Þjóðólfur - 30.06.1883, Síða 1

Þjóðólfur - 30.06.1883, Síða 1
r FJÚDÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, Laugardaginn 30. júní 1883. M 26. Uflp- Kaupendr hér í bœnum, sem eigi hafa borgað þ. á. þjóðólf, vera krafðir borgunar nú um leið og þetta blað er út borið, og þeir, sem nú borga eigi, verða krafðir aftr um leið og næsta blað verðr borið út, og eru peir beðnir að sjá svo um, að borgunin verði þá til reiðu, því að ella yerða þeir krafðir uj)p á sjálfra sín kostnað nema þeir semji öðruvísi um. — Kaupendr hér í nærsveitunum áminn- ast um, að þeir eiga að borga „þjóðólf11 eigi síðar en i 1. viku júlí-mánaðar. — Kaupendr lengra að út um land á- minnast um, að þeir eiga að hafa borg- að „þjóðólf“ fyrir ágústlok. Afgreiðslumaðr „þjóðólfs“ er Sighvatr Bjarnason, landshöfðingjaritari, og er hann að hitta i húsi sínu á Hlíðarhúsa- stig hvern dag kl. 3 — 4 e. m. og eftir kl. 7 e. m. — Hann tekur við andvirði Þjóðólfs og sendir hann út. IJm endrreisn ins forna Austiirðingaíjórðiuigs. (Eltir Jón prófast Jónsson í Bjarnanesi). (Niðrlag). Þegar alt þetta er tekið til greina, vtrðist mér það ekkert áhorfsmál fyrir oss A.ustr-Skaftfellinga, að vér eigum að gjöra það, sem í voru valdi stendr, til að stj'ðja það áhugamál Múlasýslubúa, að inn forni Austfirðingafjórðungr verði sem fyrst endrreistr til sjálfsfor- ræðis, eða að inir sundrskildu hlutar hans sameinist aftr í eina heild undir sérstöku fjórðungsráði. Bezt kynni eg líka við það, ef Vestr-Skaftfellingar vildu vera oss samtaka i þessu, og eg get varla annað ætlað, en að þeim væri öllu hentugra að standa í sambandi við A.ustfirðinga heldr en Sunnlendinga, Því að bæði hefir hérað þeirra ávalt Verið talið til Austfirðingafjórðungs, °g svo rekr líka meiri hluti þeirra verzlun austr á bóginn, og eru því hags- munir þeirra að mörgu leyti inir sömu °g vorir. Það er reyndar vitaskuld, að að með því að Skaftafellssýslurnar eru svo viðlendar og bygðin svo strjál og sarngöngur erfiðar, þá verðum vér æf- inlega að tiltölu atkvæðaminni um al- menn mál en flestir aðrir landsbúar, en þó munum vér geta betr komið málum fram á Qórðungsþingi Austfirðinga, heldr en í amtsráði Suðramtsins, og ef vér getum það, þá sýnist mér, að vér megum vel við una, þótt Múlasýslubúar kynni ag v|jja hafa þar mest metorð, (eins og forfeðr þeirra [þrændir] báru forðum í Frostaþingslögum ægishjálm yfir Háleygjum og Mærum), og vér hljótumaðsegja líkt og Bjarkeyingrinn sagði fyrir Stiklastaða-orustu: „Hafa frændir hér mannmúg mestan, kann ek stórlæti þerra, at þeir muno eigi mér vilja hlýða eða öðrum háleyskum manni“. — í 35. árg. „þ>jóðólfs“ nr. 19 stóð grein frá yfirumsjónarmanni söngkensl- unnar í skólum Danaveldis V. Sanne. Fyrir framan hefir ritstjórnin sett dá- lítinn formála. Allir vita, hvað ritstjóri sá er fimr og leikinn í því að skjóta formálum framan við, eftirmálum aftan við og athugasemdum neðan við grein í blaðinu; eg skal nú engan efa vekja á því, að ritstjórinn sé venjulega bæði heppinn og skarpskygn í slíkum auka- greinum, en með því að mér skilst, að beinzt sé að mér í þessum formála, skal ég reyna til, að færa rök að því, að í þetta sinn hefir hann hvorki verið heppinn né skarpskygn. Ég er eigi orðsjúkr maðr og skal því sem fæstum orðum fara um það, að hann kallar grein mína „býsna ósvífna, fulla af vífi- lengjum og hártogunum“, án þess að sanna þennan þunga dóm með einu orði eða sýna eitt orð úr grein minni. Ég tel víst, að ritstjórinn og alþingis- maðrinn muni fróðari um það, hvað frjálslegt og frjálslynt er, en aldrei hefi ég neitt