Þjóðólfur - 09.02.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.02.1884, Blaðsíða 2
18 henni. Ársvextir af ríkiskuldunurn námu þá 4,29 doll. (16 kr. 8 a.) fyrir nef hvert meðal landsmanna. Nú nema vextirnir 0,95 doll (3 kr. 57 a.) fyrir nef hvert. Meira að segja: tekjur ríkjanna eru svo miklar, i að stjórnin er 1 vandræðum með, hvað við þær skuii gjöra. Samkv. lögum þurfa þejr nl., sem eru eigendr ríkisskuldabréfa, ekki að láta þau af hendi fyrri en á ákveðnum tíma, og fær stjóruin því ekki, hvað fegin sem hún vildi, innleyst nema tiltekna upp- hæð á ári. — Fleskútflutningr Bandaríkja. Fyrir nokkru bannaði þjóðverjastjórn og litlu síðar Frakkastjórn, allan innflutning þar til landa af fleski frá Ameríku; var fyrir borið, að ormar þeir, er tríkinur kallast, væri tíðari í fleski frá Ameríku, en öðrum löndum, með því að eftirlit væri þar slælegra. Ameríkp- menn neitaþessu, oghafa boðið stjórn þjóð- verja að senda nefnd vísindamanna tilAme- ríku til að kynna sér meðferð flesksins þar og sjá svo, hvort álit þetta sé á rökum bygt. þetta hafa þjóðverjar eigi viljað þekkjast. Eigi hefir þó minkað við þetta útflutningr flesks frá Ameriku til Norðrálfu, heldr hefir hann aukizt engu að síðr. þannig nam t. d. útflutningr flesks í ágúst síðastl. 270°/» meiru en árið þar á undan; en fleskið var í lægra verði, svo að verð þess, sem út vár flutt í ágúst 1883,nam ekki nema 100°/» meiru en 1882. Mest er flutt til Englands og til Norðrlanda. [«G. & n. h.»]. — Nýir Atlantshafs-málþrœðir. Tveir ameríkskir milíónarar , Bennett (eigandi »New York Herald’s») og Maekey, hafa gjört samning við bræðrna Sielas í Parísar- borg, um að leggja niðr tvo nýja málþræði þvert yfir Atlantshaf. Fyrri þráðrinn á að vera al-lagðr um 1. júní núna í vor. [G. & n. h.] — Stœrsta seglskipið í heimi lá í nóvbr. síðastl. í Philadelphíu og tók þar farm. |>að heitir »Lord Wolsely*, er308 fetalangt, 42 feta, 6 þuml. breitt, ristir 21 fet og ber 4000 smálestir. 4 eru siglur á skipinu og rásegl á þremr. J>á er öll segl eru uppi á öllum 4 siglum, nemr flatarmál allra segl- anna 420Q0 □ fetum. — TENNYSON, lárviðarkrýnda hirð- skáldið enska, hefir góðar tekjur, 79 þús. kr. um árið af ritum aínum. — Nýlega hefir drottningin gefið lionum aðalsmanns tign; kvað það einkum til launa fyrir grafskrift eða erfiljóð, er hann orkti eftir herbergis- þjón drotningar, Brown. — BROWN þessi var í miklum kærleik- um hjá Viktoríu drotningu, og dylgja blöð um það, að hann hafi verið friðill hennar. Hún hefir látið gjöra líkneski hans og setja upp í garðinum fyrir utan hallarglugga sína, svo að hún hefir hann æ fyrir augum. Syni hennar, prinzinum af Wales, kvað þykja að þessu ið mesta hneyksli, og hefir honum þó meir verið fyrir annað viðbrugðið, en skír- lifi; en honum mun þykja hér vangeymt ins ytra yfirskins. — PRIWZINN AF WALES er annars gleðimaðr mikill, og kendr einatt við «drykk og dufl».1 í Kvað einatt duflað í höll hans, og oft um stórfé. Hefir’drotning nú nýlega látið það boð út ganga, að það sé harðlega bannað, að viðlagðri fullri ónáð sinni, að dufla um fé nokkurstaðar innan endimarka konungshallanna. þykjast menn skilja, að þetta sé til prinzis stýlað, og muni eiga að launa honum fyrir ,óbeit þá, er hann hefir lýst á Browns-líkneskjunni. Lang.Tdalsströnd, io. janúarm. 