Þjóðólfur - 29.11.1883, Side 2

Þjóðólfur - 29.11.1883, Side 2
126 Þjóðverja, Austrríkis og ítaliu, og sem sagt er að Spánarkonungr hafi gengið i. í þetta sama bandalag hefir nú konungsrikið Rúmenía gengið, og þyk- ir mörgum, sem það sé skiljanlegt svar til Rússa fyrir undirróðr þeirra í Bolgaralandi. Danmörk. — þ>aðan er mikið skráð um heimsóknir þær, er konungr vor hafði af börnum sínum í haust, og því stórmenni, er þar fylgdi með, svo sem þeir tengdasynir hans prinsinn af Wales og Rússakeisari. Meðan þeir dvöldu þar, kom og Gladstone, forsæt- isráðherra Engla, á lystiskipi til Hafnar, og heimsótti hann konung.— En þessar heimsóknir hafa enga þýðing fyrir heim- inn, heldr að eins fyrir þá sjálfa, er þar áttu hlut að máli. —„Dijmphna“, er vér gátum um ný- lega, losnaði úr ísnum í Kariska hafinu, eins og við var búizt, en braut í sér skrúfuna og var komin til Noregs, er síðast fréttist, á heimleið til Danmerkr með heilu og höldnu. —Rikisþing Dana var sett á venjuleg- um tíma, og bar það helzt til nýlundu þar, að Krabbe bæjarfógeti, er lengi hefir verið íormaðr fólkþingsíns, tók nú eigi kosningu, hafði hann lýst yfir því í vor, er þingi var slitið, að hann mundi eigi oftar taka kosningu. í fyrra lenti honum í deilu við einn helzta skörung vinstri manna Herup, og gjörði Horup honum upp úr því lífið svo súrt, að Krabbe mun hafa fengið nóg af. Vinstri menn réðu forsetakosningu, og kusu til forseta Berg, forvígismann vinstra flokks þingsins. Una hægri menn því ið vesta. þ>að sem af var þingi, var ekkert sögulegt orðið, utan það, að vinstri menn, sem ráða lögum og lof- um á þinginu, höfðu að eins sett tvær nefndir, auk inna lögboðnu, það sem enn var kornið þings. Annað var íjár- laganefndin, og til hennar vísuðu þeir þeim málum, er þeir vildu nokkru sinna, en þau voru reyndar fá. Hin nefndin var eins konar ruslakista, er þeir vísa öllum öðrum frumv. stjórnarinnar í, og þykir það alt til dauða dæmt, er þá leið er vísað. Enda kalla hægri menn hana greftrunarnefnd. Eins og kunn- ugt er, þá er það nfl. nú ráð vinstri manna, til að koma Estrúps ráðaneyti frá völdum, að láta ekkert frumvarp fram ganga, það er stjórnin ber upp. Enn landsþingið gjörir frumvörpum frá vinstri þingmönnum, er fólksþingið sam- þykkir, sömu skil, og verðr þvi lítið um nýja löggjöf í Danmörku meðan þessu fer fram. Langmestr hluti þjóð- arinnar fylgir vinstri mönnum, og eykst þeirra flokkr dag frá degi. Hafi þing- menn þessa flokks því þol, og bresti eigi þjóðina úthald til að fylgja þeim, þá er varla efamál, hver endir verðr á stjórnardeilu Dana. Síðustu fregnir. [Eftir „DailvNews11, „Standard“ og „Newcastle Cronicle“ io.—12. þ. m.].—q. þ. m. fékk utanríkis- ráðherra Frakka, Challemel-Lacour, or- lof frá embætti um stund fyrir sjúk- leika sakir. Forsætisráðherrann Ferry tók að sér utanríkismálin. J>að er mál manna, að Challemel-Lacour munialdrei taka aftr við ráðherrastörfum, heldr muni Ferry halda þeim. Fregnriti Standard’s segir, að það mundi öllum erindrekum útlendra ríkja í París vel líka, að þessi skipti héldust, og mundi það mjög miða til að vinsæla Frakk- land meðal erlendra þjóða. „þ>rátt fyrir sinn af bragðs-lærdóm og ágæta mælsku er Challemel- Lacour enginn stjórn- kænskumaðr. Hann er, hefir verið og verðr ávalt—prófessórinn“, segir