Þjóðólfur - 22.08.1883, Page 2

Þjóðólfur - 22.08.1883, Page 2
100 sjálísforræðinu, hæddi það, níddi og fyrir- dæmdi. Til hvers þess konar stjórnarbrögð og lævísis prettir leiði, sýnir Eússland sjálft deginum ljósara. Hið aumlega og ægilega ástand, sem nú er þar, er hrein og bein afleiðing af stjórn þeirri, sem hefir svo skaðlegt og viðbjóðslegt mark og mið, að hún þorir ekki einu sinni að játa það sjálf, enda þótt hún hafi ótakmarkað vald, og reynir til þess hins vegar, að fótum troða hinar einföldustu meginreglur frjáls þjóðlífs leynt og lævíslega. Auk Eússa geta nú aðrir lært af þessu ekki svo lítið; því að það, sem á sjer stað á Bússlandi, þar sem allt hið forna illa og ónýta reynir til þess að standa óhaggað með því að látast vera að breiða eitthvað lítið af nýju og betra yfir gömlu rotnunina og fúlindin, það á sér og stað útan Bússlands, og það er mjög áríðandi að uppgötva slíkt og hnykkja hulinshjálm- inum af slíkum ósóma. Með engum mælikvarða er betra að mæla stjórn, hverja sem er, heldr en með því að sjá, hvernig hún tekr í þetta hið mikla mál, sjálfsforræðið, hvort hún metr frum- reglur þess og ber virðingu fyrir þeim í sannleika. Sú stjórn sem skipar sér í fjandaflokk sjálfsforræðisins, er aftrheldinn þjóðarfjandi; frá því er enginn undantekning til. þar hljómar járnið, þar syngr fuglinn. f>á er ég las þessa grein fyrst, þótti ffiér hún svo skýr og skorinorð, taka svo vél fram kjarnann 1 málinu, að mér fannst hún vera þess verð, að komast á íslenzku. Islendingar hafa nú um þessar mundir gott af að heyra þesskonar mál, sem í grein þessari er, og væri œskilegt að það bergmálaði sem tíðast. Enn fremr er hún ein af þeim greinum, sem skýra ástandið á Eússlandi, og réttlæta níhílista, þótt ekki sé nema óbeinlínis. Mér skyldi þykja vænt um, ef þessi grein, og aðrar sem ég hefi smám saman þýtt og komið í blað þetta, gætu gefið mönnum réttari skoðanir á þjóðfrelsishetjunum rússnesku, en sumir hafa. Kaupmannahöfn 1. júlí 1883. Finnr Jónsson. N ýprentað eftir Jónas Helgason : Söngkensluhók fyrir börn og byrjendr, II hefti, 2f örk, 50 aura; og sömul.: Leiðarvísir um notkun á radd- færum mansins, arkar á 35 aura; en sé þetta hvorttveggja keypt, ásamt með fyrra heftinu af Söngkenslubók, sem var 2J örk og kostaði 50 au., þá fæst það allt saman fyrir aðeins 1 kr., og er gjöf en ekki sala. Yér höfum þannig fyrir áhuga og starfsemi höfundar þessa fengið inar þægilegustu og vönduðustu kenslubækr í vísindagrein þessari, og þær svo stuttar sem auðið er, en þó svo ljósar og svo vel og smekklega samdar, að hver maðr getr haft in fyllstu not af þeim. Vér vonum að sérhver sá maðr só á voru máli, sem lesið hefir söngfræðiságripið í þeim tilgangi að fræðast af því, og finni þá jafnframt, að eitthvað annað en sannleiksást hafi stýrt penna hr. Björns Kristjánssonar í dómum hans um það. Líka eru í heft- um þessum 44 tvírödduð sálma og kvæða- lög mjög vel valin. En einkum leyfum vér oss að benda mönnum á leiðarvísinn; það er in fyrsta bók í þeirri grein, er sézt hefir á voru máli, og sem er þannig löguð að hún ætti að vera á hvers mans borði og í hvers mans huga, er vill temja sér fagrt mál, er láti vel í eyrum, og kenna börnum sínum ið sama og jafnframt að varðveita sem bezt raddfæri sín og mál- fegrð, hvort sem hann er söngmaðr eða ekki. Auk þessa kennir bókin líkamsæf- ingu, sem er nauðsynleg heilsu manna. Höfundrinn á inar beztu þakkir skilið fyrir bækr þessar, eins og allt það gagn, er hann hefir unnið löndum sínum með starfsemi sinni og áhuga í útbreiðslu inn- ar fögru og gagnlegu íþróttar. Forskrip tir eftir aB&nedi&t ð-töwScvf’, er Kristján bóksali porgrímsson hefir látið steinprenta hjá Hoffensberg & Trap í Kaup- mannahöfn 1883. Verð 50 aurar. þessar forskriftir eru nauðsynlegar fyrir alla unglinga til að læra að skrifa eftir þeim. Benedict Gröndal er kunnari en svo að pennahagleik sínum, að þess þurfi að geta, að forskriftir þessar sé fagrliga ritn- ar. Framan við forskriftirnar eru stuttar reglur um, hversu halda skuli á pennanum, o. s. frv. Eremst eru ritaðir inir einfaldari stafir til að byrja á, síðan inir torveldari og svo koma orð og setningar. Aftast