Þjóðólfur - 16.06.1883, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.06.1883, Blaðsíða 4
74 oft eigi svo vandvirklega af hendileyst, sem ella væri kostr. „Hraðvirki er hroðvirki", segir danskt máltœki. Og gallar og vansmíð í lögum geta oft orðið dýrir, bæði beinlínis við það hvað lögin verða lakleg, og svo við það, að fyrir það sama þarf aftr og aftr að vera að káka við ný lög. Hins vegar er þörf á að ráða til lykta, og það sem fyrst, svo mikilsverðu máli sem landbúnaðarmálið er ; og svo væri full þörf á að hreinsa ofrlítið fyrir dyr- um með því að koma fullnaðar-úrslitum, er dugað gætu nokkra hríð, á ýmis þau mál önnur, er nú flœkjast árlega fyrir á þingi. Hvernig þetta geti orðið með þing- tíma þeim, er nú er, fáum vér eigi séð. f>að hafa því komið fram ýmsar radd- ir fyrr og síðar, er allar hafa lagt eitt- hvað til að ráða bót á þessu. Sumir hafa viljað lengja þingtímann, aðrir viljað hafa þing á hverju ári o. s. frv. Oss virðist lenging þingtímans um i mánuð eða svo framyfir það, sem nú tíðkast, geta alls ekki nœgt til að ná tilganginum. Og þegar ekki eru önn- ur stór-mk 1 fyrir, en fjárlögin, þá er þingtímin líklega nœgr, svo sem hann nú er. Betr mundi bætt úr sumum þörfum vorum með því að halda árlegt þing; og auðvitað væri það réttara, ef efnin leifðu; því að hvert þing fær þeim mun öflugra bolmagn gagnvart fram- kvæmdarstjórninni og hinum löggjafar- valdsliðnum (konungi), sem það kemr oftar saman. En úr þeim vandrœðum, sem vér höfum að framan á bent, bœtir ekkert, nema lengri þingtími í eitt skifti. þ>að er því skoðun vor, að ráðlegt væri að lengja e k k i næsta reglulegt alþingi með því, að taka t. d. landbún- aðarmálið fyrir ; heldr hafa tímann sem styztan, ljúka meðferð fjárlaganna og þeirra annara nauðsynlegustu smærri laga, er tíminn leyfði, jafnframt þeim. Skora svo heldr á konung að stefna til aukaþings. milli inna reglulegu þinga, er þá gæti staðið lengri tíma og lokið við t. d. landbúnaðarmálið og fleira. Vér vitum að ein mótbára verðr þegar á lofti hjá mörgum, og það er kostnaðrinn. En vér ætlum að auðvelt sé að sýna, aðí raun réttri kosti það þjóðina miklu meira að hafna þessu ráði, en að taka það. þ>að munu flestir geta séð, er vandlega vilja hug- leiða málið og eru nógu kunnugir til að meta það rétt. En yrði þetta tekið ráða, þá gæti verið áhorfsmál um, hvort tiltœkilegra væri að halda slíkt aukaþing að vetr- inum til næst á eftir reglulegu þingi, eða þá að sumarlaginu til það sumarið, sem reglulegt þing er ekki haldið. Vér viljum ekki fjölyrða um þetta meira að sinni, en skjóta því til íhug- unar alþingismanna og stjórnarinnar. Alþingiskosning. 29. f. m. var kosinn alþm. í Dala- sýslu. Kosning hlaut séra Jakob Guð- mundsson. Aiigljsingar. Þeir, sem eiga hatta hjá mér, verða að vitja þeirra fyrir mánaðarlokin. Hannes Skarphéðinsson. Hér með auglýsist, að bœjarstjórnin hefir samþykt, að bœjargjaldkerinn ekki þurfi að hafa skrifstofu sína opna nema frá kl. 11 f. m., til 1 e. m. á hverj- um degi, utan mikið liggi á einhverri afgreiðslu, því þá skal hann gegna nær sem hans er vitjað. Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík, 7e- i883- E. Th. Jónassen. Starfi sem annar lögregluþjónn í Reykjavík er laus og eiga þeir, sem vilja takast þenna starfa á hendur, að sækja um hann skriflega til bœjarstjórn- arinnar fyrir 1. ágúst þ. á. Launin eru 560 kr. föst og aukatekjur frá 60 til 100 kr. á ári. Enn fremr styrkr 40 kr. úr bœjarsjóði til þess að kaupa sjer ein- kennisbúning, og 20 kr. úr lögreglu- sjóði. Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík, h. 1883. E. Th. Jónassen. Hér með auglýsist að byggingarnefnd Reykjavíkr heldur fundi sína á 1. og 3. þriðjudegi í hverjum mánuði og verða því þeir, sem þurfa að fá útmældar lóðir undir byggingar, eða annað að leita til nefndarinnar, að hafa sent bréf um það til bœjarfógetans fyrir kl. 12 m. d. næst á undan nefndum fundardögum. Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík, 1. júní, 1883. E. Th. Jónassen. Síðan í fyrravetur hefi ég úr ýmsum áttum fengið svo mörg bónarbréf um að útvega landamerkjaskjöl fyrir jörð- um eða eftirrit þeirra, að ég hefi eng- an tíma til að svara þeim öllum, er þess hafa beiðzt eftir allan þann tima sem ég hefi eytt til að leita að þeim í bóka- safninu, þess vegna læt ég hér með alla þá vita, sem beðið hafa um þessi skjöi, að ég hefi engin þau skjöl fund- ið, er ég hefi verið beðinn um, og að ég framvegis ekki tek að mér slíka leit, því ég hefi engan tíma til þess, enda er nú hverjum heimilt að fá hand- rit lögð fram á lestrarstofu safnsins og sjá það, er hann vill. 6. júni, 1883. Jón Árnason. Ásk orun. þ>ar eð vér Mormónar höfum oft orð- ið fyrir mörgu álasi og mótmælum fyr- ir trúarboðun okkar, og verið oft ó- virtir af œðri og lægri mönnum hér, sem telja sig til þeirrar lútersku kirkju, þá langar mig til að gjöra grein fyrir trú vorrH heyranda hljóði, svo almenn- ingr geti heyrt okkar ástœðr, og þann- ig séð hvor er sennilegri. Skora ég því hér með á Biskupinn yfir íslandi, ef hann treystir sér til þess, að mœta og forsvara trú sína á þeim stað hér í Reykjavík, er honum þókn- ast, innan þess 19. þessa mánaðar, og áskil ég, að hvor okkar tali 5 mínútur í senn, til skifta, fyrir trú sinni, og hann láti mig vita þann stað og tíma er hann útvelr. Reykjavík, dag 12. júní 1883. Æríkr Olafsson. Hér með auglýsum vér undirskrifaðir, að vér bönnum öllum ferðamönnum áfanga eða hesta-áning í voru landi eftirleiðis án vors leyfis, en þeir sem ekki skeita banni voru mega búast við, að vér förum eftir því sem lög leyfa í því efni. Bjarni Guðmundsson á Önundarholti. Sigurður Arnbjörnsson í Vælugerði. Einar Einarsson Urriðafossi. Jón Eiríksson á Kampholti. Sökum þess mikla fénaðartjóns, sem vér urðum fyrir á næstliðnu vori og þar af leið- andi örðugleikum, hljótum vér að selja öll- um óviðkomandi ferðamönnum beina og nœtrgistingu þannig : Lausgangandi mað- ur, sem fær vökvun og kaffi, greiði fyrir nóttina 15 aura ; maður með hest, sem fær hey, greiði 25 au. Kaffibolli sérskilinn kost- ar 10 au. Einar Einarsson á TJrriðafossi. Sigurðr Egilsson á þjótanda. Jón Eirtksson á Kampholti. Sigurðr Arnbjörnsson í Vœlugerði. Bjarni Guðmundsson Ónundarholti. Hotel „Ingólfur1. Hér með auglýsist, að ég hef sett mig niðr sem gestgjafi hér á Eyrar- bakka, og veiti upp frá þessu mat, kaffi, ölföng m. m. með svo vægu verði, sem kostr er á. f>að skal tekið fram, að lokið verðr upp fyrir ferðafólki alla nóttina. Garðbæ á Eyrarbakka, i2.júni 1883. Bárðr Nikulásson, — Hér með auglýsist, að afréttr Öl- veshrepps verðr á yfirstandandi sumri smalaðr að öllum hrossum þessa daga: 1. mánudaginn 9. júlf, og 2. mánudag- inn 30. júlí, og verðr hrossunum réttað að kveldi hvers smölunardags í „Hvera- gerðisréttinni“, og-öll óskilahross, sem ekki eru hirt, verða seld þá þegar á staðnum. Ölveshreppi, 11. júní 1883. Hreppsnefndin. Brúkað „Fortepiano“ fæst til kaups með vægu verði. Ritstj. vísar á seljanda. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.