Þjóðólfur - 30.06.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.06.1883, Blaðsíða 2
hún fæddist 15. maí 1807, og ólst upp hjá foreldrum sínum þangað til hún giftist 23. júlí 1838 inum þjóðfræga dánu- og dugn- aðarmanni Magn. Jónssyni. Hún ól hon- um 9 höm, 7 syni og þrjár dætur, 4 eru látin, 5 synir lifa og hafa náð því láni að líkjast sem mest má verða foreldrum sín- um; þessir 5 synir hafa nú þegar sýnt og sannað, hverra manna þeir eru. Hverdags- lega var hún fátöluð en þó orðhög og orð- heppin. Hún var einhver in mesta iðju- kona og afkastaði miklu, því ástundun hennar var dæmafá, og var í þessu sem öðru samtaka manni sínum. En hún var ekki tóm Marta, heldr líka sannarleg María, því hún rækti af mestu alúð helgar tíðir og har jafnan í guðshúsi á sér þann helgiblæ, sem því miðr var almennari f y r enn nú. Hún hugsaði mikið, #enn ei var á munni margt«. Hennar fáu orð voru nógu mörg, því þau voru jafnan töluð þegar bar að tala. Hún var undan tímanum í öllu góðu, en eftir honum í því vonda, hún útvaldi ið góða en hafnaði því vonda. En á þessu sem öðru ágæti hennar bar lítið, því hún leitaðist ekki við að sýnast, hún matti meir að vera. Tilfinningar hennar voru miklar, en það vissu fáir, því varla sá nokkur maðr gleði hennar eða sorg, og þó var hvorttveggja afl- mikið, en hennar innri maðr var styrkr, og jafnaði alt sem að höndum bar, þvi hún hafði náð aldrshæð kr. fyllingar. Hennar innri maðr var svo styrkr, svo þrekmikill, að hún með honurn sigraði sérhverja lífsins þraut, þvf einnig hún hefir hlotið að reyna vand- kvæði lífsins. Hennar innri maðr var svo styrkr, að inn ytri maðr laut honum og hlýddi. Yart mun nokkur hafa heyrt hana æðrast, kveina eða kvarta, því guð var henn- ar vígi og maðrinn hennar eini vinr, stoð og stytta, hún átti í orðsins rétta skilningi ekki aðra vini og þurfti þess ekki, því á henni rœttust í fylsta mæli orð Davíðs í 92. sálmi 13.—14. v. Hún fölnaði í raun réttri ekki, hún grœnkaði til dauðadags, já 1 ellinni bar hún ávöxt og hafði vökva og grœnkaði, því hennar innri maðr þroskaðist þó hennar ytri maðr hrörnaði. Hún var trúföst og trygg, hugul, góðsöm og gjöful við þá, sem bágt áttu. Éghefi ritað þessar línur í þakklætisskyni við þá framliðnu og maka hennar og syni, og líka til þess að aðrir sjái, að mannkostir eru enn til vor á meðal. þ>essir hafa lokið embættisprófi í Höfn í þ. m.: í lögrœði : Jóhannes Olafsson (l.), Jón Finsen (l.), Björn Stefánsson Bjarna- sonar (h.) og Páll Briem (h.). í klassiskri malfræði GeirZoega (h.). Hraðboði kom að vestan í fyrradag með þá fregn, að „Camoens“ hefði strandað. Skipið var komið inn á Húna- flóa, en komst eigi inn á Hrútafjörð fyrir ís og sneri svo við, en brotnaði í ísnum og varð svo lekt, að skipverjar treystust eigi að halda þvi á floti, og sigldu því upp 22. þ.m. í Trékyllisvík; komust þar allir mennirnir á land með heilu og höldnu. Ovíst þykir, hvort gjört verði að skipinu. Mr. Coghill hefir þegar (með frakkn. herskipinu) skrifað til Englands eftir öðru skipi. 78 Að norðan hefir frézt áreiðanlega, að Húnaflói er fullr af ís. — „Laura“ komin aftr að vestan. þingmenn ísfirðinga voru lagðir á stað landveg. — Jnngmenn eru nú sem óðast að koma, og verða líklega allir komnir í kvöld, sem væntanlegir eru og lengra eiga að. S1 y s f a r ir. Inn 13. maí siðastl. fanst eftir nokkra leit hrapaðr til dauðs neðan undir svo nefndum Ofanleytishamri 13 ára gam- all drengr, Gísli Bjarnason frá Svað- koti á Vestmannaeyjum. Enginn vissi að hann hefði átt erindi þangað, sem hann fanst hrapaðr. Inn 16. júní þar á eftir fanst fiski- ferja, er Bjarni bóndi Olafsson á Svað- koti, faðir áðrnefnds drengs hafði róið þann dag við 5. mann, i bliðuveðri, marandi í kafi, spölkorn fyrir vestan svo nefndan Stórhöfða. Voru allir þeir, er á ferjunni voru, horfnir, nema Olafr sonr Bjarna, er var örendr í ferjunni, áralausri og seglalausri, en með tveim færum úti. Hvernig þetta hafi atvik- azt, geta menn ekki gjört sér ljósa hugmynd um, þó flestra ætlun sé sú, að stórfiskr hafi ferjunni að grandi orð- ið. Við þetta tækifæri urðu 2 ekkjur, sem sé kona áðrnefnds Bjarna, er þar misti einnig þann eina son, er eftir var, en sjálf stendr uppi með 3 dætrum