Þjóðólfur - 07.06.1884, Síða 1
Kemr út i laugard.morgna.
Verð árg. (50 arka) 4 kr.
('rlendis 5 kr.). Borgist fyrir
15. júlf.
P JÓÐÓLFR.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nerna komi til
útg. fyrir I. október.
XXXVI. árg.
Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1884.
M 22
Skrifstofa „f>jóðólfs“
er jafnan opin kl. 4—5 e. m. hvern
dag, og renjulega mestallan daginn.
r
Utsðlumenn og utan b æj avkaupciul r
blaðsins leyfum vér oss aðminna á, að
borgun fyrir þennan árgang á að vera
send svo timanlega, að hún sé komin
tii afgreiðslumanns blaðsins hr. Sig-
livatar Bjarnasonar
fyrir 15. júlí.
■ Sðkum inna miklu sekta, sem
á oss hvílir að borga í næsta mánuði,
auk annars kostnaðar, leyfum vér oss
vinsamlegast að mælast til, að menn
gjöri oss sem greiðust skil á andvirði
blaðsins. Útg. „Þjóðólfs“.
Fjárkláðinn,
[Um hann skrifar „ísaf.“ 4. þ. m. svo:]
Til þess að gera almenningi sem fyrst
greinilega kunnugt, hvers eðlis hinn norð-
lenzki kláðamaur er, skal hjer birt eptirfar-
audi ýtarleg lýsing á kláðamaurnum, er land-
læknir Schierbeck hefir ritað handa blaði
voru. Hann hefir og jafnframt búið1 til
nokkrar allstórar ljósmyndir af maurnum,
er munu verða til sýnis almenningi á skrif-
stofum blaðauna og vfðar, og hafa verið
seudar stjórninni í Khöfn.
Lýsingin er svo hljóðandi:
»i tveimur af glösum þeim, er send voru
tungað úr þingeyjarsýslu, var mikill sægur
a£ kindamaur (Dermatocoptes communis),
sem ekki er til af nema ein einasta tegund.
Bo Ur Þe®si er 8V0 8tór> að hægt er að sjá
a 1,n<( berum augum, Iívennmaurinn,
u frúiTi1 ftærri en karlmaurinn, verður
Y •5oqí.?njs? Urdan8kri buu (að meðal-
tali 0,29 ) að lengd ; með góðu stækkunar-
glen er hægt að sjá greimlega höfuðiðog fæt-
urna, þóeklu sogblokurnar (festiblökumar).
Hvorttveggja kynið hefir 8 fætur, 4 fram
og 4 aptur. A framfótunum öllum 4 eru á
hvorutveggja kyninu dálitlir hvassir krókar,
°g þar að auki dálftil sogblaka á hverjum
fæti með all-löngum og liðóttum leggjum. En
apturfótunum mismunar mjög á karlmaur
°g kvennmaur. Ytri eða fremri apturfæt-
urnir á kvonnmaurnum hafa engar sogblök-
l|r, heldur f þ08g 8tað 2 langa bursta, en á
') £’■ e. látið búa til. Kitbtj. fjóð.
karlmaurnum eru þessir fætur með sogblök-
um, og eru nokkuð lengri en hinir fæturnir
á honum. Fjórðu eða öptustu fæturnir á
kvennmaurnum eru með sogblöku, en á
karlmaurnum eru þessir fætur mjög stuttir, og
hvorki með sogblöku nje löngum burstum.
Búkurinn á kvennmaurnum endar á totu
að aptan, sem vörtu í lögun, ýmist í miðið
eða nokkuð til hliðar, en á karlmaurnum er
þar aptur á móti hvilft inn í, breið og bjúg,
og beggja megin við hana smátotur, eins og
vörtur, með 3 hárum hvor. , það er ekki
ætíð svo hægt að sjá hina öísmáu tvo öpt-
ustu fætur á karlmaurnum, ef þeir liggja
upp með kviðnum, og er manni því hætt við
að ruglast á þeim og áðurnefndum totum
sinni hvoru megin við hvylftina að aptan ;
standi þar á móti öptustu fæturnir tveir á
karlmaumum greinilega aptur undan, geta
þessar áminnztu vörtutotur með 3 hárum
orðið til þess, að þeir sem ókunnugir eru
sköpulagi maursins, þykist sjá 10 fætur á
karlmaurnum.
