Þjóðólfur - 12.04.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.04.1884, Blaðsíða 4
56 til hugar máléfni, sem mikið er talað um hér í Jiingeyjarsýslu og sýnir, að það kemr þó fyrir að amtmaðr beiti valdi sínu til að svifta menn fjárforræði. þetta hefir nýlega komið fyrir hér í sýslu, og kom niðr á konu- aumingja, sem vildi gjöragóðverk á ættingja 8Ínum, veikum, eða máske réttara sagt : vildi gjöra skyldu sína og efna heit sitt.— Sagan um þetta, eins og hún gengr hér, er svona: Fyrir nokkrum árum fluttist úr Helga- staðahreppi til Vestrhéims maðr, að nafni Benedikt Arason. En áðr hann færi, bað hann móðursystr sína, Herborgu, fyrir son sinn, flogaveikan, Asmund að nafni. Her- borg mun hafa lofað að annast drenginn, enda tók hún hann þegar að sér, og annað- aðist hann og hjúkraði honum sem bezta móðir þar til hann var 16 ára, og fékst eng- inn af ættjngjum hennar um það. En þá reis upp Jón bóndi Benediktsson á Stóru- völlum hálfbróðir og líklega erfingi Herborg- ar, og krafðist þess, að hréppsnefndin í Helgastaðahreppi tæki Asmund á hreppinn, því Ásmundr er fæddr í þeim hreppi, og bar það einkum fyrir, að Herborg væri ó- myndug, eða ekki fjár síns ráðandi. — Her- borg hafði nl. fyrir mörgurn árum sfðan orð- ið veik á geði, og var henni þá settr fjár- haldsmaðr. Mun Jón hafa skilið þetta svo, að hún hafi þá verið gjörð ómyndug og hafi átt að vera svo um aldr og æfi. En bæði er það, að á þeim tíma var kvennfólk ekki fullmyndugt, þó heilt heilsu væri, og eins mun það ósannað, að hún hafi nokkurn tíma á löglegan hátt verið svift fjárforræðii. Síðan mun Herborg hafa fengið heislu sína aftr, og víst er það, að hún af flestum (tnáske ekki Jóni og hans fólki) var talin eigi að eins með öllu ráði, heldr mikil ráðdeildarkona, er færi mjög vel með efni sín. — Hrepps- nefndin í Helgastaðahreppi mun hafa kann- azt við, að Ásmundr ætti þar fæðingarhrepp, en ekki hitt, að hann þyrfti hjálp þaðan með- an Herborg bæði vildi og gæti séð um hann. Nú varð all-mikið stapp um þetta milli Helgastaðahreppsog JónsáStóruvöllum. Jón tók Ásmund, líklega að Herborgu nauðugri, og flutti eða lét flytja til Helgastaðahrepps, en nefndin þar flutti hann til baka. Loks gat Jón, að sögn manna, samkvæmt vottorði séra Jóns þorsteinssonar um að Herborg væri vitskert, fengið amtmann til að svipta Herborgu fjárforræði, og svo var alt búið. Hvernig hefði nú farið, hefði ekki amt- maðr verið til hér nyrðra ? þetta mál hefði líklega gengið til landshöfðingja, án þess að annar málspartanna hefði fengið færi á, að skýra frá málavöxtum á kostnað hins, og hver veit þá, hvernig það hefði lyktað. En líklega hefði Herborg þá ekki verið svift þeim rétti sínum, að verja fó sínu til upp- fóstrs frænda sínum, eins og hún hafði lof- að föður hans, já hún hefði líklega ekki verið svift barni sínu, sem hún vissulega elskaði heitt og hjartanlega, en þá gat líka svo farið, að Jón á Stóruvöllum eða hans ættmenn hefði engan arf tekið eftir Her- borgu, og það gat verið lakara fyrir hann og hans. Ef nú sagan um viðreign Jóns á Stóru- völlum og Helgastaðahrepps út af Asm. og um meðferðina á Herborgu er sönn, þá væri þó máske ekki vanþörf á, að grenslazt væri betr um þetta af þeim, sem það ber að gjöra, en ef sagan skyldi vera ranghermd í einhverju tilliti, þá geta hlutaðeigendr lagfært það í blöðunum, svo upp komi það sanna. Skyldi ekki þurfa meira til að úr- skurða mann vitskertan og svifta fjárforræði en að prestur gefi vottorð, og frændr óski þess ? þingeyingr. Brúfaskrína. III. þar eð Júlíus Halldórsson, sem skip- aðr er héraðslæknir í Húnavatnssýslu, hefir nú sóktum og fengiðleyfi Sýslunefndarinnar til að verða sveitaprangari, er það fyrir- spurn vor til þjóðólfs : 1. hvert slíkt hæfi þeim, sem heita vill og tekr laun sem héraðslæknir ? 