 á „perch (pörtsh)“; eg fer í hljóðfræðina, að sjá, eftir hvaða reglu þessi fram- burðr er gefinn, og finn, að hljóðfræð- I) J>annig merki ég áherzluna, með broddi aftan við atkvæðið, er hiin hvilir á. in kannast ekki við neitt þess konar hljóð í e (sbs. bls. 3). „Z?“, segir Hjaltalin, „er borið fram eins og t á eftir hljóðstaf, og til dæmis er tekið „road (rót-!) vegr“; mun tvíhljóði eiga að þýða sama sem hljóðstafr; þó ber hljóðfræðingr vor sjálfr fram, þvert ofan í reglu sína: ,-broad (broad)’, — en „abroad (abrot)“!! — „deed (díd,)“, „load (lód’)“, „lead (lid’)“, „lead (ledd)“, og — hver skyldi nú trúa? — „road (ród’) vegur“„ bls. 297 !!! Mér varð að orði fyrst er ég sá þetta: — er maðrinn vitlaus? (Menn kunna að spyrja, hvað úrfellismerkið aftan við d i hljóðskýringunni eigi að tákna. J>að getr ekkert gefið til kynna, er enskan framburð varði. J>að er auðséð að það á að vera bending um hnykkhljóð það — stödetone — sem Skotar reka á d í þessum orðum). Alt orðasafnið má segja að sé einróma vitni gegn ai-reglu þessari, því ég held þar sé að eins eitt einasta d látið hljóða t á eftir hljóð- staf (tvíhljóða) og það er náttúrlega eins vitlaust eins og d-reglan sjálf er hringlandi. Einna glöggast kemr Hjaltalíns fónetiska rænuleysi fram á „f borið fram eins og f“ sbr. bls. 7, maðrinn hefir ekki enn þá tekið er’tir því, að enskt f getr aldrei fengið hið lina hljóð ísl. /"-sins, né heldr nokkurn tíma þess harða á-hljóð (fyrir framan l og n)!! Eg nenni ekki að vera að hringsóla lengr í þessu óhljóðamold- viðri frá Möðruvöllum. Eg hverf að því aftr af og til seinna í greininni, eftir því sem færi gefst og efnið bendir til. J>að var nú sízt af slíkum gramraa- tikus, sem þessum, að búast við nokkru svo sem sérstaklega fræðandi um á- herzlu orða (accent), enda er það sú grein málfræðinnar, sem hvað vanda- samast er við að eiga. Enn geta hefði mátt þess, að í málinu ganga tveir straumar áherzlu, hinn Teutonski eða Germanski, og hinn Rómanski eða Latínski. Ins Teutonska kennir í þeim hluta málsins, er rekr ætt sína land- norðr um Norðrsjó til lágþýzku, (há- þýzku) og norrænu — ins Rómanska í þeim hluta þess, er kyn sitt leiðir sunnan að, yfir Frakkland. Teutonsku áherzluna má nefna stofn-áherzlu, því hún er einkum einkennileg að því, að hún heldr sér fastri við stofn-samstöf- una, enn sætir þó lagi, þegar nöfn eru samsett, að þoka sér á fremsta at- kvæði, ef hugsun og tilfinning leyfir, eins og i off'shoot, up'roar o. s. frv. Allr þorri teutonskra orða hefir því á- herzluna á stofn-atkvæðinu.—Rómanska áherzlan er alt hvikulli; þvi hún rekr uppruna sinn til frummáls, e r eigi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.