Þjóðólfur - 21.07.1883, Blaðsíða 1
w fi n
í
MÓÐÓLFR
XXXV. árg.
Reykjavík, Laugardaginn 21. júlí 1883.
M 29.
Alþingisfréttir.
iii.
(Eftir ísafold).
•BænaroIIan til ^arZa^a-nefndarinnar er
þannig útlítandi nú sem stendur:
Sýslunefnd Arnessýslu og með henni mesti
sægur af sýslubúum sækir um »nægilegt« fje
úr landssjóði til að brúa fvjórsá og Ölvesá, að
minnsta kosti Olvesá.
ísfirðingar biðja um 10,000 kr. styrk til
gufubáts til flutninga um Isafjarðardjúp.
þingmaður Dalamanna biður um alveg
hið sama handa Breiðfirðingum.
Bergsteinn Jónsson frá Kröggúlfsstöð-
um biður um styrk til að fara til Noregs og
læra þar til hlítar að ala upp lax og silung
í ám og vötnum.
Ari Egilsson í Minnivogum biður um
minnst 1500 kr. til að útvega fyrir hæfileg
net, tunnur, salt og ýmisleg nauðsynleg
áhöld til síldarveiða á Vogavík og þar í
grennd.
Síra Matthías Jochumsson sækir uin
uPPgjöf á afgjaldinu í landssjóð frá Odcla-
prestakalli árin 1882 og 1883.
Síra Árni Böðvarsson uppgjafaprestur
á Eyri við Skutulsfjörð sækir um 200 kr.
styrk á ári 1882 og 1883 í viðbót við eptir-
laun sín.
Eiríkur prófastur Kúld sækir um upp-
gjöf á rentum og afborgun í 5 ár af 3000
kr. láni til Stykkishólmskirkju.
I Forstöðunefnd Flensborgarskóla sækir
um 2400 kr. styrk á ári handa honum, og for-
stöðumaður skólans síðan um 300 kr. styrk
til að útvega nattúrufræðisleg áhöld til
kennslunnar.
Sýslunefnd Arnessýslu sækir um 1600
kr. styrk til alþýðuskóla á Eyrarbakka.
»Óndfirðingar« sækja um 300 kr. styrk á
ári til bókasafns og lestrarfjelags á Flateyri.
Kr. O. f>orgrímsson bóksaíi sækir um
1000 kr. styrk til að gefa út helgidaga-
Prjedikanir Helga byskups Thordersens.
Jónas Helgason söngkennari sækir um
styrk til að gefa út 4-raddaða kóral-bók,
og um 4—500 kr. styrk til utanferðar að
frama sig í mennt sinni.
Björn Kristjánsson söngfræðingur sækir
um 800—1000 kr. styrk á ári til að »auka
framför í kirkjusöng og útbreiða organsleik
hjer á landi«.
Sigurður Vigfússon, forngripasafnsvörður,
sækir um 200 kr. launabót.
Síra Helgi Sigurðsson á Melum falast
eptir að landsjóður kaupi að sj'er fyrir 600
kr. um 200 fornmenjagripi, er hann hefur
safnað.
Eiríkur Magnússon bókavörður og meist-
ari í Cambridge sækir um 5400 kr. síyrk til
&ð ná einkarjettartryggingu í helztu löndurn
Norðurálfunnar, og í Vesturheimi, fyrir ný-
]u bókaskrárfyrirkomulagi.
Benidikt Gröndal sækir um 600 kr. styrk
a an til vísindalegra starfa, svo sem að
dýranxyndasafni því, er hann hefur unnið
að í mörg ár, og til að fullgera mikið rit:
lýsing á eðli og háttum Norðurlanda-þjóða
frá því vjer fyrst höfum sögur af og fram á
13. eða 14. öld.
f>orvaldur kennari Thoroddsen sækir um
styrk til vísindalegra rannsókna á íslandi,
til að vera erlendis til þess að rannsaka
bergtegundir og steina, er hann hefir safn-
að hjer á landi, og um leið til að fullkomn-
ast í ýmsum greinum jarðfræðinnar.
Landlæknirinn sækir um 500 kr. styrk
handa sjer og þrem hjeraðslæknum hverj-
Urn fyrir sig til að ferðast á hinn almenna
læknafund, sem verður haldinn að sumri í
Khöfn.
