Þjóðólfur - 06.10.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.10.1883, Blaðsíða 1
XXXY. árg. M 37' módólpb. Reykjavík, Laugardaginn 6. okt. 1883. JJÓÐÓLFB og ÍSAFOLD. Með því að ilt er að komast lengr af með jafnsmá blöð sem blöðin eru hér á landi og varla unandi við minna en stöðug viku- blöð, en hinsvegar almenningi um megn, að kosta stórum meira til blaðakaupa en nú gerist, þá höfum við komið okkr saman um, að gera til reynslu þá breyting á blöðum okk- ar, pjóðólfi og ísafold, frá upphafi ncesta ár- gangs (1884), sem hér segir : 1., við látum koma út af þeim 50 númer (heilar arkir) á ári, þ. e. eitt blað í viku hverri, að 2 vikum undanfeldum; 2., til þess að þurfa ekki að hcekka verðið að því skapi, minkum við brotið á blöð- unum nokkuð, en þó eigi meir en svo, að við œtlumst til, letrmergð á hverju númeri verði samt sem áðr heldr meiri en nú gerist að jafnaði á blöðunum Fróða og Suðra t. a. m. Við hugsum okkr að hafa dálkana jafnmarga og jafn- breiða og nú er i blöðum okkar, en lítið eitt styttri, en letr þeim mun drýgra, auglýs- ingar t. a. m. allar með smáletri, nema fyrir annað sé beðið og borgað sérstaklega; 3., við seljum árganginn á 4 kr. (80 a. hver 10 blöð, þá t. d. 35 blöð á 2 kr. 80 a.). Jafnvel þótt við göngum að því vísu, að al- menningr muni kunna okkr þakkir fyrir þessa nauðsynlegu stcekkun á blöðunum, án þess að verðið hcekki nœrri því að sama skapi, og muni því engan veginn fráfcelast þaufyrir ekki meiri verðbreytingu en þetta, þá gefum við þó, til þess að gæta ýtrustu sanngirni, kaupendum peim, er þess óska, kost á, að halda áfram nœsta ár fyrir ekki meira endr- gjald en áðr, 3 kr., og fá þá fyrir það 39 blöð (arkir) í inu nýja broti—þótt ekki segi þeir til þess fyr en eftir áskilda uppsagnartíð, en þó fyrir lok nóvembermánaðar. Beykjavík 26. sept. 1883. Jón Ólafsson. Björn Jónsson. Nokkur bréf um fátœkrastjórn. (Niðrlag). VII. H. ., 28. febr. 1883. Góði vin ! Ég ætla nú einungis að skrifa þér fáein- ar línur út af síðasta bréfi þínu. Egget ekki hugsað til að halda lengr áfram þessum bréfaskriftum að sinni; því nú er ég búinn að senda piltana mína til sjóar, og er því einn til gegninganna, svo ég hef lítinn tíma til skrifstarfa, enda hafa þau aldrei látið mér vel, þó ég hafi skrifazt á við þig nokkur bréf vegna kunningsskapar okkar. Mér virðist þú verða frekorðari við hvert bréf, og veit ég ekki hvar það lendir. Mór þyk- ir ilt að eiga hlut í að ergja þig, en þó verð ég að segja þér meiningu mína, og máttu ekki misvirða mér þó ég geti ekki verið þór samdóma. Ég gef þór rétt í þvf, eins og fyr, að margt fari í ólagi í sveitar- stjórninni bæði hér og annars staðar, og vil ég, sem hreppsnefndarmaðr, að mínu leyti reyna að taka til greina þær bendingar, er ég get fengið 'úr bréfum okkar.—þar sem þú ert að tala um þingið og þingmenn, virð- ist mér þú fara eftir sögusögnum, enn óg hefði heldr vœnst þess af þér að dœma það eftir verkum þess, eftir þingtíðindunum.— Bréf mitt af 10. f. m. var einkum sprottið af tilmælum þínum í bréfi af 18. des. f. á. um, að ég gjörði uppástungu um að afstýra því, að sveitarfólögin ynnu hvert öðru í ó- hag, og var því ekki að búast við að þar væri talað um innansveitarstjórnina, nema að því leyti sem hvorttveggja fer saman. En ef þig langar til að fara að skrifa um niðrsetu ómaga, niðrjöfnun útsvara og inn- heimtu, uppfrœðingu sveitarbarna m. fl. þar að lútandi, þá er það rótt fyrir þig að spreyta þig á. það er rétt að við þannig skiptum milli okkar. það hefir litla þýð- ing að vera að fást um óstjórnina í öllum greinum, ef hún verðr ekki löguð. Að vísu sje ég að þú hefir nokkuð til þíns máls í því, að sveitarstyrk muni oft hafa verið útbýtt óverðuglega eða forsjálítið; en eins og ég sagði þér þegar í fyrsta bréfi mínu, er maðr neyddr til að