Þjóðólfur - 29.11.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.11.1883, Blaðsíða 3
128 oð íslandskonungi. Hvað væri þá orð- ið úr stjórnarskrá íslands og sjálsfor- ræði, ef konungr vor hefr afsalað sér einveldi sínu ekki í hendr þjóð vorri, heldr í hendr Færeyingnum, til að láta hann ráða og ríkja yfir oss og skamta oss rétt úr hnefa í innlendum atvinnu- málum vorum? Sem sagt, vér vonum ins bezta til herra Nellemanns, meðan vér vitum ekki, hversu hann tekr í málið (vér höfum ekki einu sinni heyrt, hvað ^rojí-fiskrinn hans hugsar!) En Færeyingnum ættum vér bágt með að fyrirgefa það blóðuga banatil- ræði, sem hann nú á ný hefir sýnt sjálfsforræði þjóðar vorrar, ef ekki væri það, að hann veit ekki hvað hann gjörir; en víst má hann eiga það, að sé hann áðr verst látinn allra útlendra þjóða, sem til íslands koma (og oss er eigi fjarri að ætla það), þá munu eigi vaxa vinsældir hans, er þessar aðfarir og undirróðr verðr heyrum kunnugt á íslandi. þ>að eina, sem getr afsakað Fær- eyinga, er það, að þeir eru þjóðleys- ingjar sjálfir, innlimaðir sem amt í Dan- mörku, og hafa enga hugmynd um hvað sjálfsforræði er; þeir hafa aldrei þekt það, hata enga fýsn til þess né ást á þvi, og kunna því ekki að virða sjálfsforræði annara. Vér skulum næst fara nokkrum ýt- arlegri og alvarlegum orðum um fleiri atriði þessa máls; það á það skilið. J>að sem vér höfum skrifað í dag, er rétt til að „reifa“ málið stuttlega. Ný lög komu út með póstskipinu staðfest af kon- ungi 8. október þessi: Fjáraukalög fyrir 1882 og 83. L. um breyt. á tilsk. V 1861 um veg- ina á Isl. L. um bæjarstjórn á Akreyri. L. um bæjarstjórn í ísafjarðarkaupstað. — Staðf. af konungi 8. nóvember þessi: Fjárlög fyrir árin 1884 og 1885. Fjáraukalög fyrin árin 1880 og 1881. L. um að stjórn. veit. heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. L. um að meta til dýrleika nokkrar jarðir í Bangárvallasýslu. L. um að stofna slökkvilið á Isafirði. L. um linun í skatti á ábúð og afnot- um jarða og á lausafé. L. um löggilding nýrra verzlunarstaða. L. um breyting á 2. og 3. gr. laga 11. febr. 1876 um stofnun læknaskóla í Rvík. L. um afnám konungsúrskurðar 20. jan. 1841. L. um breyting á 7. gr. 1. um laun sýslumanna og bæjarfógeta þf 1877. í 35. og 38. blaði þ. árg. af þjóðólfi höf- um vér gefið efniságrip laga þessara, svo að vér vonum að lesendr vorir átti sig á þeim, enda fer nú ið síðasta af Alþ.tíðindunum út urn land. Nýtt hókmenta-fyrirtæki. þ>eir herrar Björn Jónsson eig- andi ísafoldarprentsmíðju_ og ritstj. ísa- foldar, og bóksali Kr. O. þorgrímsson ætla að gefa út á sinn kostnað frá apríl-byrjun, ef undirtektir fást undir boðsbréf þeirra, mánaðarrit í heftum til skemtuuar og fróðleiks. Ritstjórar þess verða þeir Björn Jónsson, Jón Ó/afs- son og Stemgrímr Thorsteinson. Vér felum sérstaklega kvennfólk- inu og inu yngra fólki að ýta undir karlana sína, að skrifa sig sem allra- fyrst fyrir þessu riti. Að öðru leyti vís- um vér til boðsbréfsins, sem hljóðar þannig: IÐUNN. Mánaðarrit til skemmtunar og fróðleiks. Allar aðrar þjóðir en vjer íslendingar, þœr er nokkrar bókmenntir eiga, hafa til mik- ið af góðum skálds 'ógum og öðrum skemmti- ritum, og eru þar gefin út tímarit eingöngu í þeim tilgangi að skemmta mönnum. En vjer Islendingar erum gjörsnauðir af þess konar ritum, og er þó fáum þjóðum meiri þörf á slíkú en oss, þar sem svo lítið er ann- ars um skemmtanir á landi voru. Fyrir þá sök, og af því að lestur v and - a ð r a skemmtirita er einhmer hin bezta, saklausasta og menntunarríkasta skemmtun, þá virðist það varla efamál, að tilmun í slíka átt muni bæta úr verulegri þörf og skorti hjer á landi. pvi höfum vjer undirskrifaðir tekið oss saman um að gjöra tilraun til að bceta úr þessum skorti, tilra/un til að svala hinni ríku og eðlilegu lestrarfýsn manna á hollan hátt, með því að gefa út MÁNAÐABBIT, er inni- haldi stuttar skemmtisögur, og ef til vill nokkrar cefilýsingar merkra manna, ferðasögu- kafla útlenda og annað það, er sönn og mennt- andi skemmtun og fróðleikur sje að. pað er auðvitað, að megin efnisins verða þýðingar af útlendum ritum, og þarf naum- ast að geta þess, að vjer munum velja helzt rit eptir