Þjóðólfur - 12.07.1884, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.07.1884, Blaðsíða 3
107 [Hr. A. F. skrifar til »£>jóðólfs»: »Ég hefi hugsað nokkuð um ina einu fríkyrkju á ís- landi, og met ég mikils það spor, sem þeir Reyfirðingar hafa þar stigið méð stöku sam- heldi og dugnaði. Yona ég það verði ekki að eins sjálfum þeim til andlegs þroska, heldr og allri inni sjúku kyrkju hér á landi, stjórnarkyrkjunni, til vakningar og lækning- ar. Flestum hugsandi mönnum mxm blöskra, að sjá aðfarir byskups og ráðgjafa í máli þessu, og sýnist öll framkoma byskups mér svo ólútersk, sem framast er hugsanlegt. En við hverju er að búast, þegar auðsjáan- lega er um fram alt látið sór umhugað um, aðsynja söfnuðunum sjálfsforræðis, og þeir þanftig sviptir þeirri sómatilfinningar-skerp- ing og ábyrgðartilfinning,sem frelsinu eru jafn- an samfara.--------Ég bið yðr nú að skila kveðjuminni tilfríkyrkjusafnaðarins í Reyð- arfirði, og hefi ég ávísað yðr 50 kr. hjá hr. . . .., sem ég bið yðr taka á móti og koma til þeirra. jpetta er raunar ekki til stórrar hjálpar þeim, en einasta vottr þakklætis míns til þeirra.«] Vér færum af frísafnaðarins hendi inni- legustu þökk öllum inum heiðruðu gefendum fyrir þeirra rausnarlogu gjafir, sem sannlega koma í góðar þarfir, og munar þá fríkirkju- menn um hvern skérf, þó að minni væri. Ef nokkrir fleiri hér nærlendis skyldu vilja styrkjafríkyrkjuna, þá væri æskilegt, að það gæti orðið sent héðan með ncesta pósiskipi; »s kjó t hjálp er tvöföld hjálp !« Bitstj. »pjóð.< Bókafregn. „Almanak fyrir hvern mann". Allr titillinn er: nAlmanak fyrir hvcrn mann fyrir árið 1885. Ritstjórar: Jón Olafsson og Stgr. Thorsteinsson. Fyrsti árgangr. Með myndum af Eiríki Magnús- syni, Ch. Darwin og J. Stuart Mill. Reykjavík. Á forlag Kristjáns Ó. porgrims- sonar. 1884«. (Prentað hjá Sigm. Guð- mundssyni.) — Almanak þétta er 72 bls. (eins og þjóðv.félagsins), 2 myndablöð, en verðið þó að eins 45 au. Auk Almanaksins framan við er þetta efni þessa árgangs : i. Æfi-ágrip Eiríks Magnússonar (éftir Stgr. Th.) ii. Æfi-ágr. Charles Darwins (Stgr. Th.) iii. Æfi-úgr. John Stuart Mills (eftir J. Ó.) Öll þessi æfi-ágrip eru með myndum (Eiríks mynd áheilli síðu), sem slcorn- ar hafa verið erlendis sérstaklega fyr- ir Almanak þetta. iv. »Fyrir vcstan lands lög og rétt*. Ferða- minning eftir J. Ó. v. Slæpingja-landið. Æfintýri eftir L. Bechstein. (þýtt af Stgr. Th.) vi. Hversvegna er bangsi snubbóttr fyrir endann ? þjóðsaga. (Stgr. Th.) vn. Um hænsna eldi. (Stgr. Th.) viii. Hversdagleg heilræði. (Stgr. Th.) ix. Tunglið mitt. Kvæði eftir Stgr. Th. x. Iðjumaðrinn. Kvæði eftir Stgr. Th. xi. Gullkorn fyrir hvern mann. Eftir ýmsa nafnfræga höfunda. (Stgr.Th.) xii. Gjalda-þáttr. Gjöld og skattar, sem almenningr á að svara til landssjóðs, prests, kyrkju og fátækra. (Eftir J. Ó.) xiii. Nokkur læknisráð eftir Dr. med. Jón- as Jónassen. xiv. Burðareyrir með póstum. (J. Ó.) xv. Gátur (gamlar). xvi. Sumarnótt. Vísa eftir J. Ó. xvii. Til islands. Vísa eftir J. Ó. xviii. Ýmislegt. (J. Ö.). Eins og allir sjá, er hér talsvert marg- breytilegt efni, og vonum vér að Almanak þetta megi koma sér svo vel í ár, að það verði framvegis kærkominn árlegr gestr á sem flestum heimilum. Strandþjófnaðarmálið syðra. —»«— það hafa ýmsir menn, einkum þó úr Rosm- hvalaneshreppi, legið þjóðólfi á hálsi fyrir grein Guðmundar í Landakoti um stórþjófn- aðinn þar suðr frá. það má virðast næsta undarlegt, að hverj- um manni skuli ekki liggja í augum uppi á- stæður þær, er oss þóttu knýjandi fyrir oss til að veita greininni viðtöku. Að stórþjófn- aðr hafi verið framinn þar f hreppnum, bæði á timbri og kopar, því dettr víst als engum í hug að neita. Að einhvérjir í