Þjóðólfur - 30.07.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.07.1883, Blaðsíða 2
92 um tilhœfulausu orðum, og skal ég endrtaka þá yfirlýsing af og til með 2-—3 línum hér í blaðinu þangað til hann tekr orð þessi aftr eða fœrir sönnur á þau. pangað til skal hann i hvers manns augum standa sem ósannindamaðr ! þar sem Gestr tekr mig ttil dœmis« upp á thneykslanlegan mann í sinni stöðu«, þá skal hann fá að svara til þeirra orða fyrir dóm- stólunum. Bkki af virðingu fyrir hans orð- um, heldr sakir almennings, skal ég geta þess, að þeir kenslutímar mínir, sem ég hefi ekki komið í, í skólanum, eru mjög fáir, og t. d. miklu færri, en tímar þeir, er úr hafa fallið fyrir Halldóri yfirkennara. A síðast- liðnum vetri munu það vera einir þrír tím- ar, er ég kom eigi í án þess að veikindi for- fölluðu mig, og hafði ég til þess gildar ástœð- ur og leyfi rektors. Enda fæ ég ekki séð að neitt ósœmilegt sé í því, þótt ég fái t. d. frí úr tíma til að mœta í rétti, þegar mér er stefnt; þá er þó mun ótilhlýðilegra að van- rœkja tíma, eins og yfirkennarinn hefir gjört, til þess að hafa atvinnu af að vera í málaþrasi fyriraðra. Égmaneftir, að það kom fyrir, að ég kom frá réttarhaldi við þetta tœkifœri og var eitthvað £ stund eftir áðr en ég átti að fara á skrifstofu, þar sem ég hafði störfum að gegna, og gekk ég þá inn á hótel hér í bœnum og drakk glas af öli. Enda ætla ég ekki framvegis framar en hingað til að spyrja Gest um leyfi til að ganga á veitingahús, þá er mér lízt, og neyta þar þess, er mér lízt. Ef ég vanrœkti ekki skylduverk mín fyrir það og misbýð ekki stöðu minni með því að sýna ndg þar fullan, þá þykist ég ekki þurfa að bera kinnroða af þvi fyrir neinum manni. I þessu sambandi skal ég annars geta þess, að ég hefi með sama tímafjölda, sem áðr var í ensku, lesið langt um meira í sérhverjum hekk, heldr en nokkur annar kennari í þeirni grein hefir gjört á undan mér hér við skólann. Sem dœmi þess, hvort skólinn hafi ekki haft, ég vil leyfa mér að segja stóran hag af minni kenslu, skal ég nefna það, að með 2 tímum á viku í 1. bekk (eins og áðr hefir verið) tókst mér í vetr að gjöra piltana þar svo fœra í ensku, að ég fékk leyfi til að taka til næsta árs þá búk til kenslu í 2. hekk, sem hingað til hefir verið notuð i 3. bekk. þannig hefi ég getað gjört lærisveina mínaí 1. bekk ámóta færa í ensku á einum vetri, eins og þeir áðr voru vanir að vera eftir tvo vetr. Ætli þetta sé ekki meir talandi vottr um kenslu mína, heldr en það, hvort ég hafi sleppt ttr einum eða fleiri tímum fyrir gild forföll ? En að maðr geti stundum jafnvel gjört góðverk með því að ganga á veitingahús, það vona ég að Gestr verði aó viðrkenna. Eekr hann ekkert minni til þess, að ég hafi fyrri- part vetrar komið inn á veitingahús hér í bœnum eitt kvöld og hitt svo á, að rétt á eftir kom þar inn maðr dauðadrukkinn, sem dottið hafðí í rennusteininn eða hl...forina, ogað ég gjörði þá gustukaverk á þeim manni með því að draga hann heim til sín og koma