Þjóðólfur - 01.03.1884, Síða 2
30
hrekur fiskinn af sínum upphaflegu stöðvum,
svo hann að lyktum flýr gjörsamlega.
Af því, hversu lóðirnar reka undan straum-
unum, leiðir það, að þær flækjast svo hver
í aðra, að sjómenn eru opt neyddir til að
skera í sundur og skilja eptir af þeim meira
og minna, auk þess, sem það ber opt við í
stórstrauma, að mörg skip missa á dag
mestallar lóðir sínar, og nokkur koma ekki
í land aptur með svo mikið sem einn öngul.
Lóðaflækjurnar valda því, að fiskimenn
beita opt hegningarverðum yfirgangi, þjófn-
aði og ráni hver við annan, og ýmist vís-
vitandi eða óviljaudi spilla hver annars veiði
og veiðarfærum. Uppá þetta gætum vjer
konrtið með mýmörg hroðaleg dæmi, sem
vjer ætlum oss að sneiða hjá í þetta sinn;
það virist nægja að geta þess, að menn
hafa róið úr landi lóðarlausir, en komið apt-
ur að kvöld með margra hundraða lóð og
nægan afla. þess má og geta, að sýslumað-
urinn varð að ferðast til Útskálasóknar dag-
inn eptir hjéraðsfundinn í Njarðvfk (30. f.
m.) til þess að jafna misklíð, sem risið hafði
á milli tveggja fiskimanna eða farmanna
þar, útaf meðhöndlun á lóð og afla.
Sjómenn hafa getið þess að við lóðarbrúk-
unina fari sjómennsku hnignandi ár frá ári,
á þann hátt, að nú sje orðið sárfáa góða
fiskimenn að finna, af öllum þeim fjölda, sem
fiskiveiðar stundar. þetta er mjög eðlilegt
þegar þess er gætt, að haidfæraveiði er nú
ekki stunduð nema að eins 4 eða mest 5
vikur á ári, í stað þess að hún fyrir nokkr-
um árum var stunduð alt árið, frá rjettum
til vetrarvertíðarloka, nema þann tíma, sem
þorskanetaveiði átti sjer stað. |>að er llka
eptirtektavert, hve fáir reglulega góðir og
ötulir formenn gefast nú orðið hjer við sjó-
inn, af öllum þeim mikla fjölda, sem élzt
hjer upp við fiskiveiðar frá barnæsku. Hið
skaðlegasta, sem fiskimenn meina að af
lóðarbrúkuninni leiði, er það, að þeir þykjast
sjá fram á, að hún sje smátt og smátt að
eyðileggja haustfisksaflann hjer syðra. Sem
merki til þessa telja þeir það, að nú á síð-
ustu árum hefur veiðst á lóðir slíkt smælki,
að 30—40 fiskar rúmast hæglega í 1 skeffu-
máli; það er vitanlega sá fiskur, sem er í
uppvexti, en er ekki orðinn fullþroskaður til
að æxlast, en þegar hinu unga er eytt, áður
en það nær að geta af sjer eða frjóvgast, þá
er eyðilegging í nánd. Svo mikið er víst,
að af öllum þeim veiðarfærum, sem hjer
sunnanlands eru höfð við fiskiveiðar, mun
ekkert reynast eins hættulegt fyrir aflabrögð-
in og lóðin, og þó er hún útgerðarmönnum
eitt hið kostnaðarsamasta veiðarfæri, þegar
þess er gætt, hve lítilsverður sá fiskur er,
sem á hana veiðist, og hversu opt að hún
missist.
Menn mega sannarlega vara sig á því að
horfa svo mikið í stundarhagnaðinn af þess-
um «/ím» lóðarafla, að þeir með fyrirhyggju-
lausu áframhaldi og ofurkappi eyðileggi all-
an haustafla, og, ef til vill, haldfæraveiði á
vetrarvertíðinni líka, og því væri það máske
heppilegast að af taka alla ýsulóðabrúkun
- með veturnóttnm, eins og nokkrir fiskimenn
meina.
Hvernig er nú komið fiskiufla á Seyðis-
firði, hjá því sem var fyrir nokkrum árum,
og hverju mun það vera að kenna, að fisk-
ur fæst þar nú ekki nær en úti í fjarðar-
mynni og fyrir utan það ? Engu öðru en
lóðamergðinni, sem þar er og hefur verið
tíðkuð.
