Þjóðólfur - 12.04.1884, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.04.1884, Blaðsíða 1
Kemr út á lau.;ard.morgna. Verð árg. (50 arlca) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Korgist fyrir 15- jðli. PJÓÐÓLFR. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komi til útg. fyrir I. október. Reykjarík, laugardaginn 12. apríl 1884. M 14 XXXVI. árg. Bókmentafélags-forsetinn. í niðrlagi greinar minnar um «Othello» tók ég fram, að mér þótti það kenna hirðu- leysis, að embættismenn bókmentafélagsins skyldu hafa stutt það, að gjöra þýðingu þessa, með öllum hennar stórgöllum, að bókmentafélagsbók. Ég beindist einkum að forséta, því ég taldi að honum bæri, sér í lagi,eitn stöðu sinni, að vaka yfir því, að þeim tilgangi yrði náð : að vernda heiðr íslenzkra bókmenta. Nú hefir forseti svarað mér ; enn af svari hans lærir engin lifandi sál annað verulegt enn það, að hann er ekki það, sem bókmentafélagsforseti skyldi véra: Gentle- maðr, heldr það, sem hann skyldi ekki vera: Magnús Stephensen. þegar ég eignaði for- seta og embættismönnum félagsins ábyrgð- ina fyrir hirðuleysið, vakti það fyrir mér: 1., að forseti fengi fyrstr allra að sjd rit °g ritgjörðir, sem félaginu bjóðast. 2., að forseti fengi þannig tíðast nœgan tíma til að kynna sér frágang ritanna áðr en hann legði þau fram fyrir fund. 3., aðforseti stýrði þeim fundum, ergreiddu atkvæði um viðtöku og höfnun rita, og legði þar til sjdlfr álit sitt ekki siðr en aðrir. 4., að óhugsandi væri að hann kæmi á fund með slík rit og vissi ekkert um þau. 5., að rit, sem hann sæi að ekki væri til- tök að nota, léti hann aldrei ganga í nefnd, slíkt væri þýðingarlaust figt og tímatöf. 6., að því riti, sem forseti færði rök að að hafnanda væri, yrði víst oftast hafnað. 7-. að, þegar hann því skoraði á fund, að velja nefnd til að segja álit sitt um rit, þá væri hann sjdlfr að sínu leyti búinn að taka það að félaginu ; ritnefnd yrði að líta þannig á málið—því gabb' eitt væri það, að hún væri valin í skoðun rits, sem forseti teldi óhafandi;_hún yrði því að telja skoðunargjörð sína naumlega mikils ómaks verða, einkum ér ganga mætti að því vísu, að forseti og embættismenn réðu atkvæðum fundar eftir á, hvort sem væri. 8., að embættismenn mundu aldrei greiða atkvæði mbti riti, er þeir vissu að for- seti væri hlyntr. 9., að samanlögð atkvæði embættismanna mundu ráða afli atkvæða, og það því heldr, sem 10., aðrir fundarmenn, sem ekki þektu ritin, hefðu alla hvöt til að greiða atkvæði með embættismönnum.enlitla sem enga til að ganga gegn atkvæði þeirra. — Hitt datt mér aldrei í hug, að tillögur for- seta og atkvœði embættismanna styddust hvorki við sjálfstœða rannsókn né sjálffengna sannfœringu. Nú hefir forsetinn «leiðrétt» villu mína, og »leiðrétting» hans er svona : — «Eftir lög- um félagsins ráða forseti og embættismenn því als ekki, hverjar bækr og ritgjörðir fé- lagið gefr út». þriggja manna nefnd segir álit sitt um ritin. Yiðkomandi fundr greiðir atkvæði að ólitið etandi. En forsetinn er eitt «fullstöndugt númer Nix», og það svo, að það lítr helzt út fyrir, að «eftir lögum fé- lagsins# megi hans hvergi vera við getið við þau störf félagsins, sem hafa mesta þýð- ingu, engu ráða og ekkert eigið álit hafa.