Þjóðólfur - 29.11.1883, Blaðsíða 4
126
Hér með innkallast, samkvæmt opnu
bréfi 4. janúar 1861 ogf lögum i2.apríl
1871, allir þeir, sem telja til skulda
hjá dánarbúinu eftir Guðmund þ>or-
steinsson frá Efraseli á Landi, sem dó
í Reykjavík 6. júni þ. á., til innan 6
mánaða frá seinustu birtingu þessarar
innköllunar, og sanna þær fyrir skipta-
ráðandanum hér í Rangárvallasýslu,
Rangárþingsskrifstofu, Velli 9. nóvem-
ber 1883.
486,] H. E. Johnsson.
Jeg hef hafið bóka-og pappírsrerzl-
un hjer í bænum og tek því að mjer
að útvega bækur fyrir menn á íslandi
svo fljótt og skilvíslega sem unnt er.
Alls konar ritföng fást hjá mjer með
mjög góðu verði. J>eir sem vilja eiga
viðskipti við mig, verða að gjöra svo
vel, annaðhvort að snúa sjer skriflega
til mín eða til umboðsmanns míns, cand.
theol. Morten Hansen i Reykjavik, sem
einnig útvegar allar íslenzkar bækur.
Jeg tekst og á hendur útvegun á
alls konar vörum og munum, þegar
borgun ersend með pöntununum, móti
2 aurum af krónu í ómakslaun.
Enn fremur tek jeg að mjer að pýSa
fyrir litla borgun íslenzk mdl, sem
ganga eiga til hæstarjettar og ú/vega
duglega málaftutningsmenn til þess að
flytja þau fyrir þessum rjetti.
Utan á brjef til mín á að skrifa :
Björn Bjarnarson
499] Norrebrogade 177
Kjöbenhavn N.
Kaupmannahöfn 8. nóv. 1883.
Björn Bjarnarson
cand. juris.
Glysvarningr.
Af skrautglingri og leikföngum er
mikið komið í nýjum og fjölbreyttum
tegundum til
495] F. A. Love.
Minn stóri klœðavöruforði er aftr aukinn
birgðum af nýjum tegundum.
F. A. Love. [496
Duffels-jakkar fyrir 15 kr. og þar yfir
Duffels-yfirfrakkar fyrir 28 kr.fog þar yfir
Alklœðnaðr fyrir 25 kr. og þar yfir
hjá F. A. Love. [497
Ath.: Alt er tilbúift hér innanlands.
Áskorun.
Hér með eru það mín vinsamleg til-
mæli, að allir þeir sullaveiku, sem ég hef
haft til lækninga og sem frá minni hendi
hafa farið annaðhvort grónir eða á góðum
batavegi (eftir ástungu eða bruna), vildu
sýna mér þá velvild, að skrifa mér sem ná-
kvæmast, hvernig heilsufari þeirra hafi ver-
ið varið síðan, og sérstaklega taka fram,
hversu lengi útferðin úr sullinum hafi haldizt
við á þeim, sem eigi voru grónir, er þeir
fóru frá mér.
Rvík, 27. nóv. 1883.
J. Jónassen
héraðslæknir,
Bær til sölu [491.
hér í bænum, með góðum kálgarði, hjalli og geymslu-
húsi fyrir mó o.s.frv. Ritstj. ávísar.
i’ROSTBÓLGA, SPRUJSTGUR á höndum og
I andlití, viðkvæmni, þurleikr og sprungur á hörundi
frostbólgubollar, opin sár, brunameiðsl, skinnkast
o. s. frv. læknast fljótt með þvi að við hafa cand.
pharm. Andersens Creme hygienique. Dósir
á 30 og 50 au. fást hjá
F. A. Iiove. 494.]
Tapazt hefir seint i f. m. hryssa mógrá, 6 vetra;
mark: biti a. vinstra, járnuð 6-boruðum skeifum á
3 fótum. Beðið að halda til skila mót borg. til
Árna porlákssonar áHöfða, Vatnsleysuströnd.
[498
Bleikskjótt hryssa er i óslcilum með mark : fjöðr
fr. hægra; stúrif. vinstra, fjöðr fram., aljárnuð: hér
um bil miðaldra. Réttr eigandi má vitja til und-
irskrifaðs, til jóla hryssunnar og borgi áfallinn
kostnað, en frá þeim tima andvirðisins. 489]
Sveinn Evríksson, Ölafsonar, biðr alla
fjær og nær, æðri sem lægri, að skrifa nafn
hans, hvort heldr er utan á bréf eða hvar
helzt sem er, þannig :
Hr. Sv. Ólsen, teiknari,
Reykjavík.
þeir sem vilja fá stungið á hvað sem er,
signet, dósir, bauka, birlegt, geta spurt mig
uppi, einnig allavega litt rósir og stafi og
myndir 488
Samkvæmt opnu bréfi q.janúar 1861
og lögum 12. april 1878 innkallast all-
ir þeir, sem telja til skulda hjá dánar-
búinu eftir húsmann Olaf þórðarson,
sem andaðist að Minniborg f Austr-
Eyjafjallahreppi 30. júní þ. á., til, inn-
an 6 mánaða frá seinustu birtingu þess-
arar innköllunar, að lýsa kröfum sínum
og sanna þær fyrir skiftaráðunum hér
í Rangárvallasýslu.