1884. Jeg lofaði þér í fyrra að senda þér frétta- jpistil frá okkr útkjálkabúunum, en hefi brugðið það hingað til. Sumarið sem leið, var gott, grasvöxtr í góðu meðallagi og nýt- ingin ágæt. En hálfum mánuði fyrir vetr byrjaði ótíðin, og svo að segja hafa allar skepnur síðan staðið á gjöf, bæði á Snæfells- nesströnd og hér utan til á Langadalsströnd. Stöðugir umhleypingar hafa verið, en frost- hörkur aldrei miklar, og haldi slíkri tíð á- fram, er mjög hætt við að heybyrgðir manna, þótt þær væru fremr góðar, komi að þrot- um áðr en vetrinn er á enda. Fiskiafli hefir á báðum ströndunum verið mjög lítill, eins og hvervetna kring um Djúpið, enda er fiskiafli mjög farinn að minka hér á Langadalsströnd við það sem áðr var, og kenna greindir og reyndir sjómenn það veiðiaðferð útdjúpsmanna, þar sem þeirnota við veiðar sínar ýmsa beitu, sem hamlar fiskinum að ganga inn eftir Djúpinu. Síð- an á nýári hefir tíðin verið talsvert stiltari og betri, og eru nú allir komnir til vers, en aflafréttir eru litlar af þeim komnar. Y’msir sjúkdómar hafa verið að stinga sér niðr hér, bæði bólgusýki, væg taugaveiki o. fl., og 1 kvenmaðr dó úr barnsfarasýkinni; einn merkisbóndi hefir látizt hér, Egill þorgríms- son frá Skarði á Snæfjallaströnd, 62 ára að aldri; hann var sómamaðr í sínu sveitarfé- lagi og studdi það eftir öllu megni. 2 menn druknuðu á leið úr kaupstað til Æðeyjar 31. ágúst. Af rúmum 600 manna, sem eru í þessu prestakalli, hafa andast 3 síðastliðin ár 108 manns, og þar af § úr mislingum í fyrra, og er það víst með því flesta að til- tölu, sem dáið hefir hér á laudi þessi ár. Pósthúsið. þ>að er minkun fyrir landið og bse' inn að ekkert pósthús skuli vera til * höfuðstað landsins. En svo er nú. fað getr verið álitsmál, hver kosta eigi pósthús hér í bænum, hvort landið eigi að gjöra það, eða póstmeistarinn. í sjálfu sér er slíkt auðvitað að eins formspurning, því að vitaskuld er það, að hvort sem landið borgaði kostnaðinn beinlíuis eða óbeinlínis, þá yrði það á- valt landið, sem þó ber hann. Nú sem stendr hefir póstmeistarinn 2600 kr. í laun (2400-4-200 kr.) og 1000 kr. 1 skrifstofufé. Nú er spurningin: lætr póstmeistar- inn hæfilegt húsrúm í té fyrir þessa upphæð eða ekki? Ef hann gjörir það ekki, þá á almenningr heimting á að hann gjöri betr. En gjöri hann það. og sé húsrúmið sa/nt ónógt, þá er það landsins sjálfsögð skylda að hækka skrifstofuféð. Hvað fyrra atriðið snertir, þá munU flestir ætla, að ef hr. póstmeistarinn ynni sjálfr persónulega að embættis- störfum sínum, og verði til þeirra öll' um tíma sínum (í stað þess að gutla við allan þremilinn annan, t. d. bygg' ingarnefndarstörf. niðrjöfnunarnefndar- störf, sjúkrahúsgjaldheimtu, brunamála' gjaldheimtu, skipsafgreiðslu, bókaveYzl' un, og hver veit hvað?), þá mundi það ekki eins manns ofverk, að rækja póst- meistarastörfin, án þess að halda fastan skrifara, og mundi þá nægja að taka sér aðstoð stund og stund við póstkom' ur, og mundi slíka aðstoð mega kaupa fyrir 200 kr. um árið; enda ætluin vér að hann hafi hingað til kostað ékki öllu meiru til slíkrar aðstoðar. J>á eru eftir 800 kr.' til skriffanga, ljóss, eidiviðar ogf húsaleigu. Ljós, eldivið og ritföng get- um vér eigi við það embætti gjört meiru en 200 kr. virði, og eru þá 600 kr. eftir til húsal.eigu. Og þá getum vér ekki neitað því, að oss þykir sern fá mætti allviðunanlegt húsrúm leig't fyrir 600 kr. um árið. Nú sem stendr er alls ekkert húsrúnl sérstaklega leigt til póstafgreiðslunnaT- Hún er látin fara fram í bókasölukompu, örlítilli, og þar sem vinir og rnágar, mágakonur og mága-mágar og mága- konu systkini póstmeistara eru að vefj' ast fyrir og blaða í bréfUnum og lesa utan á þau, þrátt fyrir það, -þótt það sé harðlega forboðið í lögunum, að nokkrir óviðkomandi megi sjá það, sem fer í gegnum hendr póstafgreiðenda. Af þessu húsleysi leiðir meðal anfl' ars sú óregla, að pósthúsið erjafnaðar* lega lokað svo að segja allan daginn, einmitt þá daga, sem það ætti helzt a9 vera opið sem lengst. fegar það sV° loks er opnað, kannske 2 tíma samtal5

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.