Þjóðólfur - 08.03.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 08.03.1884, Blaðsíða 4
36 dóma oss voru ýmsir góðir menn á þingi, þar á meðal þingsins bezti og mezt álitni búmaðr, séra Guðm. Einarsson sál., sem sagði: »Eg er samþykkr inum háttv. 2. þingm. Suðr-Múlasýslu um það, að því færri sem skólarnir verði, því meiri líkindi eru til að þeir verði sem fullkomnastir og komi að sem beztum notum«. A sama máli voru með- al annara þorv. KjerúlfogTr. Gunnarsson. Nú eru komnir búnaðarskólar bæði á norðr- landi (Hólum) og austrlandi (Eyðum), og með því að tilsk. 12. febr. 1872 um stofnun búnaðarskóla lögbýðr stofnun 4 skóla, en eigi fleiri, og suðr- og vestrumdœmið eiga vafalaust að fá sitt hvorn, þá er auðsætt að allar sýslur norðr- og austr-umd. eiga að skifta sér milli skólanna á Hólum og Eyðum, og þá er bágt að sjá, hvf Eyfirðingum skal fyrirmunað að sameina sig Skagf. og Húnv. þingeyingar virðist auðsætt að ætti að slá sér saman við Múlasýslurnar um Eyðaskól- ann. Oss virðist það því miðr vel hugað, svo að vér ekki segjum gjörræðislegt, af inu há- vísa amtsráði og inum hæstvirta landshöfð- ingja að svifta þannig Eyafjarðarsýslu sjálfs- forræði í þessu máli. HITT OG þETTA. ElTNINGIN Og YFIRKENNARINN. í miðs- vetrar-prófinu í latínuskólanum núna í vet- ur fengu piltar þetta ritgjörðar- efni (í ís- lenzku) sett fyrir af yfirkennaranum : »Ag- úr bað: gef mer hvorki fdtœkt né auðcefi, en láttu mig hafa rnitt up p skamtað uppeldi*.— þetta mun vera ný biflíu þýðing eftir yfir- kennarann, sem allir vita að er djúplærðr guðfræðingr, því að hitt er óhugsanlegt, að hann sé farinn að riðga í barnalærdómnum, guðvitringrinn. Úr Krukkspá : 8. marz 1884 mun fress nokk- urt í Guðrúnarkoþ setja upp stýri og mjálma hjá- kátlega, og í þeim hríðum fæða grisling ósélegan andvana. Seppi nokkur mun gleypa grisling- inn, og verða þó jafnsoltinn eftir. f Miðvikudaginn 20. þ. m. andaðist mín vœna kona Guðrún þorkelsdóttir nœstum 64 ára. Okkr var 12 barna auðið; 5 af þeim lifa, 7 eru dáin. Borg 25. febrúar 1884. G. Bjarnason. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m, smáletri kosta 2 a, (þakkaráv. 3 a.) hvert orí 15 stafa frekasti la. öðru letri eía setning 1 kr, fvrir þumtang dálks-lengdar. Borgun út i hönd- Proelama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lög- um 12. apr. 1878 er hér með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánabrúinu eftir þórð prófast þórðarson Jónassen frá Beykholti, er andaðist 13. f. m., að lýsa skuldakröfum sínum og sanna þcer fyrir skiftaráðanda hér í sýslu, áðr en 6 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Svo er og með sama fyrirvara skorað á erfingja ins látna að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn. Skrifstofu Mýra og Borgarfjarðarsýslu 16. febrúar 1884. 73r.] Guðm. Pálsson. U ppboósauglýsing. Opinbert uppboð verðr haldið i Hafnarfirði fimmtudaginn þ. 20. þ. mán. og verðr þá eftir kröfu hr. W. G. Spence Patersons sem umboðsmanns ins íslenzka brennisteins- og kopar- félags selt ýmislegt góz, tilheyrandi inu svo nefnda Borax-félagi, en sem nefndr umboðsmaðr brennisteins-félagsins hefir í sínum vörzlum, svo sem; múrsteinn (um 2000 st. : eldfastr steinn) nCokesv., blýplótur, galvaniseraðar járn-plötur, blý-pípur, skófi- ur, spaðar, íshögg, smiðatól, gufuketill og gufuvél í mörgum pörtum), »sóda«, eínskon- ar þak-pappír, skriffœri, lampar,. luktir og ýmislegt fleira. ' Uppboðíð verðr haldið í hiisum brennisteins- og ícopar- félagsins, og byrjar kl. 10 fyrir hádegi. Skilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum. Skrifstofu Kjósar og Gullbr.sýslu 5—3. 1883. 