Þjóðólfur - 29.03.1884, Qupperneq 1
Kemr út á laugard.morgna.
Verð árg. (50 arka) 4 kr.
erlendis 5 kr.). Borgist lyrir
15. júlí.
P JÓÐÓLFR,
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komi til
útg. fyrir I. október.
XXXYI. sírg.
lteykjaYík, laugardaginn 29. marz 1884.
Æ12
Bankamálið.
Eftir úo J’orv M. A.
Seðilbanki eða veðlánabanki ?
III.
5?að er ekki neitt óheyrt mAl, að lítilmagni
iáti fara illa með sig ; en að hann kaupi sér
áýrum dómum umboðsmenn til að styrkja
til að illa verði farið með sig að lögum og
sem lengst, það munl alt sjaldheyrðara.
Það er setning, sem þingmenn hafa viljað
gjöra gildandi hvað eftir annað, að þeir sé
ekki háðir öðru lögmáli en því, sem þeir
kalla sannfæringu sína. |>etta er einkaleyfi,
sem alþingismönnum ber als ekki, nema
sannfæring þeirsa sé dregin satnan úr glöggri
þekkingu máls, eftir lögum heilbrigðrar
skynsemi, og horfi landi og þjóð ekki til skað-
r®ðis. Að alþingismaðr eigi með að greiða
atkvaeði í alsherjarmáli þvert á móti vilja
kjósenda, segir sig sjálft að er óráðvöndmeð-
ferð á umboði sínu, hvað sem teygja má bók
stafinn. Ef meiri hluti kjósenda t. a. m
skoraði á þingmann að segja af sér þing-
mensku fyrir það, að hafa greitt atkvæði í
alsherjarmáli þvert á móti vilja þessa meiri
hluta kjósendanna, en hann sitr við sinn
keip eftir sem áðr, þá er kjördæminu innan
andar, að senda inn á þing formlega tekið.
atkvæði kjósenda; á móti því hefði atkvæði
þmgmanns enga siðferðislega þýðinu, engan
kraft netna dauðs bókstafs. Að ráðsmenska
þingmanna á umboði sínu sé heldr eigi al
veg eins óháð öllum lögum nema eigin
sannfæringar, eins og öft hefir heyrzt á
þingi, sézt bezt á því, að kjördæmið getr
tekið af þingmanni umboð hans við næstu
kosningu, og bundið kjör ins næsta þing
|‘'anns við opinberlega gefið loforð hans,
í?reiða atkvæði eins og kjósendr vilja
l>cita^X>Xa. Þessari reglu cr sjálfsagt <
1ln nicð alv'óru og einbeitni við allar
n!tJai ' °suingar, sem falla, unz seðilbanki,
Scnt S< anr^Ssjóðs eign, er fenginn.
Lg ch leitt tná lnár, að sýna hvílíka
rj,i p sou banki gæti veitt alþjóðlegum
framkvæmdum 4 íslandi.
sem vill sagt sér. Sj álfr
Nú er sýnt fram 4, hversu þýðingarlaus-
ar eru ástæður manna móti seðilbanka
landssjóðs. Nú er og nokkuð sýnt, hvílíkr
hagr landi megi standa af slíkri 8tofnun.
Næst er þá að skoða, hvort veðlánabanki
geti staöið landi til sömu hagsældar. En
það getr hanu því að eins, að haun tjái
f>að getr hverr
þörfum peningamarkaðarins og verzlunar-
innar jafn hagfelda úrkiusn og seðilbankinn
gjörir.
Til að koma þessum svo nefnda banka á
stofn á landssjóðr að gefa honum 6000 kr.
Svo á landssjóðr að gjörast hlutareigandi í
bankanum fyilr 200,000 kr. og fá, náttúr-
lega, bankaskuldarbréf í staðinn ; einstakir
menn eiga að gjörast hlutar-eigendr að
100,000 kr. áðr en bankinn taki til lögheim-
ilaðra starfa. Bankaskuldabréf má ekki
gefa út fyrir minni upphæð en 50 kr. Hand-
hafa þessara bréfa á bankinn að borga 4"/.
1 ársvöxtu. En þeir sem lána hjá bankan-
um, veðbréfaveitendr, fá ekki lán hjá hon-
um meira en svarar f af »gangverði« jarða,
og ekki meira en svarar af »gangverði«
húsa og borga meira en 4°/> af láninu. |>að
er látið óskýrt, hvað gangverð hér eigi að
þýða. Banki þessi á að kaupa víxla og
gefa út víxla upp á sjálfan sig. Landssjóðr
ábyrgist að bankinn borgi áf a£ skulda-
bréfum sínum. En alþ'mgi eru frá skilin
öll afskifti af og eftirlit með stjórn hans.
|>ar á móti er þetta fengið eiginlega ráðgjafa
íslands, og þó á bankinn að vera privat banki.
