Þjóðólfur - 01.03.1884, Blaðsíða 1
Kemr út á laugard.morgna.
Verð árg. (50 arka) 4 kr-
erlendis 5 kr.). Borgist fyrir
ÍI5- íúli-
P JÓÐÓLFR.
XXXYI. árg.
Reykjarík, laugardaginn 1. marz 1884.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komi til
útg. fyrir I. október.
M 8
Nokkur orð um
flskiveiðasamjykktir og fiskiveiðar
í syðri hluta Gullbringusýslu.
(Eptir Guðmund Guðmundsson í Landakoti).
III.
Fyrirþessu, sem náhefur verið sagt um
y K ulirA eru nægar sannanir frá
hrognaniðurburð, er B ^ ^
fyrri 0g ^Wfl7bU“hrogPn, semborineru
hæðurferTfrjóvgíst í sjónum áhrif svil-
mðurfeiskUklegt og næstum
fiskjanns, Þ & g.er gtað_ gje þag
satt^að^þorskhrogn hafi verið flutt í ís á
millí landa, jafnvel á milli heimsálfa, og
mönnum hafi svo tekizt að klekja þeim ut,
entir að þau hafa verið tekm úr ísnum, þá
er þó öllu líklegra að þau frjóvgist, ef þau
eru látiní sjóinn samstundis og þau eru
veidd Um nauðsyn og nytsemi þessarar
ákvörðunar höfum vjer heldur engan fiski-
mann hjer í hreppi heyrt efast, en einstöku
maður hefur látið það á sjer skilja, að hon-
Um þætti það talsverð vogun að varpa öllum
hrognum í sjóinn upp á óvissan arð. En
hvað gjöra menn þegar þeir varpa netum í
sjó svo hundruðum króna nemur ? Er það
ekki gjört upp á óvissan ágóðaog opt og tíð-
um til einkis annars en tjóns? En, ef
hrognaniðurburður gæti valdið því, að veru-
leg síldar- eða þorskganga stöðvaðist einum
eða tveimur dögum lengur en ella, skyldi
þá ekki sá fiskur og sú síld, sem fyrir dvöl-
ina veiddist meiri, en ef enginn niðurburður
væri, geta vegið upp á móti nokkrum hrogna-
tunnum ?
þéir sem mestan útveg hafa, horfa, eins
og eðlilegt er, mest í kostnaðinn eða eyðsl-
una við þessa nýbreytni, en þeir gæta þess
ekki þá í svipinn, að verði niðurburðurinn
að tilætluðum notum, sem vjer naumast ef-
umst um, þá uppskera þeir þeim mun meiri
arð af honum, sem útvegur þeirra er meiri
en hinna, sem minna láta í sjóinn af hrogn-
unum.
; Menn hafa tekið eptir því, að þegar
franskar fiskiduggur stranda hjer sunnan-
lands, þá kemur það varla fyrir að þær hafi
söltuð hrogn innanborðs. Frakkar varpa
nefnil. öllum þeim hrognum í sjóinn aptur,
er þeir fá hjer við land, á djupmið þau, sem
þeir einir eru færir um að stunda, og egna
þannig fiskinn frá landinu, en vjer gjörum
alls enga tilraun til að hæna fiskinn undir
land til vor, en allt til þess að eyða honum
og fæla hann ; þá kaupir þessi þjóð af oss
hrognin fyrir ærna peninga, eingöngu til að
egna fyrir síld þá, sem í raun rjettri er engu
meira verð en þær síldartegundir, sem veið-
ast hjer við land, ef báðar eru meðhöndl-
aðar á sama hátt. Vitaskuld er, að ekki
stendur á sama, hvernig og hvar hrognin eru
látin í sjóinn, sem agn; þau þarf að tæta í
sundur áður, eða um leið og þau eru borin
niður, og affarabezt mun verða að láta þau
þar, sem menn þykjast vita að hraun er
fyrir í botninum.
