Þjóðólfur - 21.07.1883, Síða 4
nábúanna Bjarna og Sigurðar: Túnin lágu
saman og voru 80 faðmar milli bæjanna.
A vestari bænum, þar sem S. bjó, var brunnr
vestr í túninu, 50 faðm. frá bænum;
þangað sókti hann vatn. Bjarni bjó á eystri
bænum. Merkin voru 30 fðm. austr frá bæ
S. en 50 f. vestr frá bæ Bjarna. Á austr-
bænum var ekki gott vatnsból, ogfór Bjarni
því að leita að brunnstæði, og fann hann
það nálægt merkjunum; þar gróf hann
brunn, er gaf noegilegt vatn fyrir hans hús.
þ>egar nú S. sá, að brunnur Bjarnavar rniklu
nær en hans eiginn og greiðari vegr að
honum, tók hann það til bragðs, að fylla
sinn brunn r.ieð grjóti; fór svo til B. og
kvað sinn brunn þrotinn, og bað að mega
sækja í hans brunn; enda kvaðst hann og
eiga að réttu tilkall til þess, þar eð vatnið
í honum mætti álítast að vera að nokkru
leyti úr sínu landi runnið. B. gaf þetta
eftir, með því þá um sumarið var' nœgilegt
vatn í brunni hans. XJm vetrinn þegar
frjósa fór og bæði heimilin jusu úr einum
brunni, tók vatnið í honum að þverra; S.
jós engu að slðr, enn B. sparaði alt hvað
hann mátti; hann hlaut og að annast alt
klakahögg; því þá fanst S. að brunnrinn
tilheyrði B. einum. Prostin hörðnuðu og
þvarrþá brunnrinn gjörsamlega. Nú skoraði
Bjarni á Sigurð til samvinnu við sig til að
brjóta móhellu í botni brunnsins, en S. kvað
það sér óviðkomandi. Braut þá B. einn og
fékk- nóg vatn síðan. S. lét nú ausa alt
vatn er hann þurfti úr brunninum, einnig
til þvotta, og spillti oft miklu. Eitt sinn er
kona hans í ógáti steypti niðr miklu af
vatni, sagði S. : »|>að gjörir ekkert til;
nóg er í brunni Bjarna«. »Enn ef hann
þrýtr?« sagði litla Sigga. »Hugsa þú ekk-
ert um það, stelpa mín«, sagði Sigurðr,
»Bjarna ber að grafa«. þessi orð bárust
til eyrna B. og lokaði hann þá brunni sín-
um. Nú hlaut S. með mikilli fyrirhöfn
að sækja vatn langa leið í uppsprettu
nokkra. Næsta sumar neyddist hann til að
grafa upp brunn sinn aftr, og hann hafði
þar nóg vatn síðan. þannig vil ég að
dæmi Bjarna mega loka vasa mínum fyrir
þ>. og hans líkum, til að kenna þeim að
bjarga sér sjálfum. Ég vænti svars frá þér
eftir nýjárið.-------
Yinsamlegast.
J.
(Framh.).
|Kgr“' Frv. til 1. um breyting á 1.
27. febr. 1880 um skipan prestakalla,
sem með frágangi efri deildar ;ítti
að kasta 2700 kr. útgjöldum upp á
landssjóð, var ineð nafnakalli felt
við 2. umr. í n. d. 20. ]>. m.
Auglýsingar.
Til SÖllL
Kunnugt gjörist: Til kaups fœst hér:
KvöldvöJcur, Balslevs tossakver,
Hersleb og hákarl stœkur;
Galdrakver fást hér, Grallarar,
l) Augl. þessi (með borgun undir hana) fanst þann-
ig í bréfakassa ritstjórans. Ritstj.
Grasakverið hans Béusar,
súrt smjör og sálmabœkur.
Kýrrassa-búk og kaffi-rút,
kofna-fiður og nýja Snút,
jafnvel Jóhönnu-raunir,
Hugvekjusálmar, hangiJcet,
Húspostillur ég skaffiað get,
brceðing og enskar baunir.
Skúnálar, Brsndums brennivín,
Barnagull ný og Vídalín,
Ptslarþankar og púður,
Kongsplástur, Brama, romm og rjol,
rokkar, náttpottar, smíðatól,
guðspjöll og glugga-rúður.
Á gleraugum brotnum gef ég krít,
Grammatík eftir Halldúr......U
hjúlbörur hef eg stundum,
hrátjöru, pappír, hellu’ í þak,
Hugvekjur biskups, snústóbak,
og gamalt guðs-orð í pundum.
Hirðir og fleiri Halldórs verk,
Hreinlcetis-pésann, reipi sterk,
sjúmönnum sel ég mötu,
Agsborgar-játning, einirber,
Úlfars-rvmur og porláks-kver,
Sigurljóð, salta skötu.
