Þjóðólfur - 23.06.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.06.1883, Blaðsíða 1
F MODOLFR. XXXV. árg. Reykjavík, Laugardaginn 23. júni 1883. M 25. Um samgöngur og yegagjörðir eftir alþingismann Sighvat Árnason. J> að er orðið lýðum ljóst, að fram- faraþjóðirnar leggja langmest kapp á það, að geta liaft sem allra fljótust og bezt samskifti hverjar við aðrar. J>etta sýna þær og í verkinu með því að þær leggja fram ógrynni fjár árlega til ýmsra fyrirtækja t. d. gufumagnsins á sjó og landi, járnbrauta, frjettaþráða, skurðgrafta gegnum löndin, brúargjörða og fleira, svo allt mögulegt lifandi og dautt, frjettir og flutningar geti verið á fljúgandi ferð rikja og landa i milli. J>að er nú oft venja meðal vor, þeg- ar um nýmæli er að ræða, að vitna þá til framfaraþjóðanna, hvernig þær hafa hitt eða þetta, sem er eðlilegt og rjett, því allir hljóta að sjá, að þeim fieygir fram bæði vísindalega og verklega og til allrar menningar yfir höfuð; því skyldum vér þá ekki vilja hafa þessar þjóðir oss til fyrirmyndar í einu og öðru, er að framförum lýtr? Að vísu erum vér veikir og vanburða og getum litlu afkastað í samanburði við aðrar þjóðir, en þegar litið er á liðinn tíma, og alt og alt, sem hann hefir haft í för með sér, þá er auðsætt, að ekki verðr heldr mikið af oss heimtað í sam- anburði við þær, og að framfarir vorar geta ekki komizt í neinn samjöfnuð við framfarir þeirra. En til þess að geta sem fyrst náð þeirri framför, sem oss er auðið, þá ríðr mest af öllu á, að gá vel og vandlega að því, sem einkum stendr fyrir þjóðþrifum vorum eða hvers hjer- aðs út af fyrir sig; róa síðan öllum ár- um að því að hrinda slíku í lag, byrja siðan á því, sem þá liggrnæst, og svo koll áf kolli. J?að dugar ekki að ætla sér að gjöra alt í senn, því þá er hætt við, að ekki verði neitt úr neinu, eins og reynslan svo þráfaldlega sýnir. Til þess að mikill auðr verði afllaus og að engu, þarf eigi annað, en að skifta honum í marga staði, fyrir því væri fá- sinna að brytja það litla fje, sem vjer höfum, í sundr, svo að afi þeirra hluta, er gjöra skal, yrði að engu. Eins og áðr er á vikið, hlýtr að blasa fyrir hvers manns auga, að framfara- þjóðirnar leggja nú mest kapp á, að gjöra öll viðskifti og verzlun sem greið- ast og bezt, og það má fullyrða, að þetta er fyrsta mál á dagskrá um allan inn mentaða heim. J>að er að vísu vel meint af alþingi, að leggja fje til jarðabóta og búnaðar- efiingar; en eitt er þarflegt og annað nauðsynlegt. Vér þurfum að bæta bún- að vorn, það er satt, en að því ætti að gá, að því gagnlegri sem góðr land- búnaðr er, því heldr þarf maðr fyrst og fremst að ryðja sér braut að honum áðr en maðr fer að keppast við hann sjálf- an. Hver maðr hlýtr fyrst og fremst að hugsa um að geta fært sér í nyt ágóð- ann af vinnu sinni, áðr en hann fer að vinna; því engum heilvita manni gæti komið til hugar, að vinna fyrir því kaupi, sem hann sér að hann getr ekki fært sér í nyt. Að kosta á ný eða leggja fé til landbúnaðarins, er ekki fyrsta mál land- búnaðarhéraðanna, heldr næst því fyrsta, að minni meiningu. Fyrsta vel- ferðarmál landbúnaðarsveitanna er: að geta bæði fljótt og með sem minnstum tilkostnaði fært sér í nyt arðinn af bún- aðinum, og eru vegagjörðirnar skilyrð- ið íyrir því; eins og þilskipaútgjörðin er ið fyrsta velferðarmál í sjávarsveit- unum, því þar er vegrinn lagðr. J>ingið og þjóðin ætti að yfirvega þetta mál betr en gjört hefir verið, og láta eigi þá minkun lengr eftir sig liggja, bæði að neita sumum sýsl- um um fé til brúargjörðar yfir stórar ár, sem halda þeim í kút og kreppu hvað verzlun og viðskipti snertir, og styrkja þær eigi til þess konar fyrir- tækja, sem þeim