Þjóðólfur - 16.06.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.06.1883, Blaðsíða 3
73 Enn á engum liggr þessi skylda jafn þungt og þeim, sem land elr ríkulega á fátækt sinni, til að leiða börn sín úr myrkri fákunnáttu í ljós fróðleiks og þekkingar. Hvernig Hjaltalín hafi leyst af hendi skyldu sína með þessari bók, er nú þegar sýnt nokkurnveginn glögg- lega. Að kenna eftir henni er að kenna vitleysu. Hún ætti hvergi að koma fyrir menntaðra manna sjónir, allra sízt erlendis. Hún er sú handá- skömm, og það hlygðunarefni íslenzk- um bókmenntum, að hún h£eíiI• eldin- um einum. P. S. Eg geng að því vísu, að þeir muni láta til sín heyra, er segja, að þennan dóm sé ekki að marka, af því, að hann komi frá óvini Jóns. Jessurn mönnum svara eg því, að eg skai gefa þeim krónu fyrir hvert það atriði, sem þeir sanna, að Jón hafi rétt fyrir'sér í, þar sem eg segi hann rangt hafa—Jón sjálfr innibundinn í boðinu — og skal auglýsa á minn eiginn kostnað í blöð- unum árangr boðsins. E. M. Hæstaréttardómarnir í laxafriðunarmálunum. I. Evergirðingamálið. »Hæstaréttar-advókat Niels Levin- sen eftir kgl. boði gegn ákærða H. Th. A. Thomsen«. [Dómr kveðinn upp i aukaretti Kjósar- og Gull- bringusýsu 30. desbr. 1879, i tnum ísl. landsyíirrétti 3. maí 1880 og i hæstarétti 8. maí 1883]. Með konungsboði dags. ig. nóvbr. 1880 er hæstarétti veittr myndugleiki til að taka mál þetta til dómsúrskurð- ar, þó að máls-efnið skyldi reynast að nema eigi summa appellabilis. J>ó að álíta verði, að ákærði sam- kvæmt konunglegu afsalsbréfi 11. desbr. 1853 hefði rétt til að leggja þvergirð- ingar í Elliða-ána á nokkru svæði henn- ar, sem nánara er takmarkað í afsals- bréfinu, án þess að eigendr jarða þeirra, er að ánum liggja að ofan, gætu móti haft—en þannig er úr skorið gagnvart einum jarðeigandanum með hæstarétt- ar dómi 16. febr. 1875, — þá hlýtr þó landsstjórnin að eiga rétt á að heimta að honum, að hann hlýði banni því gegn þvergirðingunum, sem 2. gr. inna síðar útkomnu laga 11. maí 1876 inni- heldr. Téð lagaboð nær nefnilega með þeim almennu orðtœkjum, sem í því eru höfð, einnig til slíks tilfellis, sem hér er um að rœða ; og til þess, samt sem áðr að undan taka þetta tilfelli frá téðum ákvörðunum, brestr nœga heim- ild ; og skal það í því efni fram tekið, að sú niðrlags ákvörðun greinarinnar, sem landsýfirréttardómrinn skírskotar til, mælir ekki með því, heldr miklu fremr á móti því, að skilja ákvörðun- ina á inn þrengra veg; og sama er að segja um fyrirsögn laganna, er lýsir því, að það sé tilgangr laganna að friða laxinn, enda kemr þetta heim við inni- hald laganna yfir höfuð. Samkvæmt því, er nú nú var sagt, verðr að álíta, að ákærði hafi brotið gegn 2. gr. ný- nefndra laga, og fær hann því eigi hjá því komizt að verða dœmdr samkv. 7. gr. laganna í sekt, sem mezt til 10 kr. og á að falla í hlutaðeigandi sveitarsjóð. Auk þessa skal hann greiða málskostn- aðinn, þar á meðal málfœrslulaun þau, er ákveðin eru í yfirréttar-dóminum. því dœmist rétt vera: Hans Theodor August Thomsen greiði 10 króna sekt til sveitarsjóðs Seltjarnarnesshrepps. Svo greiðir hann og málskostnaðinn, þar á með- al málsfœrslulaun þau, er ákveðin eru í landsyfirréttardóminum, og í málsfærslulaun til advókatanna Le- vinsen’s og Klubien’s fyrir hæsta rétti 60 kr. til hvors. II. H.imlamálið. »Hæstaréttar-advókat Niels Levin- sen eftir kgl. boði gegn ákærða H. Th. A. Thomsenci. [Dómr kveðinn upp í aukarétti Kjósar- og Gull- bringusýslu 10. októb. 1879, í inum kgl. ísl. lands- yfirrétti 5. apr. Í880 og í hæstarétti 8. maí 1883]. Með konungsboði dags. 19. nóvbr. 