|>að er vandalaust að finna út hvaða
aðalþörf það er, sem þessi banki
leysir úr. Hann er 'gerðr til þess, að gefa
þeim, sem sitja uppi ráðalausir með pen-
inga sína og geta ekki sett þá út á viðun-
andi vöxtu, færi til að fá fyrir þá slíka
vöxtu. Beini tilgangr hans er, að létta á
peningamarkaðinum, þegar peningar hrúg-
ast þar fyrir um of. þess vegna er það,
að hann að éins tekr inn peninga en la.tr
úti að eins þapplra. þegar á markað sækir
offylli peninga, verða peningamennirnir,
auðménnirnir, í vandræðum að fá hæfilega
vexti fyrir pcningana ; og þó nú engin slík
óhöld sæki peninga-markað, þá eru þó er-
lendis, og að vísu í Danmörku, alt af til
þeir menn, sem peninga hafa meiri en þeir
vita, hvað þeir eiga við að gjöra, og halda
þeim því á boðstólum gegn tryggum papp-
írum. þar sem svo stendr á, er vel trygðr
veðlánabanki hentugr, aðþvíleyti að hann
gjörir eiganda eign hans arðdrýgri en eig-
andi getur gjört sjer hana sjálfr—gefr
brýnni þörf peningamannanna einmitt þ>,
úrlausn, er henni svarar. J»c,ssi þiil'f játa
höfundar veðlánabankans, eins og allir aðrir,
að eigi sé eiigan stað ú íslandi.
þ>éir játa, þvert á móti, ið gagnstæða:
að land sé svo peilingalaust, að eigi
verði lengr hjá komizt að reyna að finna
ráð til að auka peninga-veltu í landinu.
Ráðið hafa höfundar nú fundið í því, að
raka inn í þennan banka peningum lands-
manna hvaðanœfa, alt er góð boð og girnileg
fá orkað, og gefa þeim í staðinn—BREF ! ! !
Frágangrinn er hér svo vandaðr, að þar á
er hvorki bláþráðr né snurða. Enginn
maðr, sem nokkur peningaráð hefir, er svo vit-
laus, að draga það um augnablik, að gjör-
ast hlutareigandi í banka, sem borgar góða
vöxtu, hver veit hver ósköp í gróðahlut
(Dividend), og stofnendr fullvissa lands-
menn um að aldrei geti farið um koll.
Hlutareigendr mega vera eins margir og
vera vill; því fleiri, þéss betra, þess stæði-
legri og efnavænlegri verðr bankinn. þegar
nú bankinn þannig er búinn með boðsbréf-
um sínum og öðrum vænlegum »meðulum«
að ná inn hér um bil því, sem náð verðr sam-
an, af peningum á Islandi, og gefa landi
ósköpin öll af bréfum í staðinn, þá
á að stofna hann, þá tekr hann til starfa.
Nú er Island orðið peningalausara en það
nokkurn tíma var fyrri. En þegar neyðin
er hæst, þá er hjálpin næst. Bændr verða
nú teymdir að þessum brunni líknarinnar
til þess að veðsetja honum jarðir sínar;
peningaþörfin knýr þá eins vegar og afsak-
anleg löngun að lifa hins vegar. Bankinn
tryggir sér jarðirnar vel fyrst, og svo fær
hann bændum lánið, og það ór—BRÉE !!! í
veðbréfinu, sem bankinn heldr, skyldastbóndi
að gjalda 4\j° af láni sínu, en í bankaskulda-
bréfinu eru honum heitnir 4°/>. jpetta skilr
bóndi ekki vel í fyrstu en bankastjórnin
skýrir það glæsilega :—’f>ú |geldr lán þetta
aftr á 28 árum með 4-J/. þegar þú hefir
goldið alt, hafa vextirnir af láninu ekki náð
nema 65 kr. 52; en á sama tíma hefir þú
fengið af bankaskuldarbréfinu 112 kr. í
vöxtu. f>etta er þó munr ! og svo er þér
gjört svo hægt fyrir að endrborga lánið, að
þú finnr ekkert til þess, að eins rúmar 8 kr.
fyrsta árið, og úr því símínkandi’. Margr
lætr sér segjast við óljósari fortölur. Nú
fjölgar bankaskuldarbréfum bænda óðum;
hvér jörðin á fætr annarri verðr veðfest
bankanum. f>egar nú bændr hafa fengið
hina fallegu pappíra, fara þeir að koma
þeim úr því, sem þeireru og þeir hafa enga
þörf fyrir—bréíl—- í það, sem þeim dauð-
liggr á—peninga. Nú fer að birta yfir
bréfa-verzlun þessari, og bændr að vakna.
Peningarnir eru ekki til; enginn getr keypt
bréfasnuddur bankans, því hann hefir sópað
að sér öllum peningum lands-mauua. Ekki