— þetta sjá nú allir er frágangr á forseta bók- mentafélagsins, sem enga alvarlega þýðingu hefir. Ofanskrifaðar athugasemdir mínar, sem að eins binda sig við verklegan gang framkvæmda félagsins, sýna það Ijósast, að ekki «verða fleiri að bera ábyrgðina» afOthello «en forseti Beykjavíkrdeildar bókmentafé- lagsins#. En þó nú svo væri, þá er það, að mér virðist, einkar snauðleg huggun fyrir forseta, að afsaka slæman hlut með því,"að margir verði að bera hann ; — er morð ó- saknæmara eftir lögum, ef margir eru um það ? Hið sanna er auðsælega, að Magnús sér nú, að Othello er rit, sem betr væri að bók- mentafélagið hefði ekki gefið út með þeim frágangi, sem á þvi er. Aðalábyrgðin hvílir á forseta, eftir lögum og stjórnarskipun félags- ins ; þetta sér hann líka, en hann vill siðr bera hana, og smokkar henni þvi á aðra, á þá, sem hann sjálfr formlega leysti undan henni með atkvæðagreiðslu fundar, sem hann sjálfr stýrði (8. júlí 1881) ! Ég vil ekki lengja mál með því, að leggja út af slíku óriddaralegu smokkpukri; en ég verð að lóta þess getið, að félagið má með engu móti koma forsetum sinum upp á það eftirlitsleysi, það hirðuleysi, sem Magnús heldur fram, að þeim beri að lög- um; því það sjó þó allir, að slíkir forsetar eru alveg þýðingarlausir og óhafandi. þessu hlýtr Magnús sjálfr að játa. Höfundi þýðingarinnar er auðsvarað, eins og öllum, sem ekki hafa annað en hrakyrði að bjóða gegn órækum rökum. það lak- asta er, að hann gleymir því, eftir hvaða mælikvarða dæma verðr bók, sem eins vegar er bdkmentafélagsbók og hins vegar á höf- uðskáld fyrir höfund. það segir sig sjálft, að slíka bók verðr að dæma eftir strangari reglum og æðri mælikvarða heldr en leir- skálds verka, sem ekkert bókmentafélag tæki að sér ábyrgð fyrir. Höfuðskálds þýðing, full af öðrum eins lýtum og ég hefi bent á, hlýtr að falla í gildi, o: hlýtr að glata ágæti sínu í róttu hlutfalli við fjölda og stærð lýtanna, hvað sem höfundr lofar hana sjálfr eða hrakyrðir mig. þegar hann því segir, að engum nema snápum dytti í hug, að fella þessa þýðingu fyrir þá galla scm á hennieru, þá heimtar hann að verða dæmdr á mæli- kvarða ómentaðs leirskálds, og að ekkert uillit sé til þess tekið, að rit hans er bók- mentafélagsbók. það er of mikið lítillæti af séra Matthiasi, og ég fyrir mitt leyti álít hann alt of gott skáld til þess, að láta slík brek eftir honum. Hann afsakar lýtin með því, að það sé vafastaðir, senv ég tíni til. þar er ekki einn eina’sti vafastaðr, alt ein- falt mál og létt, eins og hverjum manni, er skyn ber á ensku, hlýtr að vera ljóst af skýringum mínum. Ég hefi gengið svo hreint fró dóminum, að hverr, sem ensku orðin skilr, getr á augabragði sannfærst, hvort ég hefi raugt að mæla, eðarétt. Matth. segir að fæstar aðfinningarnar hafi verulega þýðingu 1 þessum stórkostlega sorgarleik. það er ótrúlegt að nokkurt skáld, sem virð- ingu ber fyrir höfundi sínum og vandlæti fyrir íþrótt sinni, skuli telja stórgalla þýð- ingarlausa meðan þeir ekki gjöra alveg út af við frumverkann ! það er hvað eftir öðru í svari Matthíasar ; «jambar» segir hann ekki hafi þekkzt á íslandi fyrir 1865, og eignar sér að að hafa fyrst auðgað íslenzk- an skáldaverka með þeim ! Um 1825 hafði þó Egilsen ort ið fagra jambiska kvæði «Ei glóir æ á grænum lauki#1, í sálmabók Islands var (1865) fjöldi jambiskra sálma, og hafði lengi verið, og það mætti, ef þörf gerðist, tína til aragrúa af jambiskum kvæð- um eldri eu 1865. það er annað mál, að jambisk kvæði eldri skálda eru misjafnlega föst í formi; en þau eru jambisk fyrir því. i) Viðkvæðið er í annarri kveðandi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.