og er að eins ein þeirra komin yfir ferm- ingaraldr. Hin ekkjan er Guðríður Jónsdóttir yfir sjötugt, er misti mann sinn, Tila Oddsson frá Norðrgarði, svo og nýfermdan léttadreng. Inn 5. af þeim, er drukknuðu, var Jón Árnason, vinnumaðr í Draumbæ. Auglýsingar. Auglýsing frá Reykjavíkr apóteki. Hér með leyfi ég mér að að auglýsa, að þeir, sem óska að hafa fastan reikning á apótekinu, verða í sjálfra sín hag að gæta þess framvegis, að reikningar þeir, sem ég gef út hvert missiri, verði borgaðir í tæka tíð; því að upphæð reikninga þeirra, sem eigi verða borgaðir hér um bil mánuði eftir að þeir eru meðteknir, verðr færð upp um 5 af hundraði, og sá, sem í hlut á, fær þá eigi framvegis vörur nema móti borgun út í hönd. Framvegis verðr eigi úti látið í reikning minna en 25au. virði af neinni vöru; en fyr- ir þá upphæð verðr þá úti látið 3 sinnum 10 aura virði af vörunni. Sama afslátt fá og þeir, er borga út í hönd. þeir, sem hafa fengið leyfi til að láta inn- skrifa við verzlanir kaupmanna skuld sína til mín, verða sjálfir að annast um að þetta verði gjört svo fljótt, sem unnt er, eftir að þeir fá reikninginn frá mér. Sveitamenn, sem ég ekkert þekki, geta því að eins feng- ið í reikning hjá mér, að þeir fái ábyrgð ein- hvers kaupmanns hér eða annars áreiðan- legs manns, sem ég þekki. I ágústmánuði verðr þeim, sem eiga mér óborgaðar eldri skuldir, stefnt til að greiða þær. Verðugir fátæklingar, sem ekki þiggja I sveitarstyrk, hvort heldr hér úr bæ eðaíúr sveitum, geta framvegis innan vissra tak- marka fengið nokkuð af meðulum ókeypis hjá mér; en að eins eftir resepti frá einum af inum 3 hér verandi læknum. Reykjavíkr apótek, 31. jan. 1883. N. S. Kriiger. þegar ég, á síðastliðnum vetri, varð fyrir því sárlega sorgartjóni, eða tilfelli, að missa, að sýnilegri návist, minn elskulega ekta- mann, Halldór Torfason, sem druknaði 1. marz þ. á., var ég aðstoðarlaus öreigi, með 3 ungum börnum, og vissi mér enga bjarg- ar von fyrir mig og mína. þá tóku sig saman heiðursstúlkur, 20 að tölu, hér í kaupstaðn- um, og tóku 1 barnið, og það til allrar um- önnunar, ef það lifði, til 14 ára aldurs. Svo tóku annað barnið, ung heiðurshjón, hér á staðnum, án þess að þau til tæki, hversu lengi þau ætla að ala önn fyrir því. þriðja barnið mitt tóku af mér 10 iðnaðarmenn, sem líka búa hér í kaupstaðnum, og til tóku engan vissan tima. þar að auki voru marg- ir aðrir, (guð þekkir tölu þeirra), sem réttu ínér, bágstaddri hjálparhönd á minni sorg- ar-og neiðarstundu. þetta kærleiksverk, eins mikið og það er, mun verða þeim, er það hafa unnið, til verðugrar minningar, og um leið og ég læt þeim öllum hér með í Ijósi mitt innilegt hjartans þakklæti, þakka ég sérílagi höfund- inum allra góðra hluta, fyrir það, að hann hefir endurnýað í mínum innramanni sann- færingu um, að enn þá láta sannir mannvin- ir til sín heyra og leita enn að sínum nauð- stöddu bræðrum og systrum, óg — guði sé lof! — Enn sannast sannmælið gamla : þegar neyðin er hæst, er hjálpin nærst. Isafirði, 1. júnímán. 1883. Guðmundína Sigurðardóttir. Hreppsnefndinni í Seltjarnarneshreppi er ánægja að skýra opinberlega frá inum góða árangri, sem varð af Tombólu þeirri, sem haldin var að Mýrarhúsum í inu nýja barna- skólahúsi hreppsins, 29. desember 1882 Ágóðinn fyrir barnaskólasjóðinn varð sam- tals 710 kr. 69 aur.—Vér finnum oss bæði skylt og ljúft, að þakka innilega barnaskól- ans vegna, öllum þeim, sem styrktu fyrir- tæki þetta, með gjöfum og á annan hátt, bæði hreppsbóum og öðrum ; og sérstaklega viljum vér votta innilega þökk inum mörgu Reykjavikurbúum, sem eigi aðeins sendu oss miklar gjafir, heldr áttu inn helztaþátt í árangri Tombólunnar, með því að sækja hana svo fjölmennt sem þeir gjörðu. Seltjarnarneshreppi, 28. maí 1883. Hreppsnefndin. Sýning iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík er ákveðið að byrji 2. ágústmán. n. k., á þjóðhátíðardegi lslendinga. Rvík, 25. júní 1883. Fors töðunefndin. TAPAÐ. þorskanetatrossa, með 2 dublum, og kúlum og flotholti; annað dublið var brennimerkt G. P, en á hitt var skorið S. B. Einnig var flotholtið merkt S. B. Guðmundur Petursson frá Káranesi. Ritstjóri: ión Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.