er sýnd viðhafnarskrift, er hafa má til til- breytingar. Vér teljum víst, að forskriftir þessar verði notaðar eigi einungis á öllum barna- skólum, heldur og af öllum almenningi. Útgefandinn á þakkir skildar fyrir að hafa kostað miklu fé til prentunarinnar, og er vonaudi, að hann fái það endrgoldið. Vænta má þess, að forskriftir þessar endrskapi skriftarlist í landinu, því að mest er jafnan undir því komið, að unglingrinn hafi vel gerða forskrift, er hann byrjar að draga til stafs; þeirri forskrift mun skrift hans hkjast síðan. Alþingisfréttir. VI. þessi mál eru nú (13. ág.) útkljáð á alþingi. I. LÖG. 1. Lög um 2. —»«— 3. —»«— 4. —»«— 5. —»«— 6. —»«— 7. —»«— 8. —»«— 9. —»«— 10. —»,,— 11. —»«— 12. —»«— 13. —»«— 14. —»,,— 15. _,«— 16. —»«— 17. breyt. á opnubrj. 27. maí 1859. bœjarstjórn á Akreyri. sölu þjóðjarða. jarðamat í Bangárvallasýslu. fiskiv. hlutafél. í landhelgi. horfelli á skepnum. eftirlaun prestekna. aðflutn. gjald af útl. skipum. skrásetning skipa. bœjarstjórn á Isafirði. eftirstöðv. af bygg.kostn. fang- elsa. breyt. átilsk. 5. sept. 1794. kosningu presta. slökkvilið á Isafirði. afnám kgs. úrsk. 20. jan. 1841. breyting á 1. um stofnun lækna- skóla. löggilding nýrra verzlunarstaða. II. 18. þingsályktun um strandmælingar. 19. —»,,— um heiðurslaun Dr. Jóns sál. Hjaltalíns. 20. Dagsskrá með ástœðum út af lestagjaldi póstgufuskipanna. 21. —»,,— með ástoeðum út af 11. gr. st j órnarskrárinn ar. 18. ágúst. I gær gerði neðri deild alþingis það meistarastykki, að drepa frumvarp það, er komið var frá efri deild um stofnun lands- banka. þeir þingskörungarnir Dr. Grímr Thomsen, Halldór K. og síra Eiríkr Briem með Tryggva riddara á taug í kjölfarinu, greiddu atlöguna. Dr. Grímr, það meg- nm vér játa, hversu ósamdóma sem vér annars erum honum í þessu máli, var sá eini af þeim herrum, er auðið var að sjá að vissi, um hvað hann talaði; og innan um nokkur mishermi og ýmsan undarlegan misskilning, sem vér viljum ekki efa, að komið hafi af því, að hann hefir ekki hugs- að svo málið, sem vænta hefði mátt af honum, komu þó fram í ræðu hans ýmis atriði, er lýstu þekking á málinu. þetta varð ekki sagt um nokkurn hinna, sízt um riddarann, sem auðsjáanlega hafði enga hugmynd um, hvað seðilbanki er—svo litla, að minnsta kosti, að hann hélt, að seðlar bankans gætu streymt inn til útlausnar, án þess að peninga-(=gull-)forði bankans rírn- aði. Halldór karlinn setti það mest fyrir sig, að hann var hræddr um, að íslending- ar mundu búa svo mikið til af fölskum seðlum, að bankinn kynni að bíða 1000 kr. halla við það á ári. Hann tók ekkert tillit til þess, að það má kalla óheyrt, að falskr peningr hafi til búinn verið hjer á landi, og hann hafði enga hugmynd um það, að það er tíu sinnum örðugra, að búa til falskan seðil, heldr en falskan pening.—Aðalfor- málsmaðr bankans var séra Arnljótr, og var einkum in fyrsta ræða hans afbragð. Auk þessa studdu þeir frumvarpið með ræðum Benedikt Sveinsson , Jón Ólafs- son o. fl. En öll þeirra orð komu fyrir ekki. Tryggvi hafði smalað svo vel, að 11 atkv. urðu móti frv., en 10 með. Einn þingm. (séra M. A.) var fjarverandi. það mun óhætt að fullyrða, að það sé álit flestra fyrir utan þingsal neðri deildar, að hér hafi verið unnið ið mesta óhappa- verk, og vafalaust ið óheillaríkasta, sem þetta magra þing 1883 hefir enn unnið. Utan lands sem innan mun hver maðr, sem þekkir land vort og þarfir þess, hrista höfuð yfir blindni þeirri, sem hér hefir af- stýrt inu heillavænlegasta og þarfasta fyrir- tæki. Og þótt vér vitum vel, að allir, sem að þessu unnu, bæði þeir, sem höfðu nokkra sannfæringu í málinu, og eins þeir, sem enga höfðu, hafi hér unnið í bezta skyni, þá eru afleiðingarnar jafn-þungbærar þjóðinni fyrir því. Eins og Dr. Gr. Th. sagði eitt sinn við Tryggva riddara : »það þarf dá- lítið meira, en góða meining—það þarf líiva ofrlítið af heilbrigðri skynsemu ... og véi viljum bæta við : af þekkingu á því málefni, sem menn fjalla um ! Fátt er of vandlega hugað. »Hver er árangrinn orðinn af« inu langa (15 ára?) búfræðisnámi Sveins? »Hann er sá, að« hann hefir uppgötvað »«ð enginn

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.