Þjóðólfur - 21.07.1883, Blaðsíða 3
norðurhafnirnar að taka þar vesturfarana,
sem Camoens varð að yfirgefa.
Nokkur bréf
um fátækrastjórn.
Herra ritstjóri!
Hftir samkomulagi við vin minn J. . ..
sendi ég yðr bréf þessi, og vænti ég þess að
Þér ljáið þeim rúm í blaði yðar.—Eins og
bréfin sýna sjálf, eru þau í fyrstunni prívat-
bréf milli kunnugra manna, skrifuð í flýti,
°g er málefnið því ekki svo vel meðhöndlað
sem við mundum annars hafa gjört, ef við
hefðum ætlað að rita um það opinberlega;
en bréfin geta þó þénað til að gefa sýnishorn
af fátækrastjórnar-ástandinu hér í þverár-
þingi; liklega mun víðar vera pottr brotinn
hvað það snertir, og ekki vanþörf á að hreyfa
við því. Vœnti ég að þér gjörið athuga-
semdir við bréf okkar, og leiðréttið okkr, þar
sem yðr sýnist að við förum villir vegar.
Með virðingu.
S.
I.
L...., 3. nóv. 1882.
Heiðraði vinr!
Hér kom í gær þ. frá G. með ávísun frá
Þ©í sem gjaldkera sveitarsjóðsins, upp á 20
kr- af þ. á. útsvari mínu. Af því mér var
ekki kunnugt, að hann væri einn af þurfa-
mönnum sveitarinnar, spurði ég hann, fyrir
bvern hann ætti að veita þessu útsvari mót-
töku; en hann kvaðst eiga að fá það sjálfr.
Hófst þá milli okkar þetta samtal:
Ertu nýbúinn að segja þig til sveitar? —
ég gjörði það í haust.—Hefirðu mikla
fjölskyldu?—Eg hefi konu og tvö börn, á 1.
°S 3. árinu.—Eruð þið heilsulítil hjónin?—
■nei, við erum svona við þetta. — Er langt
síðan þið giftust ? — jþrjú ár. -—Voru þið þá
efnalaus ? — 0 fremr vorum við nú það, og
Það lítið við áttum er nú farið. — Svo ; en
hvar hafið þið haldizt við síðan ? — 0 við
böfum nú verið þarna út á nesinu hingað
°g þangað í húsmensku; það er ekki svo
gott að koma sér fyrir í þessari tíð. — Hef-
irðu ekki róið ? — 0 jú. — Hefirðu þá ekki
aflað ? — Ojú, en maðr hefir orðið að lifa á
Því og láta það í skuldir.—Nú ; svo þið höfð-
uð ekkert fyrir ykkr að leggja í vetr ? — Ekki
Seta það heiti.—Hvað á að leggja ykkr mik-
af sveitinni ? *—Ekki nema sem svarar
Kieðgjöf með öðru barninu, held ég. — Svo ;
Þó það. Viltu ekki vera í nótt? — Ojú, ég
tek til þakkar.— Komdu þá inn,-—Ég lét þ>.
setjast á rúmið hjá Jóni vinnumanni mín-
'im; þar sat hann um kveldið. |>að var
Þœgilega hlýtt í baðstofunni. Jón keptist
við að kemba alla vökuna, en þ>. sat rólegr
°S bað ekki um vinnu; en svitinn rann af
bonum; það stirndi á hann, vesalinginn,
Sena ekkert hafði fyrir sig og fjölskyldu sína
leggja. Ég mátti skammast mín fyrir
vmnumanninn minn; hann var ekki nema
að eins rjóðr og mátulega heitr við vinnuna,
°g er hann þó maðr í bezta blóma og ötull
“i vinnu. f>að leit út fyrir að þeir sessu-
nautar hefðu haft ólfka vist það sem af var
■Vlstarárinu; og mér er næst að álíta að f>.
bafi enn ejgj ijðjð neyð í neinum aðbúnaði.
Hn ég vil nú gjöra ráð fyrir að þið hrepps-
^efndarmenn og sveitarstjórar hafið ná-
væmlega aðgætt hagi hans, áðr en þið
°röð að leggja honum fé úr vorum vösum.
