Þjóðólfur - 05.07.1884, Síða 2
102
gjöld oða þessleiðis, vitum vér ekki, því
alt er þetta afgreitt í einni og sömu komp-
unni eða básnum. Vér snérum frá, kom-
um aftr ll^; enn var ómögulegt að kom-
ast að; vér snérum enn frá og kom-
um á ný kl. llf; sömu erindislok; loks
koinurn vér í því klukkau sló 12, og enn var
ösiu söin, og hurfum vér þá frá fyrir fult
og alt, og tókum svo það ráð að koma pen-
inga8ending vorri áleiðis utan pösts. í þetta
sinn munu sumir hafa orðið að bíða yfir 2
klukkustundir, áðr en þeir fengu sig af-
greidda, og víst einn maðr fékk skæting
hjá póstmeistara fyrir að koma of seint með
peningasending, en maðrinn hafði orðið þá
að standa óafgreiddr í 2 tíma, af því að
póstmeistarinn var að gegna öðrum störf-
um, sem alveg eru embætti hans óviðkom-
andi, svo .sem farseðlasölu, farmafgreiðslu.
Til hvers er svo að skrifa um þetta ?
Mundi landshöfðingi álíta sér skylt að
skipta sér í nokkru af því, hversu póst-
meistari rækir störf sín ?
Reynslan skal nú skera úr því.
En óitt er víst; alþingi ætti nú að vera
það ljóst, hversu hr. Finsen vinfir til nýrr-
ar launaviðbótar; því ekki er það að efa, að
um hana mun hann biðja á næsta þingi,
eins og vant er. það heyrir nú einu sinni
til, að ómögulegt er að halda alþing, án þess
að launahækkunar bæna-kveinstafr komi frá
póstmeistaranum.
Vor ætlun er, að það sé meiri þörf á að
taka hann til bæna, en að auka laun hans.
Vegleysan aó höfuðborginni.
það skyldi maðr ætla, að til vegagjörðar
væri hvað bezt vandað í hverju landi í ná-
munda við höfuðstað landsins, en Reykjavík,
mun vera undantekning 1 þessu, sem svo
mörgu öðru frá öðrum höfuðborgum, og
sýndist þó vera talsverð ástæða til, að halda
viðunandi vegum uppi upp frá bænum.
Bæði fer þar fjöldi lestamanna yfir, sem
sækja að bænum og sjóplássunum þar í
grend, enda er þetta inn almenni útreiðar
vegr Reykvíkinga, það mundi nærri því
mega segja inn almenni kyrkjuvegr þéirra
á sumrin, þar sem miklu fleiri bæjarbúar
sækja þá Artúnskyrkjuna heldr en dómkyrkj-
una á sunnudögum. Einnig er þetta það
af vegum landsins, er flestallir útlendingar
sjá lang-helzt. það er vegrinn úr bænum
og inn að Elliðaánum, sem hér er einkum
við átt, og fellr hann í tvo kafla, annan,
sem bænum til heyrir, og hinn, sem
heyrir til Kjósar- og Gullbringusýslu.
Bæjarkaflinn nær úr bænum og upp að
vegamótunum, þar sem Hafnarfjarðarvegr
skilst frá. Að stefnunni á bœjarkaflanum,
eða því, hvar hann er lagðr, er ekkert að
finna, en hitt er fráleitt, að vegkafla þess-
um skuli ekki vera við haldið í nokkurn-
veginn færu ástandi ; en þetta er ekki gjört;
undir eins og kemr upp fyrir hegningar-
húsið skortir ofaníburð í veginu ; hnökr-
grjótið í undirlaginu er því hvervotna kom-
ið upp úr og ægir þar hrossum og fótgang-
andi með hálsbrotsbyltum. Um kaflann frá
Hafnarfjarðarvegi og upp undir árnar er
það að segja, að hann er bæði í hneykslan-
legu ástandi, enda er hann og lagðr mjög
óhöndulega að stefnunni til; því að þar sem
hann nú @r, verðr viðhaldskostnaðr marg-
falt meiri á honum, heldr en ef hann væri
lagðr á réttum stað, og þar að auki verðr
honum aldrei viðhaldið svo í lagi sé, þar sem
hann er. þegar Reykjavíkrkaflinn af veg-
inum var lagðr, var það vitanlega tilgangr-
inn að áframhald hans skyldi lagt verða
inn melhrygginn inn að Mjóumýri svo kall-
aðri, yfir mýrina, sem auðvitað þyrfti að
brúa, en hún liggr hátt, og þar innar af
mætti halda melhryggnum inn að Bústöð-
um. Með því að leggja veginn þannig,
sleppa menn við Háaleitisklifið og ina
minnisverðu brú á slakkanum hérna meg-
in við það. í stað þess, að leggja vegiun
þannig, sem er langkostnaðarminst eins og
vegrinn yrði þá og betri og ódýrra að við
halda honum, þá við heldr nú sýslunefndin
með lélegri ruðningu gamla veginum, sem
nú liggr svo, að krókr hefir verið gjörðr á
hann til hægri handar fyrir innan Hafnar-
fjarðarvegamótin, svoað hægt væri aðfylgja
slakkanum niðrí bleytunni og forinni.