Rosmhvala- neshreppi muni veravaldir að mestu af þess- um þjófnaði, á það hefir enginn maðr, sem vér höfum tal við átt, jafnvel ekki úr Rosmhvalaneshreppi dregið nokkurn ef a. Orð- rómrinn, sem af þessu gókk vítt og breitt, er öllum alkunnr; kunnugra manna álit er það, að því miðr fleiri en við hefði mátt búast mundu að líkindum vora hér við riðnir. Lagalegu vissu um þetta og hvað mikil brögð að því eru, er að eins unt að fá með rögg- samlegri rannsókn af yfirvaldsins hendi. Sé nú svo, að það sé óneitanlegt, að stórþjófn- aðr hafi verið framinn, og só það víst, að það sé hiklaust álit flestra kunnugra, að nokkrir floiri eða færri |>ar syðra sé í þessu sekir, og skyldi svo bæði in fullorðna og in uppvax- andi kynslóð sjá og inar eftirkomandi kyn- slóðir frétta, að slíkr ósómi viðgangist ekki að eins hegningarlaust, heldr jafnvel alveg rannsóknarlaust og afskiftalaust af yfirvald- annahendi, þá hlýtr hverjum heilvita manni að liggja í augum uppi, hve baneitruð spill- iugaráhrif slíkt hlýtr að hafa á siðferðistil- finningu og réttarmeðvitund bæði nú lifandi fullorðinnar og uppvaxandi kynslóðar og eftirkomendanna um ófyrirsjáanlegan tíma. það getr varla hjá því farið, að þeir, sem sjá slíkt viðgangast (og allir vita að þetta er ekki eins dæmi hér á landi þegar um strönd er að tala), allir þeir hljóta með tímanum að komast að þeirri niðrstöðu, að jafnvel stórþjófnaðr af strandmunum sé ekki nema leyfilegr gróðavegr, og þar kynni enda að koma að slíkt yrði jafnvel álitið mesta dugnaðarmerki og útsjónarsemi. Vér viljum nú leyfa oss að spyrja hvern ein- asta mann á Islandi, sem hefir nokkurn snefil af sómatilfinning fyrir sjálfum sér og þjóð sinni: er nokkur einn þeirra, sem dirfist að standa upp og segja, að hann óski að stuðla til þess, að innleiða slíkan hugs- unarhátt hjáþjóðinni? Er nokkur, semvill neita því, að það, að þola og dylja þvílíkt atferli, sé að byrla siðferðismeðvitund þjóð- arinnar ólyfjan og stinga samvizku hennar dauðaus svefnþorn? En vér viljum enn fremr spyrja hvern einasta hciðvirðan mann í Rosmhvalaneshreppi, hvort þeimþykiekki þungr kinnroði fyrir alla sveit sína sá orð- rómr, sem atferli þeirra einstöku, sem hér kunna sekir að vera, hefir lagt á alla sveit- ina? Og má þeim ekki þykja þakklætis- vert, að orðrómr þessi hreinsist svo sem unnt er af sveitinni, með þvf, að inir seku komi í Ijós, ef unt er? Hvað herraGuðmund Guðmundsson snert- ir, skulum vér að visu ekki neita því, að oss hefði þótt það bera sterkari vott um rétt- lætistilfinning hans, ef hann hefði ljóstað þessu upp undir eins og hann var orðinn þess áskynja með nokkrum rökum, í stað þess að geyma það þangað til persónuleg deila knýr hann til að draga þetta fram hálfgert í hefndarskyni. þ>á hefði hann vissulega átt enn meiri þakkir skilið en nú. En, með því betra er seint en aldrei, þá er það þó enn þakkarvert, að hann hefir gjörzt orsök til þess, að mál þetta er nú komið í hreyfingu, og víst er það vonandí, að sýslu- maðrinn í Gullbringusýslu, sem almentertal- inn einn inn gáfaðasti og lærðasti lögfræðinga vorra, og, að öðrum ólöstuðum, einn meðal vorra samvizkusömustu og réttdæmustu dómara, sýni líka í þessu máli, að hann skorti heldr eigi ötulleik sem rannsóknara, til að leiða sannleikann í ljós, hver sem í hlut á; því hér er ómögulegt að hlífa, án þess með hlffð- inni að gjöra margfaldan skaða öllum þeim, sem enn eru saklausir, en f framtíðinni kynnu að freistast af eftirdæminu, ef hér væri alt of linlega að gengið af misskildri miskunn, sem allir vita hvað öðru nafni heitir. Reykjavík 12. júlíf1884. 10. þ. m. straildaði við Reykjanes norskt skip »GandaU, sém hafði selt timbiv

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.