Þjóðólfur - 07.07.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.07.1883, Blaðsíða 2
80 V. Sömuleiðis fyrir árin 1880—81. VI. Sömul. fyrir árin 1882—83. VII. Frv. til 1. um fiskiveiða-hlutafélag' í landhelgi við ísland („Er hluta- félögum heimilt, að reka fiski- veiðar, . . . þótt eigi sé allir fé- lagsmenn danskir þegnar, ef að minsta kosti helmingr félagsfjár- ins er eign slíkra félagsmanna, og stjórn félagsins hefir aðsetr sitt á íslandi eða í Danmörku). VIII. Frv. til 1. um breyting á o. br. 27. maí 1857 um, að ráða útlenda menn á dönsk skip, sem gerð eru út frá íslandi. IX. Frv. til 1. um, að aðflutningsgjald af skipum, er frá útlöndum flytj- ast til íslands, sé úr lögum numið. X. Frv. til 1. um breyting á tilskip- un 25. júní 1869 um skrásetning skipa. XI. Frv. til landbúnaðarlaga. XII. Frv. til 1. um breyting á tilsk. um prestaköll 15. des. 1865 (Flokka- skifting prestakalla úr lögum numin. Konungr veitir brauð metin yfir 1800 kr.). XIII. Frv. til 1. um breyting á 1. gr. laga 27. febr. 1880, um skipun prestakalla. XIV. Frv. til 1. um eftirlaun prestekkna. XV. Frv. til 1. um bæjarstjórn á Akreyri. XVI. Frv. til 1. um sölu nokkurra (17) þjóðjarða. XVII. Frv. til 1. um að breyta hegn- ingarákvörðunum skottulækn- ingatilskip. 5. sept. 1794. (í stað eldri hegninga, skal beitt alt að 100 kr. sekt, eða alt að 4 mán- aða einföldu fangelsi. XVIII. Framlögð til staðfestingar al- þingis bráðabyrgðalögin 16. febr. 1882. Af þessum frv. var nr. I—X lagt fyrir neðri deild; hin fyrir efri deild. 4. þ. m. var kosin fjárlaganefnd í neðri deild, og þessir kosnir: þorlákr í Hvammkoti með 17 atkv., Tryggvi riddari með 17, þorsteinn Thorsteins- son með 16, Lárus Bíöndal með 15, síra Eiríkr Briem með 14, Egillalmenn- ingsskrifari með 12 og Halldór K. með 11.— Síra þórarinn Böðvarsson fékk og 11 atkv., enn Halldór K. var látinn kasta hlutkesti milli sín og hans, og fékk upp sinn hlut. Auk þeirra fengu flest atkv. Arnl. Ölafsson 8, Benidikt Sveinsson og Jón Ólafsson 7 hvor og Magnús Andrésson 6. Allir þeir 5, er flest atkvæði fengu næst eftir þeim kosnu, höfðu setið í fjárl.nefndinni á síð- asta alþingi, en fyrir vitrlega tilstilli hr. Tr. riddara og Gunnl. Briems, og ástúðleg samtök þeirra við þingskör- ungana þorlák í Hvammkoti og Hall- dór K. og fleiri merkismenn, var því nú fram komið, að breyta til betra, svo að ekki yrði nú sagt um þingið, að persónuleg óvild eða flokkadrættir réði kosningum, heldr skyldi nú öllum lýð- um Ijóst, að nú væri að eins kosið eftir mannviti og þekkingu, enda bendir at- kvæðafjöldi hinna kosnu á það, að fjár- laganefnd neðri deildar mun sannarlega fremr mega kaliast að bera saltvíkr- týruna í krúnunni heldr enn ljósið í róf- unni. þorláki var afhent frv. sem aldrs- formanni í nefndinni. J>á er þetta er skrifað, eru enn ókosnir embættismenn nefndarinnar, en talið víst, að Egill, sem stjórnsamr reglumaðr, muni verða formaðr, J>orlákr, sem inn pennafærasti, verði skrifari, en Eiríkr Briem, sem inn málsnjallasti, verði framsögumaðr. Sama dag var kosin nefnd til að í- huga frumvarpið um samþykt á lands- reikningunum 1880—81. í hana voru kosnir: Gunnl. Briem með 17 atkv. Arnl. Ólafssonmeð 14, ogMagn. Andrés- son með 14. J>ar næst hafði Jón Ól. 6 atkv. og Eiríkr Briem 4. — Á fundi efri deildar 5. þ. m. var nefnd kosin í landbúnaðarlagamálið: Árni Thorsteinson með 10, Einar Ás- mundsson og Sighvatr Árnason hvor með 8, Magnús Stephensen með 7, og Jón Pétrsson með 6 atkv. — Á sama fundi var nefnd kosin í skottulæknamálinu: Jón Pétrsson (6 atkv.), Stefán Eiríksson (4) og Magn. Stephensen (4). Samkv. 