Þjóðólfur - 12.07.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.07.1884, Blaðsíða 2
106 fögr, síðan amtmannaembættin voru hér fyrst stofnuð, en það var einmitt um sama leyti sem stjórn íslenzkra mála komst al- gjörlega í hendr inna dönsku stjórnarráða. J>að mun því naumast hafa verið ófyrir- synju, heldr sannleiki að fullum líkindum, þegar inn fjórði konungkjömi þingmaðr sagði á síðasta þingi: »Enda era ekki aðr- ir skipaðir í amtmannaembættin, en þeir, sem hafa sérstakt traust stjórnarinnar1*. þegar þannig allar ástæður eru íhugaðar, þá ræðr að líkindum, að stjórnin og hennar sinnar vilji sem stendr halda í amtmanna- embættin. En þar með er ekki sagt, að stjórnin og hennar fylgifiskar héldu eins fast í þau, ef allt stjórnarfyrirkomulagið væri öðruvísi. f>ótt ég væri sjálfr með því að afnema amtmannaembættin, þá þótti mér helzt til margir leggja alt of mikla áherzlu á fjár- spamað þann, er af því mundi leiða. Mín aðalástæða var als ekki ímyndaðr fjársparn- aðr, heldr hitt fremr, að með stofnun fjórð- ungsráða, er fjölmennari væri af kosnum fulltrúum, mundi fjórðungastjórnin verða miklu sjálfstæðari og notasælli, heldr en nú á sér stað. En þá hefði líka helzt þurft að ákveðaformenskufjórðungsráðanna nokk- uð öðruvísi og verksvið þeirra nokkuð glögg- vara, en gjört var á síðasta þingi. Ég sé nú vel, að sú tilhögun; sem ég hafði helzt fyrir augum, mundi ekki verða kostnaðarminni, heldr jafnvel fullt svo kostn- aðarsöm, eins og sú, sem nú á sér stað. En að koma fram með mína hugmynd í heilu líku innan um allar þær sparnaðar-ræður, sem frarp komu á þinginu, hélt ég mundi verða til eintóms hneykslis, og ekki til ann- ars en að koma glundroða á málið, fá mót- stöðumönnum vorum vopn í hendr, en veikja hugdirfð minna liða2. Ég þagði því aðsvo komnu ogfylgdi straumnum, en gat þess við 3. umræðu, að það væru ekki allir þeirra, sem framfylgdu afnámi amt.emb., sem gjörðu þetta kostnaðarins vegna, heldr til þess að fá frjálsari og óbrotnari stjóra í fjórðungunnm, og þótt kostnaðrinn við fjórð- ungsráð yrði ef til vill nokkru meiri en sumir virtust hafa hugsað sér hann, þá varð ég að ætla, að flestir mundu nokkuð vilja til vinna að fá frjálsari og sjálfstæðari stjórn í öllum fjórðungsmálum. f>á vakti það og 2 „Fagurt galaði fuglinn sá“ —ogvissi líka hvað hann söng. liitstj. 2) Vér erum þeirrar skoðunar, að maðr ætti al- drei að hika við að segja það, sem maðr hyggr satt og rótt, án þess að óttast, að slfku verði mis- beitt sem vopni móti manni, og ekki heldr á maðr að dylja fylgismenn sína sannleikans, því standist þeir hann ekki eða skilji, þá er þéirra fylgi lftils vert. Ritstj. i fyrir mér, að ef þaðtækist, að afnetna amt.- emb. og koma fjórðungsráðunum á stofn, þótt ófullkomin yrðu í fyrstu, þá mundi fyrirkomulag þeirra innan skams verða endrbætt og komið í það horf, sem reynzlan sýndi fram á að hagfeldast yrði. En þegar ég hugsaði um þessa breyting á fyrirkomulagi umboðsvaldsins, sem leiða hlaut af afnámi amt.emb., þá hugsaði ég mér hana jafnan í sambandi við breyting á allri umboðsstjórninni yfir höfuð, og verð ég að játa, að þegar rætt var um breytingar á stjórnarskránni, þá þótti mér þar farið alt of skamt. Ég sá það að sönnu, að breytingar frumvarpsins miðuðu til tals- verðra bóta, yrði þeim framgengt, einkum í því er landshöfðingi fengi fullkomið ráð- gjafavald með fullri ábyrgð