2. hvor eigi að ganga fyrir, sá sem leitar hans til prangs, eða hinn, sem kemr að leita hans sem læknis ? 3. hvort hann eigi að láta ganga fyrir bú- störf sín eða vitjun sjúkra,—sýslunefnd- arstörf eða meðala afhending ? 4. almenn fyrirspurn : Hvort ei só leyfilegt að leita ólærðra lækna, þegar þeir reynast betr en inn skipaði læknir, og eru lausir við geð- vonzku, hranaskap og ávítanir og hvorki láta bíða eftir sér að óþörfu eða gjöra mönnum hjálpina súra með atyrðum ? Húnvetningr. Svar : 1. Ekki sjáum vér neitt á móti því. 2. og 3. Auðvitað má hann í engu van- rækja skyldustörf sín sem læknis hvorki fyrir búsýslustörf, prang né héraðsstjórnar- mál. 4. það héfir aldrei neinum verið bannað að leita. hvers mans, sem hann vill, um lækningar; en hitt hefir getað varðað ábyrgð- ar að lœkna án leyfis. Nú eru ný lög kom- in um það efni, sem þér hafið getað lésið í Stjórnartíðindunum í vetr. Bitstj. AUGLÝSINGAR ;samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orá 15 slala trekasl m, ð5ru letri eía setning I kr. fvrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd Síðan síðustu auglýsingu hafa eptirfylgjandi sam- skot til minnisvarða yfir Haligrim Pjetursson bor- izt undirskrifuðum: — Frá prófasti síra Skúia Gísla- syni 48 kr. 27 a. (þar af 38 kr. 80 a. úr Breiða- bólstaðasókn, hitt úr Teigssókn), frá Helga bónda Jónss. á Skútustöðum iókr. (úr Mývatnssveit), frá sira Páli Sigurðssyni í Gaulverjabæ 5 kr; frá Sigurði prentjra Kristjánssyni í Reykjavík 3 kr. Samtals 62 kr. 27 a. [117* Bessastöðum á Skirdag 1884. Grímur Thoinsen. Skuldheimtumenn í dánarbúi kaupmanns P. J. Hoffmanns frá Akranesi innkallast hér með með 12 mánaða fyrirvara til þess fið segja til um kröfur sínar og sanna þær fyrir undirskrifuðum umboðs- manni erfingjanna, sem skipta sjálfir. [118* Sveinn Sveinsson, snikkari, Reykjavík. Hérmed fyrirbjóðum við undirskrilaðir einum og sérhverjum innlendum sem útlendum alla veiði og veiðitilraunir í Elliðaánum fyrir landi ábýlis- jarða okkar, þar eð við höfum leigt veiðiréttinn, og sömuleiðis munum við hafa nákvæmar gætr á, hvort þetta bann okkar verðr brotið, og ksera þá til sekta og skaðabóta er kynnu að brjóta það. Breiðholti Vatnsenda 15. marz 1884. [119 # Jón Jónsson Ólafur Ólafsson. Mér hefir verið sent kindarverð ýr ísafjarðarsýslu Verð þetta á ég ekki, þó markið hafi helgað mér kindina. Sá sem á sammerkt mér, segi til sín, sem fyrst. Mar mitt er: Stýft, gagnbitað hægra; sýit vinstra Brunngili, Strandasýslu i jan. 1884. 12oj*j Bjarni Bjarnason. -Viðriag). Gjör þú illum gott og þakka þú guði að hann drepr þig ekki. Út af þessuni bríxlyrðum varð uppistand nokkurt á götunni, og iá við manndráp, því náiagt 20 eða 30 strákar óðu að mér, og fáeinir af þeim véku að mér ósæmilegum skammaryrðum; einn hótaði enda að drepa mig; en hann bað þó fyrirgefningar daginn eflir, en rauf þegar sættir á eftir, og er jafnvís til að efna hótan sína, eins og til að rjúfa góða sátt. Friðrik þurlti enn ýtarlegar að halda uppi vörn fyrir stúlkuna, og leit út lyrir að honum væri mjög ant um hana. Hún hefir líka skrifað bréf um sama efni, og skal ég láta birta það á prenti, ef hún hreinsar sig ekki af þessum ámælum Schrams, sem ég vona hún gjöri sem bráðast. Ritað í febrúar, Reykjavik 1884. [116r. 0. J. Haldorsen. J^Jú með póstsum verða send út um alt land Jls boðsbréf um nýjar hugvekjur til kvöldlestra frá vetrnóttum til langaföstu Eftir I2ir.] séra Jónas Guðmundsson, prest að Staðarhrauni. Bókin verðr fullprentuð í sumar. &r*r Sjá að öðru leyti boðsbréflð. Kristján Ó. þorgrímsson, bóksali. Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Ólafsson, alþm. Aðalstræti Nr. 9. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.