En eftir því sem hann segir af fjölskyldu
sinni og heilsufari þeirra hjónanna, get ég
þó ekki skilið, að nauðsyn hafi verið til að
fara að leggja honum sveitarstyrk, og vil ég
nú biðja þig að upplýsa skilning minn á
þessu. f>að verðr þó að vera þér skylt að
gjöra grein fyrir meðferð gjalds er þú krefr.
Vinsamlegast.
J.
E. S.
Hinar ávísuðu 20 kr. hefi ég greitt f>.
Sami J.
* *
*
II.
H...., 28. nóv. 1882.
Góði vin !
Ég fékk bréf frá þér með f>. á G., og vil
ég nú gjöra þérþaðkunningjabragð að skrifa
þér nokkrar línur, enda þótt ég finni enga
skyldu hjá mér til þess; því sem gjaldkeri
sveitarsjóðsins innheimti ég einungis þau
gjöld, er sveitabœndr hafa samþykkt að
greiða, og falið mér að innheimta. Að þú
komst ekki á hausthreppaskilaþingið og tókst
þátt í umrœðunum um sveitarmálefnin máttu
sjálfum þér um kenna. Hvað annars f>. og
hans hyski viðvíkr, þá er því máli svo var-
ið, að hann sagði sig til sveitar í haust, og
tjáðihreppsnefndaroddvitanum vandræði sín.
Nefndin sá sér ekki fært að synja honum
styrks; því þá mátti búast við að hann yrði
þurfandi einhvörntíma í vetr, og þá fluttr á
okkr, eða að hann færi að skulda takmarka-
laust upp á okkar reikning hjá N.hreppi,
þar sem hann nú er, og mundi það hvort-
tveggja verða Verra. Ég er að sönnu á því,
að f>. hefði að þessu sinni engan styrk átt
að fá; því hann aflaði töluvert í fyrra vetr
og í vor, en vanrœkti að útvega sér viffnu í
sumar; en við þetta er ekki hægt að ráða;
því ef vér tökum ekki góðfúslega við hverju
sem þannig er að oss rétt, verðr því tafar-
arlaust kastað oss í nasir, og það máske
svo harðfengilega, að lengi svíðr eða blœðir
eftir, með öðrum orðum: taki maðr ekki
þurfamönnunum undir eins og þeir kvarta,
og það, ef til vill, án þess að þurfa, verða
þeir valdboðnir upp á menn síðar, og þá
oft stór-skuldugir öðrum sveitarsjóði, og má
maðr þá gjöra svo vel að punga út með
peninga f skuldina, og svo taka við þurfa-
manninum sjálfum, oft þegar verst gegnir.
Veiztu ekki að sveitarstjórnvísin nú á tím-
um er í því innifalin, að hvert sveitarfje-
lagið gjörir öðru alt það til óhags, er það
getr, og að utansveitar-fátæklingum er góð-
fúslega hjálpað til að komast á sína sveit,
undir eins og þeir eru orðnir efnalitlir, eða
hafa dvalið 8—9 ár í annari sveit ? Sveit-
árstjórarnir sýna oft fram úr skarandi fram-
kvæmdarsemi í því að útvega slíkum mönn-
um lán og svo vegabrjef, og stendr ekki á
samþykki sýslumanna og afgreiðslu í þeim
efnum, þó sumt sem nauðsynlegra er megi
búa á hakanum hjá þeim.
Vinsamlegast.
S.
III.
L...., 18. des. 1882.
Heiðraði vinr!
Eg þakka þér fyrir tilskrifið ... Fyrst
við á annað borð erum farnir að skrifast á
um sveitarstjórnarmálefni, ætla ég að svara
þér aftr upp á bréf þitt af 28. f. m.