þó að innbúar Eosmhvalanesshrepps inn-
an Skaga (að undanteknum Keflavíkur-
mönnum) væru, eptir frumvarpi sýslunefnd-
arinnar leystir undan þeirri skyldu að varpa
sínum hrognum í sjóinn, þá gátu þeir samt
ekki fallizt á að samþykkja greinina, til
þess að vjer fengjum að gjöra tilraun til efl-
ingar fiskiveiðunum hjer hjá oss; því það
er ekki þeim að þakka, þó menn nú á yfir-
standandi vetri gjörifrjáls samtök sín ámilli
um að bera niður hrognin. þeir feldu þessa
3. gr. af þeirri ómerkilegu ástæðu, eptir
því sem sagt er, að þeir Imynduðu sjer, að
þegar fiskurinn kæmi inn fyrir Garðskaga,
þá mundi hann finna þefinn af agni þvi,
sem borið væri niður á grunn í innri veiði-
stöðunum (hjer um til 3 vikur sjávar), og
hlaupa við það sem hraðast fram hjá þeim.
Svo þefnæmann höfum vjer aldrei getað
hugsað oss þorskinn. En, ef fiskurinn yrði
stöðvaður með agni hjer í innri veiðistöð-
unum eptir að hann er sloppinn fram hjá
Garði og Léiru, þá getum vjer ekki skilið,
að þeim, sem utar búa, geti verið það neitt
óhagræði; hann er farinn fram hjá þeim
hvort eð er, en enginn mun ímynda sjer, að
nokkur fiskiganga snúi aptur sömu leið og
hún korn eptir að hún er einu sinni komin
á grunn. í>eir, sem utar búa, gætu þó, ef
til vill, dag og dag náð i fiskinn hjer inn frá
hjá oss, og það mundi enginn meina þeim.
Ef þess utan heppnaðist að stöðva sildar-
göngu með agni, þá er ekki ólíklegt, að ná-
búar vorir yrðu fegnir að fá síld keypta til
beitu, engu síður en í fyrra, því fáir munu
treysta sjer til að hafa síldarnet fyrir fram-
an Garð eða Leiru; því véldur lands- og
sjávarlagið, einkanlega straumarnir ogbrim-
ið. Með því aðfella þessa 3. gr. frumvarps-
ins hafa því nábúar vorir, ef til vill, gjört
oss og ftskiveiðum vorum stórkostleyt tjón, en
sjálfum sjer engan hag.
þá komum vjer að 4. gr. frumvarpsins,
þeirri síðustu, sem vjer ætlum oss að minn-
ast á; hún var þess efnis að af taka ýsu-
lóðanotkun 1. marz.
Nokkrir fiskimenn hafalátið þá meiningu
sína í ljósi, að ýsulóð ætti að vera af tekin
á hverju hausti með vetrarbyrjun; en það
virðist oss nokkuð ísjárvert, enn sem komið
er, að banna hana svo snemma, því framan
af vetri kemur það opt fyrir, að ekki fæst
annað en ýsa, og það ér sá fiskur, sem opt
veitir erfitt að veiða á haldfæri, en aflast
þar á móti vel á lóðir. jpess utan er lóðin
í stirðum gæftum og á meðan dagur er
skemmstur hentugt veiðarfæri, því það
heppnast opt vel að bregða sjer út með eitt
«kast», og menn eru opt komnir aptur í land
með mikinn afla eptir svo stuttan tíma, að
ekki væri unnt að afla eins á færi á sama
tíma. En úr því nýár er komið eða þó öllu
heldur með byrjun febrúarmán. ætti lóðin
að vera gjörsamlega af tekin til vetrarver-
tíðarloka, því þá fer hún að valda tjóni á
fiskiveiðunum og tapast, og þá er alloptast
engin þörf að stunda lóð fremur en færi;
þá er dagur orðinn svo langur, að menn hafa
næga birtu á meðan leitað er fyrir sjer með
færin, og þá er optast þann fisk að fá, sem
er örari á haldfæri en lóðir. Eptir nýárið
fara allir fiskimenn úr öllum innri og syðri
veiðistöðum Faxaflóa út í Garðsjó, sje þar
nokkurn fisk að finna, þar berast lóðirnar
með hinum stríðu straumnm fram og aptur
og raka svo botninn að engin fiskiganga
helzt þar við þrem dögum lengur, því það er
margreynt, að hversu vel sem aflast á vissu
svæði fyrstu dagana sem róið er, þó allir
hlaði, þá er allur sá fiskur horfinn þaðan
hvar upphaflega varð vart við hann, ef að
gefur á sjó 3 daga í röð ; þetta kemur án
efa af því, að hin fjarskalega lóðamergð,
sem allt af cr á flugferð undan straumunum,