beztu höfunda, og eins viljum vjer, ef þess verður kostur, taka frumsmíði íslenzkra höfunda. Auðvitað munum vjer vanda svo efnisval, málfœri og annan frágang, sem oss er framast auðið. Fái fyrirtœki þetta þær undirtektir al- mennings, að vjer sjáum oss það fœrt, höfum vjer í huga að prýða ritið með myndum. Vjer höfum hugsað að nefna rit þetta IÐUNNI, og að út komi af því eitt 3 arka hepti (innfest í kápu) á mánuði hverjum, eða alls 36 arkir á ári, með drjúgu letri og vönduðum frágangi að prentun og pappír. peir sem gjörast kaupendur að riti þessu, fá 6 hepti (18 arkir), sem er œtlazt til að verði bindi sjer, fyrir 2 kr., og verður þeim sent hvert hepti með fyrstu ferð, eptir að það kemur út, þeim að kostnaðarlausu. Sölulaun 5. hvert expl., ef minnst 5 eru keypt og skilvíslega borguð. BITSTJOBN tímaritsins önnumstvjer með- undirskrifaðir Björn Jónsson, Jón Ólafsson og Steingrímur Thorsteinsson. En KOSTN- AÐABMENN þess verðum við meðundir- skrifaðir Björn Jónsson og Kr.Ó. porgríms- son, og biðjum við þá, er gerast vilja áskrif- endur að því, að senda öðrum hvorum okkar boðsbrjef þetta með árituðum nöfnum sínum hið a l l r a f y r s t a aptur, eigi síðar en með pósti þeim, er hingað kemur í marzmán- uði í vetur, þar eð oetlazt er til, ef áskrifend- ur fást nægir, að ritið fari að koma út um sumarmál i vor. Beykjavík 27. nóv. 1883. Björn Jónsson. Jón Ólafsson. Krisíján Ó. þorgrimsson. Síeingrimur Thorsteinsson. — Póstskip kom hingað 23. þ. m. — Rosaveðr síðustu daga, en nú góðviðri. — Afli góðr, er síðast gaf á sjó. — Með póstum að frétta alment góða tíð hvervetna. — Fyrir austan (í Múlasýslum) láta menn ið bezta yfir tíð, heyskap og skepnuhöldum, og útlit á almennri vel- megun að sagt er. — Sildaraflinn þar lítill í sumar venju fremr, og aflabrögð yfir höfuð í rýrara lagi. — Af Eyjafirði sagðr allgóðr sildar- afli þetta liðna haust. —- Úr Skagafirði sögð góð tíð f haust; 4. þ. m. kom norðanhríð með talsverðri fannkomu. Síðan gott veðr. Bezti afli þar á firðinum. — Úr Miðfirði er oss skrifað n. þ. m. : „Yfir höfuð mjög góð tíð hér og almenn heilbrigði. Haustvertíð lítr ut að bregðist hér gjörsamlega; enginn fiskiganga að mun komið hér þetta sinn. |>etta er stór hnekkir ofan á afleiðing- ar harðindanna, sem eru nú einmitt að verða mjög tilfinnanlegarlí. — Vöruverð erlendis ; Raffi að stfga (selt þó hér sama verði enn). Lýsi fall- ið úr 57 kr. í 47 kr. tn. Auglýsingar. Ný prentsmiðja. par eð eg hefi fengið lconungsleyfi til að stofna prentsmiðju, og með því að nú eru lika komin öll áhöld til hennar, svo sem spónný, stór og vönd- uð hraðprossa, og miklar birgðir af fjölbreytt- um, móðins leturtegundum — leyfi jeg mjer að tilkynna hinum heiðruðu löndum mínum, að jeg tek til starfa við lok þessa mánaðar. Tek jeg þá til prentunar alls konar bækur og bæklinga, er prenta má með latneskum letrum, og líka alls konar lausa- prent, svo sem: eyðublöð, reikninga, veizlukvæði, dansseðla, matseðla, „vfsitkort11, plaköt, boðsbrjef; umburðarbrjef, grafljóð, útfararminningar, o. fl. Vegna minna vönduðu verkfæra, og sömuleiðis vegna þess, að jeg í sumar naut töluverðrar tilsagn- ar og æfinga í ýmsu því vandasamasta í prentlist- inni, í hinni ágætu prentsmiðju háskólans i Edin- burgh, vona jeg að geta boðið löndum minum hið bezta prent, er þeir geta átt kost á hjer á landi, með jafngóðum kjörum og aðrir samiðnarmenn minir og sömuleiðis að geta leyst prentunina greið- lega af hendi. Prentsmiðjan verður í húsi hr. Skous steinhöggvara við Hlíðarhúsastíg hjer í bænum. Reykjavík 26. nóvember 1883. Sigm. Guðmundsson prentari. Til kaupmanns Jóels Sigurðssonar kom nú með póstskipinu margs konar varn- ingur, svo sem alls konar hálsbúnaður handa karlmönnum, hattar (Nordenskiölds- og Palandershattar),vetrarhnxur og vetrarvesti, hanzkar, ágæt vín, vindlar o. fl. Með miðs- vetrarferðinni von á alls konar vetrarfatnaði handa karlmönnum. Allt við mjög vægu verði. Mig undirskrifaðan vantar síðan í sumar ljósgráa meri 3 vetra, óaffext í vor ; mark: sneitt fr. hægra. Hver, sem var við verðr aðvari mig sem fyrst. Saurbæ í Flóa 8. nóv. 43. Ámundi Ámundason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.