fregn- ritinn; „stjórnkænskumaðrinn (diplómat- inn) þarf að vera lipr og lagirin, geð- stiltr og umfram alt hafa rriannþekking og heimsþekking. f>essa eiginlegleika skortir Challemel-Lacour, en þeim er Ferry gæddr sem bezt má verða. Og fyrir utanríkisráðherra eru þeir meira virði enn allr bókvísdómr". — ii þ. m. var ár liðið frá dauða Senor Figueras’ (í Madríd), en hann var fyrsti forseti þjóðveldisins á Spáni. f>ann dag fór flokkr mikill þjóðvalds- sinna, milli 3 og 4 þús., til grafar hans og skrýddu legstein hans blómum. Voruviðþað færi margar ræður haldn- ar, og mæltu allir fyrir því, að allir flokkar þjóðvaldssinna ættu að samein- ast, þrátt fyrir meiri eða minni skoð- ana-mismun. Bréf voru upp lesin frá Zorilla, Salmeron og fleirum. Alt fór fram með mestu spekt og reglu. — Sama dag var mikill mannfundr haldinn að Monaleigh Chapel í írlandi. Hélt Healy þingmaðr þar ræðu, og fóru honum svo orð um næstu kosn- ingar, að þá er þær væru um garð gengnar, mundi Parnell hafa 80 fylgis- mennn í neðri málstofunni, og væri það svo mikill fjöldi, að með því fylgi gæti hann ráðið, hvorir bæru hærri hlut i öllum málum á þingi, Whiggar (framfaramenn) eða Torýar (aftrhalds- menn), og mundi þá fylgi hans verða dýrkeypt, svo að hann mundi þá geta unnið nokkuð á til frelsis írum. — Sama dag voru fundir haldnir f nálega hverri borg á Ítalíu, að undir- lagi yztu vinstri manna. Var það fund- arefnið, að fara fram á, að krefjast al- menns kosningarrjettar í sveitastjórn- ar- og bæjarstjórnar-málum, og að kon- ur fengi og atkvæðisrétt í þeim mál- um jafnt körlum. Blaðið Bersagliere segir að Crispi, Cairoli, Zanardelli, Baccarini og Nicotera, allir miklir þjóðskörungar, sumir fyrverandi ráð- herrar, hafi bundizt í eitt lag allir með flokkum sínum til að halda fram kröf- um þessum gagnvart stjórninni. — 10. þ. m. voru í hverri heldri borg í heimi, þar sem lútherskir söfn- uðir eru, haldnar Lúthershátíðir, og eru blöðin frá 10.—12. þ. m. full, sem nœrri má geta, af fregnum um það. Bróðir okkar Færeyingrinn hefir lengi átt þátt í því að gjöra sig heimakominn hjá okkr mörlöndunurn. Hann hefir komið til okkar ár eftir ár, lagt skipum sínum upp í landstein- unutn hjá okkr, fiskað á fjörðunum okkar, skorið sundur veiðarfærin okk- ar, skotið í beitu æðarkollurnar okkar, og aðra fuglana okkar, svínfylt sig og slegizt í hverri kaupstaðarferð í kaupstöðunum okkar, og hneykslað með því tilfinninguna okkar; en við höfum tekið því með íslenzku þolin- mæðinni okkar við alt útlent, enda var þetta líka bróðir okkar — þó hann væri ekki nema Færeyingr, skinnið a’ tarna ! En firðirnir okkar fiskisælu á austr- landi eru ekki takmarkalausir; þeir eru ekki nema firðir; og þorskrinn okkar er sérvitringr, eða það sem meira er: hann er þorskr, og hefir ekki vit á að fylla alla firðina, heldr vill hann halda sig á vissum stöðvum, par vill hann láta veiða sig; annar- staðar vill hann ekki „bíta á krókinn". þ>ess vegna eru fiskimiðin okkar enn takmarkaðri, en firðirnir, 0g það er svo margr mörlandinn sem þarf að fá sjer fisk úr sjó, að full-þröngsett er oft á miðunum; menn eiga í vök að verjast, að leggja ekki lóðirnar hver ofan í annan og gjöra ekki hver öðr- um ógagn. Svo er nú austfirðingrinn ekki sanngjarnari en það, heldr, að hann vill ekki að einstakir