blað sjeð, sem talið er fylgja flokki frelsis- og framfaramanna, sem hafa slík orð um grein, sem það ekki birtir, til þess að sanna slíkan dóm. Grein sú, sem ég sendi „J>jóðólfi“, var um „söngreglur“ J. H., svo að þótt Jónas safnaði vottorðum frá öllum söng- meisturum í heimi um sínar „forskel- lige Samlinger til Brug for Sangfor- eninger og Skoler“, þá stoðuðu þau sön•greglurna.r ekki neitt, því að „hen- tede fra de bedste Samlinger“, getr einungis átt við sön<gheftin, en ekki söng- reglurnar. Auk þess er ekki sagt einu sinni, að hefti Jónasar séu gallalaus, eða að það hafi verið rangt að finna að þeim ; það hafði ég gert og Sanne vissi það, þvíað hann sagði mér sjálfr að Jónas hefði beðið sig um þetta vott- orð einmitt í því skyni að gera aðfinn- ingarnar að engu. J>að sér hver heil- vita maðr, að þegar Sanne vissi, að beð- ið var um vottorðið til að gera aðfinn- ingarnar að engu, þá hefði hann, ef hann hefði séð sér fært, sagt að ekkert vœn hægt að þeim að finna, eða þá að minsta kosti sagt, að óþarfi væri að finna að þeim. En það er alveg eins og hann forðist alt slikt eins og heit- an eldinn. Hann talar svo í almenn- um orðum, að það er eins og hann hafi vegið hvert orð. Herra Jónas tekr ekkert eftir þögninni um aðfinningarn- ar, sér ekki heldr að svo almenn orð stoða hann ekkert við sérstaklegar að- finningar. Hann hleypr með vitnis- burðinn í þjóðblaðið. Herra Jónas, hann er ekki fyrsti maðrinn, sem hefirbeðið sér meiri menn um vottorð og vitnis- burði og svo orðið utan við sig af gleði þegar hann hefir kríað út vottorð, sem allir sjá, nema hann, að ekkert er að græða á. Allar mínar aðfinningar standa enn óhaggaðar, eins og hver heilvita maðr getr séð. Villurnar 68 að tölu— í heftunum og fyrri söngreglum Jónas- ar—hefi ég sýnt og sannað, og nú tel ég að þær séu fullsannaðar, þar sem Jónas 1, aldrei hefir reynt til að hrekja rök mín, og 2, er nú svo f vandræð- um staddr, að hann fer í annað land til að smala vottorðum, og getr ekkert fengið, sem stoðar hann. Viðvíkjandi aðfinningum mínum við söngkenslubókina „fyrir börn og byrj- endr“, þá skal ég geta þess, að ritstjóri „Norðanfara“ hefir lofað mér að taka svar mitt gegn því, sem Jónas svaraði þeim aðfinningum í Skuld V. 169. Að endingu vil ég sterklega ráða Jónasi frá, að leita aftr til Sannes með að fá vitnisburð. Ég er hálf hræddr um, að Sanne kynni að þreytast á því, og seinni vitnisburðrinn yrði, ef til vill, ekki lagaðr til þess að birtast í þjóð- blaðinu, sem eindregin meðmæli frá „yfirumsjónarmanni söngkenslunnar í skólum Danaveldis“. Björn Kristjánsson frá Akreyri. * * * — Herra B. K. hafði látið í veðri vaka, að frágangrinn á söngheftum hr. J. H. lýsti vankunnáttu; hr. V. Sanne vottar, að þær sé samdar með „smekk- vísi og kunnáttu“. Samt þykir hr. B. K. vottorð hans ekki að neinu nýtt( !). En hafi aðfinningar B. K. við söng- heftin verið hártoganir einar og heimsk- ur, þá getr hver einn ráðið í, hvers virði aðfinningarnar um söngreglurnar sé.— J>að er dálítið hæpin ályktun hjá hr. B. K., að það sé óhætt að taka það, að greinum hans er ekki svarað, sem merki þess, að þær verði ekki hraktar. Menn láta oft fleiru ósvarað, en þvf, sem órækt er; sumt þykir ekki svaravert, og svo mun vera um greinar hr. B. K. Ritstj. „þjóðólfs“. t Ástriör Hannesdóttir. þann 26. febr. þessa árs andaðist að Vil- mundarstöðum í Reykholtsdal sóma og dánu- konan Astríðr Hannesdóttir. Kona þessi var fædd á næsta bæ Steindórsstöðum, og átti góða og heiðarlega foreldra í bændaröð;

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.