Þjóðólfur - 26.07.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.07.1884, Blaðsíða 2
1J4 mótmælum geti sætt. Eg vil enda segja, að það hefði verið skylda stjórnarinnar að vera búin að gangast fyrir því fyrir löngu, að setja upp á Islandi landsbanka. Eg þekki ekkert land, með eigin fjárráðum, er eigi hafi sinn eða sfna eigin banka. Mönnum kann, ef til vill, ekki að þykja tiltökumál að eyj- an Mön (Isle of Man) sem hefir eigin lög og stjórn, alskilda frá Englandi, skuli hafa eiginn banka; því í frelsisskjóli Bretastjórn- ar furða menn sig ekki á því, þótt 50,000 manna sé látnir njóta fornra réttinda sinna og landsvenja. En að undir stjórn Rússa skuli hernumið iaud, eins og Finnland, hafa, ekki einungis með eigin lögum eiginn fjár- hag og eiginn banka —ekki veðlánabanka þó — heldr og eigin myntsteðja, það kann þeim að þykja sæta fréttum, sem ætla stjórn Islands þau ódæmi að neita landinu um banka fyrir sig. I þessu efni erum vér verst farnir allra þjóða sem eiginn fjárhag hafa. Neitun bankans væri hroðalegt stjórn- arskrárbrot, er hún gerði þjóðina ómynduga. Nú, er ég sný mér að þeirri hlið málsins, er horfir beint að stjórninni, bið ég menn setja á sig : 1. Að þörf (demand) leitar jafnan úrlausnar í hagfeldasta markaði. — 2. Að v axandi þörf krefr aukið (margfaldað) úrlausnarefni. þær setningar þýða mikið í þessu máli. það er alkunnugt af sögu verzlunar-máls vors, að stjórnin hefir stöðugt haft megna óbeit á því, að veita oss fullt verzlunarfrelsi. þetta héfir komið af því, að hún hefir talið það svo sem víst, eða að minnsta kosti mjög sennilegt, að alfrjáls verzlun vor mundi fyrr eða síðar ganga Danmörku úr greipum. Og ekkert virðist sennilegra, í fijótu tilliti, en að slíkr veraldarflakkari, sem verzlun er, mundi hypja sig sem bráðast úr þeim mark- aði, sem hún hafði lengi fundið að illa fór um sig í, og illa var með sig farið. Saga verzlunarmáls vors sannar þó, að frelsuð verzlun vor hefir á engan slíkan flótta lagt úr Danmörku. þvert á móti. Hvert stig sem stjórnin hefir tekið síðan 1786 til að losa um bönd verzlunar vorrar hefir leitt einungis til þess, að auka hana við Dan- mörku sjálfa. þetta er sögulegr sannleiki, sem engra tvímæla orkar1. Og ið eftir- tektarverðasta í þessu máli er það, að hagr sá, sem verzlun vorri hefir þegar staðið af viðskiftum Breta við oss, hefir jafnt og stöð- ugt leitt til þess, að verzlun vor hefir fœrzt I) Merkilegt dærni í þessu sambandi er verzlun Noregs. þegar Danakonungar hættu að ráðsmtnsk- ast með hana, 1S14, varð hún langtum meiri við Danmörku á eftir, en nokkru sinni á ráðsmensku- tímunum. 1787 koniu frá Danm. 8 skip til íslands (320 lestarúm), en 1872 119 sltip (4773 lestarúm). meir og meir út e inmit t við Dani sjálfa. þetta er nú, að mínu viti, atriði, sem er allrar athugunar vert, oss sjálfum eigi síðr en stjórninni, er um stofnun landsbanka er að ræða. Hér er nefnilega um enga tilvilj- un af handahófi að tala, heldr um fast lög- mál um hagfrœðislega nauðsyn, eins og nú skal sýnt. Megin-þörf verzlunar vorrar heimtar þá úrlausn, er ég má nefna einu nafni lífs-viðr- vceri þjóðarinnar. Vér vitum það ailir, og stjórn vorri er það ekkert nýjungarmál, að in íslenzka þjóð verðr að flytja að sér, kaupa utan að, alla kornbjörg sína, og kornkaup Islands eru megin-verzlun lands- ins. Nú hefir Island öldum saman vanizt við að lifa méstmegnis á eúgi, og engar líkur get ég sóð til annars en að það hljóti að halda þeim vana fram öldum saman enn. Hér höfum vór þá fyrir oss það, sem óhætt er að nefna allsherjar-þörf lands vors. Nú vill það til, að enginn markaðr heimsins getr fengið þessari þörf vorri hagfeldari úr- lausn en einmitt Danmörk sjálf. Danmörk er ið næsta land Islandi er hefir þessa korntegund aflögu umfram það, er til mann- eldis gengr í landinu sjálfu, og mun oftast geta selt það við sama verði og aðrir