fyrir alþingi, því þá mundi síðr hætt við að danskir ráðgjaf- ar og danskt þing hefði áhrif á hann oss til tjóns; en þá var eftir að vita, hvort skrif- stofustjórar hans mundu ekki með tímanum verða ofrlítið sýnishorn af ábyrgðarlausum amtmönnum. Og hvað kostnaðinn snertir, þá er hætt við, þótt hann yrði sem minnstr í fyrstu, að hann kynni að aukast smátt og smátt. Mundi það og ekki þykja vafnings- samtmeðtímanumog þunglammalegt aðhafa öll mál landsins á einni skrifstofu? þá er og á það að líta, að ef einn maðr á að standa fyrir öllum stjóraarmálum landsins með fullri ábyrgð fyrir konungi og alþingi, þá er það hugsanlegt, ef ábyrgðin annars þýðir nokk- uð, að hann hljóti endr og sinnum frá að fara og konugr að setja annan í hans stað, ef hann ekki til langframa getr komið sér saman við þingið í einhverju aðalmáli, þótt samkomulag hans við þingið sé gott í öðr- um máhim, og að svona geti það gengið koll af kolli, svo landið fengi dálítinn hóp af eptirlauna-ráðg j öf um. Mundi þá ekki vera nær, að skifta mál- unum þegar í upphafi í fleiri staði eftir eðli þeirra og hafa sinn mann fyrir hverri deild með fullri ábyrgð fyrir þinginu á stjórn þeirra mála, sem undir hann lægju, eins og víðast mun viðgangast í þingfrjálsum lönd- um? f>á væri meiri líkindi til, að hver þeirra gæti komið sér saman við þingið, þegar hann hefði ekki um að fjalla nema sérstök mál sinnar deildar; enda mundi þá og málun- um betr stjórnað heldr en ef einn maðr hefði á hendi stjórn þeirra allra. Ég fyrir mitt leyti vildi ekki eiga að vera bæði prestr, sýslumaðr og umboðsmaðr og eiga að leysa öll þessi embætti eins vel af hendi eins og ég kynni að geta af hendi leyst eitthvert einstakt þeirra. Vestan um haf. Kveðja til Norðmanna. (Eftir ,,ísafold“). -—--.A/WWV^A^ ■ ■ Austan um haf ofrarðu hdtt þínum geislandi staf fagra frelsisdis feigð er þjer ei vís — hátt yfir Dofra nú Herföður hlœr og hýrar eru Freyja þá og Saga og bárurnar glymja og brosir við sœr því bjarta heyrum vjer um frelsis daga Vestur um ver þar vesöld og þrœlkanin eintóm er fagra frelsisdís feigð er þar þjer vís— þar eru svvpur og þar eru bönd og þar er vakin nsamlyndis alda og holskeflur falla á holgrafna strönd og hjartað frýs í þrœldóminum kalda. Hváð erum vjer ? hjartveikir aumingjar rjett eins og ber t finnum fjarran óm frelsis hvellan róm bergmála hömrunum fornu frá þar feður vorir nutu œsku-daga þar vigroða sló yfir valfallinn ná og Valhöll glumdi hátt af strengjum Braga. Fjallkonan frið, fórst’ aldrei áður í keppni og stríð ? dáinn ertu, Jón I dáðlaus þjóð um frón! ndivide et imperayi — Danskurinn hlœr og dregur allt með hœgðar-leik í sundur— Ijómar á Eiðsvelli morguninn mœr— en mörlandi þegir eins og hundur! Vestan nm ver vindarnir beri samt heilsan þjer norðurhjarans hlíf hjarta kraptur líf þú eldgamla frœgðar og forneskjuströnd frelsisröðuls gullnum leiptruð stöfum — fornaldar rumskandi hjarta og hönd hristir sig í forfcðrmna gröfum. efte'H.. §zön3aí. Gjafir til Fríkyrkjunnar í lteyðar- flrði. Síðan síðasta blað kom út, hafa þessir menn sent oss gjafir til fríkyrkj- unnar: Hr. Andrés Fjeldsted á Hvftárvöll.50 kr. Hr. kaupm. þ>orl. O. Johnson Rvk. 20 kr. Hr. Sæm. Jónsson, Minni Vatns- leysu 10 kr. Samtals 80 kr. Áðr auglýstar og sendar austr 42 kr. Als inn kom. á skrifst. „J>jóð“. 122 kr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.