það þyrfti að vinda bráðan bug að því
að gjöra eitthvað við þennan veg allan, bæði
bæjarkaflann og sýslukaflann, og ætti helzt
að byrja þegar í vikunni nú eftir helgina, ef
nokkurt lið á að verða á annað borð að slíkri
aðgjörð í sumar. Nú er líkaalment atvinnu-
jleysi hér og auðgefið að fá ódýran vinnu-
kraft, en hins vegar sjálfsagt góðverk og sið-
ferðislegt skylduverk, að veita fátæku fóiki
þá atvinnu, sem unt er, í þéssari vandræða-
tíð, þar sem slíkt nauðsynjaverk er fyrir
hendi, sem óhjákvæmilega þarf að vinna,—
Oskandi væri, að sýslunefndin hefði nú þá
umsjón á sínum vegkafla, ef hann verðr
lagðr um, að hann vérði betr af hendi leystr,
en ið svo nefnda »Löggjafa-skeið« (hérna
megin í Kópavogs-hálsi).
ReykjavíU, 5. júli’ 1884.
— „Camoens11. Hans feröa-áœtlun er nú breytt
svo, aö fyrstu tvær ferö. ern öbreyttar, en Ame-
ríku-feröin fellr niör.; Camoens fer því frá Bvík
14. þ. m. og kemr til Granton 18.; þaöan aftr 22.
þ. m.; kemr hér 26.; fer héöan 31. til Eskifjarö-
ar; þaöan 2. ágúst, til Granton 6.; þaöan 9. á-
gúst, kemr til Sauðárkróks 13., Akreyrar 13.,
þaöan 16., kemr til Granton 20. ág.; þaöan 23.
ág., til Rvíli 27.; héðan 2. sc.pt., til Granton 6.
— Veatrfarar fóru héöan 28. f. rn. meö „Ca-
mo'éns“ urn 30 („Allan-línu farþegar). Með
„Romny“ fóru framt aö 20 (“Anchor“-l. farþ.).
— Yeitt brauð : Arnes 28. f. m. sóra
Eyjólfi Jónssyní á Mosfelli.
— Landlæiínik vor fór til Ilafnar nú, til
að vera á læknafundi, er halda skal um
miðjan næsta mán. L>r. med. Jonas Junas-
sen settr landlæknir á meðan. Læknir
þorgr. Johnsan á Akreyri einnig sigldr til
Hafnar á sama fund.
— Próf í forspjallsvísindum 28. f. m. tóku
pretslingarnir : Jón Jónsson frá Hlíðarhúsum (41/,)
og Ólafr Ólafsson (5); svo og læknfrœðinemarn-
ir: Oddr Jónsson (fc), Friðrik Jónsson, Stef.
Gíslason (5) og Ólafr Guðmundsson (42/s).
— ötskrifaðir úr latfniiskðlanum 27 stúdentar
í dag. Kinkunnirnar eigi kunnar enn.
— G-ufuskúta, 100 lesta, koiu í gær til Weid-
tiersverzlunar (G. Briein) og tekr. hesta; hafði
skákað Eggerti Gunnarssyni upp í Stykkishólmi
með einhvern vöruslatta.
AUGLÝSINGAR
samfeldu máli m. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orá 15 slafa frekas^
m. ðBru lalri e5a setning 1 kr. íjrir (ramÍMj dálks-lengdar. Borgun át í hönd
Hér með bið ég fjárhaldsmenn skúlapilta,
að sœkja um ölmusur 0. s. fr. fyrir þá fyr-
ir miðjan jvlímánuð.
22qv.] 3/7 84. Jón þorkelsson.
Herbergi til ielgu.
Prj'ðiavönduð horbergi með vönduðum
húsbúnaði eru til leigu fyrir einhleypa
menn, sum fyrir lengri tíma, sum um 2
mánaða tíma. Somja má við kaupmann
Matth. Johannessen. [225r.
Frá Félagsgarði við lieyk'avík heflr tap-
azt 28/6 84 rauðr heslr vakr með mark:
biti aftan bæði, aljárnaðr með sexboruð-
um flatjárnum nýjum undir framfótum,
afrakaðr, taglskeltr, vottar fyrir stjörnu í
enni, 8 vetra garnall. Hver sem þennan
hest hittir, er vinsamlega beðinn að halda
til skila til Guðna Guðnasonar, Keldum í
Mosfelssveit mót endrgjaldi.
226*] Jón Jðnsson frá Arabœ.
S e rn e n t (bezta Portland-)
til sölu, 12 kr. tn. móti borgun út í
hönd í peningum.
M. Smitlis verzlun.
227*] J. O. V. Jónsson.
Járngrindr utan um grafreit, 3'/,, x 4‘/2
al. fæst hjá undirskrifuðum með vægu
verði. M. Smiths verzlun.
228*] J- O. V. Jónsson.
Grár hestr, óaffextr, ójárnaðr,
vakr, 10 vetra gamall, mark:
standfjöðr aft. hægra, heíir
tapazt frá mér. Enn fremr
rauðum hesti, fjögra eða fimm
vetragömlum, heldr mögrum. þessum hesti
veit óg eigi mark á, óg keypti hann fyrir fá-
um dögum, en spurði seljandann eigi um,
hvaðan hestrinn væri, (eg held hann hafi
verið úr Biskupstungum). Vil ég því biðja
þann, er seldimór gripinn, svo vel gjöra, og
láta mér í tó þær upplýsingar.sem hann getr,
um mark á téðumj hesti.—Hvern er finna
kynni ofanritaða hesta,bið ég að koma þeim
til mín ið fyrsta. Reykjavík 3. júli 1884.
231 !:J G. Zocga.