7gr.] Kristján Jónsson. „Thorvaídsensfélagið11 ætlar, svo framarlega sem minst 25 fátæk stúlku- börn, frá 8 ára til fermingar, beiðast inngöngu, að halda ókeypis sauma- og prjónaskóla mánuðina apríl, maí og júní, kl. £.7. þeir, sem vilja sæta þessu boði, snúi sér fyrir 20. marz til einhverrar af oss nndirskrifuðum. Elina Sveinsson. þórunn Jónassen. Lueinde Bernhöft. Elín Stephensen, Carolína Jónassen. [81* Yegna undanfarandi átroðnings og þrengsla á hrognkelsanetalögnum vorum, fyrirbjóðum-^vér öllum fjær og nær (að undanskildum leiguliðum vorum) að leggja hér eftir hrognkelsanet á veiði- svæði voru fram undan landi voru, sem er kriug um alt framanvert Seltjarnarnes inn að svo nefnd- um Valluisagarði.—Brjóti nokkur gegn banni þessu, munum vér leita réttar vors eftir því, semlögleyfa. Nesi við Seltjörn, 3. marz 1884. Guðm. Einarsson. Sig. Ingjaldsson. þ. Jónsson. Br. Magnússon. [82* Yfirsetukvenna- kennsla. Hérmeð gjöri ég kunnugt að eftir fyrir- skipun landshöfðingja mun ég byrja kenslu yfirsetukvenna 1. d. maímán. nœstkomandi, og verða því þær konitcr, sem vilja njóta kenslu minnar þeta árið, að koma þá til mín, því á öðrum timum geta þœr eigi fengið kenslu hjá mér. Beykjavík 5—3—84. 77r.] Schierbeck. þeir af inum heíðruðu skiptavinum mín- um, sem enn þá skulda mjer j'rá árinu 1883, eru vinsamlega beðnir að borga mjer fyri/r 15. marz ncestkom. 125” Hinir fáu, sem hvað eptir annað hafa þrjózkazt við að borga mjer, mega búast við lögsókn, hafi þeir eigi borgað mjer innan sama tíma. Beykjavík 22. febr. 1884. Jóel Sigurðsson. MaÖr nokkur óskar að k a u p a hús í Reykjavík, sem kosti frá 3000 til 4000 kr. eða lítið par yfir. Hvcr sá, er kynni vilja sclja slíkt liós, er beðinn að skýra frá, hvert liúsið er og verð þess, í lokuð- um seðli með utanáskrif't „F. HÚs“ sem aí'henda má á skrifstofu ,.J>jóð- ólfs“ innan 3 daga. [78r Hús nýtt í Rvík til sölu. Ritstj. þessa bl. á- vísar. [77* auðr hestr góðgengr, io—12 vetra, mark : tví- stýft aft. h„ stýft v„ var seldr í Strandarhreppi og getr réttr eigandi vitjað verðsins til undirskrif- aðs að frá dregnum kostnaði. Kalastaðakoti, io. jan. 1884. 76*] Jón Sveinbjarnarson. y I -----—-3--- * ; i-----------; " AKjalarnesi helir íyrirfundizt í vetr 1 óskilum rauðr foli á 3. vetr; mark: 2 st.fjaðr. aft. v. Eigandi gefi sig fram við undirskrifaðan. Móum, 28. febr. 1884. 74*] J>. Kuxiólfsson. ^jelt óskilafé í Hálsahreppi haustið 1883: Hvítr sauðr tvævetr, marlc : tvístýft aft. h. gagnfj. v,—Hvítt lamb : blaðst. a„ biti fr. h.; sýlt, vaglsk. fr. v.—Hvítt lamb : sýlt, oddfj. a. h.; sýlt v. -Hvítt lamb: tvígagnfj. bæði.—Hvítt lamb ; tví- stýft a. h.; biti fr. v.—Hvítt lamb með sama marki— Hvítt lamb: tvístigað fr. bæði.—Hvítt lamb : sýlt 2 fj. fr„ haugfj, a. h.—Hvitkollótt gimbr I vetrar: sýlt h.; stýft. hnífsbr. tr. [v. ?].—Réttir eigendr geta vitjað verðsíns að frá dregnum kostnaði til undir- skrifaðs. Stóra-Ási, 25. febr. 1884. 75* ] Jón Magnússon. AÐALFUNDR INS SUNNLENZKA SÍLD- VEIÐAFÉLAGS verðr haldinn föstudaginn 18. aprílmán. þ. á. kl. II f. m. í húsi gestgjafa Jesp- ersens (hótel Alexandra). Reykjavík 6. marz 1884. 80r.] Félagsstjórnin. ísafold XI 8 20/2: innl. fréttir. ý Snorri Pálsson (kvæði, ei'tir Matth. Jochumsson). Konráð Maurer. Blautfisksverzlun við Englendinga. Augl. ísafold XI 9 27/2 : Innl. fréttir. Til frú Her- disar Benedictsen (kvæði frá M.). Hin fyrirhug- aða fiskiverzlun við Englendinga. þjóðólfur og Eggert Gunnarsson. Kirkjusiðir og utanþjóðkirkju- menn. Hitt og þetta. Augl. Eigandi og ábyrgjðarm.: Jón Olafsson, alþm. Aðalstræti Nr. 9. Prentaðr i prentsmióju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.