Þjóðólfur - 10.05.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.05.1884, Blaðsíða 2
70 Fyrir það fyrsta lít ég svo á, að stjórn vor þurfi eigi að skoðast sem fjandlegt afl gégn öllum breytingum á stjórnarskrá vorri. þvert móti er ég þess fullviss, að hún eins vel og þú og ég, vill það, er hún hyggr oss fyrir beztu. Hagsmunir hennar eru eigi andstæðir hagsmunum þjóðar vorrar; þvert á móti mun inn sanni hagr beggja fara saman. Yér eigum því ekki að búast við tómri aftrhaldssemi og þverhöfðaskap af stjórn vorri, heldr vil ég bera fult traust til hennar um það, að hún sé svo skyni gædd, að það megi sannfæra hana um, hvað okkr sé þarflegt. Og eitt er víst, að herra Nellemann verðr ekki eilífr í sessi sem Islands-ráðgjafi, og eins hitt, að líklegt er, að ekki líði mjög mörg ár úr þessu þar til vinstri menn kom- ast til valda í Danmörku, og með því, að þingræðisreglan en eitt ið fyrsta af þeim kröfum, er þeir gjöra til góðrar stjórnar, þá má telja víst, að ráðgjafi af þeirn flokki gæti ekki verið þektr fyrir að neita oss um að viðrkenna þessa reglu hjá oss. Auk þessa má að minsta kosti telja það líklegt, að skýr og staðföst krafa frá vorri hálfu um þingræði og takmörkun á synjun- arvaldi konungs mundi verða hverjum ráð- gjafa stérkasta aðhald til þess, áð fara sem varlegast í, að telja konung á að beita synj- unarvaldi sínu. Og sjeum vér þess fulltrúa, að þessi eða hver önnur endrbót á stjórnarskránni eigi við sannleik og rétt að styðjast, — að mál- staðr vor sé góðr, — þá eigum vér að halda þeim endrbótum fram með alvöru og ein- beitni, og vera þess fulltrúa, að sannleikr- inn er svo sigrsælt afl, að sé drenglega og dyggilega undir hans merkjum barizt, svo er sigrinn ávalt vís fyrr eða síðar, En ef stjórnin til lengdar reynist alveg ósveigjanleg til þess, að ganga að takmörk- un á neitunarvaldinu, þá liggr, ef til vill, næst, að fara fyrst fram á annað skipulag, en það er, að fá hér jarl í landshöfðingja stað, þann er staðfest géti í umboði konungs öll önnur lögen stjórnarskrárbreytingar; því að það mun sannast, að jarl, sem hér sitr á landi, mun ávalt í framkvæmdinni verða sparneytnari á synjunarvaldinu, heldr en konungr og ráðgjafastjórn fyrir utan landið. Má vera, að það yrði praktískast að fara þcssu fram, eins og nú stendr. En eins og nú gengr, er ekki lengr við unandi að gangi; því að það er engin mynd á því, að láta al- þingi vera eins konar leikbrúðu, sem kon- ungvaldið sviftir allri þýðingu með því að taka lítið sem ekki tillit til alvarlegustu starfa þess og tillagna. Og þetta verða landsménn að láta stjórn- ina sjá að þeir finni. það líðr nú undir fardaga, Forsjáll minn á Hurðarbaki. þú ættir nú að flytja bú- ferlum í vor, og reisa bú í Dagsbirtu; væri þá réttast að þú skiftir um nafn um leið og skírðist Einarðr. þinri vinr. Gamli þjóðólfr. Fríkyrkjusöfnuðrinn í Rcyðarfirði. I. það mun hafa vakið talsverða athygli hér á landi, þegar svo að svo segja heill söfn- uðr sagði sig fyrir 3 árum úr lögum við rík- iskyrkjuna. Flestir voru forviða, og fæstir skildu, hvað hér var um að vera. Margir yptu öxlum, ætluðu að þetta væri uppþot eitt eða dutlungar, að eins sprottið af per-' sónulegnm hvötum, og mundi hetyfingin öll hjaðna brátt út aftr. Ménn gættu þess ekki, að þó að ytri at- vik kæmu hreyfingu þessari á stað, þá var hún þó bygð á því, að söfnuðrinn í Reyðar- firði hafði gjörsamlega aðra skoðun á kristi- legu frelsi, heldr en þá, sem drotnaði hér og drotnar enn hjá landsstjórninni. Reyð- firðingar voru sannfærðir um, að söfnuðrinn hafi sama eðlisrétt til sjálfstjórnar í sínum málum, eins og þjóðfélagið hefir í verald- legum efnum. þeir voru sannfærðir um, að þetta væri hollast; það mundi vekja og glæða siðferðislega ábyrgðartilfinning safn- aðarlimanna. þeir voru sannfærðir um, að síðfengin yrði bót á