Þjóðólfur - 07.06.1884, Page 2
86
bankann—það, að í reyndinni reyni aldrei á
hana.
Fríkyrkjusöfnuörinn í Reyðarfirði.
m.
Ekki virðist, sem betr fer, herra byskup-
inn hafa orðið sannspár að því, að «alt
kyrkjulegt samheldi hyrfi í söfnuðinumo, þó
að samtökunum væri haldið áfram. |>vert
á móti er það nú orðið deginum ljósara, að
svo öflugt kyrkjulegt samheldi, sem síðan
og til þessadags hefir átt sjer stað íReyðar-
fjarðar-frísöfnuði, á hvergi sinn líka í nein-
um söfnuði á landinu. Ekki vottar heldr
fyrir því, að «kyrkjuræknin» sé «horfin» eða
að «bamauppfræðingin» hafiverið «vanrækt».
Fríkyrkjumenn hafa haft nefnd manna til
að hta eftir uppfræðingu barna, og er oss
óhætt að fullyrða, að ekki hafi verið ræki-
legar húsvitjað í sóknum séra Daniéls í
Eyjafirði, meðan hann var þar, heldr en
nefndin hefir gjört hjá fríkyrkjumönnum.—
En um það, hvort kyrkjurækni eða áhugi á
prestlegri þjónustu sé dofinn og dauður eða
ekki hjá fríkyrkjumönnum, um það ber það
ljósastan vott, að þeir hafa nú ráðið sér
prest alveg á sinn kostnað með 1800 kr. árs-
launum; og eru þeir þó enn neyddir til að
gjalda prestsgjöld til séra Daníels, sem lætr
hirða þau með lögtaksgjörðum.
Auk þessa kostnaðar, sem skiljanlega
hlýtr að hvíla mjög þungt á fríkyrkjumönn-
um, hafaþeir nú ráðizt í, að reisa sór kyrkju
á Eskifirði nú í sumar.
Jafnvel þótt vér séum þess fullvissir, að
þessir heiðarlégu forvígismenn kyrkjulegs
frelsis á íslandi muni ekki láta neina örð-
ugleika aftra þessu áformi þeirra, þá er það
eðlilegt, að þeim falli þungbær sú útláta-
byrði, er þétta leggr þeim á herðar1, og er
það því mjög eðlilegt, að þeir þiggi þá hjálp-
arhönd, er þeir menn, er unna kyrkjulegu
frelsi, kynnu að vilja rétta þeim.
Vér birtum því hér í dag dvarp til allra
kyrkjulega frjálslyndra Islendinga, sem vór
höfum verið beðnir að gjöra heyrum kunnugt.
f>að er svo látandi:
tFríkyrkjusöfnuðr Beyðfirðinga sendir
landsmönnum kveðju sína.
Vér höfum fundið til þess, að fyrirkomi-
lag að, sem nú er á kyrkjustjórninni á ís-
landi, skerðír frelsi safnaðanna, og að ekkí
sé lengr við það hlítandi; fyrir því höfum
vér sagt oss úr felagi við ríkiskyrkjuna og
gjörzt fríkyrkjumenn.
Nú eru þegar liðin 3 ár síðan við bund-
umst þessu félagi, en á þeim tíma höfum vér
hvorki haft prestsþjónustu nr heldr neina
I) Sá bóndi, sem hsest geldr árlega til fríkyrkj-
utinar, mun greiða 250 kr. árstillag.
kyrkju fyrir söfnuð vorn. Ver erum hvorki
margir né auðugir, en þó höfum vér nú ráðið
ossprest, og fastráðið að gjöra oss kyrkju á
ncestkomandi sumri. Útgjöld vor eru mikil;
en hvorki þau né aðrar hindranir skulu aftra
oss frá að gjörast frjáls og óháðr söfnuðr.
það eru margir, er eigi slcilja fyrirtæki
vort og kalla það uppreist móti landslögum,
og fyrir því verðum vér mjög að mceta mót-
stöðu. Eins vitum vér, að þeir eru enn fleiri,
sem fríkyrkju unna, og óska henni vaxta og
viðgangs.
par eð þetta er fyrsta tilraunin, sem
gjörð hefir verið á landi voru, til að koma
á fót frjálsum söfnuði og þann veg reyna til
þess að velcja ina sofandi kyrkju, þá má
nœrri geta, hve örðugt oss hefir veitt, og við
hve rcmman reip er að draga, þar vér höf-
um að berjast við bœði vanaféstu og hleypi-
dóma, er jafnan rísa öndverðir öllum nýj-
ungum, hve þarfar sem eru.
Er menn taka tillit til þessa, vonum vér
að engiwn lineyksUst á því, þótt vér skorum
á þá, sem unna viðgangs fyrirtœki voru, að
þeir vildu styrkja oss með fjártillagi nokkru,.
—Tökum vér þakksamlega hvað litlu sem er.
