Þjóðólfur - 28.06.1884, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.06.1884, Blaðsíða 1
Kemr út á laugard.morgna. Verð árg. (50 arka ( 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir «5- júlí. — ————— XXXVI. árg. PJÓÐÓLFR. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komi til útg. fyrir I. október. Reykjavík, laugardaginn 28. júní 1884. M 25 Skattr af ábúð og lausafé. Eftir ÖCafofon. Á alþingi síðasta bar ég upp frumvarp um sfnám ábúðarskatts og lausafjár, en setja í stað hans útflutningstoll á landvarningi, 8vo sem ull, kjöti, tólg, gærum, sauðfé, hrossum, dúni og fiðri. f>ótt málinu væri Vel tekið af ýmsum þingmönnum, og engu síðr af landshöfðingja, þá var auðsætt, að málið kom of flatt upp á þingmenn; þeir voru því um of ókunnir og málið sjálft var heldr eigi nægilega undir búið. Fyrir því fór sem fór, að málið druknaði hjá nefndinni í brennivínstolli, og brennivínstollrinn gaf að síðustu upp öndina eftir margar svifting- ar í höndúm vina og óvina. Síðan hefir málinu eigi hreyft verið í blöð- unum; en sama er og að segja um flest af þingmálum vorum. Ég hygg nú að mál þetta só eitt af hinum merkari þingmálum, og sama hafa margir sagt mér, þeir er ég hefi tal við átt. jþetta ætla ég og að flestir landsmenn játa muni, ef þeir sjá og sann- færast um, að skattr þessi sé mjög ójafnlegr eðr miklu þýngri en aðrir skattar vorir sam- kynja, einkum á fátæklingum, og að hann standi einkanlega landbúnaði vorum mjög fýrir þrifum. En hitt vona ég að flestir sjái og finni, að mjög er örðugt að heimta skatt þenna, og mikil vandkvæði eru á að greiða hann af hendi. Ójöfnuð skattsins skal óg uú leitast við að sýna. Skattr er tvens konar eftir hinum nýju skattalögum vorum lá. desbr. 1877. það er; 1., tekjuskattr af eign eðr eignarskattr, 2., tekjuskattr af atvinnu eðr' atvinnu- ®kattr. Eignarskattrinn er lagðr á landeign alla 0g ú, hús öll, þau er eigi fylgja bygðum olum. En atvinnuskattrinn liggr á afnot- um jarða, á öllu tíundskyldu lausafó og allri atvinnu annari. Monn mega eigi láta það Wekkja sig í þessu efni, að lagaboðin 14. desbr. 1877 eru þrjú, og að eitt þeirra hljóð- ar um ábúðarskatt og lausafjár, annað um husaskatt 0g hið þriðja um tekjuskatt, því ja us jótt sem menn játa, að búskapr á jörð- um og við tíundskylt lausafó sé atvinnu- egr, eðr að landbúnaSrinn og sjávarútvegr- n, er nota jarðir og hið tíundskylda lausa- le, sé atvinnuvegir, eðr réttara sagt aðal- atvinnuvegir landsmanna, þá verða menn og þegar að játa, að atvinnuskattr sé með réttu skattr sá, er þeir gróiða af þessum bú- skap sínum. Nafnið eitt breytir eigi eðli hlutarins. Fyrir því er það víst, að «húsa- skattr* er hið sama sem tekjuskattr af hús- eign. Engu sfðr er það víst, að «skattr af af ábúð og lausafó», er liggr því nær ein- göngu á landbúnaði og sjávarútvegi, er als ekki annað 1 sjálfu sér en atvinnuskattr á þessum tveim aðalbjargræðisvegum lands- ins. Eðr hvað ætti ábúðarskattrinn og lausa- fjárskattrinu þá að vera, ef hann er eigi at- vinnuskattr ? Úr þvf getr enginn maðr leyst með nokkru viti, að ætlun minni. Af þessum rökum hygg ég mér só óhætt að telja ábúðarskattinn og lausafjárskattinn sem at- vinnuskatt á öllum þeim mönnum, er búa á landi virtu til hundraða og við tíundskylt lausafé. Nú er þá að bera ábúðarskattinn og lausa- fjárskattinn saman við skattinn af annari atvinnu, samkvæmt tekjuskattslögunum 14. besbr. 1877, 4.