Hann stingur enn fremur upp á að stofna
3 ný læknishjeruð: á Seyðisfirði, í Dalasýslu
og á Akranesi, en til vara að veitt sje fje til
að koma því á, að praktiserandi læknar
setjist að þar sem þess er þörf, 800 kr.
handa hverju sveitarfjelagi, sem ábyrgist
lækninum annað eins í viðbót í tekjur.
Um háskólastofnunarniálið urðu miklar
umræður við 1. umræðu í neðri deild.
f>etta er ágrip af því sem Benidikt
Sveinsson sagði: Mótstöðumenn ís-
lenzkrar lagakennslu koma fyrst með þá
mótbáru, að Islendmg&r þurfi hennar ekki,
af því að þeir hafi Khafnarháskóla og
næga lagakennslu þar. þetta er eðlileg
viðbára írá Dana sjónarmiði skoðað. f>eir
vilja og hafa lengi viljað ýta burt hinum
fornu íslenzku lögum og koma dönskum að í
þeirra stað, því hverjum þykir sinn fugl
fagur, eins og líka mikið mælir með því frá
þeirra sjónarmiði, að ein lög gangi yfir
oæði löndin, ísland og Danmörk; til að ná
þeim tilgangi er háskólakennslan í Khöfn
auðvitað ágæt. Lagakennsla er raunar ekki
annað en að sýna hið innra lögmál þjóð-
lífsins; lögin eru að eins hinn ytri búningur
þess. En er þá sú lagakennsla holl Islend-
ingum, sem leitast við að flytja danska eða
erlenda rjettarmeðvitund inn 1 landið ?
þingmenn kannast við, að viðureign vor
við náttúruna í smáu sem stóru og á lægstu
stigum krefur þekk-ingu og vísdóm ; þess
vegna eru skólarnir settir, barnaskólar, bún-
aðarskólar, bændaskólar, o. s. frv. En geta
menn látið sjer þá detta í hug að eigi þurfi
á miklu hærra stigi tilsvarandi vísdóms til
þess að setja lög og taka þátt í stjórn
landsins ? fúngmönnum er fullkunnugt, að
rjettarmeðvitundin er næsta óglögg meðal
alþýðu. Lögin eru að kalla má hulinn fjársjóð-
ur, þar sem þau ættu að vera jafn skýr fyrir
hverjum manni eins og náttúrunnar opna
bók, enda voru þau svo í fornöld.
Onnur mótbáran ,gegn íslenzkri laga-
kennslu er þannig : íslendingar mega ekki
fá innlenda lagakennslu, vegna þess að hún
verður þeim skaðleg. f>eir fara þá á mis
við hinn almenna vísindalega straum, sem
þeir njóta góðs af í Khöfn. f>að er satt,
hann snertir Khöfn, en ekki er Khöfn að-
alaðsetur hins sanna, almenna vísindalega
straums; hann nemur þar máske staðar
í svipinn, rjett eins og þegar kría sezt á
stein. íslendingar geta sótt til hans nær
sjer, til Skotlands, Englands, Norvegs. Já,
sleppum þessum almenna vísindalega
straum. En eins og frá hinum íslenzku
þjóðháttum kemur gagnstraumur móti hin-
um dönskuþjóðar- og staðháttum, eins kem-
ur hjer fram vísindalegur gagnötraumur af
norrænum rótum runninn, og má jeg þá
spyrja : er ekki uppspretta þessa straums
miklu fremur á Islandi en í Danmörku ?
f>á kemur þriðja viðbáran, sú, að hjer
vanti menn til að kenna lög. f>etta er og
rjett frá sjónarmiði hinnar dönsku stjórnar.
En af hverju vantar þá ? Af því, að ekki
eröðrum til að dreifa til slíkra hluta en
þeim, er numið hafa lög við Khafnar-há-
skóla, en þar hafa kennararnir játað af-
dráttarlaust og hreinskilnislega, að þeir
geti alls ekki kennt íslenzk lög. En reynsl-
an sýnir og sannar, að það eru ekki vís-
indamennirnir, sem skapa víeindastofnun-
ina, heldur skapar stofnunin vísindamenn-
ina. Líf hvers einstaks er of stutt, of van-
máttugt til að skapa heila vísindakeðju:
hún myndast mann fram af manni. f>að
eru þannig hinar vísindalegu stofnanir, sem
sjálfar mynda kennara: þetta er reynsla
allra háskóla.