honum í rúmið. þessa vona ég Gest reki minni til, og skal ég minna hann á, að þetta var um það leyti sem núverandi ritstjóri »Suðra« var á síðasta slœma túrnum í vetr, áðr en spillingu holdsins sló út um hann, svo að hann lagðist kaunum sleginn á sótt- arsæng. Ég nefni þetta ekki af því, að Gesti sé þetta mál skylt að öðru leyti en því, að svo stoð á, að hann vissi vel þetta kvöld, hvert gustukaverk ég þá gjörði á drukkna manninum—og ég vona að hann reki minni til þess enn, — og mun því verða að játa, að svo greiðvikinn maðr sem ég er, getr vel átt miskunnar-erindi á veitingahús, og er því ekkert hneykslanlegt í því í sjálfu sér að lcoma á sllka staði. Jón Olafsson. Nýjasta réttvísi Theodórs! — Eftir því, sem haft er eftir mági Theo- dórs bœjarfógeta, Franz Siemsen, kvað Theodór hafa afráðið að dœma ritstj. Jón Olafsson i 150 kr. sekt fyrir það, hversu hann svaraði árás Tryggva riddara. Ridd- inn kvað aftr á móti eiga að sleppa sekta- laus af meiðyrðum sínum við Jón. — Dómr er enn eigi uppkveðinn, en vafa- laust fer hann fyrir yfirréttinn, svo að Jón inn meinhægi, Magnús inn margvitri og Lár- us inn laungáfaði geti prófað réttvísi hans. (Ritað »þ.). Alþingisfréttir. IV. Neðri deild. 14. júlí : l.umr. um frv. til 1. um hreyting á o. br. 27. maí 1859. Orðalaust vísað til 2. umr. 16. júlí : 2 umr. um fiskiveiðar hluta- félaga í landhelgi. Gekk með breytingu til til 3. umr. 2. umr. um hyggingarkostnað fangelsa. Gekk til 3. umr. 1. umr. um frv. til 1. um að afnema gjald af fasteignasölum. Gekk til 2. umr. Uppástunga frá fjárl.nefnd. til þingsálykt- unar um mæling á innsiglingum á hafnir — var svo ófimlega orðuð, að taka varð málið út af dagskrá, svo nefndin gæti gjört bragar- bót. Uppást. til þingsálykt. um 4 aukalækna (styrk til 4 praktísérandi lækna, er setjast að á ákveðnum stöðum) vísað til fjárl.nefnd. 17. JÚlí : Fyrirsp. þingm. Borgf. um lestagjald af póstskipum. Ein umr. Að henni lokinni samþ. deildin í einu hljóði svo felda dagskrá: »1 þeirri von, að ráðherra Islands með alúð framkvæmi ályktun þings- ins frá 1881 um heimtu á 34,302 kr. (lesta- gjaldi af póstgufuskipunum) úr ríkissjóði, ef þörf gjörist með lögsókn gegn fjármála- stjórn Dana, tekr þingdeildin næsta mál á dagskránni til umrœðu«. 1. umr. um þjóðjarðasölu. Gekk til 2. umr. 1. umr. um frv. til 1. um bœjarstjóm á Akreyri. Vísað orðalaust til 2. umr. 1. umr. um frv. til 1. um eftirlaun presta- ekkna. Vísað til 2. umr. 2. umr. um breyting á o. br. 27. maí 1859 (um að ráða útl. menn á dönsk skip). Gekk til 3. umr. 18. júlí : 3. umr. um uppgjöf á eftirstöðv- um á byggingarkostnaði fangelsanna. Samþ. og afgr. til efri d. 3. umr. um fiskiveiðar hlutafilaga í land- helgi. Samþ. með breytingum og afgr. til e. d. 2. umr. um afnám gjalds af fasteignasölu. Gekk til 3. umr. 1. umr. um breyting á lögum 27. febr. 1880 um skipun prestakalla. Vísað til 2. umr. 1. umr. um breyting á skottulœknalögum. Gekk til 2. umr. Framh. 