menn hefti fiskigönguna með veiðarfærum sínum, t. d. girði fjarðarkjaftinn þveran með lóðum, og því var hann svo djarfr, að nota heimild þá, sem lögin veittu hon- um, til að búa sér til fiskisamþyktir. Hann fékk þær staðfestar til ákveðins tíma til reynslu af amtinu. Auðvitað voru þær samdar til að efla hagsmuni íbúanna sjálfra í þeim fjörðum, er veið- ina eiga að nota; þeim datt ekki í hug, að þeir væri skyldir að gæta hags- muna Færeyinga, par sem peir komu í bága við hagsmuni lands- manna. Lögin munu heldr ekki hafa ætlazt til annars, þvi hafa þau lagt það undir alkvæði peirra, er í bygðarlagi hverju búa, hversu þeir vilji haga sam- þyktunum. Nú reyndist samþykt aust- firðinga svo, að þeir báðu um endr- nýjung á staðfesting samþyktarinnar, þá er reynslu-tíminn var út runninn. Amtið segir: „Nei !“ — Af hverju? — Var það af því að amtið hefði komizt að raun um, að samþyktin væri bygð- arlaginu, sem í hlut átti, til tjóns ? — Nei, langt frá! En Færeyingar höfðu farið í okkar holla trygðavin Nelle- mann, og tjáð honum, að þeir, Færey- lngarnir, þjóðblendingarnir, þjóðernis- leysingjarnir, væru eitt danskt amt úr Danmörku. þeir væru því réttir Nelle- mannslandar, og þar á ofan ráðgjafa- hollr hægrilýðr, en vér, baldstýrugir mörlandarnir, dirfumst að risa upp á aftrfótunum móti „dönskum þegnum“ og þættumst eiga rétt á að skipa at- vinnuvegum vorum samkvæmt einhverj- um íslenzkum lögum, sem sig varðaði ekkert um, og boluðum sig svo, sig (hér kom hjáróma gremju-gráthljóð í kverkarnar), já, sig, „danska þegn- ana“, burtu af veiðistöðvum vorum. Hvað gerir Nellemann svo? — Jú, hann bannar amtmanninum að staðfesta aftr veiðisamþyktina austfirzku, eða í öllu falli fer þeim orðum um þetta, sem ráðgjafahollr maðr, sem ekki var nema settr í embætti sínu, hlaut að taka sem bann. Og vor færeyski bróðir „tríumfer- ar“ og hefr á ný sína fyrri aðferð á fjörðum vorum. Nú í sumar samþykkti alþingi vort lög1 um fiskiveiðar útlendra hér við land. J>ar er meðal annars kveðið svo á, að veiði á opnum bátum í landhelgi megi þeir einir reka, sem búsettir eru íslandi. Færeyingrinn kemst að þessu, og rís nú upp til handa og fóta, bæði í blaði þeirra Færeyinga (Ayntstidende for Fœr. eða Dimmalœtting), og svo í „Dagblaðinu" danska, og vafalaust fær veslings Bærentzen þeirra (sem ávalt þegir á þingi Dana) málið, og hleypr, sem fyr, { herra Nellemann, til að fá hann til að láta konung synja lögunum staðfestingar. Að minsta kosti lætr „Dimmalætting“ og höfundrinn í „Dag- blaðinu“ (hr. Bærentzen?) þá vissu von í ljósi, að það muni takast. Vér viljum nú reyndar, þrátt fyrir sorglega undanfarna reynslu, bera það traust til herra Nellemanns, að hann fari ekki að afsetja algjörlega Kristján 9- °S 8‘jöra bróðr okkar Færeyinginn 1) Vor heiðraða færeyska systir, sem heitir „Dimma“ (og kemr út i skómaskoti því, er pórs- höfn heitir) veit ekki, að alþingi býr til lög, en ekki frumvörp (sjá Nr. 42 þ. á.). Væri það frumvöri> gæti konungr breytt þeim. En það gelr hann ekki; hann getr að eins neitað að staðfestft þau, alveg eins og lög rikisdagsins. „Dimmu“ hefir líkl. verið að dreyma um amtsráð hæreyinga, sem kallar sig iögj>ing, líklega af því, að það getr ekki gefið lög (sbr. lucus a HOH luoendo)!

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.