mark- aðir við Eystrasalt. þar er inn næsti og ódýrasti markaðr er Islendingar geta keypt í lífsviðrværi sitt. þessi nauðsyn er fö s t og á fyrir sér langan aldr. Verzlun vor við Breta haggar henni í engu nema til aukn- ingar og útfærslu verzlunar vorrar við Dani; því á Bretlandi getr engan rúg sem teljandi só; það litla sem þar vex af korntegundinni er dýrara en í Danmörku, sem við er að búast í landi þar sem öll vinna er dýrari en í Danmörku, og sem þar að auki verðr að kaupa utan að alt að f þeirra kornfanga er fólkið þarf að lifa á. það leiðir nú af sjálfu sér, að í þeim mark- aði, sem meginverzlun landsins er þannig bundin við, verðr kaupmönnum hentast að hafa önnur innkaup sín um leið, að minnsta kosti í því er verulegt má telja. Svo að hér er hvorki um méira nó minna að ræða en það, að hagfrœðisleg nauðsyn hlýtr að binda méginverzlun vora við Danmörku um ókomnar tíðir; vér höfum í ekkert annað hús að venda þar er meginþörf vorri fáist hagfeldari úrlausn. Öll hræðslu-skotin í- myndun um það, að verzlun vor, ef hún verði frjáls, gangi Dönum úr greipum, er alsendis ástæðulaus; því frjálsari sem verzl- un vor verðr, þess fjölbreyttari og víðtæk- ari verðr þörf vor og þess meiri og marg- faldari kröfur gjörir hún til úrlausnar-efnis- ins, það er, þess meiri liagr stendr Dönum sjálfum af henni. Eg dirfist að fullyrða það, að ofanskrif- aðri röksemdafærslu verði engin skynsamleg mótmæli veitt. Og fæ ég þá ékki betr séð, en að hér sé lýst yfir sambandi milli beggja þjóða, sem ekki einungis sé eins öruggt til úthalds eins og þjóðlíf vort sjálft, heldr og beri í sér frjótt útsæði til blessunarríkrar sambúðar vor og Dana um komandi tíma, ef mentun, mannúð og skynsemi fá að ráða. það er svo auðséð, sem nokkur þlutr getr verið, að verzlunarsamband Islands og Dan- merkr er sameigið hagsmál beggja þjóða. því frjálsari sem verzlun vor er gjörð, þess meiri hag hafa Danir af því að verzla við oss. þess ófrjalsari sem verzlun vor er, þess atkvæðaminni verðr hún og þess minni hag hafa Danir á viðskiptunum. Eðli máls- ins sjálfs gefr því stjórninni ina sterkustu hvöt til að hlynna á allar lundir að frelsi verzlunar vorrar, því aðalhaginn af henni hafa Danir sjálfir, eins og segir sig sjálft, meðan skip þeirra bera hana báðar leiðir yfir hafið. Stofnun öflugs seðilbanka á íslandi er því öldungis eins brýnt hagsmál Dana eins og vor sjálfra — enda brýnna. Ég get reyndar talið það sem nokkurn- veginn víst mál, að peningamenn 'í Höfn, sem lána íslenzkum kaupmönnum fé með okrvöxtum til að reka verzlun sína, muni reyna á allar lundir að aftra stofnun bank- ans, því það er víst, að hann kemr okri þeirra niðr í skaplega vöxtu með tímanum. A þessu þurfum vór eigi að furða oss, sem munum til þess, hversu harða mótspyrnu kaupmenn Islands reyndu að setja við frelsi verzlunar vorrar fyrir 1854. þá gall það stöðugt við, að verzlunarfrelsið yrði eyði- legging kaupmannastéttarinnar og Dan- mörku helber skaði. Nú hefir þó reynslan sannað alt annað, eins og fyrir mátti sjá. Kaupmönnum hefir fjölgað, verzlunarstöð- um hefir fjölgað, ný og þýðingarmikil verzl- unartegund hefir hafizt — gripaverzlunin — aðflutningar hafa aukizt og, eins og við var að búast, hefir verzlun vor við Dan- mörku færzt út svo að miklu munar. þetta er því eftirtektaverðara, sem enginn mun geta sýnt né sannað, að íslandi hafi staðið stórhagr af þessari auknu verzlun. það er ekki það, sem undir liggr, heldr óumflýjan- leg lífsnauðsyn fjölgandi fólks, sem knýr það til heldr að veifa röngu tré erí öngu, knýr það til að sækja lífsviðrværi sitt í hentug- asta markað, enda þótt með afarkostum verði sótt. Sá hagr, sem peningamönnum í Höfn stendr nú af verzlun vorri, þori ég að full- yrða er sem ekkert að meta við þann hag, sem Danmörku stæði af því, að öfiugr banki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.