f>að að ég sókti ekki haustfundinn, get ég
ekki afsakað með öðru en því, að ég áleit slíkt
vítalítið, þar eð þingvítissekt er talin ein
kr.; og þó ég væri krafinn um hana, þykist
ég þarfari heima en á slíku þingi, sem
hreppaskilaþing vor eru vanalega; því hing-
að til hefi ég ekki átt því að fagna, að
tillögur mínar hafi verið teknar til greina
af sveitarstjórninni. f>á sjaldan eg hefi
sókt þá fundi, hefir mér virzt þingfært þá
þvl að eins, að prestr og hreppstjóri hafi
þar verið. Gjöri ég ráð fyrir að svo hafi
enn verið í haust. Prestarnir, sem aldrei
þreytast á að prédika sælu fátæktarinnar,
geta náttúrlega ekki haft á móti því að
styrkja þessa drottins voluðu, þó svallarar
og letingjar séu; og þar sem prestrinn
hefir töglin og hagldirnar í sveitarstjórnar-
málum, hefir hreppstjórann undir hendinni
en aðra bændr í vösunum, þá er eðlilegt
að sveitarstjórnin verði eintóm náð ogmisk-
unn slíkum volæðingum til handa. Ég
hefi nú komizt eftir, að f>. aflaði vel síðastl.
vetr og vor; að hann sat heima í sumar,
aðgjörðalítill, og vildi ekki ganga í vinnu þó
hún byðist; að hann oft var drukkinn á
slangri; að hann tók út á fisk sinn mikið af
vínföngum, kaffi og tóbak, sem hann kvað
brúka á ýmsa vegu og ekki spara; hvorugt
hjónanna nenti í fyrra vetr að mala rúg
til matar sér, heldr gáfu grannkonu sinni
einni fjórðapart af því í mölunarlaun, og
tóku þau svo tómt hveiti og mjöl í sumar
handa sér. í stuttu máli: þau hafa synt
ina mestu eyðslusemi og ráðleysi, og hvor-
ugt gjört nokkurt ærlegt handtak síðan þau
giftust, nema þegar maðrinn hefir róið á
vertíðunum en konan hirt börnin. Nú hefir
sveitarstjórninni þóknazt að gjöra oss sveitar-
búum að skyldu að annast þau, af þvi þau
nenna því ekki sjálf, eða, eins og þú kemst
að orði, af ótta fyrir enn þyngri búsifjum af
þeim, ef ekki væri undir eins vel við brugð-
izt. Enn ertu þá viss um að þau gjöri sig
ánægð með þetta barnsmeðlag? Ef ég
þekki rétt slíkar persónur, má sífelt búast
við kvabbi þeirra, úr því þau komast á
lagið; gæti jeg trúað að þau þyrftu aðrar 60
kr. til, áðr vetrinn er úti: — f>að er því
miðr of satt, að alt of mikil úlfbúð á sérstað
á milli sveitarfélaganna, og að opt er ósæmi-
legum brögðum beitt til að losast við ímynd-
uð yfirvofandi sveitarþyngsli, svo þar af
leiðir aftr margan óhag; vænti ég að heyra
uppástungu þína um að afstýra því, þegar
þú skrifar mér næst. Ég vil nú ekkert
tillit taka til þeirrar óstjórnar, en skoða
málið eins og það liggr beinast fyrir. Alít
ég, að það séu óhafandi lög (ef nokkur eru),
sem heimila hverjum letingja og óreglu-
manni framfærslu af annara fé, þegar hann
er búinn að sóa eigum sínum eða nennir ekki
lengr að hafa ofanaf fyrir sér, en hefir þó
krafta og ástæður til þess. Spurðu þá
menn, sem þekkja til slíks hjá öðrum þjóð-
um, livert sá rnundi álitinn sannr þurfamaðr
er daglega keypti vínföng og væri drukkinn,
reykti, spýtti og snýtti tóbaki takmarka-
laust, drykki sterkt kaffi 4—6 sinn. á dag
hjá sjálfum sér, og hefði þar að auki hagfelt
fæði af dýrri matvöru hverdagslega, smjör-
ið jafnþykt brauðinu o. s. frv., en veigraði
sér við að taka atvinnu sem áreynslu krefði,
og hvort slíkum mönnum mundi vera lagt
af fátækrasjóðnum nær sem þeir æsktu þess.
Ég held ekki; enda væri það til að eyði-
leggja alla lífsviðleitni, ef hver gæti, eins
og Hrappr, sezt að anuars mötuneyti þeg-
ar honum sýndist. Mór dettr í hug saga