Þjóðólfur - 29.09.1883, Síða 2

Þjóðólfur - 29.09.1883, Síða 2
112 fimlega og hraustlega til ára, austrstroga eða hvers annars, er hann sér á floti, neytir allra bragða til að halda sér uppi, og kemst jafnvel á kjöl eigi síðr en hinir. Meðan hann sá að allt hélzt uppi, hafðist hann ekki að, níddist á meðbræðrum sínum og forsmáði aðvaranir og áminningar formann- sins; en neyðin gat kennt honum að hafa hendr fyrir sér, og reyna að bjarga sér sjálfr. nNeyðin kennir lötum manni að vinna«.--------- Yinsamlegast. J. (Framh. síðar). Frá útlöndum er fátt tíðina að segja, það er vert sé um að geta. — Frá ITALÍIJ má geta jarðskjálfta mikils, er varð 28. júlí, á eyjunni Ischia, suðr og vestur frá Neapel. Hrundu nál. öll hús í borginni Casamicciola (ein 5 hús stóðu eftir á grundvelli sínum) og í þeim bæ og grannbæjunum Lacco og Forio fórust fullar 5000 manna, en margir biðu meiðsl og örkuml. 31. s. m. tók Vesúvius að gjósa og spjó hraunflóði miklu, er rann í áttina til bæjarins Torre del Greco ; varð fólk þar svo hrætt, að flýði bæinn um vikutíma eða meir; eigi hefir þó frézt til neinna slysa af því gosi síðar. — EGIPTALAND. þar hefir skæð kólera gengið í sumar, og þótt hún hafi enn eigi breiðzt út til Norðrálfu, svo fullyrt verðix, þá er því miðr ekki séð fyrir það enn. Að vísu slotaði henni í Cairo síð- ari hlut ágústmán., en bæði var hún komin til Suðr-Egiptalands, og í Alexandríu gekk hún enn 3Q(. f. m., eftir því sem ensk blöð frá frá 31. f. m. fluttu hraðfregnir um. Prestvígðr 16. þ. m. cand. theol. Jónas Jónasson, er fengið hafði Stóruvalla- brauð (gleymdist að geta í síðasta bl.) Leiðrétting : I síðasta bl. stendr að síra þorv. Jakobss. sé veittr Staðr í Aðalvík; á að vera: i Grunnavík. Ve itt: Fjallaþing síra Einari Vigfús- syni að Hofi og Miklabæ. Skeggjastaðir í N. Múlas. síra Jóni Hal- dórssyni frá Hofi. Árnes síra porv. G. Stefánssyni í Hvammi. — Síra Lárus sitr enn á Valþjófsstað til vors, en þjónar Seyðisfjarðarsöfnuði; einn- ig veitir hann prestþjónustu miklum hlut sóknarmanna í Valþjófsstaðarsókn, er vilja fylgja sínum forna sálusorgara. (Ann- ars er síra Sig. Gunnarsson settr til að þjóna Valþjst.). Svo veitir hann og? prestsþjónustu þeim sóknarbömum séra Stefáns í Hofteigi, sem kyrkju eiga að sækja að Brú, með því að einhver snurða er á með síra Stef. og þeim um prest- þjónustuna. Bæði á Brú og Valþjófsstað messar síra Lárus í kyrkju, en í Hólmakyrkju kvað hann eigi fá að flytja messu, og hefir því flutt guðsþjónustu í stóru norsku timbr- húsi á Eskifirði. Síra Daníel á Hólmum hafði verið byrj- aðr nú að láta taka lögtaki tekjur sínar hjá frísafnaðarmönum í Reyðarfirði. Má vera það verði honum vegrinn til að ná áliti og vinsældum sóknarmanna. I) Lausafregnir voru um það í ágústlok. Vopnfirðingar höfðu víst ætlað í fyrstu, að veita séra Jóni Jónssyni sömu viðtökr, sem Reyðfirðingar séra Daníel. En það hefir alt snúizt þar öðruvísi, kvað sera Jón hafa áunnið hylli sóknarmanna með lægni og ljúfmensku. Ef séra Daníel vildi nú nokkuð til gjöra að koma enda á stríð Reyðfirðinga við kyrkjustjórnina, þá ætti hann að sækja um Valþjófsstað. Sæbjörn á Hrafnkels- stöðum tæki honum sjálfsagt tveim höndum. Er þá líklegt, að séra Lárus sækti um og fengi Hólmakall, og mundi þá alt í lag fara þar. — En það er, ef til vill, þarfara, að þetta verði ekki. það er, ef til vill, fyrr beztu að barátan sé háð til enda. Mikið mega allir, sem unna kyrkjulegu frelsi, annars þakka Reyðfirðingum. Stað- festa þeirra, stilling og þrek vinnr óðum viðkenning manna. I fyrstu ámæltu flestir þeim, enda ætluðu samtök þeirra mundu hjaðna niðr sem aðra froðu. 