Þjóðólfur - 23.06.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.06.1883, Blaðsíða 2
76 eytt til einkis, eins og hefir átt sér stað um áminsta vegagjörð. f>að er nú vitaskuld, að ekki dugar að ásaka um orðinn hlut, og svo er um þetta, en slíkt ætti að kenna mönn- um, bæði æðri og lægri, alþingi og yfirstjórn, að láta sér þessi víti að varn- aði verða, og kynna sér betr þetta mál, en gjört hefir verið, leggja meiri stund á það og alúð, en gjört hefir verið, meira kapp af forsjá en verið hefir o. s. frv., þá munu menn komast að raun um, að mest af öllu ríðr á því, að kunna að búa til þrautavegi; þar næst er að leggja fé til vegagjörðanna, en fyr ekki. Að eins þá menn ætti því hér eftir að ráða til vegagjörða, sem hafa staðið fyrir vorum beztu vegagjörðum; og í öðru lagi að styrkja nokkra menn sem fyrst til þess, að kynna sér erlendis þá verkfrœði, sem að vegagjörðum og brúagjörðum lýtr, svo að þetta velferð- armál standi ekki lengr á því, að ekki séu til menn, sem trúandi sé fyrir vega- gjörðum. Engin héruð landsins eru eins illa stödd og Skaftafells-, Rangárvalla- og að nokkru leyti Árnessýsla, hvað sam- göngur og aðdrætti snertir, en sem engin not geta haft af strandsiglingun- um, og sem hafa þær mestu torfœrur, sem eru á landinu, til yfirferðar, nfl. J>jórsá og Olfusá. þ>eSsar sýslur leggja þó sinn skerf til strandsiglinganna, en mega sitja með sárt ennið, hvað afnot- in snertir. Engum ríðr því meir á vega- og brúargjörðum, en þessum sýslum, og þeim er engin framfaravon fyr en brýrnar eru fengnar og vegirn- ir lagðir, sem eiga að renna á eftir brúnum. En það er óvist og á eng- um fæti byggt, að ætla þessum sýsl- um að bera kostnaðinn af brúnum af eiginn rammleik, því þeim er það ó- kleyft og þær komast aldrei á með því móti. Alþing á að hlaupa hér undir bagga; það hefir lykilinn að fram- förum þessara sýslna og þær eiga há- tíðlega heimtingu á því, að lagt sé nægilegt fé til þessara fyrirtækja úr landssjóði. J>egar litið er á alþingis- húsið, Möðruvallaskólann, strandferð- irnar, og á alt það fé, sem veitt hefir verið hingað og þangað, og hvergi sér stað, og það fé, sem enn er fyrir hendi, má sjá, að mikið má gjöra og er þeg- ar búið að gjöra á stuttum tíma, og því virðist það eigi ósanngjörn krafa af sýslum þessum, að fá fé til þessa, þegar litið er á, hvað gjört hefir verið fyrir hinar sýslur landsins, og þegar litið er á ið fyrirliggjandi fé. In innlenda yfirstjórn landsins hefir verið málinu hlynt og in útlenda einn- ig, svo yfirstjórnin í heild sinni verðr ekki ásökuð í því efni, nema ef vera skyldi fyrir það, að hún hefir eigi gjört málið að sínu eigin máli, því það hefði hún átt og það ætti hún að gjöra, því það riði að líkindum þann baggamun, sem hingað til hefir verið á málinu. f>að er því vonandi, að alþing og yfirstjórn landsins láti nú til sín taka í máli þessu, sem heilum sveitum og sýslum er nálega lífsspursmál. — Póstsk. »Laura« kom hér í fyrri nótt; hafði snúið aftr fyrir ís við Horn, og kom sunnan um. Með því 4 alþ.menn : síra Bened. Kristjánsson, Einar Asmundss., Tr. Gunnarss. og Asgeir Einarss. Kjerúlf lækn- ir kemr eigi á þing í sumar, hefir amtm. for- boðið honum förÍHa. »Laura« fór kl. 12 í dag vestr til ísafj. Auglýsingar. Starfi sem annar lögregluþjónn f Reykjavík er laus og eiga þeir, sem vilja takast þenna starfa á hendur, að sækja um hann skriflega til bœjarstjórn- arinnar fyrir i.ágúst þ. á. Launin eru 560 kr. föst og aukatekjur frá 60 til 100 kr. á ári. Enn fremr styrkr 40 kr. úr bœjarsjóði til þess að kaupa sjer ein- kennisbúning, og 20 kr. úr lögreglu- sjóði. Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík, h. _6/6., 1883. E. Th. Jónassen. Hér með auglýsist að byggingarnefnd Reykjavíkr heldur fundi sína á i. og 3. þriðjudegi í hverjum mánuði og verða því þeir, sem þurfa að fá útmældar lóðir undir byggingar, eða annað að leita tii nefndarinnar, að hafa sent bréf um það til bœjarfógetans fyrir kl. 12 m. d. næst á undan nefndum fundardögum. Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík, 1. júní, 1883. E. Th. Jónassen. Hér með auglýsum vér undirskrifaðir, að vér bönnum öllum ferðamönnum áfanga eða hesta-áning í voru landi eftirleiðis án vors leyfis, en þeir sem ekki skeita banni voru mega búast við, að vér förum eftir því sem lög leyfa í því efni. Bjarni Guðmundsson á Onundarholti. Sigurður Arnbjörnsson í Vælugerði. Einar Einarsson Urriðafossi. Jón Eiriksson á Kampholti. Sökum þess mikla fénaðartjóns, sem vér urðum fyrir á næstliðnu vori og þar af leið- andi örðugleikum, hljótum vér að selja öll- um óviðkomandi ferðamönnum beina og nœtrgistingu þannig : Lausgangandi mjað- ur, sem fær vökvun og kaffi, greiði fyrir nóttina 15 aura; maður með hest, sem fær hey, greiði 25 au. Kaffibolli sérskilinn kost- ar 10 au. Einar Einarsson á Urriðafossi. Sigurðr Egilsson á þjótanda. Jón Eiríksson á Kampholti. Sigurðr Arnbjörnsson í Vœlugerði. Bjarni Guðmundsson Onundarholti. Kvennaskólinn í Keykjavík. þeir sem vilia koma konfirmeruðum, efnilegum og sið- prúðum yngisstúlkum í kvennaskólann næst- komandi vetr (1. októbr. til 14. maí), eru beðnir, að snúa sér í þeim efnum til undir- skrifáðrar forstöðukonu skólans, ekki seinna én 31. dgústmdn. næstkomandi. Reykjavík, 14. dag júnfmán. 1883. Thórn Melsteð. 1 þjóðólfi, sem út kom laugardaginn 15. þ. m. stendr auglýsing frá hreppsnefndinni í Olveshreppi um það, að hross þau, er Ölv- esingar kunni að finna á afrétti sínum í sum- ar, verði rekin til réttar og seld á staðnum béttaedaginn. Út af þessu auglýsist hér með, að þeir, sem kynnu að hafa í huga, að eignast hross við þetta tækifæri í Ólvesi, verða að vara sig, að bjóða ekki ofmikið í þau, þvi að rettr eigandi getr tekið þau af þeim dn als endrgjalds. „Tiro juris“. Vér, er kosnir höfum verið í nefnd á bók- mentafélagsfundi til þess, að búa til prent- unar nýja útgáfa af kvæðum Bjarna amt- manns Thorarensens, leyfum oss að skora á hvern þann, er skyldi kunna eða hafa undir höndum kvæði eða lausavísur eftir hann eða honum eignaðar, enn fremr sendibréf eða smáritgjörðir og alt þess konar, að gjöra svo vel að senda oss slíkt alt í frumriti, eða afriti svo ná- kvæmu sem unt er. Einnig biðjum vór alla, sem kunna eða vita eitthvað, er skýrir kvæðin, svo sem aldr þeirra, eða atvik að þeim, að láta oss fá að vita það; enn fremur að skýra oss frá æviatriðum eða frásögum (skrýtlum) um hann, að svo miklu leyti sem unt er. Alt þess konar yrði að vera komið í hendr nefndinni fyrir árslok, og mætti senda það einhverjum af oss undirskrifuðum og má skrifa oss alla á Kegensen, Kobenhavn. Kaupmannahöfn, 26. d. maím., 1883. Virðingarfylst. Bogi Th. Melsteð. Einar Hjörleifsson. Finnr Jónsson. Hannes Hafsteinn. Jón porkelsson. Til sölu. Stórt s exmannaf ar, vel vandað í alla staði, fæst til kaups.'—'Ritstjóri þjóðólfs vísar á seljanda. Tapazt hefir inn 18. maí síðastl., á leið- inni frá Eyrarbakka austr að Vallarlæk strigapoki með rekkvoð merktri: K. J. og sjoli dökkleitu. Finnandi er beðinn að gjöra mér aðvart um. Skúfslæk í Elóa, 10. júní 1883. Gestr Gamalíelsson Eg undirskrifaðr lýsi nýuppteknu fjár- marki mínu, sem er sýlt hægra, stýft vinstra. Eyleifsdal í Kjós. Sigfús Bergmann Halldórsson. Rygmarvstæring, Gigt, Smerter i Lemmerne, Epilepsi etc helbredes hurtig og sikkert af den verdens- beromte Læge Dr. John K. Sunnett, Hull, England. Dr. Sunnett helbreder unatur- lige Vaner med alle deres forfærdelige Eol- ger gjennem ufeilbare Midler, ubekjendte af alle andre Læger. Den eneste Læge, som fuldstændig helbreder Kygmarvstæ- ring, Impotens, Pollutioner. T u s i n d e r af Attester haves. Skriv til Dr. JOHN K. SUNNETT, Hull, England. NB. Danske Sproget skrives. Ritstjóri: ión Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.