Sniðgyltan Munster, magála,
messuvín, herta þorskhausa,
olíu’ og margt hvað meira,
Benidikts-sálma’ og kœfu’ í kút.
— Kristileg smárit genginút,
og svo er um sitthvað fleira.
E. í>.
Guðsþjónusta.
Á sunnudaginn kemr verðr haldin guðs-
þjónusta á dönsku í katólsku kirkjunni kl.
6 e. m.
|>ar ég undirritaðr hefi fengið jörðina
Gjörðhamra til eignar og umráða, og fært
mig þangað sjálfr sem bóndi í vor, þá
auglýsi ég hér með, að hún er ekki lengr
fáanleg sem ábýlisjörð fyrir prestinn í
Mýraþingum; ef einhverjum skyldi hug-
kvæmast að sækja um þingabrauð þetta
eftirleiðis.
Gjörðhömrum, 4. maí 1883.
Bjarni Kristjánsson.
Tapazt hefir á Sandakravegi undir Fagra-
dalsfjalli 3. júlí 1883 hnakkr lítið bilað-
ur, og strigapoki bundinn fyrir aftan hann
með snæri. I pokanum var svört vaxúlpa
ný, sokka plögg, lítill kútr með brennivíni,
nesti ofl. Sá sem hitta kynni nefnda muni
er beðinn að koma þeim til Guðmundar
bónda Einarssonar á Norðrkoti í Krísuvík,
sem veitir því móttöku fyrir eiganda.
I) Ólæsilegt í handritinu.
Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism.
Undirskrifaðr lýsir eftir heklaðri peninga-
buddu með 4 kr. og nokkrum aur. í. Hún
tapaðist í Hafnarfirði eða á leiðinni þaðan
upp í Vötn, og var með fangamarki mínu:
H. S. S. A. Beðið að skila mót'sanngý^borg.
Auðsholtshjáleigu. Hjörtr Sigurðsson.
Veitingahús mitt á Eyrarbakka ber eftir-
leiðis nafnið
gestgj afaliúsið „ Ingólfr “.
Bárðr Nikulásson
Ég undirskrifaðr Bárðr Nikulásson veit-
ingamaðr á Eyrarbakka skuldþind mig til
npp frá þessum degi, þann 18. júlí 1883,
ekki að drekka eða smakka nokkur vínföng
hverju nafni sem nefnist, bjór, brennivín
toddý eða önnur vínföng, hvernig sem
ástendr og ekki láta nokkurn tæla mig til
þess að drekka nokkuð þess konar.
þetta loforð mitt skuldbind ég mig til að
halda svo sannarlega sem ég er heiðarlegr
maðr, og svo sannarlega sem ég vona, að
guð sé mér miskunsamr á dauðastund minni;
en brjóti ég þetta loforð, sem ég hér með
gef guði og mönnum og sem ég sver að
halda, er ég meinsærismaðr.
Gerðiskoti þann 18. júlí 1883.
Bárðr Nikulásson.
Vottar
Björn Bjarnarson.
þorsteinn þorgilsson.
GILLESPIE & CATHGAFJT
verzlunarumboðsmenn
í LeITH, ^KOTLAND,
annast um að selja alls konar íslenzka vöru
og senda aftur andvirðið, hvort heldur í
peningum eða vörum, sem um er beðið.
Hótel-þjónn.
Liðlegr og reglusamr ungr maðr, sem
getr tekizt á hendr þjóns-starf á einu hótell-
inu hér í bænum, getr fengið atvinnu. Lyst-
hafendr snúi sér til Bitstj. •npjóðúlfsn.
Fjármark Magnúsar Blöndals á Leirár-
görðum í Leirársveit:
stúfrifað í hálftaf fr. hægra, biti aft.;
geirstýft vinstra. Brm. : M. B. Bl.
11/I‘unnstykkishulstr týndist milli Korp-
^■'-“"ólfsstaða og Reykjavíkr. Finnandi
er beðinn að skila því á ritst. „þjóð-
ólfs“ gegn sanngjörnum fundarlaun-
um. »
mvö góð herbergi eru tilleigu i miðj-
um bænum. Ritst. þjóðólfs vísar á.
Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.
Austrvöllr og Thorvaldsens standmynd.
Aðkomumenn og bœjarbúar eru beðnir, þegar þeir fara um Austrvöll, að troða ekki
grasið en ganga eftir gangstígunum. Poreldrar eru beðnir að áminna börn sín um, að
leika sér ekki á vellinum, eða kasta grjóti inn á hann. — Með því að mér er eigi unt að
líta jafnan sjálfr eftir því, að grasblettrinn sé svo friðaðr, sem vera bæri, leyfi eg mér að
felatún þetta varðveizlu allra sem leið eiga um völlinn.
G. Emil Unbehagen.