Þjóðólfur - 22.12.1883, Page 1

Þjóðólfur - 22.12.1883, Page 1
XXXY. árg. M 45 f JÉií&r; Reykjavík, Laugardaginn 22. desember. 1883. Othello Mattíasar. Eftir JÍIRÍK yVÍAGNÚSSON. (Niðrlag). Bls. 18, eftir 7. línu hefir þýðari hlaupið yfir línu og misþýtt fyrstu orð næstu línu, til þess að þau féllu við það, sem þau ekki eiga saman við :— Hert:—‘I did not see you, welcome gentle signor; We lacked your counsel and your help to-night’. Brab:—‘So did I yours’. Frá þessu gengr Matt. þannig:—- Hert:—‘Heill, kæri vin, vér sáum yðr eigi’. Brab:—,Né yðr eg’.—Og þó var Brab. nýgenginn inn I ráðstofuna, þar er her- toginn sat í forseta sæti á ráðstefnu, og kom einmitt í þeim tilgangi, að fá hertogann til að rétta mál sitt við O- thello ! — Orðrétt er þetta :— Hert:—‘Heiil, tigni herra’, eg tók ei eftir . yðr; I kvöld oss reið á ráði yðru’ og liði’. Brab:—‘Og mér á yðar eigi síðr’. Annars eru yfirsjónir af þessu tagi, sem margar eru i bókinni, með fram á ábyrgð félagsins, sem gefr bókina út. Á bls. 19, ]0_15> lýsir Othello kafla úr æfi sinni þannig:— Rude am I in my speech And little blest with the soft phrase of peace; For since these arms of mine had seven years’ pith Till now some nine moons was- ted they have used their dearest action in the ten- ted field’ Matt.:— En ég er ærið stirðmáll og hef ei iðkað orðræður á þingum, því síðan þessir armar að eins höfðu sjövetra merg og þar til fyrir fám tunglkomum síðan, öll var þeirra iðja að rækta völl, sem herbúðum er hulinn. Svo Othello gjörði ekkert annað, en bera á einn völl, sem altaf er hulinn herbúðum ! Trúir ið íslenzka bókmenta- félag því, að Shakspere fari með ann- að eins þvaðr eins og þetta?—Nokkuð nær frummálinu má þó komast :— En mér er stirt um mál Og illa gefinn fagrgali friðar ; Því síðan ára sjö þeir hlutu merg Alt þar til nú fyr’r eitthvað níu tunglum, Var örmum mínum tamast orku’ að neyta Á [tjaldskipuðum vigstöðvanna völlum. Bls. 23, 5: Brabantio kveinar um barna ólán sitt, og segir :— ‘I had rather adopt a child , than get it’. £>etta þýðir Matt.:— ‘Ég átti fyrr að ala upp börn en eignast’, sem ég fæ ekki betr séð en allir lesendr, ókunn- ugir frummálinu, verði að skilja svo, að hann harmi það ólán, að hafa átt að ala upp börn áðr en hann eignað- ist börn. Éýðingin er blátt áfram :— ‘Arfleiða kysi ég heldr barn en eiga’- I tveim síðustu viðræðum þeirra her- togans og Brabantios á þessari bls. fer öll hugsun frumhöfundar svo 1 glundroða í þýðingunni, að þar sér varla eyfið af. En vandþýddar eru þessar viðræður, því bæði eru þær í rimi, og svo er hugs- unin svo hnitmiðuð og málið eftir því svo fast og sett að alt- er í þeim skorð- um, er eigi má frá vikja. Hér er frá- gangrinn svo hjá Mattiasi, að ég fyrir mitt leyti skil ekki einu sinni íslenzk- una sumstaðar. Ég tek til dæmis þetta (6 og 5 1. að neðan) :— ‘He bears the sentence well, that nothing bears But the free comfort which from thence he hears’ sem eru sveigingar-yrði Brab. til her- togans fyrir það að hann frádæmdi ekki Othello dóttur Brab. og eiga um leið að mótmæla ráðleggingu hertog- ans, að menn skyldu gjöra sér að reglu, að bera það harmalaust sem engin bót lægi víð. Éessi orð þýðir Matt. þannig: ‘Og góðan lærdóm ber sá hér frá borði, sem ber hann tóman með hans hreysti-orði’, og mér, að minsta kosti, er enginn vegr opinn til að fá hér vit úr. Hugsunin er:—‘Sá ber vel dóm, er dæmdr ber ei meira Enn dómsins huggun borna’ að fegnu eyra’. Bls. 25,23-25. telr Othello fram ástœður sínar fyrir því, að hann vili leyfa De- sdemonu að fylgja sér á herferðinni gegn Tyrkjum, enn getr um leið ýmis- legs, er eigi standi bak við vilja sinn í því efni, og er þar á meðal þetta : — ‘Nor. to comply with heat—the young