1. umr. um horfellis-frv, Gekk til 2. umr. Aðsent frá Nesjahrepp. Á næstliðnu hausti kom herra Eiríkr Magnússon með korngjafir upp á Djúpavog frá Englandi, og skipaði þar upp 800 sekkj- um af mais, rúg, byggi og höfrum ; mest var korntegundin af mais, hver sekkr var með 100 pd. þunga. Af þessum korntegundum ákvað hr. E. M. að 400 sekkir skyldu ganga til Austr-Skaftafellssýslu, hinir 400 sekkirn- ir áttu að ganga til 3 hreppa Suðrmúlasýslu. Einnig gat herra E. M. þess í hréfi því, er hann sendi hreppstjóra Nesjahrepps, um gjafirnar, sem hann ákvað Austr-Skaftafels- sýslu, að hann hefði skilið eftir á Djúpavogi 2700 kr. í peningum, en Múlasýslumenn túlk- uðu svo mannúðlega harðærisástandið í þessu sýslufélagi fyrir hr. E. M., að þeir náðu und- ir sig öllum peningunum, enda þó ekki væri annað að sjá af bréfi hr. E. M. en að pen- ingarnir ættu að skiptast á Múlasýslu og Austr-Skaftafellssýslu í sama hlutfalli og korngjafirnar. En þó svona fœri með pen- ingana og skip það, er herra E. M. gat um í bréfi sínu að kœmi frá Norvegi með niðr- soðnar kjöttegundir, en það skip hefir ekki komið og kemr líklegast aldrei, þá á herra E, M. miklar þakkir skilið fyrir þann korn- forða sem hann ákvað Austr-Skaftfellingum, því hefði ekki þessar mannúðlegu gjafir komið frá Englandi fyrir milligöngu hr. E. M., hefði í þessu sýslufélagi orðið mesta hungrsneyð í vetr, því fjártapið í vor er leið var ógrlegt, og þótt kýr skrimtu fram horað- ar, var lítið málnytugagn að þeim í sumar, en ekki var að tala um málnytu af ám, því í sumum hreppum þessa sýslufélags voru sárfáar ær til málnytu, svo sem í Nesja- hrepp, að eins á 5 til 6 bœjum frá 12 til 20 ær. I Nesjahreppi einum nam fjártapið fullum 11,000 kr., reiknað út eftir tíundar- framtali 1881 og 1882. en í hinum hreppum Austr-Skaftafellssýslu mun fjártapið ■ hafa verið talsvert minna en í Nesjahreppi, en víst er það, að i hverjum hinna 4 hreppa þessa sýslufélags má gjöra 4000 kr. tap, og og verðr þá skepnutapið í Austr-Skaftafels- sýslu kringum 30,000 kr. Astandið fyrir fram- tíðina er því mjög sorglegt, þar sem vöru- byrgðir manna verða sár-litlar, og fé til frá- lags í haust lítið sem ekkert, enn um vörur er ekki að tala í þessu bygðarlagi nema ull, sem ekki getr talizt nema fáein pund, móti því sem áðr hefir verið, um fiskvöru er hér ekki að tala, það væri því œskilegt að lands- stjórnin léti tiltölulegan skerf koma í sýslu- félag Austr-Skaftafelssýslu af þeim stórkost- legu gjöfum frá Danmörku sem hún hefir til urnráða, því óvíst er að nokkurstaðar á land- inu sé nú sem stendr ískyggilegra ástand en í þessu umrœdda sýslufélagi, út af sauðfén ■ aðar og hrossafelli næstliðið vor, því þó allar skepnur væri í góðu standi um sumar- mál, þá hrundu þær niðr út úr byl-hríðum þeim sem dundu yfir þetta hérað seint í apr- íl og maí með hagleysum og göddum, en hvergi hey að fá í þessu sýslufélagi, en það fáa sem lifði, var lífgað á korni, hrossakjöti og ýmsu öðru. Skrifað í febrúar 1883.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.