Þjóðólfur - 07.07.1883, Blaðsíða 3
81
virðan embættismann og dr. Jón J>or-
kelsson er. Ég fæ ekki betr séð en
hann verði þar fyrir dómstóli Suðra
sekr skógarmaðr, það er að skilja út-
lægr með öllu frá kenslu við skólann
og stjórn hans, eða réttrækr frá em-
bætti. Og fyrir öllu þessu þykist ritstj.
færa svo glöggvar ástæðr, að allir geti
séð, að rektor eigi þetta skilið. Hvern-
ig lízt yðr á þessa sþánýju uppgötv-
an, íslendingar ! þar sem þér sjáið þeim
manni ráðið til að segja sig frá embætti
sínu, sem „óhæfum“, er hingaðtil hefir
fjær og nær einróma verið hafðr í
tölu inna beztu og skylduræknustu
embættismanna lands vors; og þann
mann dæmdan frá því, að fræða æsku-
lýð yðar, sem innanlands og utan er
viðrkenndr sómi lands og þjóðar sakir
lærdóms og mentunar ; og þar sem yðr
er gefið í skyn, að sá maðr sitji í em-
bætti sínu viljandi og vitandi skólanum
til smánar og eyðileggingar, sem fram
ú elliár hefir varið lífi sínu og kröftum
þjóð vorri til gagns og sóma. Ef yðr
sýnist sem mér, þá er hér hvorki um
meira né minna að ræða en þetta, og
er von þótt yðr komi tll hugar, að
margr ómerkr og óþektr maðr hafi
minna í ráðizt, til þess að slá sér upp
í augum þjóðar sinnar og til þess að
spila sér í hag og góðvinum sínum.
En hér er sú bót í máli, að dómar
Suðra eru engir fimtardómar og að
fleiri en ritstjóri þessi, hafa leyfi til að
tala með og eru jafnkunnir málavöxt-
um sem hann.
Ið fyrsta, sem verðr fyrir ritstjóran-
um er það, að við skóla uppsögnina
nú sé piltar fluttir úr einum bekk í
annan við „góðan orðstír“, „og fáir
settir eptir“. Er það ekki grátlegt?
»°g það þótt miklu fleiri séu í skóla
uú en fyrir io—15 árum“. Mikill dæma-
laus slóðaskapr og embættis vanræksla
er það af skólastjóranum, að hafa ekki
sett eptir nokkur stykki í hverjum
bekk ritstj. Suðra til ánægju, því þótt
þeir næðu allir fullu tröpputali, og
meira en reglugjörðin heimtar, þá átti
rektor vist engu að siðr að setja þá
eftir fyrir það, að minnsta kosti gátu
bennarar og prófdómendr farið illa með
Þ^> °g eins gefið þeim verri einkunnir
en þeir 4ttu skilið. Ekki satt? Má ske
1 a rehtor hefði átt að prófa sjálfr
a staðar 1 öllum námsgreinum, til þess
a geta séð Um, að dálítið yrði eftir í
hverjum bekk? pað lítr svo út sem rit-
stj. hafi ætlazt til als þessa, öðru vísi
verðr þessi viska hans ekki skilin.
þá kemr ritstj. til skólahússins:
„Viðirnir grautfúnir, nýjir ofnar riðug-
ir> g'iþsloftin hröpuð, skrípamyndir á
veggjunum, og sóðaskaprinn fram úr
öllu hófi“. Éetta margt er nú því miðr
ult of satt, en mér skilst svo á anda
Sreinarinnar, sem ritstj. vilji kenna alt
Þetta hirðuleysi rektors, og ætti hann
Þö að vita, að það er ekki rektor heldr
yfúkermarinn, sem á að sjá um húsið, og
úsamt með dyraverðinum um þrifnað í
Því. Má ske að rektor eigi að sjá um
að skólahúsið ekki fúni, gipsloftin ekki
hrapi, þurka skrípamyndir af veggjum
og bera burt allan sóðaskapinn? Rit-
stj. svarar víst því, að rektor eigi að
finna að þessu; gott og vel! getr hann
þá sannað að rektor hafi ekki gert
það, þótt hann hafi ekki skýrt ritstj.