1881 flutti 2. þingm. Suðr Múlasýslu, sem þá átti engu persónulegu hatri að mæta á þingi, bænarskrá frá frísöfnuðinum um, að rétti þeirra gagnvart þjóðkyrkjunni yrði skipað að lögum. En þá mætti múlið eigi meira gengi en svo á þinginu, að flutningsmaðr fékk það eigi tekið inn á dagskrá fyr en undir þinglok, og var það þá svæft í nefnd. — 1883 þegar sami flutningsmaðr kom fram með málið aftr (og átti þó þá upp á móti sér gullriddara flokkinn allan), þá gekk þó réttarbót fyrir frfkyrkjumenn gegn um neðri deild og var frumvarpið með naumindum drepið í efri deild (með jöfn- um atkvæðum). þettasýnir, að viðrkenn- ingunni um réft frísafnaðanna miðar á fram í meðvitund manna. Ef Reyðfirðingar halda svo fram með þreki og dáð, sem þeir hafa byrjað, þá mun málið um rétt þeirra ná fram að ganga á næsta þingi; og þá eiga allir frjálslyndir menn þeim mikið að þakka. Hjá bóksala Kr. Ö. porgrímssym': eFato vc eftir Benedict Gröndal. Skrifbœkr í 4 bl. broti með steinprent- uðum forskriftum. Verð: 50 au. Allir vita, hver ritsnillingr Bened. Gröndal er, og allir, sem séð hafa forskriftir þessar, ljúka upp um það einum munni, að þessar for- skriftir sé afbragð og bœti úr sannri þorf hér á landi. gpgp" Forskriftir þessar eru ekki skrif- aðar með penna af þ>orbirni á Sitjandanum á pappír, sem drepr í gegn um. Engum þarf að detta í hug að bera þessar forskriftir, sem eru listaverk, saman við skrifbœkr þœr, sem Einar prentari selr og hefir látið klóra efstu Hnuna í með lökum penna og lélegu bleki. S-ta|r.ó fo-ííveZ' Jóns Ólafssonar i bandi 50 au. Sd, sem kaupir 4, fær ið 5. ókeypis. Hnginn kennari með rænu vill nú sjá önnur stafrófskver en þetta. Blessaðir piltar! villizt þið ekki! Glæpizt ekki á Nýja Barnagull- inu, sem Einar prentari samdi sjálfr. Rvík 12/9—188 3. Kr. O. porgrímsson. Nýjar einkxmnarbækr handa barna- skólum fást á afgreiðslustofu ísafoldar fyrir 20 aura. Enskunámsbók Jóns Ólafssonar er blátt áfram in eina kensluhók í ensku, sem er kaupandi. 1 krso au. í bandi. Auglýsingar. fórhallr Bjarnarson, cand. theol. veitir tilsögn undir skóla. Jón Ólafsson, alþingismaðr og ritstjóri, kennir e n s k u rétt og áreiðanlega á styttri tlma en nokkur annar hér í bœnum. Kennir einnig þýzku, dönsku, 1 a t í n u . Borgun : 1 nemandi, 1 kr. um tímann. 2 nemendr, 50 au. hvor um tím. 3 ——, 35 — hver — — 4 ----, 30 — —--------- 5 ----, 25 — —--------- — BÓKFŒRSLU, einfalda og italska, kennir Jón Ólafsson. Pappír als konar, stór og smár, skrifbœkr als konar. Höfuðbœkr, klaðar, kassabœkr, als konar skriíföng fást eftir komu póstskips (12. þ. m.) fyrir óvenju fdgt verð hjá Jóni Ólafssyni Einnig : enskar orðaliœkr (frá 50 au. til 10 kr. innb.), ensk landabréf o. fl. SOYi cand. jur. tekr að sér málfærslu. Rvík, jj 1883. Nýjar byrgðir frá FBYDENLUNDS brugghúsi, sem var ið eina, er fékk gull- medaliu fyrir öl á Amsterdams-sýningunni í sumar,—eru komnar til M. Johannessen. Tapazt hefir inn 20. júlím. s. 1. á veginum frá verzlunarhúsunum á Eyr- arbakka upp í Hólavöll: borið einskiftu- tjald í hærupoka, með hælunum í. Sá, er fundið hefir, gjöri svo vel að skila því, mót hæfilegri borgnn, til Jóns Gísasonar á Minna-Hofi í Gnúpverjahrepp. — Undirskrifaðr hefir á þessu sumri fundið skipsdreka vestr á Sviði, og getr hver, sem vill, lýst honum og hvar tapazt hefir, ef það er gert fyrir næstkomandi vetrar vertíðar byrjun, því þá verðr hann brúkaðr, ef óútgenginn er. Melshúsum f8-—83. Hjörtr,; Jónsson. W&T" Hérineð ítrekast yflrlýsing sú, seni stóð í 80. bl. fjóðólfs j>. á. xnn, að HESTR PÁLSSON sé ÓSANN- INDAMAÐR að þar tilgreinduxn um- inælum. Ohristiania Bajersk Öl.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.