Haldfæraveiðin hefur ávallt reynzt affara-
bezt og kostnaðarminnst, enda munuflestir
viðurkenna, að á meðan hún var stunduð
allan veturinn, þá áttu menn með minni
kostnaði miklu meiri haustafla en nú gjörist
árlega; þó mun mörgum vera einna minnis-
stæðastur sá fjarskaafli, sem á færin fjekkst
i Garðsjó á þorra 1855, þegar allir fiski-
merm frá Akranesskaga að Garðskaga sóttn
daglega hleðslu á lítinn blett í Garðsjó í 17
daga samfleytt; lengur gaf ekki. Hversu
lengi mundi sá fiskur hafa haldizt þar við
ef allur sá grúi, sem þangað sótti, hefði ver-
ið með lóðir? i
Vjer skiljumst svo við þetta mál með
þeirri föstu sannfæringu, að svo framarlega
sem haldið verður áfram með að við hafa
ýsulóð fram á vertíð og jafnvel um sjálfa
vetrarvertíðina, almennt farið að nota síld
til beitu, en engar tilraunir gjörðar til að
egna fiskinn að landinu, nje efla viðkomu
hans, þá er fiskiveiðum á opnum skipuin
hjer í sunnanverðum Eaxaflóa mesti háski
búinn. þetta mun reynslan með tímanum
leiða betur og betur í ljós, en menn sjáþað
þá máske um seinan, og þess væri óskandi,
að menn þyrftu ekki seinna að biðja um þær
samþykktir löggiltar, sem þeir nú stæra
sig af að hafa getað traðkað.
Til þess að enginn i Útskálasókn þurfi að
vera í efa um höfuudinn að'frarnanrituðuin
línum og þess vegna kenna þær saklausum,
eða með öðrum orðum feðra þœr rangt, þá
mun jeg setja nafn mitt fullum stöfum undir
þær, en læt þess um leið getið, að jeg hefi
samið þær eptir ósk og samkvæmt upplýs-
ingum frá reyndum fiskimönnum hjer í
hreppi.
Vatnsleysustrandarhreppi í febrúarm. 1884.
Guðmundur Guðmundsson.
Eftikskr.: 4. gr. frumv. hafðijsýslunefnd-
armaður Eosmhvalanesshrepps ekkert í móti,
hvorki á hinum heimulega nefndar-
fundi nje á sýslufundinum, þó hann greiddi
atkvæði sitt á móti henni á hjeraðsfundin-
um, eins og hinum greinunum.
Sökum þess að vór undirskrifaðir, sem
vorum í forstöðunefnd fyrir iðnaðarsýning-
unni í Reykjavík síðastliðið sumar, höfum
fengið áskoranir frá ýmsum mönnum að
gangast fyrir að slík sýning verði haldin á
ný í júlímánuði 1885, og sumir óskað að
hún verði haldin sumarið 1887, þá auglýsum
vér hér með, að vér erum fúsir til að gjöra
alt það, sem í voru valdi stendr, til þess að
almenn innlend iðnáðarsýning verði haldin
í Reykjavík annaðhvort ofannefnt sumar.
Leyfum vér oss því hér með að skora á alla
þá, sem unna framförum íslenzks iðnaðar,
og sérstaklega á ina heiðruðu alþingismenn,
sem sjálfsagt verða yfirumsjónarmenn sýn-
ingarinnar eins og síðastliðið ár—að láta oss
vita, eigi seinna en með póstferðum í næst-
komandi maímánuði, hvort hentugra mundi
þykja, að hin fyrirhugaða sýning verði hald-
in sumarið 1885 eða 1887, og munum vér
þá, eptir þeim tillögum sem vér fáum, fast-
ákveða og auglýsa í dagblöðunum í næst-
komandi júnímánuði, hvort alþingissumarið
sýningin verði haldin.
Reykjavík, 26. febrúar 1884.
Arni Oíslason. • Helgi Helgason.
Jón Borgfirðingur. Páll þorkelsson.
Sigfíis Hymundarson.
Málaflutningr við landsyfirréttinn.
I Danmörku eru málfærslumenn við alla
rétti, og hafaþeir einkarétt til að flytja mál
fyrir réttinum. Má því enginn þar láta
annan færa mál fyrir sig, en löggildan mál-
færslumann við hlutaðeigandi rétt, nema
hann geti falið þetta starf frænda sínum,
þjóni eða fjárgæzlumanni (D. L. 1—9—13;
N. L. 14); og svo má auðvitað hver flytja
sjálfr mál sitt.
Hér eru enn engir fastir málfærslumenn
skipaðir við undirréttina. En við yfirdóm-
inn voru 1858 skipaðir 2 málfærslumenn
eftir tillögum alþingis, og hafa þeir laun af
almanna fé (áðr úr dómsmálasjóði, nú úr
landssjóði).
Tilgangr alþingis með, að fá þessa menn
setta, var sá,. að tryggja það, að landsstjórn-
in ætti völ á lögfróðum, hæfum mönnum, til
að flytja sakamál og önnur opinber mál, og>
ef til vill, líká, að einstakir menn, er reka
þurfa rettar sfns við þennan dómstól, skyldu