Suðra frá því? Sé svo að hann geti
það ekki, þá fæ ég ekki séð að ann-
að skorti á embættisfærslu rektors en
það, að hann hefir ekki gefið yfirkenn-
aranum og dyraverðinum consilium
abeundi fyrir fúann, gipsloftin og „all-
an sóðaskapinn“.
J>á kemr nú mergrinn málsins, sem
er bæjarráp skólasveina í kenslustund-
unum og milli þeirra, heimavera og
veikindi. J>ví neitar enginn, aðslíkt sé
í hverjum skóla mjög skaðlegt og lýsi
skorti á aga; en að kenna rektor það
einum er jafn barnalegt, eins og það er
hlutdrægt og illgjarnt. Ég vil spyrja
ritstjórann: Getr rektor gætt þess,
þegar hann er sjálfr að hlýða yfir í
einum bekknum, að enginn piltr gangi
út úr neinum hinna? Til þess hlyti
hann að vera á mörgum stöðum í
senn. Sama er að segja um 5 mínútna
burthlaupin, sem ég hlýt að selja
hæfulaus ósannindi; við þeim eiga um-
sjónarmenn bekkjanna að sjá, og auk
þessa er dögum öllum hlutað niður á
kennarana til-umsjónar, meðan á kenslu
tímum steridr. Getr rektor eða kenn-
arar neitað þeim piltum að fara úr
kenslustund, er sjúkir segjast vera ?
Geta þeir ábyrgzt að allir séu sjúkir,
er segjast vera það ? Getr rektor með-
an hann er heima, smalað piltum sam-
an um allan bæ úr herbergjum sinum,
og rekið þá á fætr á eigin ábyrgð, er
sjúkir segjast vera, eða leitt lækni til
þeirra allra, eða gætt þess í öllum bekkj-
um, að sjúkleikavottorð komi frá öllum,
og séð um að þau séu öll sönn? þessi
skylda hefir til þessa dags hvílt á um-
sjónarmönnum, að svo miklu leyti sem
henni verðr fullnægt. Að heimta slikt
af rektor einum, dettr víst engum í
hug, nema ritstjóra þessum. Hér er
því sem optar, að hver maðr verðr að
eiga nokkuð undir drengskap undir-
manna sinna, og vilji ritstj. kenna rekt-
or þetta, af því að „ábyrgðin hvílir á
honum einum“, þá er það víst hirðu-
leysi rektors, að hafa ekki rekið um-
sjónarmenn frá umsjón, og þá náttúr-
lega líka frá kennaraembætti, því þau
störf eru nú sameinuð. Sama ættu víst
kennararnir að fá, fyrir það að hleypa
sjúkum piltum út úr kenslustundum sín-
um. Getr verið að brautganga úr tím-
um sé nú meiri en áðr, og er það ekki
óeðlilegt, þar sem piltar eru nú meir
enn helmingi fleiri enn þeir hafa oft
áðr verið, enda er mér vel kunnugt að
rektor, umsjónarmenn og kennarar hafa
gert margt til að sporna við því, og
þótt það hafi erin ekki tékizt sem þeir
vildu, þá leyfi ég mér að neita
því, að það sé af hirðuleysi þeirra
eða klaufaskap, eins og ritstjórinn gefr
í skyn.
J>á kemr hann til kennaranna, og
þótt hann segi, að þeir svíkist um að
kenna, gefi piltum leyfi frá yfirheyrslu
ástæðulítið, komi ekki í tíma o. s. frv.,
þá þekkjum „vér, sem í skóla höfum
gengið“, hve satt þetta er, og um það
get eg fullvissað alla, að þessi áburðr
hefir við þau ein rök að styðjast, er
viðkomandi kennurum , hverjir sem
þetta ætti að vera, verðr létt að hrekja;
og það skal ritstj. vita, að sérhver
kennaranna er svo samvizkusamr, og
lætr sér svo ant um framfarir læri-
sveina sinria, að tannaför hans munu
aldrei til eilífðar verða þeim að lýti,
verði þau ekki gefin meir að verðleik-
um en hér er gert.