Loks er hin fjórða viðbára frá stjórnarinnar
hálfu og hennar fylgismanna, — og það
var eina viðbáran 1879 — að oss vanti fje
til að koma slíkri stofnun á fót sem þeirri
er hjer ræðir um. f>að er dálagleg viðbára.
Vjer eigum fje hjá Dönum, en þeir eigi hjá
oss. Ög situr það þá á skuldunaut að
segja við sinn lánardrottinn : f>að er ekki
að hugsa til fyrir þig, lagsmaður, að ráðast
í þetta, sem þjer leikur svo mikill hugur á;
þig vantar fje til þess. f>ar á ofan er
þetta um fjeskortinn blátt áfram ósatt, eptir
fjárhag landsins nú um stundir. Enda er
líka merkilegt, að áður, á undan fjárskiln-
aðinum við Danmðrku, var þessi ástæða
aldrei nefnd á nafn ; þá var bara hiklaust
heimtað fje úr ríkissjóði til lagaskólans.
»Gáum að því, hve mikið það kostar, að
láta syni landsins sigla til Khafnar; jeg
hefi sýnt það ljóslega í hitt eð fyrra í
ræðu minni þá. Gáum enn fremur að, hve
dýrkeipt oss verður hið pólitiska ástand 1
landinu, sem kemur fram við það, að við
verðum að sætta oss við það, að lagamenn
vorir fá einungis þekkingu á útlendum
lögum. Ef löggjöf þingsins á að blessast
fyrir alda og óborna, þá verður hiin að
styðjast við vísindalega rannsókn á íslenzk-
um lögum og sögu landsins að fornu og
nýju. Tjón það, sem landið bíður við þetm-
an þekkingarskort, verður eigi metið ípen-
inga. Jú, það er harðœrið, segja rflRnn má-
ske. Ef það er alvarleg skoðun einhvers í
þessum sal, að eigi megi taka af fje lands-
ins vegna þess, þá vil jeg hughreysta þá með
með því, að það er ómögulegt að fje verði
lagt til þessarar stofnunar á fyrra ári fjár-
hagstímabilsins, er í hönd fer, þó að allt
gangi sem greiðast og bezt um samþykkt
frv. af hendi stjórnar og konungs. Er
nokkur svó lítilsigldur að hann hyggi að
það verði óbærilegur kostnaður? Sje svo,
þá vil jeg segja »0, þjer Iítiltrúaðir !« Einn
einasti þerridagur á sumri, einn hlákudag-
ur á vetri, einn afladagur gefur landinu
meira fje en þessu nemur, að jeg ekki tali
um hve margfalt meira fje mætti spara í
ótal greinum. |>að getur enginn þingmaður
verið þekktur fyrir að koma með slíka við-
báru 1 öðru eins máli og þessu.
Að endingu vil jeg tala fáein orð viðvíkj-
andi orðinu háskóli. Orðið þykir eitthvað svo
stórkostlegt. En hvernig vilja menn sýna
mjer og sanna, að þessi hugmynd sje svo
hræðileg. í háskólanafninu liggur að eins
vísindaleg jafnrjettishugmynd gagnvart
frændum vorum í Danmörku og gagnvart
hverri annari þjóð, sem vill heita og vera
þingfrjáls þjóð.
|>essi vísindalega jafnrjettishugmynd er
sameinuð og samtvinnuð við hugmyndina
um hið pólitiska jafnrjetti gágnvart frænd-
um vorum í Danmörku. |>essi jafnrjettis-
hugmynd er, því fer betur, eigi óþekkt á
Islandi; mynd þess Islendings er hangir
hjer í salnum, getur minnt oss á hana. Og þar
sem jeg minntist þessa manns, hins ógleym-
anlega vinar míns Jóns Sigurðssonar, þá
vil jeg segja þm. hvað mjerfló í huga þegar
jeg fyrst leit minnisvarða hans. Jeg óskaði
þá, að auk hins veglega minnisvarða, sem
honum er reistur af steini af löndum hans,
yrði honum ^reistur annar minnisvarði í
hjarta hvers Islendings: Sá minnisvarði, að
hver og einn af,oss hugsaði um Island eins
9g hann, vildi íslandi eins og hann, elskaði
ísland eins og hann! Og mætti hin liðna
hetja nú líta upp úr gröf sinni, þá mundi
hann engu fagna meir en því, að sjá að