Þjóðólfur - 08.03.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.03.1884, Blaðsíða 2
34 Eggert Gunnarsson borgaði þetta, og nefnd- um vér þetta á mjög hlífðarsamlegan og nœr- gœtinn hátt, fengum og loforð Eggerts um, að hann skyldi senda borgun út þá með skipinu ; en það fór í prettum. I hverju hefir hans sýnt að sig tœki sárt til Norðmanna þeirra, sem lánuðu honum kornið í hitt ið fyrra (um 2000 kr.) og sem hann lofaði að borga þegar samsumars, en hefir ekki borgað enn í dag ? Er það vottr um, að hann láti sér sárt um að menn bíði skaða við að lána honum — að hann nú fer húsgang um allt vestrland til að slá nýjar phitur, taka ný lán, þar sem bæði honum og hverjum öðrum, sem kunnugt er um hag hans, getr ekki annað en verið full- ljóst,að hann getr aldrei endrgoldið þessi lán ? Ritstj. Isaf. endar á því, að »ástand Egg- erts sé eigi nándarnærri svo ískyggilegt«, sem vér höfum gjört það; og að »kunnugir og skynberandi menn hafi töluverða von' um, að alt geti farið skaplega enn«; um »fullkomna ráðvendni [!!] hans« hafi enginn ástæðu til að efast. Yér vitum vel, að ritstjóri Isafoldar, svo sannleikskær og vandaðr maðr í alla staði, hefir ritað grein sína í bezta tilgangi, af vorkunn og mannúðartilfinningu við Eggert og þá, sem honum standa nærri, og virðum vér það í alla staði. En satt að segja virð- ist oss honum naumast hafa tekizt svo fim- lega þessi grein, eins og honum er vant að takast alt, sem hann annars ritar. En vér efumst líka um, að hann hafi full- komlega gjört sér ljóst, hverjar afleiðingar grein hans kynni að geta haft? því það má hann vita, að hans orð hafa hvervetna mikla þýðingu. Ef afleiðingin yrði sú, að einn eða fleiri, sem fyrir grein vora hefðu verið orðnir tor- tryggnir og ekki þorað undir Eggert að eiga, skyldu nú, til hvattir að treysta honum af grein Isafoldar, lána honum ærna fé, vill þá ritstjóri ísafoldar bera þá siðferðislegu ábyrgð (vér tölum ekki þá peningalegu), sem af þessu leiðir? Vér biðjum hann að svara oss þessu með höndina á hjartanu blátt á fram. Vér vit- um, að hann svarar oss einlæglega, ef hann svarar þessari spurningu. En svari hann henni ekki, leyfum vér oss að skilja þögn hans sem þegjandi viðrkónning um, að hann beri ekki það traust til E. G., að hann vilji slíka ábyrgð bera ? f>ví er nú miðr — því er æ verr og miðr, að vér erum hræddir um, að E. G. sé orðin sú meinsemd á verzlunar- og viðskiftalík- ama vors lands, sem ekki verði bætt með neinum plástrum eða græðismyrslum. Slíkt læknar ekkert nema hnífrinn. Honum höf- um vér beitt, og vonum að af verði heilsu- samleg lækning', þótt það svíði í svipinn. — Bn það er of snemt að fara að græða nú þeg- ar fyrir stúfinn. Fyrst verðr að brenna burtu drepið úr sárinu. Svar til hr. .Gruðin. (xuðmumlssonar. I. í þjóðólfi nr. 7., 28. febr. 1884 stendr grein nokkur eða ritgjörð eftir herra odd- vita Guðmund Guðmundsson f Landakoti um fiskiveiðasamþykt í suðrparti Gull- bringusýslu. I þessari grein höfundarins lýsir hann mér undirskrifuðum svo illa, að varla er dæmi meiri lyga og svívirðu; og lýsi óg þá fyrst fyrnefndan greinarhöfund ósanninda- mann að því, að ég á sýslufundi á hausti næstliðnu hafi talað eða borið mig til eins og hann segir. Eg hafði á móti að þverlína eða svokölluð vestrlína kæmist á, líka lagði ég fram skjal fyrir sýslunefndina frá hrepps- búum mínum viðvíkjandi ósk þeirra ogvilja í þessu efni, og mælti með að sýslunefndin tæki það til greina. Að Hríshólavarða sem mið hafi verið nefnd á fundiuum, eru einber ósannindi. Nú víkr sögu hans og sakargiftum til frammistöðu minnar í mínum hreppi, við- víkjandi undirbúningi undir héraðsfundinn, þar segir herra oddvitinn, að ég hafi vakn- að, öslað og ætt, þó ekki sem grenjandi ljón, því maðrinn sé að náttúrunni í meira lagi