Þjóðólfur - 14.06.1884, Side 3
þó þeir legði ekki herkostnað á Kín-
verja.
Mjög þykir Frakkland hafa vaxið af
þessu máli og vegr stjörnarinnar þar
aukizt stórum. Komast ensk blöð svo
að orði, að það sé auðséð á þessu og
fleiru í seinni tíð, að Frakkland sé aftr
sezt á bekk með öðrum stórveldum.
Horvegur. fað komst upp í vor, að
þá er stóð á málsókninni gegn ráð-
herrunum, hafði hermálaráðherrann lát-
ið flytja púðrbirgðir og skotvopn burtu
frá vigjum þeim og vopnabúrum, er
lágu á landamærum, er að Svíþjóð
vissu, og til Akerlius og annara aðal-
stöðva, en tekið lásana frá byssunum,
svo að eigi yrði skotið með þeim. J>etta
þótti sýna, að stjórnin hefði viljað búa
svo um hnútana, að Norðmenn skyldu
varnarlausir fyrir, ef sænskr her drifi
inn í landið. f>ingið hefir kallað fyrir
sig til skýrslu-gjörðar um þetta efni
hermálaráðherrana báða, þann, sem nú
er, og þann, sem þá var í embættinu.
Skutu þeir því við, eða inn fyrri ráð-
gjafi, Mynthe, einkum (því að Dahl,
sem nú er, lét sér ókunnugt um flest),
að þetta hefði gjört verið tií varúða
af ótta fyrir uppreisn og óspektum.
Ekki er enn víst, hversu þingið lætr
sér þetta nægja, eðr hvort það hefir
nýja kæru fyrir rílcisrétti gegn Munthe
fyrir bersýnilega tilraun til landráða.
Ef þetta yrði álitið svo, mundi það
varða ráðgjafann lífláti.
Vér höfðum áðr getið um lögsókn-
ina, sem stjórnin hóf gegn Björnson og
fleiri blaðamönnum fyrir lastmæli um
koounginn. Björnson hafði sjálfviljugr
tekið að sér ábyrgðina á sinni grein,
og beiddist frests til heimkomu um
nokkra stund, þar eð hann var að ljúka
við skáldrit, er hann mun hafa viljað
hafa fullgjört áðr hann færi „í betrun-
_arhúsið“. Flonum var veittr frestrinn,
hans skrifstofustjóri
Björnson mættifyrir
svo mikla andstygð
Vakti þessi málssókn stjórnarinnar um
aflan inn mentaða heim, að Oscar kon-
Ungr reit sjálfr stjórnarráði sínu og sagði
það væri sinn vilji, að hætt væri við
,ar þessar málshöfðanir, og skyldu þeir
gJ°ra ráðstafanir samkvæmt þessu.
. NUGLYSINGAR
iin' sniá'elt' ^a' (lla^™v' 3 í') lwert ofl 15 slala frekasl
1)11111 ^ setaing 1 kr. [jtíi þumlung dálks-lengdar. Borgun úl i hönd
Þannig, að bróðir
Mepartementschef)
nann á meðan. En
Vor-framtalsþing.
Vor-framtalsþingfyrir Beykjavíkrbæ verðr
haldið á bæjarþingstofunni h. 20. þ. m. kl.
12 m. d.; er því hér með skorað á alla þá
bæjarbúa, ertíundskyldar eigur hafa, að telja
þær þar fram, að viðlögðum lagasektum, ef
þeir eigi mæta eða láta mæta fyrir sína hönd.
Sömuleiðis er hér með skorað á bœarbúa að
skýra frá á nefndu þingi, samkvœmt tílsk.
25. júní 1869, 1. grein, hversumargir hund-
ar séu á heimili þeirra, hvort sem þeir eiga
þá sjálfir, eða einhver annar. Láti einhver
farast fyrir, að segja til hunds, sem er á
heimili hans, liggur við 10 króna sekt eptir
nefndri tilskipun.
Srifstofu bæjarfógetans í Bvík 12. júní 1884.
E. Th. Jónassen. [197 r.
Styrktarsjóðr.
lianda ekkjum og börnum drukknaðra manna i
Kjalarnesþingi 1883.
Tekjur:
I. Eftirstöðvar frá fyrra ári :
a. kgl. Obligat. .... 4900.OO
b. lán til prfvatmanns . . . 100.OO
c. 1 Sparisjóði Reykjavíkur 364.37 5364*37
II. Vextir:
1. af kgl. Obligat............ 196.00
2. „ prívatláni................. 4.0o
3. úr sparisjóði........... 12.87 212 87
* Qjöld: =5577.24
I. veittr styrkur....................... 200.OO
II. Eftirstöðvar til næsta árs :
1. kgl. Obligat.............. 4900.OO
2. lán hjá prívatmanni . . IOO.00
3. í sparisjðði............... 377,24 5g77_24
= 5577.24
Reykjavík h. 31. des. 1883.