Kvikindi þessi hittast opt pöruð saman,
karlmaur og kvennmaur samföst að^ aptan
og höfuðin sitt í hvora áttina. I þessu
sýnishorni að norðan var miklu meira af
karlmaur en kvennmaur, og er það óvana-
legt. Margt af maurnum var lifandi.
Að munnurinn hefir 4 kjálka, eins og
hnífa í lögun, sem kvikindið getur opnað og
lokað, og að kviðurinn á kvennmaurnum
aptan er fullur af eggjum, fremur stórum að
tiltölu, allt að 20 (jeg hefi opt talið 18), —
þetta hvortveggja má sjá með 140-faldri
stækkun, og meiri stækkun þarf ekki til
þess að kynna sjer sköpulag þessa kvikind-
is að aðalatriðunum til«.
Bankamálið.
Eftir Eirík Magnússon, M. A.
Prívatbanki eða landshanki?
[Bankamálið í efri deild.]
III.
En þá kemr hœttan. Um það at-
riði er óþarfi að margmæla að sinni. það
nægir, að víkja að því mali fáeinum almenn-
um athugasemdum. Bankastjóra verðr sett
frá öndverðu sú ófrávíkjanlega regla, að
bindast í engum þeim stórræðum, sem hann
hafi nokkurn efa um, að bankinu verði í
nokkrum vandræðum að gegua á skiladægri.
Reikningsfærslu banka er þannig hagað, að
bankastjóri hefir á hverju laugardagskvóldi
glöggvan reikning gjörðan yfir allan fjár-
hag (status) stofnunarinnar. Bankastjóri
heldr skýrar bækr yfir það, hvenær hver
grein útgjalda og inntektar, sem nokkru
munar að ráði, falli í gjalddaga. Hann
veit því alt af fyrirfram, hér um bil, hvernig
staða bankans verðr þann og þann komandi
mánuð. Hann verðr skyldaðr til, að miða
framtakssemi bankans ekki við glæsilegan
ábata af þessu eða hinu fyrirtæki, heldr við
það, hvað bankinn getr færzt í fang svo
honum verði hvergi um megn. Með því
móti verðr bezt séð fyrir framkvæmdum
bankans í »stærri stýl«, síðar meir. — það
hefir enn ekki verið af ráðið, en er þó sjálf-
sagt, að vorði ákveðið með lögum, að al-
þingi útnefni yfirstjórnarnefnd (Gouvernöra)
bankans, helzt tólf að tölu ef unnt væri,
fyrir visst tímabil í senn, sem hafi fast á-
kveðna samkomudaga einu sinni í mánuði,
til að rannsaka stöðu bankans og leggja
ráð á um framkvæmdir hans ; en krefi nauð-
syn, þá kalli bankastjóri þá til aukafunda,
er stórmæli þurfa bráðra úrskurða. Lands-
höfðingi sé af skyldu (ex officio) forseti á
fundum stjórnarnefndarinnar með úrskurð-
ar atkvæði, þegar atkvæði eru jöfn. Banka-
stjóri sé á fundum að gefa skýrslur, en hafi
ekkert atkvæði. Með þessu móti mun
mega telja, að svo væri búið um stjórnar-
skipun bankans, að af athöfnum hans væri
landssjóði og landsmönnum lítill voði búinn.
Og eg segi, að fyrir mannlegum augum sé
áhœttan af stofnun ins fyrirhugaðá lands-
banka á íslandi ENGIN.
Ég vona nú, að öllum, er skynjað fá,
megi skiljast, að, þegar efni landssjóðs
leyfa, sé, að svokomnumáli, engin skyn-
samleg ástceða fram komin móti
stofnun ins fyrirhugaða lands•
b anka á I s l a n d i.
það er, ef til vill, framavænlegt atriði
í þessu máli, að erindsreki stjórnarinnar á
síðasta þingi, landshöfðinginn, hafði ekkert
umboð til að lýsa yfir því, að vilji stjórnar-
innar stæði til prívat- eða veðbanka, fremr
en til landsbanka.
E. S. Að landssjóðr hafi ábyrgð á
bankanuin er sjálfsagt. Eftir öllu framan
skrifuðu þýðir hún eiginlega ekkert annað
eu enn ýtarlegri lánstrauststrygging fyrir