hæglátr. þetta sýnir mótsögn hjá höfundinum, ab vera undir eins hæglátr og þó öslandi og æðandi; að eg sé í minna lagi hreinlyndr get ég ekki betr skilið en hann meini mig sem falskan — það snertir æru mína og tnannorð, og get ég ekki sætt mig við þann dóm, hversu auðvirðilegr sem ég kann að vera í augum hans, og treysti ég því, að enginn beri mér þann vitnisburð, nema ef skyldi vera einhverjir aðrir eins hatrsmenn og mannorðsníðingar. Að ég boðað hafi sveitunga mína á fund og leitazt við á þeim fundi að snúa þeim , þetta eins og annað er ranghermt upp á mig og hrein ósannindi; eg boðaði engan fund, hreppsnefndin boðaði hann í því skyni að fá að vita skoðanir, ósk og vilja hreppsbúa, sem og líka á hvað mörgum væri von á þann boðaða Njarðvíkrfund; ekki hvatti ég heldr þá til að koma. sem ekki þóttust hafa atkvæðisrótt. þá komið var á hóraðsfundinn, fylti ég flokk hreppsbúa minna eftir eigin sannfær- ingu, samkvæmt því sem ég áór hafði látið í Ijósi meðnefndarmönnum mínum. Nú fer að hitna of mikið blóðið hjá herra oddvitanum, og velr hann mér meiðandi hrakyrði svo smánarleg sem hugsazt geta, líkir mór við hræfugla og ég held hunda og ketti, sem allir góðir menn sjá að er af fúl- mensku'og hatri sprottið, og er þá ekki að búast við betra af manni þeim, sem lýsir sér sjálfum sem æðisgengnum. Fer hann nú að trúa að draugur hafi ruglað mig, og til nefnir Skagadrauginn forna, sem hann hefir heyrt eins og ég, að hafi fyrir löngu verið kveðinn niðr, hefir höfundrinn þá eftir því vakið hann upp og sent inn á Skaga; en ég segi honum það satt, að eg hefi ekki orðið var við hann, annaðhvort hefir höfundinum ekki tekizt að vekja drauginn upp eðahann hefir sent'hann annað, bara jað. hann hafi nú ekki vilzt til hans sjálfs og ruglað hann þegar hann fór að rita um frammistöðu mína. Að endingu óskar höfundrinn, að sýslu- formaðrinn hefði ekki marga háseta ásýslu- ferju sinni eins og mig illa vana, sem stingi á þegar á að róa áfram. þetta eins og annað lýsir hans áliti um mig, sem ég kýs heídr að eiga undir annara dómi en hans. Útskálum 1. marz 1884. Helgi Sigurðsson. II það hefir verið mikil gleði fyrir mig, að heyra alla nær og fjær ljúka upp sama munni um son minn Helga, hvað mannkosti sne^tir og ráðvendni, hversvegna hann hefir áunnið ser annara hylli, virðing og tiltrú; einkanlega hefir þetta verið gleði efni fyrir mig, þar sem eg sjálfr sem bezt hefi þekt hann allra manna, hefi aldrei komizt að öðru en að hann nafi viljað af fremsta megni vanda orð sín og verk bæði leynt og ljóst, án þess nokkurn tíma að viðhafa fals og undir- ferli við nokkurn mann, og viljað þessvegna vera öllum til góðs en engum til ils; þess- 'vegna hefi ég bæði hugsað og vonað, að hann engan óvin ætti, en sú ætlan mín hefir nú brugðizt, því eftir þvf sem eg hefi héyrt í J>jóðólfi seinast, hefir Guðmundr Guðmundarson á Landakoti fundið innvort- is hvöt og ástæðu, til að ganga í berhögg við hann, bg sýna sig sem hans grimman óvin og hatrsfullan fjandmann með því, með heiftarfullri frekju að velja honuni ærumeiðandi orð og svívirðilegustu atyrði, sem hann sjálfsagt mátti vita að mér seW föður mætti vera til mestu særandi skap- raunar |>essi orð og ummæli hans um Helga lýsa sér sjálf, eins og þau lýsa bezt mannin- um, sem þau lét úti, og munu fá sinn dóm hjá öllum heiðvirðum mönnum, sem elska sannleikann, en hata lygi, þvi þeir sem rótt þekkja Helga munu bezt geta dæmt um það, hvort að hann eigi það skilið, sem þesði fjandmaðr hans og hatrsmaðr ber honum é brýn, sem mér finst vera einhver in mesta svívirðing, sem einn getr um annan upphug9' að, því þó hann liki honum ekki hvað fraW' göngu snertir eða hæglæti við inn vonda, sem guðsorð segir um, að gangi um kriné

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.