198 r.] E. Th. Jónassen.
Litunar-efni.
Vor á g 89 t u litunar-efni til heimilisþarfa fást
í Reykjavík að eins hji
hr. kaupm. Finni Finnssyni.
Með þessum litunar-efnum getr s é r h v e r
húsmóðir litað voðir og band eins fall-
ega og trútt eins og æfðasti litari, og
ábyrgist verksmiðjan það, ef fyrirsögn vorri
er fylgt. Litarefnin eru seld í 10 aura bögglum,
og fara 3 af þeim á pundið af bandi eða voð.
Fyrirsögn, sem verksmiðjan hefir gefið út til leið-
beiningar við litun, fæst ókeypis hjá ofan-
nefndum umboðsmanni vorum.
Buchs litarefna-verksmiöja
Köbenhavn K. [i99r
Auglýsingar til „pjóðólfs“ verða
að vera komnar til ritstj. í síðasta lagi
á fimtudags-kvöldum, ef þær eiga að
komast meff vissu í næsta blað á eftir.
pjgT" Sökum fjatrveru miimar nœsta
sunnudag verftur ekki messaft í dóm-
kyrkjunni þann dag'. 13/684-
200*] Hallgrimr Sveinsson.
Undirskrifaðr heldr hrossamarkaði:
að Núpakoti 4. júlí, kl. 9 f. m.
— Hvoli 5. júlí, kl. 9 f. m.
— Ósi sama dag kl. 6 e. m.
— Reykjum á Skeiðum 7. júli, kl. 9 f. m.
— Laugardal 8. júlí, kl. 9 f. m.
Reykfhvík, 11. júní 1884.
John Coghill. [196r.
lteykjavíkur-útgáfa biMíunnar fæst
einungis fyrir peninga út í hönd, inn-
bundin í enskt band, á 5 kr. ; snúa skal
sér til byskupsskrifara Jóhanns J>or-
steinssonar; áskorunum um að senda
bana með pósti verður ekki gegnt,
nema andvirði og burðargjald (60 aur.)
sé sent fyrirfram. [201 r.
Hór með lýsum við yfir því, að vér höf-
um tekið hr. Jón Vídalín í Reykjavík fyrir
umboðsmann vorn á íslandi, fyrst um
sinn um 2 ár frá 25. maí þ. á. að telja;
að vér höfum veitt honum fult umboð til
að taka við pöntunum á vörum, sem vér
skulum láta úti, á móti hestum, fé eða
vörum, sem oss verða sendar; einnig heflr
hann heimild til, þá er útskipað er tilvor
hestum eða fé, að gefa kaupmönnum á ís-
landi, sem senda oss þetta, á v i s t a ávís-
anir upp á oss fyrir alt að 2/3 af inu áætl-
aða verði, ef peningaforði sá, sem hann
heflr i höndum frá oss, skyldi reynast ó-
nógr.
Newcastle on Tyne, 9. mai 1884
202 r.] KavSauvit&en & (Bo.
♦ *
*
Samkvæmt ofanskrifuðu umhoði tek ég að mér
als konar s t œ r r i vörupantanir (smápöntunum get
ég ekki sinnt), og hef ég til sýnis ýmis sýnishorn
af enskri og amerískri kornvöru, af ýmiskonar
kramvöru og annari vöru beint frá verk-
smiðjunum. Einnig tek ég að mér sölu-umboð á
hestum, fé og ísl. vörum, og borga út fyrirfram alt
að 2/3 af áætluðu verði þeirra. Upplýsingar um
sölu hesta o. s. frv. gef ég þeim er óska.—Mig er
að finna út þennan mánuð í Aðalstræti nr. 6, helzt
frá kl. 10 — 12 f. m. og kl. 4—5 e. m.
Með því áformað er, að barnaskólakensla byrji
næsta vetr á Vestmannaeyjum, leyfir sýslu-
nefnd Vestmannaeyja sér að lýsa þvi yfir, að til
boða stendr barnakenslustarfi hér á eyju, þó lík-
lega ekki lengur en frá byrjun októbermánaðar til
febrúarmánaðarloka. Hver sá, er óska kynni að fá
þennan starfa og fær væri mn að kenna námsgrein-
ar þær, sem vant er að lcenna í barnaskólum, sem
og dönsku, þeim, er óska kynnu, vildi gefa sýslu-
nefndinni það til vitundar innan júlímánaðar næst-
komandi og ákveða með hverjum vægustum kjör-
um hann vildi ganga að þessum starfa.
þess má geta, að þar sem ekki er riðgjörðr
lengri kenslutími en tii febrúarioka, gæti kennarinn,
ef hann vildi. haft atvinnu af fiskiveiðum, sem jafn-
an er helzt ibatavon af á útmánuðunum.
203 r.] Sýslunefnd Vestmannaeyja 4. júni 1884.
Mosfellssveitai’-nienn mega vitja
„þjóðólfs“ á skrifstofu blaðsins.