5. gr. þingskapanna ráða for- setar deildanna starfsmenn þingsins. Komi þeim ekki saman, er hvergi ráð fyrir gjört, hversu úr skuli ráða. Nú kom það fyrir, að þeir tveir sóttu um skrifstofustjóra-stöðu á þinginu: Björn Jónsson, cand. phil., útg. og ritstjóri ísa- foldar og Ldrus assessor Sveinbiörnson. Nú hafði Lárus verið skrifstofustjóri á síð- asta þingi, og skilizt svo við það starf, að engum, er satt vill segja, gat bland- azt hugr um, að ef til var óhæfilegr maðr til starfa þessa, þá var það as- sessorinn. Ef nokkuð var að gjöra á skrifstofunni, þá leið yfir skrifstofustjór- ann, sem er mjög heiísuveikr; skrif- stofan var því oft lokuð, og kölluðu þingmenn hana sín á milli „dánings- kontoret“ eða „yfirliðaskrifstofuna“. Ekki kunni assessorinn atkvæðaskrá að semja, (en skrifstofustjóri d að semja þær allar); hann samdi eina, í hitt ið fyrra fyrir neðri deild, og var hún svo úr garði gjör, að draga varð málið út af dagskrá aftr og fresta þvi, þar eð semja varð nýja atkvæðaskrá. Varð honum eigi framar trúað fyrir slíku verki. Að undanförnu hefir skrifstofu- stjóri lesið prófarkir af því, er um þingtímann hefr prentað verið afþing- tíðindum; en það var Lárusi ofverk, og kostaði það landið vístum 400 kr. eftir því sem frá hefir verið skýrt ó- mótmælt á þíngi. Bókasafninu hélt hann í inni mestu óreglu og virtist yfir höfuð til sára lítils nýtr. Flins veg- ar er Björn Jónsson gamall þingmaðr, starfsamasti og færasti maðr, og vafa- laust allra manna bezt fær um að vera skrifstofustjóri, þeirra er völ var á. Hr. M. Stephensen hafði samt gjört sig að sjálfkjörnum dómara milli for- setanna (fors. neðri d. vildi hafa Björn, en fors. efri. d. Lárus) og gjörði hann, sem ekkert atkvæði átti um málið, Lárús þannig að skrifstofustjóra, oss er óhætt að segja þvert ofan í vilja flestallra þingmanna, og þinginu vafa- laust til lítillar uppbyggingar. Óánægja sú, sem út af þessu reis, mun hafa stutt að því, að Björn Jóns- son var ráðinn ritstjóri þingtíðindanna, og fékk hann framgengt ýmsri breyt- ing til bóta á fyrirkomulagi þeirra og prentun (tíðindi frá hvorri deild verða prentuð sitt í hvoru lagi, efri deildar í ísaf. prentsm., en neðri delldar hjá E. p.), og mun mega þakka honum, að tíðindin væntanlega verða fyr fullbúin í ár, en vandi hefir til verið, geta orð- ið send út jafnótt, og auk þess mun að líkindum sparast um 1000 kr. lands- sjóði í prentkostnað. í „Geograf.sk TidskrifG sem ið kgl. danska landfræði-félag gefr út á ári hverju, er meðal annars svo látandi grein (rituð 1881). „Frá íslandi hefir oss borizt sú gleðifrétt, að alþingi hafi komið fótum undir jarðfræðislega rann- sókn á inu fjarlæga og fátæka eylandi, sem er merkilegt í svo mörgu tilliti. Alþingið hefir sem sé veitt fé til þess- arar rannsóknar, og hún erfalin á hendr inum gáfaða unga manni porvaldi skólakennara Thóroddsen, er lesendr þessa tímarits munu þekkja af ýmsum ritgjörðum í tímaritinu, sem hann er höfundr að. Alþingið lætr hann sjálf- ráðan hvernig hann vill haga ferðum sínum, og rannsóknum, og næsta sumar mun hann að likindum ferðast um Austr- land, þar sem inar merkilegu silf- urbergsnámur eru við Reyðarfjörð. Sérhver sem hugsar nokkuð um nátt- úru íslands, og þeir eru nú orðnir marg- ir bæði í Danmörku og öðrum löndum, má vera alþingi þakklátr fyrir það, að það hefir veitt styrk til slíkrar rannsókn- ar, og það er engum efa bundið, að vér munum að nokkurum árum liðnum fá miklu glöggari hugmynd um alt eðl- isfar íslands, en vér höfum hingaðtil haft. Danir hafa því miðr mikils til oflengi vanræltt að skoða og rannsaka ísland; nú hafa íslendingar sjálfir tek- ið málefnið sér í hönd til sóma og gagns fyrir sjálfa sig og vísindin. Svar til Suðra (Aðs.) í 13. blaði Suðra 30. júní stendr grein, sem ritstj. segir að sé eftir sig; sú grein heitir „Stjórn latínuskólans11. pessi grein er sem einskonar dilkr, sem fylgir greininni miklu um reglu- gjörð skólans, sem nýl. hefir staðið í sama blaði, og sem virðist eiga að vera ljós á vegum ólærðu þingmann- anna, þegar þeir eiga að fara að fjalla um skólamálið og sem annars hefði, ef til vill, ekki hugkvæmst, að ráðfæra sig við ritstjóra þennan. En um þá grein verðr ekki rætt hér á þingi. pað er einung- is greinin 30. júní sem ég vildi fara nokkurum orðum um, af því mér virð- ist þar vera svo mjög hlutdrægt og ó- góðmannlega ráðizt á nafngreindan mann, og það jafn góðan mann og heið-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.