1880 er hæstarétti veittr myndugleiki til að taka mál þetta til dómsúrskurð- ar þó að málsefnið skyldi reynast að nema eigi summa appellabilis. Með þvi að eftir skýrslum þeim, er fyrir hæstarétt hafa lagðar verið og sumar eru útvegaðar síðan landsyfirrétt- ardómrinn var upp kveðinn, verðr eigi álitið, að millibilið milli þverrimlanna i laxakistum ákærða í Elliða-ánni sé eigi svo stórt, að lax 9 þumlunga að ummáli geti smogið í gegn, þá verðr við það að sitja, að ákærði er sýknaðr af kærum landsstjórnarinnar, eins og líka fallizt er á ákvæði yfirréttarins um málskostn- aðinn. pví dæmist rétt vera: Dómi landsyfirréttarins skal órask- að. Advókatarnir Levinsen og Klu- bien fái í málfœrslulaun fyrir hæsta- rétti 60 kr. hvor, og greiðist það af almennafé. Smáhugvekjnr um landsmál. I. þ>eim, sem annaðhvort hefir setið á þingi eða veitt nána athygli störfum alþingis, starfahætti og starfatíma, mun naumlega blandast hugr um það, að allmikill hluti af starfstíma þingsins fer sem næst að forgörðum til einskis gagns, til mála, sem fyrst eru látin falla, eftir að þau hafa eytt lÖngum og dýrmætum tíma, og til mála, sem ekki verða út kljáð og sum eru svo vaxin, að þau geta aldrei orðið útkljáð á þingi voru, svo lengi sem það hefir eigi lengri starfatíma en nú. Að því er til fyrra atriðisins kemr, þá er það að vísu óhjákvæmilegt, eins á þessu þingi sem öllum öðrum þing- um í heimi, að mörg mál falli, eftir að búið er að eyða talsverðum tíma til þeirra. En hins vegar getr þó varla vafi á því leikið, að talsvert mætti spara af tíma með því, að f e 11 a þegar í stað ýmis mál, sem svo eru vaxin, að það má vera auðsætt hverj- um þingmanni, að þau muni þau for- lög hljóta hvort sem er. Reyndar getr í stöku tilfellum verið ástæða til, þó fyrirsjáanlegt sé, að mál fái eigi framgang á því þingi, að leyfa því samt að komast sem lengst til um- ræðna. En þetta á að eins við um þau mál, er svo eru vaxin, að nýjar skoðanir eru að ryðja sér til rúms, sem æskilegt er að komist í hreifingu og þar við inn í meðvitund manna, af því að æskilegt er, að hugir manna og skoðanir þroskist sem fyrst til að verða móttækilegir fyrir þær, þótt hins vegar sé rétt, að láta þær ekki ná löghelgismarki þingsins, fyrri enn meðvitund inna fremri manna þjóðar- innar er móttækileg fyrir þær. En, sem sagt, í fleiri tilfellunum á hitt sér stað, að réttara væri að fella í tíma mikið af ómerkilegum smámál- um, sem auðsjáanlegt er um, að með- ferð þeirra á þingi getr ekkert ann- að látið af sér leiða, en að tefja tímann. petta er vonandi og óskandi, að meiri hluti þingmanna sýni í verkinu nú í ár, því fremr sem þetta, sem hér hefir sagt verið, mun koma heim við skoðun flestra þeirra. J>á er hitt tilfellið, er mál eins og t. d. landbúnaðarmálið tekr þing eftir þing upp mikið af beztu kröftum og tíma þingsins, enda þóttt fyrirsjáanlegt sé, að það mál getr aldrei orðið út kljáð á 2 mánaða tíma, sem mikill partr hlýtr ávalt að lenda af til fjár- laganna einna saman. J>að er ekki minsta útsjón til, að því máli verði til lykta ráðið í ár, ekki einu sinni 1885, sizt svo að í nokkru lagi sé. Og hver getr sagt, að þótt það mál taki upp jafn langan tíma 1883 og 1885 á þingi eins og það gjörði á þingunum 1879 og 1881 (ekki að tala um, hvern tíma það þar á undan hefir tekið), þá verði það við lok þessa kjörtíma (1885) í nokkru verulegu á framþokaðra skeiði en það var við byrjun kjörtímans? Sá galli er nl. á, að allr timinn fer í nefndarstörf, og nefndin fær ekki þriðjung þess tíma, er hún þyrfti; svo er alt i stúfum og molum; hvert þing- ið rífr það niðr, er hitt bygði upp, og alt fer í smámola. Slík meðferð þessa stórmáls virðist því að eins vera óhagsýnileg eyðsla á tíma þingsins, er hindrar þingið frá að beita kröftum sinum til meðhöndlunar þeirra mála, er líkindi væru annars til, að ljúka mætti við. En þetta er landinu ofdýrt, eins og auðsætt er. Hver 1 mánuðr til einskis er dýrari en 12 mánuðir til gagns. J>að er líka dýrt á annan hátt. f>ví að af naumleik tímans leiðir og að þau störf, er þingið þó lýkr við að nafninu, verða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.