Nú koma sannanirnar fyrir ódugn-
aðinum. „í 2. bekk voru gefin upp 5
blöð í grísku til vorprófs auk orð-
myndafræðinnar“; þar heimtar núreglu-
gjörðin orðmyndafr. og ekkert annað,
og auk þessa eru þessar 10 síður jafn-
mikið og 30 síður í þeirri bók, sem áðr
hefir lesin verið þar. J>að sem sagt er
um grískuna í 5. bekk, er svo illgirn-
islegt að engu tali tekr. J>ar er sagt
frá blaðatali, án þess að geta um, hvort
það sé stórar eðr smáar síður; ekkert
nefnt, hvað menn urðu að lesa af því
sem eftir stóð frá fyrra ári, sem veik-
indin styttu og spiltu, ekki nefnt hvern
tíma bókmentasagan tekr upp, og
ekkert nefnt hvað hraðlesið hefir verið.
J>að eru mjög fagrar aðfarir þetta, til
þess að slá skugga á heiðvirða kenn-
ara ogrýra virðingu skólans1. íi.bekk
er svo að sjá, sem ritstj. sé um að
gera, að farið sé yfir sem mest, án
þess að taka tillit til, hvernig það sé
af hendi leyst, þar sem þó allir, er vit
hafa á, segja um kenslu í þeim bekk
einmitt ið gagnstæða. J>að er máske
réttari aðferð, sem vér höfum þekt
sumstaðar í skólanum, að setja mönn-
um fyrir undir tíma 4—6 siður en hlýða
svo yfir eina. Um burtfararpróf ílanda-
fræði talar ritstj. margt og mikið, án
þess þó að hafa þekkingu eða sannleiks-
ást til þess að skýra frá því, að lærisv.
i 4. bekk var að eins leyft að lesa upp
á þessa bók, og það þó með þeim fyr-
irvara, að í öllum inum merkari atrið-
um yrði fylgt þeirri bók, er þeir hafa
lesið áðr. J>etta var einungis veitt að
þessu sinni, sakir tíma þess er mistist
frá kenslunni í haust, og svo sakir
1) pað er laglegt að sjá aðrar eins frásögur og
ritstj. Suðra gefr lesendum sínum um grískuna í
5. b. þegar þess er gætt, að það. sem gefið var upp
til vorprófs þar, voru 30 kap. i Fedon, sem sam-
svarar fullkomlega Apólógiunni allri i stereotyp-
útgáfum af Plató, auk þess 1 bók í Hómers Ilias
og Tregders bókmentasaga. par að auki var geng-
ið upp til miðsvetrarprófs i þeim bekk með 20 kap.
í 7. bók Heródóts, 6. bók í Ilías vandlesna og 5,
bók hraðlesna. Nú er enn fremr miklu þyngri
gríslca á Fedoni en á Apólogíunni og þvi seinlesn-
ari. Liti maðr nú á eldri skólaskýrslur t. d. frá tið
Bjarna Jóhnsens, þá sjáum vér, að i tilsvarandi
bekk hafa oft ekki verið lesnar nema Apólogian
ein og tvær bækr af Hómer ásamt bókmentasögu
Tregders; stundatala hefir verið sú sama, 5 á viku,
og þó er þess enn ógetið, að agenda byrjuðu ekki
fyr en hálfum mánuði síðar en vant er, fyrir utan
kómedíutafirnar, og helgidaga fri meiri en vana-
lega, þar sem hvítasunnan var í skólastarftíma.
petta var ritstj. innan handar að vita, hefði hann
haft nokkura löngun til þess að segja satt.