fara þannig að. Fá- tæklingarnir geta, ef til vill, komið okkr í tugthúsið ef viö sveltum þá. Að endingu þakka ég þór nú fyrir alla prédikunina út af honum J>. Til þess að þú, sem ert yngri maðr en óg og miklu líklegri til að verða að liði f sveitarfélaginu framvegis, getir komið þér sem bezt við í fátœkra- málunum, vildi ég stuðla til þess, að þú kœmist sem fyrst í sveitarnefnd og sýslu- nefnd, og óska, að þór auðnaðist að koma lagfæringum á þetta mál. Með vinsemd. S. * ~\ * * VIII. i L.., 10. marz 1883. Heiðraði vinr I --------Ég get ekki meðkenzt að hafa verið frekorðari en góðu hófi gengdi; ég hefi leitazt við að koma þeim orðum við, er mór þótti bezt lýsa meiningu minni, og þykir mér það tilhlýðilegt. J>að sé langt frá mór að misvirða þér þótt þu sért annarar mein- ingar en ég, og það því síðr sem mér virð- ist að við séum í flestu sammála, er þetta umtalsefni okkar snertir. — J>ú lætr upp þykkju fyrir þingmennina og þingið, og snuprar mig fyrir að dæma um það eftir sögusögu í stað þingtíðinda. Jú, ég heyri sagt að sveitin eigi þingtíðindi sem oddvit- anum munu vera send, og kvað hann þykj- ast hafa einka rótt til þeirra, leggja þau svo upp á hylluna, og þar rnygla þau; enda munu flestir bændr afsaka sig með tíma- leysi, eins og þú, þó tíðindin fengjust ó- keypis, en með peningaleysi, ef þau ætti að kaupa til að lesa þau. þurfamenn- irnir ráða pyngju vorri; þegar maðr verðr að berjast í bökkum til að hafa af fyrir ó- megð sinni og þeirra, veitir ekki af að vera spar á stundunum og aurunum. Ekki held ég að ég fari að skrifast á við sjálfan mig um innansveitarstjórnina. J>ú hefir sagt upp öllum bréfa viðskiftum okkar að sinni, og þá verð ég líka að hætta. J>ór lízt þýðingarlítið vera að fást um óstjórn- ina, en ég held þvert á móti; það er hið fyrsta stig til lagfæringar á hverju sem af- aflaga fer, að benda á gallana, og láta í ljósi óánægju með það sem óhafandi þykir. J>essi mín bréf máttu sýna hverjum sem þú vilt, og þannig útbreiða mína meiningu; þú færð betra færi til þess en ég, því þú ert meira við slík mál riðinn. Varla verðurðu þó gjörðr ólukkulegr fyrir að út breiða mín orð þegar ég leyfi þér það. Að endingu þakka óg þér fyrir brófavið- skifti þessi og fyrir heilla-óskir þínar í enda síðasta brófs þíns. Við ættum að stuðla að því, að koma í verk þvf sem við höfum nú haft á orði, og vinna að því báðir eftir föng- um; það er sœmra en að vilja ýta vandan- um hvor á annan.------------ Vinsamlegast. J. Sputyvvivnja^ -wv tií 'Uppf/tpiw^at-táða'nda 'GcejaÆÍvto. 1. Hver á að sjá um upplýsinguna ágötum bœjarins?—Er það herra rennisteina- innspektórinn og götumokstrarstjórinn ? —Ef svo er, ætli hann só mjög heilsu- bilaðr eða hafi legið f yfirliðum þessi kvöld, sem liðin eru af mánuði þess- um ? 2. Af hvaða orsök er það annars, að ekki hefir verið kveikt á nokkru einu af Ijóskerum bœjarins þessi kvöld, og það þótt niðamyrkrið hafi verið líkast því, sem sagt er það væri í Egiptalandi í plágunni, og þótt göturnar séu með versta móti að for og ófœrð og umferð- in með mesta móti um þær ? 3. Til hvers eiga ljóskerin að vera hór á götunum, ef ekki á að kveikja á þeim, þegar þörfin er hvað mest ? 4. Fyrir hvað borga bœjarbúar útgjöld til ljóskera og eldsmatar, ef aldrei á að kveikja? — Eða hve nær á að kveikja ? — Eða á aldrei að kveikja? —Vér viljum vinna til að gefa herra upp- lýsingarstjóranum sinn treiskildinginn hver fyrir úrlausn á hverri af framanskráðum spurningum, ef hann vildi birta svörin hór í blaðinu. Evík T%. 83. Nokkrir náttblindir Ijóssins synir. Bréfkafli úr Eyjafjarðarsýslu, dag.. 7. septbr. Sumar þetta hefir verið ið bezta bæði til lands og sjávar hér í sýslu. Hákarlsaflinn varð með mesta móti, fiskiafli þolanlegr, síldarafli enn þá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.