—Vér höfum í hyggju að halda hlutaveltu
á komandi vori til inntektar fyrir kyrkju-
sjóð vorn, þó sérstaklcga til kyrkjubyggingar.
Vceri oss mjög kcert, ef menn hér ncersveitis
vildu senda oss muni til hlutaveltunnar.
Að 'óðru leyti tökum vér með þökkum móti
innskrift til Gránufélagsverzlunar eða ein-
hverrar annarar verzlunar á Austurlandi;
sömuleiðis ávísunum.
Með beztu von til landa vorra.
I sóknarnefnd frikyrkjufélags Beyðarfjarðar
í marz 1884.
Hans J. Beck Jónas Símnoarson
á Sómastöðum. á Svínaskála.
Jón Stefánsson
á Sómastaðagerði“.
f>að getr engum dulizt, sem ann kyrkju-
legu frélsi, að enginn viðburðr hér á landi
hefir fyrri fram komið jafnþýðingarmikill
til að vekja af svefni bæði kyrkjustjórn og
söfnuði, sem þessi hreyfing Reyðfirðinga;
ekkert hefir verið gjört, sem líkt og þetta
hafi þokað áfram málinu um rétt safnað-
anna til sjálfstjórnar, til þess að vera ekki
viljalaus jórtrdýr kyrkjustjórnarinnar. Mál-
inu hefir við þennan eina atburð þokað
meira áléiðis á þremur árum, en því án þess
hefði annars þokað á hálfri eða heilli öld.
Málið er nú á þeim rekspöl, að sigrinn
er fyrirsjáanlegr; það er herzlumunrinn einn
eftir. En hans þarf með.
Og Reyðfirðingar hafa einir meira gjört í
þessu máli, heldr en allir aðrir landsmenn
til samans.
f>ví er það siðferðisleg skylda vor allra,
sem samdóma erum þeim og unnum þessari
frelsishreyfingu, að styðja þá nú í verkinu,
og að gjöra þabfljótt.—Sá styrkr, sem fljótt
er veittr, er ávalt tvöfaldr styrkr. [Meira].
Blöð og blaðamenska
á íslandi og í Ameríku.
f>að er auðvitað, að verulega góð blöð
geta ekki verið til nema hjá svo stórri þjóð,
að blöðin geti verið nokkuð stór og haft
svo mikla útbréiðslu, að margir geti unnið
að hverju blaði fyrir sig.
Engu að síðr er það víst, að blöðin til
lengdar munu verða upp og niðr, eins og
þjóðin á þau skilið, og ekkert er fráleitara
fyrir blað, én að ætla að gjöra öllum til
hæfis. f>að getr ekki guð í himnaríki gjört,
hvað þá heldr svo breyskr leir, sem einn
blaðamaðr. En eins og blöðin nú gerast,
upp og niðr, ór það þó viðrkent af öllum
þeim þjóðum, sem vita, hvað til þeirra frið-
ar heyrir, að þau só eitt ið nauðsynlegasta
hverri þjóð, já, hreint og beint andlegt
lífsskilyrði.
Hverjum augum heimsins frjálsasta þjóð
og mesta framfaraþjóð, Ameríkumenn, líti '
á blöðin, má sjá t. d. af því, hversu þeir '
hlynna að blöðunum.
I Bandaríkjunum eru það lög :
1. Að áskrifendr eða kaupendr að blaði
skoðast framvegis sem áskrifendr, þar til
þeir segja sig reglulega frá kaupinu.
2. f>ó að kaupandi segi upp blaði, er sú
uppsögn ógild, nema áskrifandinn sé með
öllu skuldlaus við blaðið, þegar hann segir
upp kaupinu ; þangað til hann er skuldlaus,
hefir útgefandi rótt á að halda áfram að
senda honum blaðið, og færist kaupanda
það alt til skuldar.
3. f>ó að áskrifendr eða kaupendr hætti
að vitja blaðs síns á póststöð eða neiti að
veita því viðtöku, þá má samt heimta borg-
un af þeim fyrir blaðið framvegis þar til
öll skuld þeirra er að fullu borguð, og þeir
þar eftir segja blaðinu upp reglulega.
4. Breyti kaupandi blaðs heimili eða bú-
stað, og skýri ekki útgefanda frá því, þá er
kaupandinn skyldr að borga öll þau blöð,
sem send eru á hans fyrra bústað, hvort
sem þau koma nokkurn tíma honum í hendr
eða ekki.
5. Með mörgum dómum er það orðið
viðrkent, að «neiti maðr að taka við blaði
sínu, láti vera að vitja þess eða flytji burt úr
póstumdæminu, án þess að gjöra útgef. að-
vart um bústaðaskifti sín, ber slíka aðferð
að skoða sem tilraun til að hafa í frammi
hegninga/rverða sviksemri.
G. Sé manni sent blað, og haun tekr við