sjálfum eru ókleyf af eigin rammleik, því slíkt er skaðlegt og hróplegt aftrhald, og gá betr að því, en áðr hefir verið gjört, að fé það, sem lagt er til vegagjörða, verði ekki að engu fyrir vankunnáttu þeirra manna, sem að vegagjörðunum vinna. Já, það er sorglegt að vita til þess, að varið skuli hafa verið mörgum hundruðum og þúsundum króna til ónýtra vega- gjörða, sem er auðsjáanlega afieiðing af vankunnáttu á því verki, og ætti slíkt að vera hvatning fyrir þjóðina að afla sér upplýsingar og nákvæmrar þekkingar i þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtr, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hef- ir átt sér stað. J>að lítr svo út, að í sumum sýslum, að minnsta kosti, séu ekki til þeir menn, sem beri skyn á vegagjörð eða sje trúandi fyrir vega- gjörð; reynslan sýnir það, t. d. vega- gjörðin á Svínahrauni, sem búið var að verja til allt að 20,000 kr., en sem hefir verið og er ófær, ef skúr kemr úr lopti, og orðin alveg ónýt eins og er, þar sem alls engra þeirra skilyrða var gætt við þá vegagjörð, sem með þurfa, til að gjöra þrautgóðan veg. Vegagjörðin sjálf sýnir ljóslega, að þeir sem hafa unnið að henni eða verið trú- að fyrir henni frá upphafi til enda, hafa ekki borið neitt skyn á þá vegagjörð, sem voru landi hagar. J>essu til sönn- unar vil ég taka fram aðalskilyrðin fyrir þrautgóðri vegagjörð, og miða við þá staði, þar sem grjót er nægilegt til eins og t. d. í Svínahrauni. 1. Að velja stórt grjót í hliðarnar á veginum, þar sem honum er hleypt UPP> 0g" grafa undirstöðuna niðr, þar sem jarðvegrinn er laus, sléttskorða steinana og rlgfesta þá hvorn við annan. J>etta hefir ekki verið gjört í Svínahrauni, heldr látið óvalið og smátt grjót í hliðarnar og raðað svo lauslega ofan á mosann og moldina. J>að þolir ekki sauðarfót auk heldr hestsfót. 2. Að sléttfióra veginn, þar sem grjót- ið er nóg og klípa hann vandlega, svo allt sé rigskorðað. J>etta hefir ekki verið gjört á Svínahrauai, heldr hrúgað upp í veginn grjóti, eins og þegar menn moka mold í vegg, og borin síðan mold ofan á, þetta hefir síðan vaðizt og vafizt hvað innan um annað, moldin og grjótið, eftir hverja skúr og gjört ^þetta hrákasmíði ó- fært mönnura og skepnum. 3. Að bera næga möl á vegagjörðina. p-etta hefir ekki verið gjört á Svína- hrauni, og er þó möl þar við báða enda vegagjörðarinnar. Jpessi vegagjörð á Svínahrauni, Hell- isheiðarvegrinn, sem líka er mjög illa af hendi leystr, ýmsar vegagjörðir í Arnessýslu og viðar, ættu að vera mönn- um nóg dæmi til að sjá, að vegagjörð- ir hér á landi eru handónýtar og minna en einskis virði nema áðrtaldra orsaka sé gætt, eftir því sem við má koma. J>ar sem ekki er grjót til að sléttfióra með, þar verðr að hafa næga möl of- an á veginn, annars er allt ónýtt; en sé möl ekki til, þá verðr að búa hana til. Fínn sandr er ónýtr ofan á veginn, sömuleiðis mold og tyrfing. Reynslan sýnir, að menn þeir kunna ekki til vegagjörða, sem þó eru að Ijá sig til þeirra fyrir ærna peninga eða eru svo hroðvirkir og ótrúir sinum yfirmönnum, og sjálfum sér, að þeir hugsa ekki um annað en krónurnar. Yfirstjórninni, sem í raun og veru ber ábyrgðina af öllu saman, er vorkunn; hún gjörir óefað sitt bezta til í vali þeirra manna, sem verkið er falið á hendr, og í vali þeirra manna, sem eiga að dæma um, hvernig það er af hendi leyst1. Verkstjórinn vinnr verkið, úttektarmennirnir skoða verkið og segja það vel af hendi leyst, og þá er auð- vitað, að yfirstjórnin verðr eigi ásök- uð, þótt alt reynist ónýtt, og öllu fénu 1) Slíkt verðr þó naumast sagt. er hún lætr aðra eins......og Halldór K. taka út vegi. Kitstj,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.