affects In me defunct—and proper sa- tisfaction’, og Matt. fer með þannig: — ‘Né til að svala blóðs míns bernsku fýsnum í þessu sjálfs mín unga yndis- standi. Enn rétt er það : ‘Né heitum losta svala’og seðja fýsn— því æsku minnar ástríðum er lokið’. Enn—ég gleymi mér. Ég er ekki kominn út fyrsta þátt !eiksins enn. enn mál þetta þó orðið svo langt, að varla gegnir hófi. Að eins eitt dœmi vil jeg fœra til enn, og láta svo staðar nema með ástœður fyrir því dómsat- kvæði, er hér er verið að fœra rök að. Á bls. i20,17 er eftirtektaverðr staðr, sem nauðsynlegt er að leiða athygli að; Othello heyrir að Cassio sé ekki drep- inn, og segir : — 'then murder’s out of tune, And sweet revenge grows harsh’; eftir orðunum : — ‘þ*á er morðið hjáróma. Oghefndin sjálf in sœta verðr rám’. Enn úr þessu gjörir Matt. : — ‘morðið missir þá sinn höfuðstaf og hefndin kveðr skothent'. Hér er ekki nóg með því, að grund- vallar hugmynd frumhöfundar, sem er söngr, er steypt um, og grundvallar- hugmynd önnur sett í staðinn eftir höfði þýðanda, sem er rlm; — þau Morð og Hefnd eiga að setjast við að fara að yrkja!—heldr er Shakspere látinn hafa komið fram á 16. öld á ensktleik- svið með líkingu, sem heimti in þýð- ingarmestu kjarn}>rði sín úr háttatali Snorra Sturlusonar! Og enda ekki nóg með þessu, heldr er Shakspere þar á ofan látinn hafa orðið ‘skothent’ í þeirri merkingu, er alþýðuskáld og almúgi á íslandi hafa lagt í það nú á síðari tlm- um.—Risum teneatis amici? ! þ>á er meðferðin á málinu! Eg get ekki nefnt nema fáein dœmi af því tagi, er rétt fyrst verða fyrir. Hvað þýðir t. a. m., ‘að láta þig vorkennast fyrir’; bls. g.j ? — ‘eigi er holt að mœta móti Márnum’, bls. 20,32?—‘ef ég mætti geta, bls. 13...,? ’breyskleikr frétta’ og ‘að blindast gagnvart aðalmáli’ bls. r 6,18-19? —‘viðburðir bíða sinnar lausnarstundar í kviðrúmi tímans’! bls. 29,21?—’Eg kalla þetta. (sic) ei bón; nei, eins og ef ég mæltist til, þú hefðir hanska, o. s. frv., bls. 62, neðst ?—‘þ>að var þessi hin sama hönd sem hjartað í mér gaf þér, bls. 79,21 ’ 29? Eitthvert ríkisefni . . . hans hreinu sálu hefir fylt með ryki! bls. 83>i2> 15 ? — sálir tortrygninnar , bls. 83, neðst? Er ei heilinn boginn, bls. 99,14, o. m. o. m. fl.? Enn—þótt flestum muni nú þykja nóg komið — eru þó gallar á bókinni, sem ekki hafa verið nefndir og ekki verða eignaðir þýðanda einum, enn sem fé- lagið ber sérstaka ábyrgð fyrir : á bls. 13,15 er mál lagt Jago í munn, sem Othello mælir. Bls. 18 eftir 7. línu er heilli línu slept; hið sama er gjört á bls. 21, eftir 15. línu. Bls. 78, eftir 8. línu vantar inn í svar fíflsins og gagn- svar Desdemónu. Bls. 104 eftir 16. llnu vantar inn _ I svar Ródrigós og gagn- svar Jagos. Úr ræðu Jagos, bls. 105,5 hafa fallið orð, er svara skyldu þessu : —‘and your suspicion is not without wit and judgment’. Bls. 107, eftir 23. línu vantar inn I svar Emilíu og gagnsvar Desdemonu. Á sömubls., eftir 13. línu, vanta orð, er svari þessu: — ‘ánd he she loved proved mad’, sem hafa sína þýðingu þar sem þá er komið leik. Bls. 114 eptir 15. línu vantar inn í svar Crratianos og gagnsvar Jagos, m. fl. Hvað hugsar nú stjórn Reykjavlkr- deildarinnar með að gefa út slíka bók? Hér kemr fram ótrúleg skyldu-vanrækt forseta og allra embættismanna, er helzt bera ábyrgð aðgjörða félagsins. Af for- seta kemr mönnum almennt saman um að heimta megi þann glöggleik, eftirlit- semi og gjörhygli um annarra verk, er félaginu mætti vera trygging I, það er kemr til rita þeirra, er aðrir senda því til prentunar. Enn það tek eg upp á mig að fullyrða, að forseti getr ekki hafa borið tvær blaðsiður handritsins saman við frummálið, áðr en lcaup voru

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.