gjörræði því, sem menn þóttust kenna í ýmsri kyrkjustjórn að einu leyti (sbr. framkvæmdina á 7. gr. í safnað- arstjórnarlögunum), og agaleysi og óreglu þeirri, sem hins vegar fór átölulaust í vöxt í prestastétt vorri, nema því að eins að söfn- uðirnir tækju sjálfir í taumana, og þyldu hvorki kyrkjustjórninni gjörræði í veitingum brauða né héldr eftirlitsleysi méð prestum. þégar því veitingarvaldið veiti Reyðar- fjarðarkall gömlum presti, sem engan veginn var fær um að þjóna því, og sem þar að auki er altalað um, að hafi svo mjög sem verða mátti vanrækt eitt aðalskylduverk sitt því nær alla sína prestskapartíð, að hann hafi jafnvel látið líða tugi ára án þess að húsvitja í sóknum sínum — þá þótti Reyðfirðingum tími til kominn, að segja skilið við stjórn þjóðkyrkjunnar, og þuð gjörðu þeir með því, að tilkynna hlutaðeig- andi presti, að þeir segðu sig lit úr þjóð- kyrkjunni. Að vísu hafa nú ýmsir sérvitringar, sem ekkert vit hafa á, hvað þeir tala um, og sem ekki þekkja viðrkendan skilning ákvarðan- anna um þjóðkyrkju og önnur kyrkjufélög, en þykir mætust sín eigin fáfræði og sér- vizka, viljað halda því fram, að menn gœtu ekki sagt sig úr þjóðkyrkjunni, nema með því að kasta trúnni. Til svars slíkum hégóma er nóg að geta þess, að greinar þær í stjórnarskrá vorri, er þar að lúta (45., 46. og 47.), eru orðréttar þýðingar af tilsvarandi greinum )3., 76. og 79.) í grundvallarlögum Dana. En nú eru bæði iögfrœðingarnir, umboðsvaldið og löggj af- arvaldið þarí landi fyrir löngu samdómaum, að menn geti vel verið evangelisk-lúthersk- ir og þó staðið fyrir utan þjóðkirkjuna ; sbr. t. d. lög 7. júní 1873. þetta er og kent við háskólann : »Dette indlyser klart nok af den Omstændighed, at Personer kunne udtrœde af Folkekirken og dog vedblive at vcere evangelisk-lutherske kristne. Derfor kunne ogsaa evangelisk-lutherske Menighed- er danne sig med Hjemmel i den citeróde Grundlovsforskrift« (§76)—þ. e. : #þetta er full-auðsætt^af því, að menn geta sagt sig úr þgóðkyrkjunni og þó verið eftir sem áðr evangelisk-lutherskir kristnir menn. Fyrir því geta einnig evangelisk-lutherskir söfnuðir myndazt með heimild inna tilvitnuðu grund- vallarlaga-fyrirmæla »(76. gr.) —segir próf. H. Matzen á 259. bls. í 3. bindi af »Dansk Statsforfatningsret* (Kmh. 1883); en þessi 76. gr. grundvallarlaganna er alveg sam- hljóða 46. gr. stjórnarskrár vorrar. II. Sém dæmi þess, hve sorglegum misskiln- ingi frelsishreyfingar í kyrkjunni eigaaðmæta hér á landi má taka bréf það, er byskup þjóð- kyrkjunnar hér á landi sendi söfnuði þessum, semekki var lengiíþjóðkyrkjunni ogþví ekki heyrði undir byskupsins vald né umdæmi. Bréfið hljóðar svona : Pjctl’ biskup Pétrsson sendir söfnuð- inum í Hólmabrauði kveðju guðs og sína ! Mér hefir verið mikil raun að því að spyrja, hve bágar viðtökur prófastr síra Daniel Halldórsson, sem af Hans Hátign konungi vorum allrainildilegast er skipaðr sóknarprestr í Hólmabrauði, hefir fengið hjá yðr síðan hann flutti austr til yðar að þessu brauði sínu. það má óhætt fullyrða, að þar sem orð- ið hefir tilrætt um þetta mál, hefir mælzt illa fyrir aðferð yðar, og skal ég í því til- liti einungis benda yðr á ávarp það, sem héraðsfundr Suðrmúlasýslu sendi yðr næst- liðið sumar og hvatti yðr til að láta af fyrirtekt yðar og aðhyllast þennan merkis- prest. Aðferð yðar hlýtr líka alstaðar að mælast illa fyrir, hvort heldr litið er til þess, að þér þannig óhlýðnizt boði Kon- ungs vors, eða til hins, hvílíkr ágætis- og sómamaðr prófastr síra Daníel er. því má nærri geta, að jafnskyldurækinn og samvizkusaman prest hlýtr að taka það sárt að verða fyrir óvild og kala sóknar- barna sinna, án þess að hafa nokkuð til saka unnið nema það, að hann í fullu lagaleyfi sótti um þetta brauð 1 þeirri von,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.