Rangárþingsskrifstofu, Velli 9, nóvem-
ber. 1883.
485.] H. E. Johnsson.
Eins og blöðin á sínum tima hafa drepið á, vildi
það hörmulega slys til í þorlákshöfn, liinn 29. marts
þ. á. að eitt þeirra skipa, er þar höfðu veiðistöðu,
núði eigi lendingu í hinu ógrlega veðri, er snögg-
lega skall á þann dag, og fórst öll skipshöfnin.
Formaðr fyrir þessu skipi var minn ástkæri eigin-
maðr Ólafr Jóhannesson, bóndi á Dísastöðum í
Flóa. pegar eg þannig, ásamt 2 börnum okkar
ungum (hið 3 hefir siðan fæðzt), var svift þeim
manni, sem um 7 ára samverutfma okkar hafði
reynzt mér sem inn ástríkasti og umhyggjusamasti
maki, og sem vegna atgjörfis, prúðmennsku og
mannkosta sinna er sárt saknað af fieirum en mér,
urðu margir til að auðsýna mér aðstoð og einlæga
hluttekningu í raunum mínum bæði með fégjöfum
og á annan hátt, Vil eg þar á meðal sérstaklega
minnast Bjarna bónda Guðmundssonar á Geirakoti
og konu hans, og þorvarðar hreppstjóra Guðmunds-
senar á Sandvík og konu hans, því hvorutveggja
þessi merkishjón hafa síðan eg varð fyrir þessum
mikla missi, auðsýnt mér svo margskonar aðhlynn-
ingu og aðstoð, að eldci verðr til peninga reiknað,
auk þess að porvarðr hreppstjóri gaf mér í pening-
um 10 kr. Af öðrum velgjörðamönnum mínum vil
eg nefna síra Jens Pálsson á pingvelli, Gunnar
Bjarnason á Bygðarhorni og Magnús Jónsson á
Smjördölum sem gáfu mér 10 kr. hver um sig_
pótt eg nefni ekki fleiri, geymi eg göfn þeirra í
hjarta mínu. Innnilegt þakklæti og einlæg bæn
um, að guð umbuni þeim fyrir mig, er það eina,
sem eg get látið þessum velgjörðamönnum mínum,
nefndum og ónefndum í té.
Dísastöðum 27, okt. 1883.
487] Katrín Ögmundadóttir,
Reykj'avíkur - útgáfa biblíunnar, inn-
bundin fyrir tilhlutuu ins islenzka bibliu-
félags í ágætt enskt band, fæst hjá
biskupsskrifara Jóhanni þorsteinssyni í
Reykjavík fyrir 5 kr. út í hönd. [490.
f akkarávarp.
Við getum eigi bundizt þess að láta opinberlega
í ljósi innilegt þakklæti okkar öllum þeim, sem svo
drengilega hafa rétt okkr hjálparhönd til að firra
oldcr og fjölskildu okkar vandræðum og bjargar-
skorti; var þar fremst í flokki frú f>. Kuld, og þser
frúrnar : Guðlaug Jensdóttir, Guðrún Clausen og
S. Richter í Stykkishólmi, þær gengust fyrír því í
sumar að skotið var saman handa okkr 100 krónum
og gaf frú Guðrún Clausen 20 krónr en 10 krónr
hver af hinum:
þó að við vitum að þessir veglyndu velgjörendr
okkar hafi að litlu opinbert þakkarávarp, þá von-
um við þó að þeir misvirði eigi að við þökkum
opinberlega þetta kærleiksverk þeirra.
Svelgsá 31. júli 1883.
Sigurður Guðmundsson. [500.
Ingibjörg Guðbrandsdóttir.
ÁRÍÐANDI.
EYNELGR SJÚKDÓMAR
læknast gersamlega með minni
aðferð, sem bygð er á nýjum vís-
indalegum rannsóknum, án þess
að störfum líffæranna sé í neinu rask-
að, og það þó veikin sé mjög slæm.
Sömuleiðis lækna ég hinar óþægilegu
afleiðingar af æsku-syndum, taugasjúk-
dóma og holdlegan vanmátt.
Pagmælsku ábyrgist ég.
Gjörið svo vel
að senda nákvæma lýsing
á sjúkleikanum.
Dr. Bela, Paris, 6, Place de la Nation,
meðlimr ýmsra vísindafelaga.
Flogaveiki, sinadráttr,
barnakröm og taugsjúkdómar
læknast gersamlega,
ef fylgt er minni aðferð.
Lækningarlaun þarf eigi að borga
fyr enn batnaft er.
Læknishjálpina má fá bréflega.
6, Place du Trðne, 6, Paris.
Samkvæmt opnu bréfi, 4. janúar 1861 innkallast
hér með allir þeir, sem telja til skulda .í búi fyrr-
um lögregluþjóns Alexíusar Árnasonar, er andaðist
í Reykjavík inn 23. ág. þ. á. að gefa sig fram innan
6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar og
sanna kröfur sínar fyrír undirskrifuðum.
Sömuleiðis er skorað á þá, er skulda téðu dánar-
búi, að borga skuldir sinar til þess innan sama
tíma til mín.
Reykjavík inn. 23. október 1883.
484] Lúðvíg Alexíusson.
Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism.
Prentaðr í prentsmiðju Isafoldar,