—7. gr., og reglugjörð lands- höfðingjahanda skattanefndum 15.maíl878 við 7. gr. Atvinnuskattrinn er greiddr af árságóða atvinnunnar. Árságóðann af búi manns má finna eftir skattreglum þessum á þann hátt, að telja ársábatann allan af búinu að tilkostnaði frá dregnum. Ef bú- andinn hefir til uppskrift af öllum eignum búsins, þeim er hann hafir undir hendi, bæði í lifandi og dauðu, og gjörir uppskrift þessa ár hvert, þá getr hann þegar fundið, hvort hann tapað hefir eða grætt það og það ár, er um er að ræða. Með ábata skal hann telja hvern þann eyri, er hanu af búskapar- arði sínum auðgar bú sitt um, svo í lifandi sem í dauðu, eðr hefir til að kaupa fyrir eitthvað annað eðr að lúka skuld sína með. þar við á hann að leggja, ef hann grætt hefir það árið, en frá tapi sínu að draga, ef hann tapað hofir, fæði sitt og klæði, svo og konu sinnar og annara. vandamanna, þeirra er eigi vinna svo stöðugt að búi hans, að kaupi og fæði nemi, svo og alt það annað, er hann kostar það ár til sín sjálfs eðr þeirra. Tekju- hæð sú, er hér af verðr, er búsarðr hans. Aftr á móti skal til kostnaðar telja lagavöxtu af allri innstæðu búsins, hvort er bóndinn á hana sjálfr eðr hann býr við skuldafé, svo og fyrir fyrningu búshluta og slit. Enn fremur ofanálag á hús öll, hvort þau eru jarðarhús, álagshús eðr sórstök eign, nema húsbóndinn búi sjálfr með skuldaliði sínu í húsi sér, þá skal enga leigu meta af því húsi. Svo skal og til kostnaðar telja fæði og kaup vinnumanna og annara verkmanna, og annan kostnað til viðrhalds búinu, svo sem ljós, smáviðgjörðir o. s. frv., svo og öll skyldugjöld af búinu. Nú sem búið er að finna, hve mikið tekjurnar og það, er með tekjum skal telja, hafa fram yfir tilkostnað allan, þá skal fleygja burt einu þúsundi kr. af ágóðanum eðr yfirtekjunum, með því að engan atvinnuskatt skal af þessum ágóða lúka, heldr má svo álíta, sem þessi eina þúsund ágóðans sé lögð á borð húsbóndans og handa skuldaliði hans. Af næstu þús- undinni skal greiða 1 af 100 hverju. Nú er að meta upphæð ábúðarskattsins og lausafjárskattsins til samans. Ef lausa- fjáreign landsmanna er í meðallagi mikil, mun láta nærri að lausafjárhundruðín í landinu sóu þriðjungi færri en jarðarhundr- uðin. En þá er og víst, að hinir fátækari búendr hafi að meðaltali eigi meira lausa- fé en til helmínga á við ábúðarhundruðin. Skattrinn á hverju lausafjárhundraði er nú 1 alin og á jarðarhundraðinu £ álnar, og á tveim jarðarhdr. £ al. Kemr þá 1| al. að meðaltali á hvort lausafjárhdr. hjá hinum fátækari búenudm, en lf al. (1 hdr. laus- fó og 1J ábúðarhdr.) á meðalbúendr upp og ofan. Ef vér nú gjörum 55 aura í með- alalin, verðr hinn samlagði ábúðar- og lausa- fjárskattr, það er atvinnuskattrinn, á hinn fátækari ábúanda 99 aurar af hverju lausa- fjárhundraði, þótt hann sjálfur eigi ekki eitt einasta, en 88 aurar á meðalábúanda. Ef nú skip eru frátalin, er lausafjárhundraðið frá 80 kr. til 200 kr. virði; en »ð meðaltali um 125 kr. eðr rúmlega það. Hvör er nú jöfnuðrinn á þessum samlagningsskatti og öðrum atvinnuskatti ? Hinn samlagði ábúð- ar- og lausafjárskattr á 125 kr. í (stofnfé eðr innstœðu) (Capítal) fátæklíngsins er jafnhár atvinnuskattinum af 1149 kr. í ágóða eðr af tekjum (Revenue) kaupmannsins, gestgjaf- ans, lyfsalans, iðnstjórans, embættismanns- ins o. s. frv. Misjöfnuðrinn eðr ójöfnuðrinn á þessum atvinnuskatti ábúenda og annara atvinnumanna er í raun réttri ómetandi, með því að auðsætt er, að allr þorri bænda mundu engan skatt gjalda, ef atvinnuskattr- inn væri lagðr á þá eftir hinuui sömu lög-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.